Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 12
« 12 - DAGUR - Laugardagur 3. apríl 1993 Myndina gerði Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, nemandi á síðasta ári í málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri. Myndin er unnin undir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallaði fram. Stundum nægir okkur ekki að vera bara við sjálf. Við viljum vera eins og við teljum að við eigum að vera. Stundum nægir veruleikinn okkur ekki. Og oft gerum við heiminn okkar að einni alls- herjar sjónvarpsauglýsingu, þar sem ekkert er eins og það er, heidur eins og það á að vera. Pað vantar ekki, að í heiminum finnist fjöl- margar hendur, sem eru fúsar að vinna stórvirki. Bjarga málunum í eitt skipti fyrir öll. Hitt er bagalegt, að á þessari jörð eru fáir reiðubúnir til þess að huga að smáatriðunum, sem aldrei komast á forsíður dagblaðanna. Öll viljum við gjarnan leiða eyðimerkurgöng- una. Færri fást til að slást í hópinn, sem á eftir for- göngumanninum fer. Þú hefur þá köllun í þessu lífi að vera þú. Þú hefur þá köllun vegna þess að heimurinn er stór- um fátækari, ef þú ert ekki þú. Hann væri einum þér fátækari. Þar að auki fellur engum betur að vera þú en einmitt þú. Ef Guð hefði upphaflega haft eitthvað ánnað í hyggju með þig en þig, hefði honum verið í lófa lagið að sleppa því að skapa þig. Hann hefði líka getað látið ógert að láta Sússja fæðast, held- ur gert sér annan Móse. Þú og Guð sitja því uppi með þig. Vertu því. „Sökum þess að þú ert dýrmætur í mínum augum og mikils metinn, og af því að ég elska þig, þá legg ég menn í sölurnar fyrir þig og þjóðir fyrir líf þitt.‘ (Jesaja 43, 4) Sálnarusk Sr. Svavar A. Jónsson Spurningin mesta Að lokum talaði rabbí Sússja: „/ hinum komandi heimi verð ég ekki spurður: „Hvers vegna varstu ekki Móse?“ Ég verð spurður: „Hvers vegna varstu ekki Sússja?““ Martin Buber.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.