Dagur - 13.05.1993, Page 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 13. maí 1993
Minning
U*
Ema Jakobsdóttir
Fædd 26. október 1941 - Dáin 6. maí 1993
Asklok er ekki himinn
Og ég trúi því ekki
að kistulok taki við
af himni og heiðum stjörnum
(Matthías Johannessen)
í dag er vinkona mín, Ema Jakobs-
dóttir lyfjafræöingur, borin til graf-
ar. Fyrir fjórum árum greindist hún
meö krabbamein og þó að hún í bili
virtist yfirstíga sjúkdóminn þá
blossaði hann upp á ný fyrir tveim-
ur árum. Þessi síöustu ár urðu erfið,
þó Ema bæri sjúkleika sinn af fá-
dæma reisn og æðmleysi allt til
enda.
Ég kynntist Emu fyrst þegar við
urðum sessunautar á fyrsta ári í
Menntaskólanum á Akureyri og
minnist hjálpsemi hennar við mig
sem var heldur slök í raungreinum.
Þau fög vom henni hins vegar leik-
ur einn, enda fór það svo að hún
var eina stúlkan úr okkar árgangi
. sem fór í stærðfræðideild. Sýnir
það vel afburða námshæfileika
Emu og góðar gáfur.
Síðan þá höfum viö haldið vin-
skap sem varð meiri eftir því sem
árin liðu, bömin okkar uxu úr grasi
og tómstundum fjölgaði. Við fómm
saman í ferðalög bæði utan lands
og innan og betri ferðafélaga en
Emu er vart hægt að hugsa sér.
Síðast ferðuðumst við saman til Ir-
lands fyrir einu og hálfu ári og vom
þá kraftar hennar famir að minnka,
en eljan ótrúleg að skoða sem mest.
Mér er sérstaklega minnisstætt þeg-
ar við báðumst fyrir við risastóran
kross á stórum grasvelli í almenn-
ingsgarði í Dublin. Hann hafði ver-
ið reistur þegar páfinn hélt þar úti-
guðsþjónustu - einfalt en magnað
trúartákn sem manni fannst auka
mátt bænarinnar. Ema hafði yndi af
ferðalögum og hvers konar útivem
og meðan kraftar entust fór hún í
gönguferðir í Kjamaskógi sem
voru henni mikils virði.
Erna var einstaklega áreiðanleg
og samviskusöm í öllu sem hún tók
sér fyrir hendur. Og þó hún væri
dul og bæri ekki tilfinningar sínar á
torg, þá fundu þeir sem þekktu
hana hlýjuna sem frá henni
streymdi, enda var hún mjög næm á
tilfinningar annarra. Hún var mikill
vinur vina sinna, hélt tryggð við
skólasystkini og var einstaklega
gestrisin og góð heima að sækja.
í meira en tuttugu ár vomm við í
saumaklúbb með skólasystrum úr
M.A. og öðrum vinkonum. Hennar
verður nú sárt saknað úr hópnum
og eins úr bridgeklúbbnum sem við
vorum í ásamt þremur vinkonum,
en Ema hafði mjög gaman af að
spila bridge.
Nú er Ema okkar lögð af stað í
ferðina miklu sem fyrir okkur öll-
um liggur. Ef til vill er það ævin-
týraferð svipuð þeim sem við í
saumaklúbbnum skemmtum okkur
við að fara í huganum - en fórum
aldrei í veruleika. Við vinkonur
hennar óskum henni góðrar ferðar
og vitum að hvar sem hún kann að
koma verður henni vel tekið, slíka
mannkosti hafði hún til að bera.
Kæra Olla, Margrét, Hrefna og
fjölskylda, við vinkonur Emu send-
um ykkur innilegar samúðarkveðj-
ur og biðjum ykkur blessunar.
Valgerður Jónsdóttir.
Kveðja frá Zontaklúbbi
Akureyrar
Allt er í heiminum hverfult. Rósin,
sem ilmaði yndislega í gær er föln-
uð í dag. Ema Jakobsdóttir er horf-
in sjónum okkar, en minningin um
hana lifir. Þessi minning er okkur
ómetanleg og við viljum ekki án
hennar vera, þótt við verðum að
sætta okkur við það, að allt líf
þessa heims tekur enda.
