Dagur


Dagur - 13.05.1993, Qupperneq 1

Dagur - 13.05.1993, Qupperneq 1
76. árg. Akureyri, fimmtudagur 13. maí 1993 89. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Akureyrarbær: Stendur ekki til að ráða fleira fólk - segir Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs Stúdcntscfnin á Húsavík voru matarleg er þau óku um bæinn sl. þriðjudag og kvöddu kennara sína með rósum. Þetta eru 16 nemendur og þau voru klædd sem pyisur, sveppir og lögga. Skóiasiit Framhaldsskólans verða í Húsa- víkurkirkju ki. 16 á laugardaginn og auk stúdcntanna útskrifast 24 nemendur af almennri verknámsbraut, iðn- brautum og verslunarbraut. Mynd: IM Akureyri: Oskað ('f'tir framlengingu á leigusamningi Strýtu hf. „Við ræddum það við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir yfir- standandi ár að við ætluðum að skoða vinnumagn starfsmanna bæjarins með það í huga að hagræða í rekstri bæjarins. En menn mega ekki gleyma því að sum starfsemi sveitarfélaga verður ekki unnin á dagvinnu- tíma. Eg nefni opnunartíma Sigluflörður: Aðeins 37 á atvinnuleysisskrá Atvinnuástand er mjög gott á Siglufiröi um þessar mundir. Um það vitna nýjustu tölur um atvinnuleysi í bænum. Fyrstu fjóra mánuði síðasta árs voru að meðaltali 70 manns á at- vinnuleysisskrá á móti 48 manns að meðaltali fyrstu fjóra mánuði þessa árs. I janúar í fyrra voru 81 á at- vinnuleysisskrá á Siglufirði, 78 í febrúar, 64 í mars ’ og 57 manns í apríl. I janúar í ár voru 70 á at- vinnuleysisskrá, 45 í febrúar, 43 í mars og 37 í apríl. Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri á Siglufirði, segir lága at- vinnuleysistölu í apríl afar ánægjulega og hún gefi til kynna gott atvinnuástand í bænum. óþh Heraðsrað Eyjafjarðar hefur kosið sjö manna vinnuhóp sem er falið að móta tillögur um sameiningu sveitarféiaga í Eyja- firði og leggja þær fyrir Héraðs- nefnd Eyjafjarðar í haust. Fyrsti fundur vinnuhópsins verður annað kvöld. I starfshópnum eru Sigurður J. „Við bíðum róleg meðan þessir vígreifu alþýðuleiðtogar í Verslunarmannafélaginu glíma við þetta vandamál. Ef þeir ætla í verkfall þá ætlum við ekki að taka það af þeim en við bíðum í smá tíma,“ sagði Kári Arnór Kárason, forseti Alþýðu- sambands Norðurlands, um stöðuna í samningamálunum. Hugmynd verkalýðsfólks á Norðurlandi um skammtíma- samning til áramóta liggur nú í salti, fyrst og fremst vegna and- íþróttamannvirkja sem dæmi,“ sagði Sigurður J. Sigurðsson, for- maóur bæjarráðs Akureyrar, vegna opinberrar umræðu um hugsanlega fjölgun starfsmanna Akureyrarbæjar. „Fréttir um fjölgun starfsmanna bæjarins eru úr lausu lofti gripnar. Hitt er svo annað mál að við þurf- um að mæta nýjum útgjaldaliðum, t.d. í sambandi við atvinnuátak, og spurningin er hvar við eigum að taka peninga í það. Ef við get- um eitthvað hagrætt og gert betur í rekstri bæjarins, myndu við það skapast fjármunir sem kæmu okk- ur til góða,“ sagði Sigurður. A fundum bæjarráðs 28. janúar og 4. mars sl. var rætt um yfir- vinnugreióslur og bílastyrki til starfsmanna Akureyrarbæjar og í framhaldi af þeim umræðum var starfsmannadeild bæjarins falið að skoða málið. Sigurður sagðist vænta þess að þetta mál yrði rætt aftur í bæjarráói innan tíðar, en hann undirstrikaði að fréttir þess efnis að ætlunin sé að Akureyrar- bær ráði fleira fólk séu úr lausu lofti gripnar. „Við erum fyrst og fremst að velta fyrir okkur hvort við getum dregið úr vinnumagni til þess að lækka kostnaó eins og aðrir, vegna m.a. nýrra útgjalda sem við verðum aó mæta,“ sagði Sigurður. óþh Sigurðsson og Ulfhildur Rögn- valdsdóttir, bæjarfulltrúar á Akur- eyri, Ari Jósavinsson, oddviti á Auðnum í Öxnadal, Hálfdán . Kristjánsson, bæjarstjóri í Ólafs- firði, Trausti Þorsteinsson, forseti bæjarstjórnar Dalvíkur, Arni Konráð Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, og Pét- stöðu verslunarmanna við skammtímasamning. Þar á bæ er vilji fyrir Iengri samningi, byggð- um á tilboði ríkisstjórnarinnar frá í vor. „Eg reikna með að beðið verði út þessa viku. Við teljum okkur ekki vera í stööu til að hreyfa okk- ur á meðan aðrir meta það svo að þeir geti náð