Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 18

Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 30. janúar 1993 Popp Hver er staðan? - Hvert stefnir? - vangaveltur um íslenska og erlenda tónlist á nýju ári Rapparinn lce Cube hitti beint í mark með nýju plötunni sinni The Predator. Að undanförnu hafa birst hér á Poppsíðu ýmis uppgjör tengd nýliðnu ári, 1992, auk þess sem svolítið hefur verið litið fram á veginn i rokkútgáfunni. I fram- haldi af því ætla ég nú aðeins að velta fyrir mér ýmsu sem kemur upp í tengslum við slík uppgjör og skoða þau í víðara samhengi sem og að reyna að leggja mat á hvað framundan sé. Ekki ætla ég þó að setja fram einhverjar há- fleygar kenningar, heldur aðeins að velta hlutunum fyrir mér á almennan hátt í Ijósi þess sem fram hefur komið í áðurnefndum uppgjörum og fleiru. Fyrir hálfum mánuði birti Rás tvö síðbúnar niðurstöður sínar á því besta á árinu 1992 að mati valinkunnra poppspekúlanta, tónlistarmanna o.fl. bæði af inn- lendum og erlendum toga. I við- tölum við þetta fólk kom margt athyglisvert fram, sem vert er að staldra við og má segja aö það hafi verið aðalkveikjan að þess- um vangaveltum mínum. Bjartsýni en blikur á lofti Það var samdóma álit þriggja góðra manna, sem ég fékk til að velja það besta í íslensku útgáf- unni á síðasta ári, að bjart væri framundan í henni og gróskan væri mikil. Þeir Heimir Már Pét- ursson fréttamaður og Egill Ólafsson tónlistarmaður með meiru voru sama sinnis á Rás tvö, en töldu þó að lítið nýtt hefði komið fram á árinu sem leið. Á því voru líka þeir Gunnar Hjálm- arsson, Poppskrifari Pressunnar og Einar Örn, Sykurmoli, að lítið nýtt væri að gerast í íslenskri útgáfu og kvað Einar reyndar svo fast að orði að hún bæri vott um „andlega kreppu og aumingja- skap“ (vísað hann þar sérstak- lega til Jet Black Joe, sem að hans mati voru ekki til að hrópa húrra fyrir og var Heimir líka á þeirri skoðun). Ég get vel tekið undir með Einari og Heimi um að Jet Black Joe sé ekki sú ferskasta, sem fram hefur komið, eins og sumir vilja vera láta. Hins vegar eins og ég hef sagt áður þá getur hljómsveitin átt bjarta framtíð fyrir sér ef hún þróast út úr því fari sem hún er nú í og fái það í friði við útgef- endur sína. Það mun nefnilega ekki kunna góðri lukku að stýra ef endurtaka á leikinn alveg eins upp á nýtt að kröfu útgefendanna í Ijósi góðrar byrjunar. Kristján Kristjánsson KK, sem átti bestu plötuna að mati þeirra sem völdu, kom einmitt inn á að peningahyggjan réði allt of miklu í útgáfunni að hans mati og eyði- legði oft unga og efnilega tónlist- armenn. Getur KK líka trútt um talað eins og kunnugt er af rimmu hans við vissa útgefendur vegna peningamála. Sú vel heppnaða ákvörðun Kristjáns og félaga (sem fleiri hafa einnig gert með bærilegum árangri) að gefa út sjálfir með góðra manna hjálp, tel ég að mörgu leyti marka viss tímamót í íslenskri útgáfu. Sú staðreynd að mun ódýrara virðist vera að gefa út geislaplöt- ur en LP plötur hefur hvatt marga, sem ekki hafa áður haft tök eða tækifæri á að gefa út, til afreka á útgáfusviðinu á eigin ábyrgð, sem ég tel vera þróun sem sé komin til að vera við hlið útgáfufyrirtækjanna. Er það vissulega áhætta að leggja út í slíka útgáfu, en á móti fær við- komandi meira í aðra hönd en ella hefði verið. Held ég að mikið sé til í því sem Ásmundur Jóns- son (betur þekktur sem Ási í Gramminu sáluga) hjá Japis sagði á Rás tvö í ársuppgjörinu að allir tónlistarmenn hefðu gott af því að gefa einhvern tímann út plötu sjálfir. Með því öðlist þeir meiri þekkingu og skilning á því hvað þyrfti til að gefa út plötu og hvernig ætti að selja hana. [ þættinum á Rás tvö sat Bubbi Morthens fyrir svörum um leið og Kristján Kristjánsson, en Bubbi varð næstur á eftir KK í valinu á bestu