Ema var fædd 26. október 1941
á Akureyri. Foreldrar hennar voru
Jakob Ólafur Pétursson, ritstjóri og
skrifstofumaður, sem nú er látinn
og Margrét Ágústa Jónsdóttir, hús-
freyja á Akureyri. Ema var sú yngri
af tveim dætmm þeirra hjóna. Eldri
systir hennar heitir Hrefna, gift
Ynga Loftssyni, kaupmanni á Ak-
ureyri og eiga þau hjónin tvær dæt-
ur.
Ema var góðum námsgáfum
gædd og lauk stúdentsprófi úr
stærðfræðideild frá Menntaskólan-
um á Akureyri vorið 1961. Hún hóf
síðan nám í lyfjafræði lyfsala við
Háskóla Islands og lauk prófi, sem
aðstoðarlyfjafræðingur í júní 1964.
Hún starfaði fyrst í Vesturbæjar-
apóteki í Reykjavík, en fluttist til
Akureyrar haustið 1967 og hóf
störf í Stjömu Apóteki. Þar starfaði
hún óslitið meðan starfsþrek henn-
ar var óskert.
Ema eignaðist eina dóttur, sem
heitir Ólöf Jakobína Þráinsdóttir.
Ólöf lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri vorið 1989.
Ema bjó fyrst með foreldrum sín-
um á bemskuheimili sínu í Fjólu-
götu, en síðan byggðu þau saman
hús í Kotárgerði. Eftir að faðir
Emu dó bjuggu þær mæðgumar
þrjár saman. Heimilið er mikið
menningarheimili og þar hefur allt-
af verið gott aö koma. Gestrisni og
góður andi ríkir og gestir fara end-
umærðir eftir notalegar stundir
með heimafólki.
Leiðir okkar lágu saman í
Zontaklúbbi Akureyrar og okkur
finnst það mikil gæfa að hafa feng-
ið að kynnast Emu og starfa með
henni. Ema var prúð, traust og
jafnlynd, sannur vinur og félagi.
Hún var dul um eigin hagi og flík-
aði ekki tilfinningum sínum. Þótt
hún væri alvörugefin var hún gædd
ríkri kímnigáfu og var glöð á góð-
um stundum. Zontasystur treystu
henni fyrir miklu, og það sýndi sig,
að öllum málum var vel borgið í
hennar höndum. Samt var hún hlé-
dræg og flíkaði ekki hæfileikum
sínum og sóttist ekki eftir metorð-
um. Ema var vel að sér um flesta
hluti, prýðilega ritfær og átti það til
að kasta fram stöku.
Ema gekk í Zontaklúbb Akur-
eyrar haustið 1972. Hún varð fljót-
lega gjaldkeri í stjóm klúbbsins og
síöan var hún tvívegis formaður frá
1978-1979 og 1986-1987. Ema var
formaður, þegar við héldum flóa-
markað á flötinni fyrir framan
Nonnahús vorið 1979. Þetta var
eftirminnilegur dagur, einn af örfá-
um sólardögum þessa sumars.
Klúbburinn styrkti augnþjálfa til
náms í Þýskalandi og safnaði fé til
augnþjálfunartækja og segja má, að
Ema hafi stjórnað því verki. Þegar
klúbburin réðist í þær miklu fram-
kvæmdir að innrétta fundarsal og
íbúð í Zontahúsi var Ema í hús-
nefndinni, sem sá um þau mál.
Hennar ráð vom holl og góð og
miðuðu vel að settu marki. Hún
gætti þess, að við fæmm ekki of
geyst og minnti á, að kapp er best
með forsjá. Henni gekk alltaf vel
að rata þennan gullna meðalveg og
gat starfað með öllum, þannig að
þeim þótti vænt um hana og kunnu
að meta hana.
Mesta starf Emu er þó tvímæla-
laust starf hennar í Nonnanefnd,
sem sér um rekstur og viðhald
Nonnahúss. Þar var hún formaður
nokkur ár. Hún hafði einlægan
áhuga á safninu og framgangi þess.
