Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 3. apríl 1993 Fréttir Akureyri: Farfuglum flölgar dag frá degi Hópur manna á Akureyri, sem hefur fuglaskoðun að áhuga- máli, vinnur að félagsstofnun um áhugamál sitt. Búið er að skipta niður í reiti óshólma- svæði Eyjafjarðarár og Leirun- um, í því augnamiði að telja fugla reglulega á svæðinu. Þorsteinn Þorsteinsson, sund- laugarvörður á Akureyri, er fuglavinur mikill og hefur stað- góða þekkingu á fuglalífi við Eyjafjörð. Sl. fimmtudag fór hann vítt og breitt um Akureyri Bæjarráð Akureyrar: Grenilundardómnum áfrýjað Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum sl. fimmtu- dag að leggja til við bæjar- stjórn að dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í Greni- lundarmálinu svokallaða verði áfrýjað til Hæstaréttar. Bæjar- stjórn mun fjalla um málið á fundi nk. þriðjudag. Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp þann dóm 24. tr ---------- — mars sl. að Akureyrarbæ bæri að greiða Braga Sigurðssyni, hús- ráðanda í Grenilundi 17, tæplega eina milljón króna í skaðabætur vegna vatnstjóns sem hann varð fyrir í asahláku 2. maí 1990. Dómurinn hefur fordæmisgildi varðandi átta samskonar skaða- bótamál og er skotið á að í það heila nemi skaðabótakrafa íbúa í Grenilundi um 30 milljónum króna. óþh Auglýsendur Síðasta blað fyrir páska kemur út fimmtudaginn 8. apríl (skírdag). Verður það blað að hluta til með helgarblaðsútliti. Skilafrestur auglýsinga í það blað er til kl. 14.00 þriðjudaginn 6. apríl. auglýsingadeild, sími 24222. Ferðaþjónustan Rauðuskriðu er opin um páskana, sem og allt árið. í gistirými sem er byggt 1992, eru rúmgóð tveggja manna herbergi, snyrtingar og setustofa með sjón- varpi á efri hæð og á neðri hæð eru björt og rúmgóð borðstofa og setustofa (sólskáli). Fallegt útsýni, rólegt umhverfi. Boðin er: Gisting, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður. Kolbrún og Jóhannes Rauðuskriðu Aðaldal S.-Þing. Sími 96-43504. Fax 96-43644. Frá Fósturskóla íslands Haustið 1993 verður tekinn nýr nemendahópur inn í Dreift og sveigjanlegt fóstrunám. Námið hefst í byrjun ágúst nk. Námið er aðallega ætlað fólki á landsbyggðinni og er að miklu leyti fjarnám. Auk almennra inntökuskilyrða verður e.t.v. tekið tillit til búsetu þeirra er sækja um. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu skólans í síma 91-813866. Skólastjóri. og nágrenni til talningar á fuglum. Fyrstu farfuglarnir eru þegar komnir. Hettumáf fjölgar dag frá degi, sem tjaldi. Skógar- þröstum hefur einnig fjölgað mikið, en flestir þeirra hafa vetrardvöl á Suðurlandi. Storm- máfur hóf landnám við Dalvík fyrir all mörgum árum og nú hef- ur hann dreifst um Eyjafjörð. Við Akureyrarflugvöll er hvert sumar þétt byggð stormmáfa og í Hrísey er nú vart fyrstu fuglanna sem virðast staðbundnir. Storm- máfur er stærri en hettumáfur, svartur í vængenda, og þykir ekki vargfugl. „Einn gesta sundlaugarinnar sagðist hafa heyrt til lóunnar í morgun. Ekki ætla ég að rengja manninn, en reynist staðhæfing þessi rétt þá er lóan með fyrra fallinu hér um sveitir," sagði Þor- steinn Þorsteinsson. ój Bæjarráð Akureyrar: Tillaga um að auka hlutafé í Foldu hf. Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum sl. fímmtudag að leggja til við bæjarstjórn að hlutafé Akur- eyrarbæjar í ullarfyrirtækinu Foldu hf. á Akureyri verði aukið um allt að 8 milljónir króna, en stjórn fyrirtækisins hafði lagt til að hluthafar myndu auka hlutafé um 25%, samtals um 16 milljónir króna. Akureyrarbær á um 46% hlutafjár í Foldu hf. og gerir til- laga bæjarráðs ráð fyrir að hlutur bæjarins verði aukinn um allt að 8 milljónir, þó ekki meira en 50% af nýju hlutafé. Folda hf. hefur átt við rekstrar- erfiðleika að stríða og á síðasta ári varð tap á rekstrinum. For- svarsmenn fyrirtækisins eru þó bjartsýnir á að aukið hlutafé muni bæta stöðuna verulega. óþh Undanfarnar vikur hcfur atvinnulaust fólk á Akureyri sótt ýmis námskeið sem boðið hefur verið upp á og hefur góður rómur verið gerður að þeim. Þessi mynd var tekin í Hússtjórnarskólanum þar sem Ingibjörg Arnardóttir, handmenntakennari, var að kenna fatasaum. Mynd: Robyn. Ávísanafalsarar vaða uppi á Akureyri Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur átt í önnum síðustu daga vegna ávísanafalsara, sem stöðugt gerast kræfari. