Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 30. janúar 1993 Hann fæddist á Húsavík. Hún fæddist í Kína. Hann ólst upp á Húsavík. Hún fluttist til Hong Kong. Hann stundaði nám og störf. Hún stundaði nám og störf. Þau langaði að læra meira. Þau fóru til Englands og námu við University of Reading. Hún fékk að nota aðra tölvuna hans á kvöldin. Hann varð hrifínn af henni. Hún varð hrifín af honum. Hún fór til Hong Kong. Hann fór til Húsa- víkur. Þau skrifuðust á. Hún kom í heimsókn. Hann fór í heimsókn. Þau voru ástfangin. Hún flutti til Húsavíkur vorið ’92, og nú búa þau saman. Þau eru tónlistarfólk. Hann heitir Helgi Pétursson. Hún heitir Natalia Chow. Þau eru í helgarviðtali. Innfæddir og ýmsu vanir Húsvíkingar hafa átt það til að emja yfir veðurofsanum og snjóalögunum síðustu vikurnar. En á meðan líður fíngerð og lagleg kona um bæinn, uppalin þar sem hitinn fer oft í 33 gráður á sumrin og er að meðaltali 10 gráð- ur á veturna. Hún fékk margan skellinn meðan hún var að venjast því að ganga í hálku og eitt kvöldið þegar þau Helgi þurftu milli húsa, var hún dregin afturábak gegn- um grenjandi byl af sambýlismanni og tengdaföður. En það er ekkert verið að kvarta og nú er íslenskunámið stundað af krafti. Það er einna verst með fæðið. Henni gengur illa að fá mat sem hún þolir vel og finnst góður. Grænmetisúrvalið í búðunum finnst henni vægast sagt lítið og eini Kínverjinn á Húsavík er dauðleiður á kínakálinu. Englasöngur í Húsavíkurkirkju Fyrstu fregnir sem blaðamaður Dags á Húsavík hafði af Nataliu Chow bárust á mánudagsmorgni sl. sumar. Hrifinn kirkju- gestur sagði að englasöngur hefði heyrst við athöfn í Húsavíkurkirkju - kínverska konan hans Helga Péturssonar hefði sungið - á íslensku. Nú er Natalia Chow sjálf komin inn á skrifstofu Dags með Helga, úr öllum janúar- snjónum, og hún byrjar á að segja okkur sögu sína, sem hófst svo langt í burtu fyrir 30 árum: „Ég er fædd í Kanton í Kína. Foreldrar mínir fluttu til Hong Kong þegar ég var 10 ára. í Kína er kommúnistastjórn en Hong Kong tilheyrir enn Breska sam- veldinu og þetta eru mjög ólík stjórnkerfi. Móðir mín var söngvari og dansari í kínverskum listdansflokki. Hún kenndi mér fyrst á píanó og hún var stöðugt syngjandi og dansandi. Ég varð fyrir miklum áhrifum frá henni. Ég byrjaði að leika á píanó fimm ára en hætti þegar við fluttum til Hong Kong. Þegar ég var ung leiddist mér píanó- námið en móðir mín neyddi mig til þess. Á hverjum degi þurfti hún að beita mig ströng- um aga til að fá mig til að æfa mig. Á hverj- um degi þurfti ég að æfa mig eftir skóla, í stað þess að fara út og leika mér við önnur böm. Þegar vinkonur mínar kölluðu í mig að koma langaði mig svo út, en móðir mín skipaði mér að vera inni og leika á píanóið. Mér líkaði því ekki við píanóið. Þegar ég var í gagnfræðaskóla bað ég móður mína að kaupa píanó aftur, því ég hafði farið að sakna þess eftir komuna til Hong Kong. Ég byrjaði því að leika aftur af eigin vilja. Mér fannst alltaf mjög gaman að syngja. Ég var með skólakórnum, gekk mjög vel og var valin til forustustarfa og á skólaskemmtun söng ég í söngkeppni. Hver mínúta notuð til náms Mig langaði að læra að syngja og fá faglega æfingu. Framhaldsnám í Hong Kong er mjög erfitt. Skólakerfið er ekki gott, því Natalia Chow og Helgi Pétursson við altaristöfluna í Húsavíkurkirkju sumarið ’91 þegar Natalia kom í hvert barn verður að ganga í gegnum mik- inn fjölda prófa. Það verður því að nota hverja mínútu til náms. Ég hætti píanóleik og þátttöku í tónlistarstarfi af öllu tagi með- an ég var að ljúka grunnskólanáminu. Mér gekk mjög vel við framhaldsnámið, en um það leyti sem ég var að taka próf til inn- göngu í háskóla, sem enginn hélt að væri neitt vandamál fyrir mig, fannst mér ég vera undir of miklu álagi og gat hreinlega ekki lært. Einkunnir