Hún vann mikið starf, þegar við
reistum stein til minningar um
Nonna á Möðmvöllum í Hörgárdal.
Hún samdi fróðlegt erindi um
Nonna og flutti það við athöfn í
Möðruvallakirkju, þegar steinninn
var afhjúpaður.
Vorið 1989 greindist hjá Emu sá
sjúkdómur, sem að lokum varð
henni að aldurtila. Þegar hún varð
fimmtug áttum við eftirminnilegan
dag á heimili hennar, og við vomm
allar vongóðar um, að henni tækist
aö yfirvinna sjúkleikann. Sjálf var
hún lengst af vongóð og lífsviljinn
sterkur og baráttuþrekið mikið. En
enginn má sköpum renna og
snemma á þessu ári fór að halla
vemlega undan fæti með heilsu
hennar.
Ema lést í sjúkrahúsinu á Akur-
eyri 6. maí síðastliðinn. Við vottum
einkadóttur hennar, aldraðri móður
og systur hennar innilega samúð
okkar sem og öðrum vandamönn-
um.
Vió munum sakna hennar mik-
ið, en minningin um Emu mun þó
alltaf hlýja okkur um hjartarætum-
ar eins og indæll ilmur rósanna.
Blessuð sé minning Emu Jak-
obsdóttur.
Zontasystur.
Bognar aldrei, brotnar í
bylnum stóra seinast.
Þessar ljóðlínur skáldsins Stephans
G. Stephanssonar komu mér í hug
þegar mér um hádegisbilið fimmtu-
daginn 6. maí barst andlátsfregn
frænku minnar, Emu Jakobsdóttur.
Þessi fregn kom að vísu ekki á
óvart því að svo lengi hafði vofað
yfir að hún bærist og í raun vakti
það undrun, hversu mikið líkams-
þrek og styrk Ema hafði í harðri
baráttu við hinn válega sjúkdóm
sem að lokum lagði hana að velli
og hve langan tíma það tók helg-
reipar dauðans aó vinna ætlunar-
verk sitt.
Ema Jakobsdóttir var fædd á
Akureyri 26. október 1941. Hún
var dóttir hjónanna Margrétar Jóns-
dóttur húsmóður og Jakobs O. Pét-
urssonar ritstjóra, en hann dó 7.
febrúar 1977. Margrét er fædd á
Fremri-Hlíð í Vopnafirði, dóttir
hjónanna Sigurveigar Sigurjóns-
dóttur og Jóns Sveinssonar bónda.
En Jakob var sonur hjónanna Þór-
eyjar Helgadóttur og Péturs Olafs-
sonar er lengi bjuggu á Hranastöð-
um í Eyjafjarðarsveit. Auk Emu
eignuðust Jakob og Margrét aðra
dóttur, Hrefnu kaupmann á Akur-
eyri, en hún er gift Yngva R. Lofts-
syni kaupmanni og eiga þau tvær
dætur. Ema eignaðist eina dóttur
bama, Olöfu Jakobínu, sem fædd er
4. maí 1969.
Að loknu stúdentsprófi 1961 hóf
Ema nám vió Háskóla íslands og
lauk námi í lyfjafræði í júní 1964.
Hún starfaði síðan um skeið við
Vesturbæjarapótek í Reykjavík, en
flutti síðan aftur til Akureyrar og
hóf störf hjá Stjömu Apóteki, sem
aðstoðarlyfjafræðingur og starfaði
þar á meöan heilsa leyfði.
Á kveðjustundu leita minningar
á hugann. Það var fastur liður á
hverju sumri hjá mér og konu
minni að taka einn góðviðrisdag í
það að fara í gönguferð með Emu
frænku. Þessar ferðir voru víða
farnar, í eitt skiptið var gengið yfir
Bíldsárskarð, í annað sinn að
Baugaseli í Barkárdal og fleira
mætti nefna, þessar ferðir vom
ógleymanlegar. Erna var mikill
náttúruunnandi og naut þess að
vera úti í náttúmnni og í þessum
ferðum var um margt spjallað og
meðal annars var oft mikið talað
um ættfræði, því á henni hafði Ema
mikinn áhuga og var óþreytandi að
rekja ættir sínar og var búin að viða
að sér miklum upplýsingum um
þær.
