Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 23

Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 23
í UPPÁHALDI „Fjarri hlýju hjónasængur á náttborðimf segir Katrín Ragnarsdóttir Katrín Ragnarsdóttir er fulltrúi á Fræðslu- skrifstofii Norður- lands eystra og for- maður Freyvangsleik hússins. Þá er hún í stjóm Banda- lags íslenskra leikfélaga. Frey- vangsleikhúsið fmmsýnir leikrit- ið Ljón í síðbuxum næstkomandi miðvikudagskvöld og þar er Katrín aðstoðarleikstjóri Maríu Sigurðardóttur, auk þess sem hún kemur fram sem kona að te- drykkju. Við slógum á þráðinn til Katrínar til að forvitnast aðeins um hugðarefni hennar og daglegt líf. HvaS gerirSu helst ífrístundum? „Yfir bláveturinn held ég til í Freyvangi í kringum leiklistar- starfsemina þar en yfir sumar- mánuðina reyni ég að vera sem allra mest úti.“ HvaSa matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Soðin ýsa og eyfirskar kartöfl- ur, ræktaðar á ættaróðalinu." Uppálialdsdrykkur? „Þeim þætti það örugglega skrýtið héma í vinnunni ef ég segði ekki kaffi.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heim- ilinu? „Ég get örugglega verið það þá sjaldan að ég er heima. Mér þykir reyndar frekar leiðinlegt að fást við allt sem viðkemur eldhúsinu en önnur verk eru al- veg ágæt.“ SpáirSu mikiS í heilsusamlegt líferni? „Já, ég geri það nú. Mér finnst Katrín Ragnarsdóttir. mjög gott að vera úti og geri eins mikið af því og ég get. Ég stunda gönguferðir, bæði langar og stuttar, og leikfimi." HvaSa blöS og tímarit kaupirSu? „Ég kaupi Moggann um helgar og Leiklistarblaðið og síðan les ég Dag alltaf mjög gaumgæfi- lega í vinnunni." HvaSa bók er á náttborSinu hjá þér? „Það er bókin Fjarri hlýju hjónasængur eftir Irigu Huld Hákonardóttur sem kom út núna fyrir jólin.“ HvaSa hljómsveitltónlistarmaSur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ætli ég segi ekki bara KK. Hann er mjög góður.“ UppáhaldsíþróttamaSur? „íslenska landsliðið í hand- bolta. Má ég ekki hafa það allt? Ég hef gaman af handbolta en fótboltinn er ekki að mínu skapi.“ HvaS hoijirSu lielst á í sjónvarpi? „Ég reyni að horfa á fréttimar, annars horfi ég mjög lítið á sjónvarp. Ég les dálítið mikið og það er á kostnað sjónvarps- ins. Svo horfi ég náttúrlega á handboltalandsleiki." Á hvaSa stjómmálamanni hefurSu mestálit? „Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún er með bein í nefinu og hefur náð félagsmálaráðuneytinu býsna vel upp.“ Hvar á landinu vildirSu helst búa fyrir utan heimahagana? „Ætli ég myndi ekki vilja búa austur á Egilsstöðum. Mér hef- ur alltaf litist vel á þann stað.“ HvaSa hlutlfasteign langar þig mest til aS eignast um þessar mundir? „Mér þætti sennilega mest um vert að eiga annan helminginn af húsinu mínu skuldlausan." Hvernig myndirBu eySa þriggja vikna vetrarfríi? „Ég myndi bara vera heima hjá mér. Ef ég væri að fara í þriggja vikna vetrarfrí núna þá myndi ég sennilega skreppa til Reykjavíkur því ég á von á bamabami og vildi gjaman vera til staðar þegar það kemur í heiminn HvaB œtlarSu aS gera um lielgina? „Ég ætla að hjálpa vinkonu minni að undirbúa fermingar- veislu á sunnudaginn og á laug- ardaginn verða væntanlega æf- ingar í Freyvangi. Ég held að maður geri ekki mikið meira um helgina. SS EFST í HUGA Óli G. Jóhannsson Ég er að bíða