Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 30. janúar 1993
Sagnabrunnur
„Það var hann Eggert Ólafsson“
upphafi þessa máls míns
langar mig til að fara
með þann lofsöng, sem
einna oftast er sunginn á
hátíðlegum stundum og
mannfögnuðum. Þessi lofgjörð er
eftir einn þann merkasta íslending,
sem uppi hefur verið, Eggert Ólafs-
son, lögmann frá Svefneyjum á
Breiðafirði. Ég veit að þið kunnið
þetta ljóð:
ísland ögrum skorið,
eg vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefur mig
fyrir skikkan skaparans.
Vertu biessað, blessi þig,
blessað nafnið hans.
Að mér kom þetta ljúfa stef í huga, staf-
ar fyrst og fremst af því, hvað ég var ungur
er ég lærði það, og hins hve lengi það hefir
lifað með þjóðinni - ekki skemur en hálfa
þriðju öld. Ég ætla að segja ykkur frá og
rifja upp örlög þessa merka manns sem
urðu með svo sviplegum hætti, að aldrei
fyrnist þar yfir.
Árið 1768, hinn 30. maí, urðu þau tíð-
indi, sem sárust hafa þótt á íslandi, að skip
Eggerts Ólafssonar lögmanns týndist á
Breiðafirði með allri áhöfn. Haustið áður,
1767, hafði brúðkaup þeirra Eggerts og
frændkonu hans, Ingibjargar Guðmunds-
dóttur, sýslumanns frá Ingjaldshóli, staðið
í Reykholti í Borgarfirði. Var það haldið
að fyrri manna hætti með svo miklum
glæsibrag, að til annála var talið.
Vorið áður hafði Eggert reist bú að Hof-
stöðum í Eyjahreppi og þegar efnt þar til
mikilla byggingaframkvæmda. En þar sem
húsasmíði var ekki komin svo langt, að
hann treysti sér til að dvelja þar um vetur-
inn með konu sinni, varð það úr, að hann
skipaði þar búráðum um haustið, og fóru
þau hjónin þegar eftir brúðkaupið vestur
að Sauðlauksdal.
Þá sat í Sauðlauksdal hinn stórmerki og
þjóðkunni klerkur, séra Björn Halldórs-
son, en kona hans var Rannveig, systir
Eggerts. Voru þeir mágar, Eggert og séra
Björn, mjög samrýmdir, enda báðir vor-
menn íslands þess tíma.
Harmdauði alþjóð
Svo merkur maður og nýtur, sem Eggert
var, hlaut hann að verða harmdauði
alþjóð, þótt menn hefðu nóg annað um að
hugsa á þessum tímum, einhverjum hinum
mestu hörmungarárum elds og ísa, hung-
urs og horfellis, sem yfir þjóðina hafa
gengið.
Og alþýða manna lét ekki sitt eftir
liggja. Þjóðaríþróttinni, frásagnargleðinni
og skáldlegu ímyndunaraflinu, var þegar
gefinn laus taumur, og má að sjálfsögðu
ætla, að það hafi mjög sett svip sinn á frá-
sagnir af þessum voveiflega atburði.
Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal
skráði þátt í ævisögu Eggerts mágs síns um
aðdraganda slyssins. Hygg ég, að frásögn
hans myndi hafa orðið lengri og ýtarlegri,
ef hann hefði vitað meira um afdrif skips
Eggerts, og er ekki talinn neinn vafi á því,
að séra Björn hefur reynt að afla sér sem
nákvæmastra upplýsinga um það, sem vit-
að var um slysið, hjá þeim mönnum, er
helst hefðu átt að geta greint frá því, t.d.
formanni minna skipsins, sem aftur snéri
til Skorar, Jóni Arasyni. En frásögn Daða
hins fróða Níelssonar hefur löngum verið
þung á metunum, enda getur hann heim-
ildarmanna, sem lýsingu hafa eftir sjónar-
votti á því, þegar skipi Eggerts hvolfdi og
nánari atvikum í því sambandi. En séra
Björn virðist ekki hafa haft neinar fregnir
af slíku, og má það furðulegt teljast, þar
sem Jón Arason, formaðurinn, sendi þeg-
ar eftir landtökuna í Skor, mann til Sauð-
lauksdals, til þess að fá nesti til ferðarinnar
suður yfir Breiðafjörð. Þó er þess getið, að
menn hans hafi haft þessi tíðindi í lágmæl-
um við þá Skorar-menn, að þeir hefðu
horft á skip Eggerts farast, en ekkert getað
aðhafst til björgunar vegna ofviðris.
Ég ætla hér á eftir að fara með frásögn
séra Björns, sem hann vafalaust veit sann-
asta og réttasta, að skip Eggerts hvarf hinu
skipinu út í fjarðarsortann og ofviðrið, á
Breiðafirði - enda er þar um að ræða sam-
tímaritun af þessum hörmulega mann-
skaða.
