Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 18

Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 18
Umsjón: Vilborg Gunnarsdóttir HALLO KRAKKAR! Tókst ykkur að láta einhvern hlaupa apríl á fimmtudaginn? Þið vitið að 1. apríl mega menn ekki plata fólk með því að segja bara ósatt. Það á að láta fólk „hlaupa“ apríl. Létuð þið plata ykkur? Gaman væri að heyra frá ykkur um sniðug göbb 1. apríl og hvort ein- hverjum hafi tekist að plata ykkur. Heimilis- fangið okkar er: Krakkakot á Degi, Pósthólf 58, 600 Akureyri. Bros-á-dag O 1984 Syndicate. Inc World r^jht* rv«d „Svona fer ég að því að láta áhorfendur hverfa. Ég dreg bara snák upp úr hattinum." Þegar bifur velur sér maka, endist sambandið í mörg ár; jafnvel allt lífið. Svona teiknum við... Héldu tombólu og gáfti afraksturinn til Bamadeildar FSA Vinkonurnar Sigurbjörg Sif Björnsdóttir og Inga Fanney Gunnarsdóttir, nemendur í 4. bekk Oddeyrarskóla, héldu nýlega tombólu í göngugötunni og þar söfnuðust kr. 2.479,- sem gefnar voru til Barnadeildar FSA. Geimverurnar þúrfa elds- neyti á tækið sitt. Þær lýsa vökvanum sem tærum, bragðlausum, lyktarlausum vökva sem búinn sé til úr vetni og súrefni. Rebbi veit eftir hverju geimverurnar eru að falast. Veist þú það? ■jltouspis U10S U)BA JAt) jg)ou euuejSAUjjaS jnjso>pej 'iujajns 60 iu)3A in ||) j3 ginq uiss )U)3 jsnepe -1>)Á| 'isneiqéejq ‘pæj js ujba :usneq BINNA OG BÓBÓ ROBERT BAIMGSI - og leyndarmálið Skreppur er sannfærður um að hann hafi lykilinn að Hnetuskógarleyndarmálinu... sem sé einhvers konar fjársjóður. En að hverju gengur lykillinn? Hann hefur enga hugmynd um það og gamla vitra geitin segir ekki orð. Á meðan Skreppur hótar þeim hugsar Róbert málin. Þá kemur hann auga á það sem sýnist vera gömul klukka í glerbúri. Þetta er söguklukka geitarinnar; tæki sem oftar en einu sinni hefur flutt Róbert fram og aftur í tíma. „Ó herra,“ æpir hann. „Þessi klukka er ekki það sem hún virðist vera.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.