Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 22

Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 3. apríl 1993 Kvikmyndasíða Jón Hjaltason Feiimú Móhíkaninn Meðal indíána. ekki slitið mig frá því. Eiginlega má segja að löngun mín til að taka að mér hlutverkið hafi sprottið af sömu hvötum og hugsunin um að láta það lönd og leið. Maðurinn var mér gjörsamlega ókunnur og jafnvel dularfullur. Eg vissi ekkert um heim hans, fjöl- skyldu, ættflokkinn, heimkynni hans eða sögu þessa tíma. Allt þetta varð ég kanna og uppgötva líkt og landkönnuður. Þetta í senn dró mig að og fældi mig frá.“ Það má til sanns vegar færa að Day-Lewis er frá allt öðrum heimi en fóstursonur Cingachgook. Fað- ir hans var skáld og sósíalisti sem hataði að vera kallaður herra Lew- is. Fyrir vikið dró hann upp band- strikið og varð Cecil Day-Lewis. Móðir leikarans var leikkona, Jill Balcon, en faðir hennar var Sir Michael Balcon kvikmynda- framleiðandi, sá hinn sami og fékk Alfred Hitchcock hans fyrsta verkefni. Rómantíska hetjan Persóna Haukfráns er að mörgu leyti í ætt við hinar rómantísku hetjur Hollywood fyrr og síðar - kannski þó meira fyiT. Um þetta segir Day-Lewis: „Ég hugleiddi þetta ekki hið minnsta þegar ég tók hlutverkið að mér og geri það ekki ennþá. Ég bægði öllum efa- semdum frá mér og tók heilshugar þátt í gerð myndarinnar, annað- hvort er maður heill í persónu sinni eða alls ekki neitt - og þá er voðinn vís. Sú stund kom að vísu að mér þótti það jaðra við geð- veiki af mér að taka við hlutverk- inu. Ég hafði ekkert unnið í tvö ár og ég var ákveðinn í því að færast ekki mikið í fang þegar ég byrjaði aftur. Ég kýs kyrrðina, rólegheitin. Það má því segja að Móhíkaninn hafi verið algjör andstæða þess sem ég hafði í huga sem var meg- inástæðan fyrir því að ég var hik- andi í fyrstu og vildi jafnvel ekki vera með. Auðvitað hefði ég ekki viljað missa af þessu ævintýri en það líður áreiðanlega á löngu þar til ég verð tilbúinn að leika sama leikinn aftur. En svo getur það raunar far- ið allavega. Ég hef jafnan verið mjög glaður þegar verkefninu hef- Daniel Day-Lewis ætti að vera orðinn nokkuð vanur að taka á móti lofi fyrir leik sinn. Hann hef- ur tekist á við leikrit Shakespears og handleikið Óskarinn fyrir frammistöðu sína í My Left Foot. Michael Mann, leikstjóri Síðasta Móhíkanans, kallar Day-Lewis einn af þremur eða fjórum bestu leikurum heimsins er mæla á enska tungu. Þrátt fyrir allt þetta veraldargengi er Day-Lewis ákaf- lega feiminn og hefur aldrei þótt það eftirsóknarvert að gerast róm- antísk hetja í Hollywood. En það hlaut þó að koma yfir hann í Síð- asta Móhíkananum. Langflest hlutverk Day-Lewis á hvíta tjaldinu hafa verið lítil en jafnan vakið athygli gagnrýnenda og jákvæð viðbrögð þeirra. Má þar nefna My Beautiful Laun- drette sem Steven Fears leikstýrði, mynd James Ivory, A Room with a View og The Unberable Light- ness of Being sem Philips Kaufm- an gerði. En hvað var það þá sem fékk leikarann til að taka að sér Hauk- frán, fósturson Chingachgook og þjóðsagnahetju úr sögu James Fenimore Cooper frá 1826? Hið ókunna heillaði „í langan tíma fældist ég hlutverk- ið. Ég las handritið yfir nokkrum sinnum og svaf á því í fjóra mán- uði áður en ég talaði nokkum hlut við leikstjórann Michael Mann. í raun þá forðaðist ég að ræða við hann því ég veit að um leið og samtölin byrja er maður orðinn flæktur í netið og flækist æ meir og betur eftir því sem orðunum fjölgar." En handritið hafði þegar gripið leikarann heljartökum. „Mér fannst það gott, svo gott að ég gat Haukfránn, Day-Lewis, í klemmu. Fyrstu Móhíkanarnir Ein af betur þekktum ævintýra- bókum heimsins er sagan um síð- asta Móhíkanann eftir James Feni- more Cooper (1789-1851). Sagt var að Viktoría drottning hefði á fáum