Frásögn sr. Björns í Sauðlauksdal
...Um vorið (1768) kom sunnan yfir
Breiðafjörð alstærsti áttæringur, sem til
var undir jökli, til að sækja þau hjónin
Eggert Ólafsson, lögmann og hans eigin-
konu frú Ingibjörgu með þeirra fylgd og
fé.
í þetta skip var flutt allt þeirra góss,
meira en til 600 ríkisdala, þar á meðal
mörg og sjaldfengin manuscript (þ.e.
handrit) og fornaldarbækur, sem þar
týndust til stórs skaða.
Á Trínitatishátíð árla fóru þau hjón frá
Sauðlauksdal með fylgd sinni, og hlýddu
messu í Saurbæ á Rauðasandi, þaðan riðu
þau seint um kvöld, með nokkrum fleiri
mönnum, út að Keflavík, hvar áttæringur-
inn lá fyrir. Þar var formaður Gissur
Pálsson, og hrósaði hann mjög skipinu og
kvaðst aldrei trúa, að því myndi ófær
verða rúmsjór á sumardegi hér við land.
Þrír menn aðrir voru enn til liðs fengnir,
Guðmundur Gunnarsson, Guðmundur
Jónsson og Jón Þorsteinsson.
Síðan gekk það fólk þar á, sem flytjast
skyldi, var þar fyrstur herra Eggert Ölafs-
son vicelögmaður, þá hafði hann lifað 41
ár og 6 mánuði. „Hann var með hærri
mönnum að vexti, heldur grannvaxinn að
því skapi, herðamikill, ekki mjög hár {
sessi. Hendur hans og armleggir voru
miklir í liðum og sterklegir, hann var rétt-
vaxinn og fljótstígur í hversdags fram-
gangi. í andliti var hann ljósleitur og
grannleitur, hafði í æsku bjart hár, sem þá
var svart orðið, brúnahár hafði hann dökk-
leit, en skegghár hvít, sem hærur verða
fegurstar, ennið var mikið; ofan til við
gagnaugað vinstra megin var hann fæddur
með ljósgula díla, sem nokkrir menn kalla
valbrá. Hann var fagureygður og nokkuð
fasteygður. Nefið var í meira lagi, liður á í
miðju og nokkuð niðurbjúgt, kjálkabörð
hvöss, hakan stutt og aðdregin, allt var þó
andlitið eftir vexti jafnt við sig; hann var
hyggilegur maður í tilliti, alvarlegur og þó
ljúfmannlegur; hann var gildur maður til
burða, manna léttastur, og svo frækinn,
hvað sem reyna skyldi að fæstir jöfnuðust
við hann, brattgengur var hann í fjöll og
kletta, þurfti hann oft til þess að taka á
sinni observations-reisu (rannsóknarferð).
Hann fór hraðar á öndrum, en nokkur
maður mætti fylgja honum á hlaupi.
Við skulum fara í Guðs nafni
Annar maður gekk þar á skip, frú Ingi-
björg, kona Eggerts. Hún var þá nær hálf-
fertug, var hún með minni konum, bæði að
hæð og þykkt, ljósleit mjög í andliti og
ekki þykkleit, nett kona og kvenleg,
hæversk og lítillát við alla menn í
umgengni; yfirbragð hennar boðaði eina
saman hógværð og ljúflyndi.
Þriðji maður var Ófeigur Vernharðsson
studiosus, 22 ára lágur maður, fölleitur,
nokkuð óstyrkur til burða og heilsu, en
námsmaður og vel hvass í skilningi, bæði
til lærdóms og skáldskapar, og ritari
góður. Hafði hann verið þénari Eggerts á
þeim vetri.
Suðureyjar á Breiðafirði. Horft til vesturs yfir
hluta eyjaklasans.
Fjórði var Valgerður Jónsdóttir, 17 ára
gömul, þjónustustúlka Ingibjargar, vel sið-
að ungmenni. Hún var svo frumvaxta
mær, að á þeim aldri jafnaðist hún að vexti
við flestar rosknar konur, og nærri því var
hún jafn gjörvuleg í þeim handyrðum, sem
hún hafði numið.
Ei voru fleiri menn á skipinu en þessir
átta, sem nú voru taldir. Annar minni átt-
æringur, sem Eggert átti, fylgdist með, á
honum voru 4 menn.
Bæði þessi skip lögðu frá landi í Kefla-
vík þann 29. maí, þegar sól var í útnorðri.
Allan þann dag var logn og hitasólskin,
og óskuðu margir byrjar, héldu bæði skip-
in fyrir framan Rauðasand, suður í Skor,
og lentu þar um elding nætur. Flestallir
fóru þá í land og konurnar líka. Eggert
lögmaður tók þar nokkrar burnirætur
blómgaðar og lét bera á skip handa konun-
um að þefa af, ef þeim yrði óglatt á
sjónum.
