Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. apríl 1993 - DAGUR - 9
mikið. Viðkomandi þarf að vera áskrifandi
að fagtímaritum og fylgjast mjög vel með í
umhverfi sínu. Hann gæti síðan miðlað hug-
myndum til sinna yfirmanna og þær yrðu
skoðaðar. Petta þekkist ekki í íslenskum
fyrirtækjum í dag. Pað eru til frumkvöðlar
sem hafa komið fram með algjörar nýjungar
og farið út í ákveðinn rekstur, og gengið
misvel. Pað sem kemur nýtt frá framleiðslu-
fyrirtækjum, sem eru þegar til staðar, er oft-
ast mikið líklegra til að ganga. Það er stór-
um áfanga náð ef hægt er að fá fyrirtæki til
að sinna vöruþróun.“
Fyrirtækin ekki nógu sölusinnuð
- Lifum við í veiðimannaþjóðfélagi og
fylgjumst ekki nægilega með hvernig heim-
urinn er orðinn í dag?
„Við erum miklir veiðimenn í okkur, eins
og dæmin sanna. Ef einhver græðir á ein-
hverju eru allir komnir út í það. Pað má
nefna húseiningar, allt í einu voru húsein-
ingaverksmiðjur komnar út um allt land, en
þær dóu svo til jafnóðum. Nýjasta dæmið
eru ígulkeraveiðarnar sem allir ætla að
græða á. Ef menn sjá bjarta ljósið ætla allir
að grípa það.“
- Vilja þeir sem stofna fyrirtæki ekki láta
það borga sig upp á einu til tveimur árum?
„Fyrirtæki sem borgar sig upp á fyrsta
árinu er gríðarlega gott fyrirtæki.
Það er ákveðið vandamál að fyrirtækin
eru ekki nógu sölusinnuð. Stærri fyrirtækin í
sjávarútveginum selja í gegn um sín sölu-
samtök. Þau hafa verið að byrja á því að
selja beint til kaupenda og neytenda, og það
skilar húsunum miklu meiri peningum fyrir
verðmætin. Þau þurfa því að tengja sig bet-
ur við markaðina, þó þau séu aðilar að þess-
um samtökum. Þetta er dæmi um það að
markaðurinn skili sér beint til framleiðenda,
en ekki í gegn um millilið sem getur misskil-
ið. í landbúnaðinum er gríðarlega miðstýrt
sölufyrirkomulag, framleiðslan hefur verið
seld eftir ákveðnu kerfi. Nú þurfa fyrirtækin
að koma sér beint inn á markaðinn.
Þetta á við mjög víða. Vandamálið er
ekki að framleiða hlutinn, það geta allir
framleitt, nánast hvar sem er. Hægt er að fá
stykki í hluti, nánast alls staðar að úr heim-
inum og sett þau saman hér, en vandamálið
er að finna einhvern sem vill kaupa. Menn
þurfa að vera mjög sölu- og markaðssinnað-
ir í dag.
Þegar verið er að byrja á einhverju nýju
þarf að finna markaðinn og láta hann segja
hvað hann vill. Við þurfum að vita hvað við-
skiptavinurinn okkar vill, því hann kaupir af
einhverjum öðrum ef hann er ekki sáttur við
það sem við erum að bjóða honum. Þetta er
kannski stóra málið, markaðssetningin sem
slík.“
Það þarf að byggja meira á iðnaði
- Nú er mikið atvinnuleysi hér á Húsa-
vík. Hvað sérð þú fyrir þér í framtíðinni?
„Þetta er stórt vandamál. Ég sé fyrir mér
að þetta sé vandamál sem komið sé til að
v'era og að við fáum meira af þessu. Það
purfi að skapa mikið af nýjum störfum á
næstu árum til að koma í veg fyrir þetta.
Tölurnar eru það háar að það þarf gríðar-
lega mikið til að þurrka þær út. Það þarf 30
ný störf á Húsavík til að ástandið verði við-
unandi, því alltaf er eitthvað af fólki sem
dettur inn og út af skránni. Það þarf að
byggja meira á iðnaði til að auka stöðugleik-
ann, en það geta verið miklar sveiflur í sjáv-
arútvegi og ferðamannaþjónustu."
- Sérðu möguleika á þessu?
„Ég sé hann ekki á stundinni. Það þarf
stórt fyrirtæki til að taka við öllum þessum
fjölda. Það þarf tfma til að byggja upp fyrir-
tæki og þó einhver fái mjög sniðuga hug-
mynd er ekki víst að framleiðsla hefjist fyrr
en eftir ein þrjú ár. Þetta er erfitt mál.
Kannski er hægt með ákveðnum aðferðum
að virkja fyrirtæki sem eru fyrir og ég veit
að það er að gerast. Fyrirtæki hafa verið að
styrkja sig og þá verður um að ræða
ákveðna fjölgun á starfsmönnum. Það er
hægt að saxa á atvinnuleysið með því að
styrkja fyrirtæki. En talan er það há í dag að
það þarf mikið til að ná henni verulega
niður.“
- ísland hefur skorið sig úr nágranna-
þjóðunum hvað atvinnuástand varðar
undanfarin ár. Er atvinnuleysið komið til að
vera hérna líka?
„Ég held það alls ekki. Þetta er svo háð
efnahagsástandinu hjá okkur. Ef farið yrði
að byggja álver t.d. yrði allt í einu þensla.