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri er mál mannsins sem handtekinn var á Dalvík fyrr í vikunni vegna greiðslusvika og stuldurs á kirkju- munum enn til meðferðar. Mað- urinn var úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald og kærur vegna svika mannsins eru enn að berast. „Ávísanafals er engin ný bóla. Nú í vikunni höfum við haft fjölda mála til meðferðar sem tengjast svikum og ávísanafalsi. Því er svo, að rannsóknarlögregl- an á Akureyri vill beina til almennings að hafa góðar gætur á ávísanaheftum, þá sérstaklega á öldurhúsum og ýmsum samkom- um þar sem áfengi er haft um hönd,“ segir talsmaður rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri. ój Skagaströnd: Hraustir menn finnast enn - sofa úti við í hrímuðum svefnpokaum Það er óvenjulegt að fínna ferðamenn sofandi úti í svefn- pokum sínum, hvort heldur er í tjaldi eða án, á þessum árstíma. Ekki síst þegar ferða- langurinn sefur í poka sínum ofan á vélarhlíf bfls. Þessi óvenjulega sjón mætti lögregl- unni á Blönduósi inni í bæ á Skagaströnd í gærmorgun. Þrír piltar lögðu fólksbíl sínum innanbæjar á Skagaströnd og sváfu tveir inni í bílnum, en einn var ofan á vélarhlífinni í svefn- poka. Hann svaf vært þegar lög- reglan kom þar að, en svo kalt var í morgunsárið að svefnpok- inn var hrímaður. Þetta voru ungir og hraustir menn, að sögn lögreglu, og voru þeir á ferðalagi. Það skal tekið fram að þetta var ekki ólöglegt athæfi, heldur ein- ungis óvenjulegt. sþ Átta daga íjallaferð á skíðum með þotu í eftirdragi: Gaman að vera einn úti í náttúnmni - segir Aðalsteinn Árnason frá Akureyri Það er sérstök tilfínning að vera einn uppi á reginfjöllum, fjarri skarkala mannlífsins, og það er þessi tilfínning sem Aðalsteinn Arnason er að sækjast eftir með því að leggja í allt að átta daga gönguferð á skíðum einn síns Iiðs. Aðal- steinn er Akureyringur á 25. aldursári, þaulvanur fjallaferð- um, og hann ætlar að leggja upp í dag eða á morgun og ganga um 130 km með snjó- þotu í eftirdragi. „Ég ætla að keyra út á Ólafs- fjörð og upp á Lágheiði. Þaðan hef ég hugsað mér að ganga upp Hvarfdal og niður á Heljardals- heiði og síðan liggur leiðin beint suður, yfir á Tungnahryggsjökul. Ég fer yfir marga smájökla á leið- inni en þeir eru hættulausir. Ég kem niður á Öxnadalsheiði eftir um það bil fjóra daga, þá miða ég við að ganga 20 kílómetra á dag,“ sagði Áðalsteinn. Vegalengdin segir ekki allt í þessu landslagi því oft er á bratt- ann að sækja og víða erfitt yfir- ferðar. Aðalsteinn ætlar að gista í snjóhúsum og einnig hefur hann skála og sæluhús í sigtinu. Sem nærri má geta stjórna veður og vindar því hvað honum miðar hratt áfram. „Ef þessi ferð gengur vel ætla ég að halda áfram upp eftir Kald- Aðalstcinn Arnason. baksdal, sem liggur frá Öxnadals- heiði og inn á Nýjabæjarfjall og allir vélsleðamenn þekkja. Síðan fer ég suður fyrir Seldalinn og tek stefnuna í norðaustur og fer milli Öxnadals og Hörgárdals annars vegar og Eyjafjarðar hins vegar. Ég fylgi bara upsum fjalla og ætla að koma niður í Glerárdalinn og þaðan heim,“ sagði Aðalsteinn. Hann reiknar með öðrum fjór- um dögum í seinni áfangann og fer því samtals um 130 km á átta dögum einn á skíðum en vel útbúinn og í talstöðvarsambandi við félaga sinn. „Það er ekki vegalengdin sem er vandamálið heldur er ég alltaf að tapa hæð og vinna hæð. Ég fer kannski 500 metra niður og strax aftur 500 metra upp og það kost- ar blóð, svita og tár. En ég hef gaman af því að vera einn úti í náttúrunni og upplifunin er nán- ast ólýsanleg, jafnvel þótt veðrið leiki ekki alltaf við mann,“ sagði fjallagarpurinn Aðalsteinn Árna- son. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.