Ema var mjög frændrækin og
hafði unun af því að hitta sem mest
af skyldmennum sínum og hún var
aðal driffjöðrin í því að efna til ætt-
armóta á meðal afkomenda Þóreyj-
ar og Péturs frá Hranastöðum. Þau
vom haldin tvö, það fyrra 1989 og
hið síðara 1991. Þá söfnuðust af-
komendur þeirra hjóna, sem tök
höfðu á, saman hér á Hranastöðum.
Á þessum stundum var Ema hrókur
alls fagnaðar og óþreytandi í að
finna upp á hinu og þessu sem fólk
gerði sér til skemmtunar.
Á ættarmótinu sem haldið var
1991 voru gróðursettar trjáplöntur í
lítinn reit sem helgaður er minn-
ingu Þóreyjar og Péturs á Hrana-
stöðum. Það er bjart yfir minning-
unni um síðustu heimsókn Emu
hingað í Hranastaði á síðastliðnu
hausti þá hafði hún meðferðis
reyniviðarplöntu sem hún gróður-
setti í litla reitnum, hún gróðursetti
hana og hlúði að henni af þeirri
nærfæmi og hlýju sem henni einni
var lagið og ég er viss um að fái
þessi litla jurt að vaxa og dafna þá
mun hún skipa sérstakan sess í
hugum okkar sem muna Emu.
Ég vil hér einnig nefna sem
dæmi um áhuga Emu á því að leita
uppi ættmenni sín að hún leitaði
uppi afkomendur afasystkina okkar
er fluttu til Ameríku á ámm Amer-
íkuferða Islendinga á síðustu öld.
Er einn þessara manna, Magnús
Olafsson, boðaði komu sína hingað
til lands á síðastliðnu sumri, sá
Ema um að skipuleggja dvöl hans
hér norðanlands. Hún sá til þess að
reynt var aó hafa samband við öll
skyldmenni hans hér um slóðir, svo
Magnúsi gæfist kostur á að hitta
sem flest þeirra. Efnt var til kaffi-
samsætis í Hrafnagilsskóla og þar
komu um níutíu manns og eins og
Magnús sagði sjálfur, þá urðu þetta
honum ógleymanlegar stundir og
hann hafði aldrei órað fyrir því að
honum yrði sýnd jafnmikil frænd-
rækni og hlýja og birtist í því sem
fyrir hann var gert. Fyrir þessu öllu
stóð Ema, þrátt fyrir að um þessar
mundir væri líkamsþrek hennar
mjög farið að þverra. Ég er ekki
viss um aö þeim sem ekki var
kunnugt um heilsufar Emu hafi
gert sér grein fyrir því hversu hart
hún þurfti að leggja að sér. En Ema
naut þessara stunda, þama var hún í
hópi ættingja og það gaf henni svo
mikið.
Viö fráfall Emu frænku er
höggvið stórt skarð í hóp afkom-
enda Þóreyjar og Péturs frá Hrana-
stöðum og þar ríkir mikill söknuð-
ur. En dýpstur og þyngstur er sökn-
uðurinn hjá dóttur, aldraðri móður
og systur, þeirra missir er mikill.
En við skulum öll þakka Guði fyrir
þær miklu og dýrmætu minningar
sem við eigum um Emu Jakobs-
dóttur. Guð blessi minningu henn-
ar.
Pétur Ó. Helgason,
Hranastöðum.
Kveðja frá vinnufélögum
„Þú skalt ekki hryggjast þegar þú
skilur
við vin þinn, því að það sem þér
þykir
vœnst um ífari hans getur verið þér
Ijósara
ífjarverU) hans, eins og fjallgöngu-
maðurinn
sér fjallið best af sléttunni. “
(Spámaðurinn.)
Þegar við fréttum látið hennar
Emu er ekki hægt að segja að það
hafi komið okkur á óvart sem höfð-
um fylgst með baráttu hennar við
sjúkdóm sinn. Um leið og við
kveðjum hana langar okkur til að
minnast hennar í fáum orðum.
