Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 15
Laugardagur 30. janúar 1993 - DAGUR - 15
Fríða og skepnan
Walt Disney fagnar 20 ára velgengni
með því að hefja teiknimyndina til vegs
James Woods og Lou Gosset eru
gamlir kunningjar og sækjast
heldur eftir að vera í návist hins.
Það haggaði ekki vináttu þeirra
þegar Gosset fékk Óskarinn fyrir
hlutverk sem Woods hafði verið
boðið að leika. Að vísu var ekki
við neinn að sakast, Woods var
einfaldlega ekki á lausu fyrir tíu
árum síðan þegar hann fékk tilboð
um að taka að sér hinn harðsnúna
liðþjálfa í An Officer and Gentle-
man. Fyrir vikið fékk Gosset að
tukta Richard Gere svolítið til og
styttuna eftirsóttu í kaupbæti.
Þrátt fyrir að Woods sé frægur
fyrir kjafthátt sinn og lýsi því yfir
í tíma og ótíma hversu gaman
hann hafi af því að tala illa um
fólk þá hefur hann farið mjög lof-
samlegum orðum um frammistöðu
vinar síns í An Officer. „Gosset
dúr hefur Woods talað um
frammistöðu Gossets og um leið
gert sjálfum sér skömm til; ekki
eitt hnjóðsyrði hefur fallið.
Nú hafa þeir félagamir tekið
höndum saman í Diggstown,
spennumynd um tvo svikahrappa
sem skipulegga svindl í hnefa-
leikahringnum. Tilgangurinn er
ekki að græða heldur að frelsa bæ-
inn undan áþján vonda mannsins.
Að vísu veit ég ekki alveg hvað á
að kalla þessa afurð því að fyrstu
sýningar lofuðu engu góðu. Gripu
framkvæmdastjóramir þá til þess
ráðs að breyta titli myndarinnar.
Nú heitir hún Midnight Sting og
er það trú manna vestra að nafna-
breytingin muni nægja til að gefa
myndinni það brautargengi sem
nauðsynlegt er til að allir megi
græða svolítið.
Bruce Willis vill gjarnan fá aö feta í
fótspor Marlons Brandos sem Sky
Masterson í Guys and Dolls.
Woods fer fímum
bringu Lou Gossets.
höndum um
verðskuldaði svo sannarlega að fá
Óskarinn. Honum tókst að breyta
hinum venjulega liðþjálfa í eitt-
hvað sem við emm alls ekki vön
að sjá á hvíta tjaldinu." í þessum
Kvikmyndasíða
Jón Hjaltason
Fríöa og skepnan
í kastala skepnunnar; sex hlutir í álögum.
Það verður ekki af Disney skafið
að bíómyndir merktar fyrirtækinu
hafa alltaf þótt sérstakar á ein-
hvem hátt. Það er einhver ævin-
týraljómi yfir nafninu. Það bók-
staflega geislar frá sér lífsham-
ingju, fögnuði og gleði. Böm jafnt
og fullorðnir þekkja nafnið og all-
ar þær skemmtilegu fígúrur er það
stendur fyrir. Velgengni hefur
nánast verið samþýðanleg með
nafni Disneys og Mikka.
Árið 1991 var þó svolítil und-
antekning frá reglunni. Tvær
íburðarmegtu kvikmyndir Disney
það ár, Rocketeer og The Marry-
ing Man, skiluðu ekki því sem
vænst var og almenningur var
byrjaður að velta fyrir sér hvort
Mikki Mús þyrfti ef til vill að fá
sér svolítið álfaryk í nefið. Og ef
til vill hefur hann snusað eitthvað
því að 1992 gekk honum allt í
haginn. Medicine Man, með Sean
Connery, og The Hand that Rocks
the Cradle, með Rebeccu De-
Momay, gerðu það býsna gott,
sérstaklega seinni myndin enda
var hún tvímælalaust fimm gæða-
flokkum fyrir ofan Connery. Enn
er þó ótalin kvikmyndin sem lað-
aði breiða brosið fram aftur á and-
litum niðurlútra stjóranna, nefni-
lega Beauty and the Beast eða
Fríða og skepnan. Segja má að
með henni hafi Disney leitað á
fomfrægar slóðir ævintýrisins og
teiknimyndasögunnar. Állir von-
uðu en enginn bjóst í alvöru við
þeim viðtökum er myndin fékk. Á
fyrstu 15 sýningarvikunum skilaði
hún nálega 7 milljörðum íslenskra
króna í kassann og var síðan, fyrst
allra teiknimynda, tilnefnd til
Óskarsverðlauna sem besta kvik-
Cæjar og ungpíur
Sagan er um ungan glæpon frá
New York, fullan með sjálfs-
trausti og jafnvel hroka, sem veðj-
ar um það við vini sína að tiltekin
stúlka í Hjálpræðishemum muni
ekki fá staðist töfra hans.
