Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. apríl 1993 - DAGUR - 11 Norðlensk ungmenni á leið til fyrirsætukeppni í New York: Koma firam l'yrir anglit frægustu umboðsskrif- stofa heimsins á sviði Waldorf Astoria hótelsins Fimm ungir Akureyringar eru að fara vestur til New York til að taka þátt í módelkeppni, þ.e. fyrirsætu- og hæfileika- keppni, sem fram fer dagana 6. til 11. aprfl á vegum M.A.A.I. eða Modeling Association of America International Inc. á sjálfu Waldorf Astoria hótel- inu í New York og er það í 33. skipti sem keppnin fer fram. Hótelið er frægast fyrir það að hýsa forseta, konunga og önnur stórmenni. Það eitt að koma fram á sviði Waldorf Astoria hótelsins er upphefð sem ekki fellur öllum í skaut. Auk norðlensku ungmenn- anna munu bætast í hópinn ungmenni frá Reykjavík og Suðurnesjum þannig að alls verða þátttakendur frá íslandi 20 talsins en þeir koma annars víða að úr heimum, en þetta er stærsta keppni sinnar tegundar sem fram fer í Bandaríkjunum. Eftir fyrirsætukeppni sem fram fór 27. nóvember og 4. desember sl. í Sjallanum á vegum Kolbrún- ar Aðalsteinsdóttur hjá Módel- mynd hefur hópurinn markvisst unnið að undirbúningi keppninn- ar, m.a. með sýningum í Reykja- vík. Alls verður keppt í fjórum greinum, í fyrsta lagi „Group Runaway" sem er dansatriði, sem allir íslensku strákarnir verða með annars vegar og íslensku stúlkurnar hins vegar. Síðan kemur „Runaway“, sem felst í því að hver keppandi gengur fram fyrir dómaraborð svipað og á tískusýningu og eru borðin merkt umboðsskrifstofum og eru þátttakendur klæddir í venjuleg- an klæðnað, þ.e. gallabuxur og bol eða þann annan klæðnað sem hver og einn velur sér. Leikið í auglýsingu Síðan leika þátttakendur í aug- lýsingu, en hafa áður fengið enskan texta sem þeir læra utan að og leika síðan það sem fram kemur í textanum og er það tekið upp af sjónvarpi. En keppnin fer ekki aðeins fram á sviði hótelsins heldur er fylgst með þátttakendum nánast dag og nótt enda segir í kynning- arbæklingi fyrr keppnina að þarna fái þátttakendur stærra tækifæri til að hitta umboðsmenn ! frægustu umboðsskrifstofa heimsins en kannski gefst nokk- urn tíma síðar á lífsleiðinni. Þar segir einnig að að peningaverð- laun standi í boði, samningar um sýningarstörf, boð og styrkir um setu í ýmsum skólum, kynnast mörgum af frægustu fyrirsætum heimsins í dag og fylgjast með mörgum sýningum og uppákom- um sem New York borg er fræg fyrir. En hvernig fara unglingarn- ir að fjármagna þessa ferð? „Já, við fjármögnum þetta að mestu leyti sjálf, en Coke hefur gefið okkur boli sem við verðum í á sýningum hérlendis en við sýndum m.a. í þeim á skemmti- staðnum Casablanca um síðustu helgi. Á fimmtudaginn (sl. fimmtudag - innsk. blm.) tók STÖÐ-2 upp dansatriði íslenska hópsins og á föstudaginn sýndum við í Kringlunni og Bylgjan var með viðtal við okkur. Ekki má gleyma þætti Púls-180, en við Norðlendingarnir höfum verið þar í æfingum endurgjaldslaust síðan fyrir áramót og sá styrkur er alveg ómetanlegur. Á Waldorf Astoria hótelinu verða fulltrúar allra frægustu umboðsskrifstofa heimsins, ekki bara frá Banda- ríkjunum heldur einnig frá Frakklandi og Ítalíu svo eitthvað sé nefnt svo tækifærið sem við fáum er svakalega stórt. Ef við fengjum boð um störf mundum við grípa það fegins hendi enda er tilgangurinn sá með þátttöku í þessu að koma sér á framfæri í módelstörfum,“ sögðu þeir Birgir Brynleifsson, Ingvar Björn Ingv- arsson og Steindór Gíslason j aðspurðir, en þeir eru ásamt þeim Ásdísi Franklín og Elvu Eiríks- dóttur í íslenska hópnum, sem fram kemur á New York í næstu viku. „Þetta er búinn að vera nokkuð strangur undirbúningur en skemmtilegur og góður félags- skapur en við höfum verið reglu- lega á æfingum í Púls-180. Við erum varla búnir að átta okkur á því að við erum að fara til New York og því fylgir nokkur kvíði en ætli það sé ekki bara nauðsyn- Iegt,“ sagði þær Ásdis og Elva. í vor verður sýning og keppni á vegum Módelmyndar svipaðar þeim er fram fóru í lok síðasta árs og þá verður einnig opnuð umboðsskrifstofa hér. GG Þessi módel fengu skólastyrki í keppninni 1992 og með þeim á myndinni eru tveir af forráðamönnum keppninnar. Auglý^ing í Degi ber árcmgur Norðlcnsku þátttakendurnir f.v.: Ásdís Franklín, Steindór Gíslason, Elva Eiríksdóttir, Ingvar Björn Ingvarsson og Birgir Brynleifsson. Mynd: GG STÍFT FITUBRENNSLUNÁMSKEIÐ FYRIR KARLA HEFST ÞRIÐJUDAGINN 13. APRÍL ★ Fitumæling og vigtun + Ráögjöf varðandi mataræði + Matarlistar - Spennandi mataruppskriftir + Fyrirlestrar um megrun og mataræði Sigríður Eysteinsdóttir næringarfræðingur + Þjálfun og hreyfing 5 sinnum í viku Verö 9.800 Eina varanlega leiðin að lækkaðri líkams- þyngd er aukin hreyfing og rétt mataræði. Láttu okkur hjálpa þér að losna við auka- kílóin og halda þeim frá fyrir full og allt. Skráning í síma 26211 virka daga frá kl. 12.00. Hringdu strax Takmarkaður fjöldi / 180 KA-heimilið við Dalsbraut HEILSURÆKT HHHHHHHHHHri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.