lengra. Ekki viljum við spilla fyrir mönnum sem jafn- vel telja sig geta náð launahækk- unum en þá verða þeir að fara að sýna eitthvað annað en bara yfir- lýsingar,“ sagði Kári. JÓH Aðalsteinn Helgason, fyrir hönd Strýtu hf., hefur sent erindi til Ólafs Birgis Arnasonar, skipta- stjóra í þrotabúi Strýtu hf., þar sem farið er fram á tveggja mánaða framlengingu á leigu ur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar. Aö sögn Einars Njálssonar, for- manns Eyþings, mun stjórn þess koma saman mjög fljótlega til þess að kjósa svokallaða um- dæmanefnd, sem ætlað er að gera tillögur að nýrri skiptingu Norður- lands eystra í sveitarfélög í sam- ráði við sveitarstjómir í kjördæm- inu. Að öllum líkindum mun áður- nefndur starfshópur vinna náið með umdæmanefnd um samein- ingarmál í Eyjafirði. Fyrir þingslit var samþykkt til- laga til þingsályktunar um heimild til að hefja undirbúning að stofn- un svokallaðra reynslusveitarfé- laga er starfi frá 1. janúar 1995 til 31. desember 1998. Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir að strax síðastlið- ió sumar hafi verið nefndur sá möguleiki við formann sveitarfé- laganefndarinnar svonefndu, að Akureyrarbær yrði valinn sem til- raunasveitarfélag. „Ég tel að fá sveitarfélög séu betur fallin til þess en Akureyri vegna þess meðal annars að hér eru þegar til staðar fjölmörg verkefni á t.d. sviði heilsugæslu og mennta- mála,“ sagði Sigurður. óþh fyrirtækisins á húsnæði og vél- um þrotabús Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar. Eins og fram hefur komið stóðu Kaupfélag Eyfiröinga og Samherji hf. að stofnun Strýtu hf., sem síðan tók vélar og hús- næði þrotabús K. Jónssonar á leigu. Sá leigusamningur rennur út 15.JÚ1Í nk. I bréfi Aðalsteins Helgasonar til skiptastjóra dagsett 30. apríl sl. er óskað eftir framlengingu á leigusamningnum til 15. septem- ber nk. Ólafur Birgir sagði í gær að hann hefði borið þetta erindi undir fjóra stærstu veðhafana og þegar hafi fengist grænt ljós frá þrem þeirra, Iðnlánasjóði, Lands- Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki sendi ruðningstæki á Lágheiði í gær. Mjög mikill snjór er á heiðinni og gera vegagerðar- menn sér ekki vonir um að ljúka verkinu fyrr en í fyrsta lagi í lok næstu viku. Gísli Felixson, rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á Sauðár- króki, sagði í samtali við blaðið í gær að sjaldan hafi verið jafn mik- ill snjór á heiðinni þegar ruön- ingstæki hafi verið send á hana. „Á háheiðinni er til dæmis svo mikið að hvergi sést á vegstikur. En við byrjuðum samt og áætlum að vera um viku að moka. Að vísu er vond spá fyrir föstudaginn en við vonum að úr því verði ekkert og hægt verði að halda áfram. Ég held að ekki sé mikill klaki í veg- inum en það gæti reynst erfitt að bankanum og Byggðastofnun. Fjórði veðhafinn, Iðnþróunarsjóó- ur, hefur enn ekki svarað erind- inu. Rekstur Strýtu hf. hefur gengið vel. Einkum hefur verið rífandi gangur í rækjuvinnslunni og við hana hafa um 60 manns unnið á tveim vöktum, frá kl. 6 á morgn- ana til 10 á kvöldin. Um 90 manns eru á launaskrá hjá Strýtu. Aðalsteinn Helgason sagði að ekki hafi verið tekin ákvörðun um sumarafleysingar og það yrði vart gert fyrr en eftir næstu mánaða- mót. Ólafur Birgir sagði að ekki lægi ennþá fyrir með kröfur í þrotabú K. Jónssonar, en fyrsti skiptafundur verður 2. júlí nk. óþh ráða við vatnið ef hlýindin verða mikil næstu daga,“ sagði Gísli. _____________________JÓH Happdrætti Háskólans: Sex milljónir til Akureyrar Tveir Akureyringar duttu í lukkupottinn þegar dregið var í 5. flokki í Happdrætti Háskól- ans í vikunni. Annar þeirra vann fimm milljónir á tromp- miða en hinn vann eina milljón á einfaldan miða. Akureyringar hafa unnið marga stóra vinninga í gegnum árin og auk þess verið nokkuð getspakir bæði í getraunum og lottói. - Og í vikunni bættust tveir heppnir vinningshafar í þann stóra hóp. KK Eyjafjörður: Vmnuhópur móti tiilögur um sameiningu sveitarfélaga Kj ar asamningamálin: Norðlendingarnir bíða átekta Lágheiði: Byrjað að ryðja í gær

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.