Það þarf ekkert ógurlega miklar breytingar
til. Ég hef ekki trú á að atvinnuleysið sé
komið til að vera, og vona allavega ekki. En
við þurfum að halda vel á spöðunum og vera
vakandi."
Félagið oft óbeinn þátttakandi
- Hverju hefur Atvinnuþróunarfélagið
skilað?
„Ég held það sé afskaplega erfitt að meta
árangur Atvinnuþróunarfélagsins. Félagið
er mjög oft óbeinn þátttakandi í einhverju.
Það getur vel verið að það skili engu fyrr en
eftir tvö ár. Að meta árangur félags sem er
þjónustuaðili er ekki svo létt. Félagið getur
komið með gott innlegg hjá fyrirtæki á ein-
hverjum tímamótum, en ekki bent á eftir
ákveðinn tíma að þarna hafi það verið að
gera góða hluti. Það er svo erfitt að meta
svona. Sum félaganna hafa fengið á sig
ákveðna gagnrýni en ég veit ekki hvort hún
er alltaf réttmæt. Væntingar til þessara
félaga hafa ef til vill ekki alltaf verið byggð-
ar á hvað þeim er ætlað að gera. Menn hafa
ekki áttað sig á hver eru hlutverk þeirra sem
slík. Félögin verður að meta eftir því hvað
þau reyna, og hvað þau eru dugleg að koma
sér á framfæri. Félögin standa og falla með
þeim sem fyrir þau vinnur.“
- í dag ert þú að vinna að rúmlega 10
verkefnum hér á svæðinu, ekki satt?
„Ég fæ alls konar mál inn til mín í dag.
Þau eru af öllu svæðinu og á inismunandi
stigum, allt frá því að vera símhringingar og
fyrirspurnir til að vera sérstök ráðgjöf á ein-
hverju sviði. Eftir árið á maður að setjast
niður og segja hverju maður kom til leiðar á
árinu. Ef ekki sést þarna stórt fyrirtæki sem
skapar 10-15 mönnum atvinnu fer maður að
velta því fyrir sér hvað maður hafi verið að
gera allt árið. Kannski var ég að aðstoða
einhverja með sínar hugmyndir og að þeim
hafi síðan tekist að gera eitthvað, en það
getur verið erfiðara að tengja það við eitt-
hvað sem Atvinnuþróunarfélagið hefur
gert.
Finnst mjög gaman í vinnunni
Ég hef áhuga á ákveðnum hlutum, það er
fullvinnsla á eldisafurðum. í dag er mest af
eldisfiskinum flutt út. Hann er ísaður og fer
með haus og öllu. Þannig erum við að borga
flutningkostnað fyrir hluti sem er hent þegar
fiskurinn er kominn á áfangastað. Ef menn
geta losnað við þessa hluta af fiskinum áður
en hann er sendur, þá getum við sparað
mikið í flutningskostnað, óháð því að við
sköpum vinnu hérna heima. Fullvinnsla á
laxi og bleikju er því nokkuð sem ég vil
skoða nánar. Einnig er vinnsla á hrognum
áhugaverð, þorskhrognum, grásleppu-,
laxa- og rækjuhrognum. Vinnsla á úrgangi
frá fiskvinnslunni er athugandi. Ég hef tölu-
verðan áhuga á ferðaþjónustu. í sýlsunni er
margt að bjóða ferðamönnum, ekki aðeins
erlendum ferðamönnum heldur innlendum
líka. Við þurfum að leggja okkur fram um
að auka hróður okkar varðandi framleiðslu
á matvælum, en ýmsar matvörur héðan eru
taldar gæðavörur. Sýslan nýtur ákveðins
álits fyrir hreinleika og náttúrufegurð. Ég
held að matvælaframleiðsla og ferðamanna-
þjónusta séu þau tvö svið sem mest þekking
er til staðar um, en annað, svo sem útflutn-
ingsiðnað, þurfi lengri tíma til að byggja
upp.
Nefna má að hér er Öryggi sf. með fram-
leiðslu á rafmagnsþilofnum, sem er mjög
sérstæð framleiðsla á innanlandsvísu. Mjög
gott væri ef tækist að auka framleiðslu af
slíku tagi, þar skiptir ekki svo miklu máli
hvar menn eru staðsettir.
Þetta er svo mikið spurning um framtak
og það þarf að efla framtakssemi manna. Ég
hef mikinn áhuga á að standa fyrir nám-
skeiði fljótlega, hugsanlega verður það
haldið næsta haust. Iðnþróunarfélag Eyja-
fjarðar hefur verið með mjög áhugavert
námskeið sem nefnist Taktu þér tak. Það er
ætlað til að kenna fólki ákveðin vinnubrögð,
skoða hugmyndir sínar og koma þeim í
framkvæmd."
- Gerist ekki margt skemmtilegt í vinn-
unni hjá atvinnuráðgjafa?
„Mér finnst mjög gaman í vinnunni.
Vinnan er mitt áhugamál líka. Það kemur
ýmislegt inn á borð til mín. Það er um að
gera að koma með hugmyndir, sama hversu
frumlegar þær eru, að það er óþarfi að
dæma þær strax úr leik. Frumlegar hug-
myndir hafa oft orðið að raunveruleika og
söluvöru. Því er um að gera að láta hug-
myndir rúlla og skoða þær vel.“ IM