mínar í öllum fögum lækk- uðu. Það er mjög erfitt að komast í háskóla- nám í Hong Kong, samkeppnin er svo mikil. Þar eru aðeins tveir háskólar en íbúar eru sex milljónir. Því eru 20 þúsund stúdentar á biðlista eftir háskólanámi. Þeir sem fá skólavist eru virkilega kraftmiklir. Vegna þessa mikla álags var mér ómögu- legt að læra og hugleiddi hvort ekki væri réttast að taka upp tónlistarnámið á ný, þar fengi ég starf sem mér þætti ánægjulegt og gæti gefið mér einhverjar tekjur. Ég hóf nám við tónlistardeild háskólans og það var mér virkilega erfitt, af því að ég hafði ekki stundað tónlistarnám í nokkur misseri. Ég lagði mjög hart að mér og að loknu námi fór ég í skóla til að læra að starfa sem tónlistar- kennari. Að loknu háskólanámi langaði mig í skóla erlendis. Svo vildi til að nokkrar skólasystur mínar höfðu stundað nám við Readingháskólann í Englandi og þær sögðu mér margt þaðan. Skólameistarinn kom til Hong Kong til að halda fyrirlestur og þar hitti ég hann og spurði margra spurninga. Hann bauð mig velkomna í skólann, ég fór og þar hitti ég Helga.“ Mikið spilað en meira sungið - Helgi, segðu okkur svolítið af sjálfum þér og hver var aðdragandinn að námsdvöl þinni í Englandi? „Ég er borinn og barnfæddur Húsvíking- ur. Þó ég hafi verið nokkuð mörg ár fyrir sunnan, nógu mörg til að mér þótti svolítið vænt um Reykjavík og fannst gott að vera þar, þá toga heimahagarnir í mig. Frá því ég man eftir mér hef ég haft mikið yndi af tónlist því ég ólst upp við að heyra tónlist frá blautu barnsbeini. Fyrstu árin átti ég heima í Skógargerði og þar var töluvert mikið spilað á harmoníum. Mamma spilaði eftir eyranu og amma hafi svolítið lært að spila eftir nótum. Ég lærði mikið af lögum, því þó mikið væri spilað var enn meira sungið. Mamma söng mikið og eiginlega all- ir á heimilinu. Mig langaði mikið að geta spilað á svona hljómborðshljóðfæri og var heillaður af orgeltónunum. Ég hafði þó ekki trú á að ég gæti spilað fyrr en það kom orgel á heimili foreldra minna. Því fylgdi kennslu- bók, ákaflega einföld og aðgengileg fyrir byrjendur. Ég var svona níu ára og skildi sáralítið í ensku, en þó gat ég stautað mig í gegn um bókina og lært nótur í sjálfsnámi. Foreldrar mínir höfðu áður sent systur mína í tónlistarskóla og fannst sjálfsagt að senda mig líka, fyrst ég hafði svona mikinn áhuga á þessu. Þá var Steingrímur Sigfússon heimsókn. Mynd: Pétur Jónasson. skólastjóri og hann tók mig í tíma. Mér gekk mjög vel og ég hafði gaman af þessu. Eg uppgötvaði það fljótlega að ef ég kynni nótur nógu vel þá gæti ég spilað hvaða lag sem væri, þó ég hefði aldrei áður heyrt það. Eftir að ég fór að kenna verð ég var við að því miður finnst krökkum sjaldan eftirsókn- arvert að kunna nótur, en vilja mjög gjarna læra lögin. Ég byrjaði í orgelnámi hjá Steingrími, síðan eitt ár hjá dönskum kennara en lengst var ég hjá Sigríði Schiöth. Hjá henni kynntist ég fyrst kirkjumúsík að einhverju ráði. Mér fannst alltaf mjög gaman í tónlistarnámi, en hlutirnir fóru fyrst að verða verulega spenn- andi þegar ég fékk að spila á kirkjuorgelið. Sigríður tók mig stundum í tíma niður í kirkju og hún leyfði mér einnig að spila einn og einn sálm við messurnar. Eitt sumar leysti ég hana síðan af sem organista. MA próf í örtölvutækni við tónlistarkennslu Ég fór í Tónlistarskólann í Reykjavík og var farinn að hafa áhuga á ýmsu fleiru í sam- bandi við tónlist. Hólmfríður Benedikts- dóttir, sem þá var skólastjóri við tónlistar- skólann hér, var auk tónfræði farin að láta okkur læra tónheyrn og tónlistarsögu. Mér þótti þetta afskaplega heillandi fag sem hjálpaði mér að skilja þessa gömlu músík. Ég vissi að ef ég færi í tónmenntakennara- deildina, biði hún imp á mesta fjölbreytni í tónlistarþekkingu. Eg hafði mikinn áhuga á ua

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.