íslensku plötunum (rétt eins og í plötusölu ársins). Var Bubbi m.a. spurður út í hvort hann hefði ekki getað hugsað sér að gefa út sjálfur. Svaraði hann því til að það hafi oft komið hon- um í hug, en með tilliti til þess að hann hefði betri samning en allir aðrir og væri þannig vel bak- tryggður fyrir hugsanlegum áföll- um borgaði það sig ekki fyrir hann að breyta til. Ef hann gæfi út sjálfur og fengi mikinn skell gæti það riðið honum að fullu. Nú berast hins vegar þær fregnir að Bubbi sé kominn upp á kant við útgefanda sinn, Steinar hf., vegna mismunandi túlkunar á samningi og samstarfinu sé því lokið. Eru það, svo ekki sé meira sagt, kaldhæðnislegar fregnir í Ijósi þessara orða Bubba á Rás tvö. Mun hann aftur á móti ætla að gera samning við hinn útgáfu- risann, Skífuna, í staðinn, en staðfesting á því er ekki ennþá fengin þegar þetta er ritað. Hvort það mun svo, ef af verður, ganga betur verður tíminn að leiða í Ijós. Fleiri tíðindi eru svo að gerast hjá stórrokkurum landsins, því nú hefur Sálin ákveðið að taka sér langt og ótímabundið frí í vor. Koma þau tíðindi í kjölfar háværra sögusagna um að hljómsveitin væri að hætta. Ætlar Stefán söngvari að gera sóló- plötu og heyrst hefur að Guð- mundur gítarleikari muni taka upp samstarf við Pétur „Garg- ara“ Kristjánsson. Gæti því eins verið að um endalok Sálarinnar verði í vor þótt það heiti nú frí. Eru því ýmsar blikur á lofti í íslensku poppi, þótt framtíðin í heild verði að teljast björt. Skiptar skoðanir Hvað varðar erlenda tónlist á Ekki eru allir sáttir við kosningu DV á bestu plötu ársins 1992. árinu 1992 og hver framvindan yrði í henni á nýju ári var matið misjafnt og skoðanirnar skiptar hjá spekúlöntunum sem Rás tvö fékk til liðs við sig. Einar Örn og Árni Matthíasson, blaðamaður á Mogganum, voru t.a.m. á því að það besta sem árið 1992 hefði fætt af sér væri hið harða og árásargjarna rapp, sem nokkuð mikið var áberandi á árinu, með lce-T/Body Count, lce Cube og fleirum. Töldu þeir ennfremur og þá sérstaklega Einar að vaxtar- plötu Eric Claptons, Unplugged, sem broddurinn myndi liggja í rappinu í þróun og sköpun nýrrar tónlist- ar. Ekki get ég nú tekið undir þá kenningu, því þótt rappið hafi margt til síns ágætis og þá sér- staklega sem tjáningarform, þá er það tónlistarlega ekki þess megnugt að geta talist áhrifa- valdur til langs tíma litið. Það er hins vegar Ijóst að rapp/hipp hopp tónlistin mun njóta vin- sælda áfram, sem sést best á því að nýjasta plata lce Cube The Predator fór beint á toppinn í Bandaríkjunum skömmu fyrir áramótin. Niðurstaðan varð annars sú yfir erlendu plöturnar að þaulreyndir listamenn úr poppi og rokki skip- uðu með afgerandi hætti þrjú efstu sætin, Peter Gabriel, Eric Clapton og REM, sem varð hlut- skörpust. Voru þessir listamenn líka með þrjár bestu plöturnar erlendis frá í DV kosningu, en þar hafði Clapton vinninginn með yfirburðum. Var gamli gítarjaxl- inn vel að þessari kosningu kom- inn og var hún afgerandi. Eitthvað virtist þessi kosning í DV þó fara fyrir brjóstið á einum annars ágætum popppælara og fjölmiðlamanni, honum Skúla Helgasyni. I þættinum Tíðarand- anum, sem aftur hóf göngu sína fyrir hálfum mánuði í sjónvarp- inu, sá Skúli nefnilega ástæðu, einhverra hluta vegna, til að reyna að gera lítið úr henni með því að kalla hana „gamlan brandara". Ekki veit ég hvort Skúli er svona argur út í kosninguna vegna þess að hann var ekki með í henni, en hitt veit ég að þessi orð hans gera frekar lítið úr honum sjálfum heldur en kosningunni og verða að teljast misnotkun á aðstöðu. Ætti Skúli að vera orð- inn nógu gamall til að vita það að hlutirnir gerast ekki alltaf að manns eigin skapi, hvort sem manni líkar það nú betur eða verr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.