sögum meira uppáhald en einmitt þessari eftir Cooper. Fyrsta myndin er byggði á sög- unni var Leatherstocking (1909) sem DW Griffith leikstýrði. Tveimur árum síðar fylgdu tvær styttri útgáfur í kjölfarið, The Last of the Mohicans og In the Days of the Six Nations. Báðar auðvitað þöglar. Arið 1920 kom þýsk út- gáfa, Lederstrumpf. Fyrsta langa myndin var gerð af Maurice Toumer og Clarence Brown árið 1920 og hét einfald- lega The Last of the Mohicans. Fyrsti talandi Móhíkaninn leit dagsins Ijós 1923. Hann var í tólf köflum, leikstjóri D. Poeves Eas- on. Heldur þótti þessi útgáfa frumstæð og sumir sögðu hana lít- ið spennandi. Úr því bættu George B. Seitz og Randolph Scott 1936. Haukfránn sló í gegn og Scott varð stjama. Næsta tilraun gekk ekki jafn- vel. Last of the Redmen/ Last of the Redskins (1947) gleymdist fljótlega. 1965 reyndu þjóðverjar og Bretar fyrir sér og tvær Móhíkanamyndir komu í bíóin. Sjónvarpið gat nú ekki lengur staðið hjá og 1971 tók BBC til sinna ráða og lét gera vinsæla bamaþætti um síðasta móhíkan- ann. Eitthvað hefur verið um það að kvikmyndagerðarmenn hafi reynt að spinna upp nýjar sögur um Haukfrán og notað lítið annað úr upprunalegri sögu Coopers en að- alsöguhetjuna - en það væri að æra óstöðugan að elta ólar við slíka framleiðslu. ur verið lokið, kannski feginn í aðra röndina." Kyngoðið Margir hafa velt því fyrir sér af hverju Day-Lewis hefur ekki gert tilkall til að kallast kyngoð. Margt kvenfólk segist hafa fundið glöggt til kynferðislegs þokka hans í The Unbearable Lightness of Being. „Allir stimplar eru hindrandi og takmarkandi", segir Day-Lew- is. „Ef einhver tæki upp á því að kalla mig eitthvað myndi mér líða illa. Stimpillinn gæfi óhjákvæmi- lega til kynna að ég væri ekki eitt- hvað annað líka.“ Day-Lewis er greinilega ekki á þeim buxunum að festast í einni persónu, né heldur er hann sestur í helgan stein. Eftir Móhíkanann tók hann þátt í The Age of Inno- cence, með Michelle Pfeiffer og Winona Ryder, undir leikstjóm Martin Scorcese. Síðan hefur hann verið á lausu. „Ég veit aldrei hvað bíður mín“, segir Day-Lewis. „Ég geri engar fimm ára áætlanir. Þetta er allt tilviljunum háð, einn- ig hvað ég tek mér fyrir hendur hverju sinni.“ Whitney Houston og Kevin Costner í The Bodyguard. / I Borgarbíói yfir páskana Nú hefur hann Amfinnur okkar krækt í nokkra feita bita fyrir okk- ur bíófara - og hina líka sem láta sjaldan eða aldrei sjá sig í bíó. Hann ætlar að sýna núna yfir páskana ekki færri en þrjár stór- myndir - eða þær em að minnsta kosti umtalaðar og vinsælar. The Bodyguard heitir ein en hún er líklega sú þeirra sem mesta auglýsinguna hefur fengið í fjöl- miðlum hér á íslandi. Þetta er í og með vegna þess að framleiðendur myndarinnar hafa ekki aðeins fylgt þeirri formúlu að láta vinsælt lag fylgja, heldur hafa þeir gengið feti framar og fengið söngkonuna sjálfa til að leika aðalkvenhlut- verkið. Whitney Houston heitir hún og er öllum kunn sem unna góðri tónlist og hinum líka. Undanfarin kvöld höfum við sjón- varpsgláparar fengið að heyra hana syngja titillag The Body- guard og það skal ég fullyrða að ef myndin er hálft eins góð og flutningur Whitneys á laginu þá er bíóið frábært. Á móti henni leikur Kevin Costner, sem gerði góða hluti í Dansar við úlfa. Þá hefur Amfinnur krækt í Síð- asta Móhíkanann er byggir á hinni sígildu sögu eftir James Fenimore Cooper (dáinn 1851), um Hauk- frán sem tekinn er í fóstur af Móhíkönum og bjargar bráð- myndarlegri enskri konu úr hönd- um Huron-indíána. Þriðja myndin sem við fáum að sjá nú um páskana er Home Alone 2 þar sem Macaulay Culkin lendir enn og aftur í útistöðum við krimmana tvo er forðum reyndu að ræna hús foreldra hans. Vandræðin nálgast Culkin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.