Við minnumst hennar fyrst og
fremst fyrir það hversu góður félagi
hún var og hve mikið hún gaf okk-
ur með nærvem sinni. Störfin í
Apótekinu eru margvísleg og krefj-
ast oft meiri þekkingar en við hinar
almennu afgreiðslustúlkur höfðum,
og leituðum við því gjaman aðstoð-
ar Emu, enda var hún óþreytandi
við að liósinna okkur og miðla
okkur af þekkingu sinni og reynslu,
og ósjaldan kom hún sjálf fram í
búðina til að leysa úr vanda við-
skiptavina.
Erna lærði lyfjafræði við Há-
skóla Islands en verklegt nám tók
hún í „gamla“ Stjömu-Apóteki.
Eftir að hún lauk námi starfaði hún
um nokkurt skeið í Reykjavík, en í
október 1967 var hún ráðin aðstoð-
ar lyfjafræðingur við Stjömu-Apó-
tek og starfaði þar alla tíð síðan.
Hún var fram úr skarandi sam-
viskusöm og vandvirk í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur, og með
árunum varð hún svo kunríug fólki
í bænum og sveitunum hér í kring
að okkur fannst sem hver og einn
fengi lyfin sín með persónulegri
umhyggju.
Ema hafði lifandi áhuga á öllu
sem var að gerast í kring um okkur,
í heimsmálunum, í þjóöfélaginu og
í bænum okkar, og fitjaði gjaman
upp á umræðum um þau efni, sem
oft urðu til þess að vió sáum ýmis-
legt í skýrara ljósi en áður. Hún
hafði ákveðnar skoðanir sem hún
setti fram á fágaðan og látlausan
máta, hún þurfti hvorki aö tala hátt
né slá um sig með orðagjálfri slíkur
persónuleiki var hún, en hún hlust-
aði líka á skoðanir annarra og virti
þær.
Ema kunni að gleðjast með
glöðum og naut þess að vera í
góðra vina hópi. Okkur er það
minnistætt er hún bauð til sín stór-
um vinahópi á fimmtugsafmælinu
sínu og hafði þá á orði, hversu
henni fyndist það vel við hæfi að
nota slík tilefni til að koma saman
og gleðjast og styrkja vináttubönd-
in, enda vissi hún hvers virði vin-
áttan er, og alltaf átti hún til hlýju
og hughreystingu handa þeim sem
áttu í erfiðleikum og basli og okkur
reyndist hún ávallt sem besti vinur
ef við leituðum ráða hjá henni í
vandræðum okkar.
Að öllum jafnaði lét Ema ekki
mikið uppi um eigin hagi eða flík-
aði tilfinningum sínum, en þegar
veikindin tóku sig upp aftur fund-
um við þó að lengi vonaðist hún til
að komast aftur til starfa, og átti
jafnvel erfitt með að taka við þeim
launum sem henni bar án þess að
finnast hún að fullu hafa unnið fyr-
ir þeim, og því var það að um leið
og útlit var fyrir að hlé yrði gert á
lyfjagjöfinni kom hún aftur til starfa
í tvo tíma á dag, en þó fór svo að
það reyndist henni ofviða. En þrátt
fyrir allt kom hún ætíð glöð í
bragði í heimsókn á gamla vinnu-
staðinn sinn þegar tækifæri gafst og
sló þá gjaman á létta strengi með
okkur.
Já, það er svo ótal margt sem
kemur upp í hugann þegar litið er
til baka, sem fátækleg orð megna
ekki að lýsa. Við sem áttum því
láni að fagna að kynnast Emu
minnumst hennar sem einstakrar
manneskju sem bar höfuð og herð-
ar yfir meðalmennskuna. Við brott-
för hennar er stórt skarð fyrir skildi.
Við þökkum Emu fyrir samver-
una og sendum dóttur hennar, móð-
ur og öðrum ástvinum hennar okk-
ar innilegustu samúöarkveðjur.
Starfsfólk Stjörnu-Apóteks.
Fleiri minnigargreinar um Ernu
Jakobsdótur bíða birtingar.