Um það mund, er þeir lentu í Skor, sáu
menn veðrabrigði á lofti, dró upp myrkva
og mistur úr Gilsfjarðarbotni og Breiða-
fjarðardölum, líka var þá nokkuð farið að
hvessa, þó ei meir en svo, að fiskimenn
reru úr Skor, og eins frá Siglunesi á Barða-
strönd suður undan. Þá tóku tveir Skorar-
menn til orða: Að það væri betra ferða-
mönnum, að bíða þar nokkuð fram á
daginn. Lögmaður leitaði ráðs við sína
menn. Þessir, sem nýkomnir voru yfir
fjörðinn, lögðu misjafnt til, en í því kom
þeim öllum saman um, að þeir vildu af
stað fara, og ekki bera af skipunum; frú
Ingibjörg fýsti þess og mjög, og kvað sér
myndi leiðast biðin. - Þeir, sem voru þá í
Skor, segja að lögmaður hafi sagt: Við
skulum fara í Guðs nafni, þeir hérna vita
ekki betur, hvað fært er en þið. Gengu þá
allir á skipin og létu frá landi; var enn hæg-
ur byr austnorðan - settist lögmaður að
stjórn. Þá var skammt farin sól, er þeir
lögðu á fjörðinn, þann 30. maí 1768.
Hvarf í fjarðarsortann
Þegar þeir voru komnir sem svaraði viku
sjávar undan landi, þá tók mjög að hvessa
og dimmdi í fjörðinn, en dökkti loft. Hið
minna skipið felldi þá segl, andæfði um
stund og sneri aftur upp í Skor. Þeir sáu
það síðast til Eggerts, að hann sat við
stjórn sem fyrr, bar skip hans fram hjá
þeim, þangað til það hvarf, nema seglið
eitt, og síðan allt saman yfir í fjarðar-
dimmuna.
Fleira vita menn ekki um þetta marg-
nefnda skip. Þennan dag 30. maí gerði
eitthvert allra mesta stórviðri og ósjó á
Breiðafirði, og var hvort tveggja að vaxa
allt fram um miðjan aftan. Þóttust gamlir
menn ei hafa séð áður svo mikið hafrót; en
það bjargaði fiskibátum, sem róið höfðu,
að þeir snéru strax aftur, og voru komnir
til lands fyrir dagmál.
Þannig misstum vér þann landsmann
vorn á besta aldri, sem á þeim tíma þótti
einhver líklegastur maður til gagns og
sóma sínu föðurlandi.
Eins og fram kemur í frásögn séra
Björns í Sauðlauksdal, sem er vafalaust
sönn og rétt, að skip Eggerts hafi horfið
hinu skipinu út í fjarðarsortann og óviðrið
á Breiðafirði með rá og reiða. - Það voru
sorgþrungin og hörmuleg örlög.
En nú kemur hér við sögu vestfirskt
skáld og prestur frá Skógum í Þorskafirði
og lætur til sín heyra, þó langt sé þá liðið
frá atburði þessum, en það er skáldsnill-
ingurinn séra Matthías Jochumsson og
yrkir kvæðið Eggert Ólafsson. - Það má
greinilega sjá að kvæði Matthíasar er
fremur byggt á hinum skáldlegu, alþýðlegu
heimildum um atburðarásina, er fram
kemur í frásögn Daða fróða, sem rituð er
löngu síðar en frásögn séra Björns.
Eggert Ólafsson
eftir Matthías Jochumsson
Prútið var loft og þungur sjór,
þokudrungað vor.
Það var hann Eggert Ólafsson,
hann ýtti frá kaldri Skor.
Gamall þulur hjá græði sat,
geigur var svip hans í,
hann mælti við Eggert Ólafsson:
„Mér ógna þau vinda-ský. “
„Ég sigli ei skýin, ég sigli sjá“,
svaraði kappinn og hló;
„ég trúi á Guð, en grýlur ei,
og gleð mig við reiðan sjó“.
Gamall þulur frá græði hvarf,
gegndi með þungri lund:
„Þú siglir ei þennan sjó í dag,
þú siglir á Guðs þíns fund. “
Það var hann Eggert Ólafsson,
hann ýtti frá kaldri Skor,
vindur upp segl og sjálfur við stjórn
settist með formanns þor.
Knúðu rastir knerrir tveir,
komið var rok um svið;
síðasti fugl úr fjarri Skor
flögrar á vinstri hlið.
Á búlkanum situr brúður ung,
bleik var hin göfga kinn:
„Ó, Guð, sú báran er brött og há,
hún brotnar í himininn inn. “
„Hækkið þið seglin“, hetjan kvað,
en Helja skjótari varð;
boðinn skall yfir báru-mar,
í búlkann var komið skarð.
Það var hann Eggert Ólafsson,
frá unnar-jónum hann stökk,
og niður í bráðan Breiðafjörð
í brúðarörmum sökk.
„Það var hann Eggert Ólafsson“
- íslands vættur kvað
„aldrei græt ég annan meir
en afreksmennið það“.
Efþrútið er loftið, þungur sjór
og þokudrungað vor,
þú heyrir ennþá harma-ljóð,
sem hljóma frá kaldri-skor.