eftir sumrinu Veturinn er senn á enda, aöeins tuttugu dagar í sumardaginn fyrsta. Veturinn hefur verið undirrit- uðum erfiður. Trúlega er ég að verða gamall, því skammdegis- drunginn hefur aldrei haft önnur eins áhrif á sálartetrið. Nú undir vor er komið fyrir mér sem gamla manninum sem þótti kynlegur í háttum. Sá gamli gekk dag nokk- urn að vori til, í norðan kalsa, út á hól, settist þar og starði út í loftið. Þegar hann hafði setið þannig lengi dags fóru krakkarnir á bæn- um til hans og spurðu á hvað hann væri að horfa, af hverju hann sæti þarna svo lengi og hvort honum væri ekki kalt. „Ég er að bíða eftir sumrinu“, svaraði gamli maðurinn. „Það er að koma, ég heyrði í því í morgun þegar ég kom út“. Tilsvar gamla mannsins er tákn- ræt fyrir sumarvonir íslendinga fyrr og síðar. Sálartetrið mitt er þar engin undantekning á. Já, sumarið kemur oftast nær á endanum og það er misjafnlega gott, kemur bæði seint, og kveður stundum snemma. Veðurguðirnir virðast mislyndir og dyntóttir. Þannig eru allir guðir frá sjónarmiði manna og ekki er það undarlegt, því við höf- um skapað þá alla sjálfir. Skaplyndi vetrarins hefur mildast nokkuð síðustu áratugina, en engu að síður er veturinn þjóðinni aldrei aufúsugestur. Þegar haustlaufið fer að falla, tún og hagar að fölna, grípur marga geigur eða kvíði fyrir komandi mánuðum. Faðir Vetrar er ýmist kallaður Vindljóni eða Vind- svalur, hann er Vásaðarson, og voru þeir áttungar grimmir og sval- brjósta, og hefur Vetur þeirra skap- lyndi. Svásuður heitir sá, er faðir Sumars er, og er hann sællífur, svo að af hans heiti er það kallað sváslegt er blítt er. Ekki er það ótti við kulda og bjargarskort, sem vetrarkvíðanum veldur, heldur er það myrkrið þrátt fyrir alla rafljósabirtuna. Það er sól- in sem ég sakna. Öll hamingja og lífsgleði er Ijóssins ættar. Á líkinga- máli tungunnar er gleðin björt, en sorgin svört og þeir sem búa í löndum langra og dimmra vetra, verða öðrum skyggnari á birtu og fegurð sumarsins. Því segir mér svo hugur, að ekki sé svo óeðlilegt þótt ég gangi öðru hvoru út á klappir til að stara í suðurloftið. Ég er að bíða eftir sumrinu. Laugardagur 3. apríl 1993 - DAGUR fermingamar Afskorinblóm, blómaskreytlngar, gjafavara, fermingarkort, fermingarkerti. Bílastæði við búðardymar. AKURW KAUPANGIV/ MÝRARVEG 602 AKUREYRI SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498 23 I UTBOÐ VEGAGERDIN Landgræðsla á Norðurlandi vestra 1993. Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í landgræöslu á Noröurlandi vestra árið 1993. Helstu magntölur: Nýsáning 53 hektarar og áburöardreifing 22 hektarar. Verki skal lokið 15. júlí 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 19. apríl 1993. Vegamáiastjóri. FEBMINGARSKEYTI SKÁTA 'vpzzr nr.ö Afgreiðslustaðir skátaskeyta eru: 1. Skátaheimilið Hvammur 2. Lundur - Aðsetur H.S.S.A. 3. Skátaheimilið Glerárkirkju 4. Gunnarshólmi (Camlu leikvallarhúsið við Oddeyrarskóla) Allir staðimir verða opnir fermingardagana frá kl. 10.00-17.00. Tekið er á móti pöntunum í síma 12266 á sama tíma. Munið að hægt er að greiða m< greiðslukortum bæði gegnum síma og á afgreiðslustöðunum. SKÁTAFÉLAGIÐ KLAKKUR l^>] mwh i’ 'íiiiíwbmbíbbbmhmbmmbbbhbbmbbbbmmbmwmbmbbbbbbbmhmmmbmbmiÍébmbmbbíp

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.