Árið 1955 var Marlon Brando
töffarinn, nú berjast Bruce Willis
og Patrick Swayze um þennan
sama bita. Það er nefnilega í bí-
gerð að filma myndina að nýju og
þrátt fyrir að eldri útgáfan hafi
ekki fengið mjög góða dóma þá
flykkjast stórstjömumar að og
vilja allar fá að leggja hönd á
plóginn. Madonna og Melanie
Griffith þykja líklegar til að
hreppa stór hlutverk, þó ekki
nema önnur þeirra og Demi
Moore, Geena Davis og Sean
Young berjast um að fá stöðu í
Hjálpræðishemum. Harry Conn-
ick Jr. þykir manna líklegastur til
að fá hlutverkið sem Frank Sinatra
fór með í fyrri myndinni.
Það fer ekki á milli mála að að-
standendur Ungpíanna núna ætla
að leika sama leikinn og Samuel
Goldwyn gerði 1955. Hvert hlut-
verk sem einhver mergur er í skal
fengið stjömu. 1955 var auk
Brandos, safnað saman ekki
ómerkari skemmtikröftum en Sin-
atra, Jean Simmons og Vivian
Blaine. Helst hefði Goldwyn þó
viljað fá Grace Kelly og Bette
Grable til liðs við sig en þær vom
ekki á lausu. Auk þeirra voru orð-
aðir við myndina forðum ekki
ómerkari menn en Gene Kelly,
Robert Mitchum og Burt Lancast-
er. Og Bing Grosby og Clark
Gable nánast gengu á hólm við
Brando í baráttunni um hlutverk
Sky Mastersons. Þennan sama
leik, að æsa umtalið með sögum
um þrá fræga fólksins eftir þátt-
tökurétti í Ungpíunum, ætlar son-
ur Goldwyns, Sam Goldwyn Jr.,
nú að leika. Hann er hvergi bang-
inn og lætur úrtöluraddir sem vind
um eyru þjóta. Markið hefur verið
tekið á stóra pottinn - og eins og
ég segi alltaf- það kostar peninga
að græða peninga.
mynd ársins. Samtals var Beauty
and the Beast orðuð við sex Ósk-
ara.
Tilbúningurinn
„Það tók um tvö ár að skapa
Beauty and the Beast“, segir Reu-
ben Procopio, yfirmaður teikni-
myndagerðar Disney. „Venjulega
gengur þetta þannig fyrir sig að
sumir eru löngu byrjaðir að vinna
að næstu mynd þegar sú fyrri er
loks tilbúin. Þannig var það með
þessa. Núna þurfum við ekki að
bíða eftir því að sjá lokaniðurstöð-
una á skjá. Við höfum viku undir
hverju sinni en á henni skal lokið
Fríða verst úlfunum.
við að teikna ákveðnar hreyfingar
eða aðgerðir sem ef til vill taka
aðeins sekúndur á tjaldinu. Það
þarf 24 fjórar myndir til að skapa
eina lifandi sekúndu í teiknimynd.
Við puðum í heila viku, kannski í
kringum eitt hundrað teiknarar, og
skilum um það bil 8 myndum á
dag. Vikulega fáum við að sjá
hvemig hreyfingin kemur út og ef
við erum ánægðir er fínpússað.
Tölvan hefur hlaupið undir bagga
með okkur og létt starfið gríðar-
lega mikið. Þær hafa hreinlega
opnað nýja vídd við gerð teikni-
mynda.“
Framtíðin
Disney hefur nú þegar hafið gerð
næstu teiknimyndar sem verður
byggð á sögunni um Aladín og
töfralampann. Þetta er ekki í
fyrsta sinnið sem þessu ævintýri
er umbreytt í teiknimynd en aldrei
fyrr hafa Hollywood-mógúlar lát-
ið sig dreyma um að græða millj-
arða á hinum heldur seinheppna
Aladín. Disney-stjórar binda góð-
ar vonir við Aladín og vona að
hann muni ekki síður afla þeim
peninga en Beauty and the Beast.
Þess vegna hafa þeir borgað væna
summu til að sannfæra Robin
Williams um hollustu þess að ljá
Aladín rödd sína.
Svona gera þeir í Hollywood
- þegaralltfer í steik