Dagur - 13.05.1993, Side 7

Dagur - 13.05.1993, Side 7
Fimmtudagur 13. maí 1993 - DAGUR - 7 Meira en ein á mínútu Kona nokkur, sem safnaði und- irskriftum í Kolaportinu í Reykjavík undir ytlrlýsingu og ósk til forseta Islands um þjóð- aratkvæðagreiðslu um EES- samninginn, fékk á fjórða hundrað nöfn frá klukkan 11 til 4. Henni þótti ódrjúgt að ávarpa mann sem gekk stakur; ávarpið skilaði meiru, ef tveir eða fleiri gengu saman. Líkar þessu voru undirtektir við önnur tækifæri, þar sem almenningur var á ferð. Viðbrögðin virtust óháð aldri, en konur þóttu áhugasamari en karlar. Þegar gengið var að kvöldlagi í hús í nýlegu borgar- hverfi, voru undirtektir prýði- legar; það var alveg undantekn- ing, ef svarað var „ég hef ekki áhuga“. Þeir sem unnu að undirskrifta- söfnuninni kynntust biturleika fólks til Alþingis og forseta Is- lands vegna þess, að þjóðarat- kvæðagreiðsla hafði ekki verið leyfð. Það nefna þær þrjár konur, Halldóra Einarsdóttir, Sigríður Guðbjartsdóttir og Sigríður Theó- dóra Sæmundsdóttir, sem kynntu söfnunina og sendu um málið ákall og áskorun til alþingis- manna. Ofríki stjórnvalda í EES- málinu hefur sært tilfinningu fjölda íslendinga; fólk hafði aðrar hugmyndir um rétt sinn í lýóræð- isríki. Tvennt sýnist nú vera til ráða, til að vilji almennings komi fram, þótt stjórnvöld hafi ekki viljað bera EES-samninginn undir þjóð- aratkvæði. Félagasamtök, sem Björn S. Stefánsson. þorri landsmanna stendur að, hafa krafist þjóðaratkvæðagreiðslu ásamt alþingismönnum úr fjórum stjómmálaflokkum. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir slík sam- tök ásamt stjómmálafélögum í einstökum kjördæmum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu framhjá stjórnvöldum. Þannig sannaðist afi samtakanna til að gæta réttar almennings. Það mundi meira en annað knýja á um, að almenningur fengi að ráða málinu beint. Til þess er kjörið tækifæri, þegar kjörskrá er fyrir hendi vegna opin- berra kosninga, hvert sem tilefni þeirra er. Slík þjóðaratkvæða- greiðsla framhjá stjómvöldum gæti staðið frá föstudegi til sunnu- dags, ef opinbcru kosningarnar eru á laugardegi. Nú þegar þarf að vinna að því, að næsta ríkisstjórn, hver sem hún verður, hafi það sem fyrsta verk- efni sitt að leggja EES-samning- inn fyrir þjóðina í bindandi at- kvæðagreiðslu. Þegar farið verður að raða á framboðslista, þarf að leita svars hjá hverjum þeim, sem gefur kost á sér, hvort hann ætli skilyrðislaust að greiða van- traustsatkvæði þeirri ríkisstjóm, sem ekki hefur slíka þjóðarat- kvæðagreiðslu sem fyrsta verkefni sitt. Sumir kunna að lenda í sjálf- heldu, ef flokkur þeirra býður ekki fram þá, sem þeir treysta til að beita sér skilyrðislaust fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslu um samning- inn. Vegna þeirra þarf sérstakt framboö um land allt með tvennt á stefnuskrá og einungis það: Að verja aðeins þá ríkisstjórn falli, sem vindur sér strax að því að halda bindandi þjóðaratkvæða- greiðslu um EES-samninginn og að setja í stjórnarskrána ákvæði, sem veitir minnihluta Alþingis ásamt ákveðnum fjölda kjósenda rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu um lög, sem Alþingi samþykkir. Að öóru leyti hefðu þeir sem hlytu kosningu af listanum óbundnar hendur til að vinna á þingi að mál- um og með flokkum, enda lyki ætlunarverki þeirra með stjómar- skrárbreytingunni. Eðlilegt heiti listans væri „þjóðaratkvæði um EES“; það væri um leið öll stefnu- skrá hans. Björn S. Stefánsson. Nordisk Forum í Fiimlandi árið 1994 - Viðamesta verkefni sem Norðurlandaráð hefur staðið fyrir Ráðherranefnd Norðurlanda í samvinnu við Norðurlandaráð hefur ákveðið að standa fyrir norrænu kvennaþingi - Nor- disk Forum ’94 - í Abo í Finn- landi, dagana 1.-6. ágúst 1994. Þetta er viðamesta verkefni sem Norðurlandaráð hefur staðið fyrir en 13,5 milljónum danskra króna verður varið til undirbúnings og búist er við 10.000 þátttakendum. Yfirskrift kvennaþingsins er „Líf og störf kvenna - hamingja og frelsi“ og undirbúningur á Is- landi er nú í fullum gangi, að sögn talsmanns. Dagana 15. til 18. apríl n.k. koma undirbún- ingsnefndir frá öllum Norður- löndum ásamt framkvæmda- nefndinni til fundar í Reykjavík. Hjá talsmanni kemur fram að Nordisk Forum var í fyrsta skipti haldið í Osló árið 1988 og tókst með afbrigðum vel. Þátttakendur voru alls 10,000 og létu íslenskar konur ekki sitt eftir liggja, en þær voru 800 talsins. í ljósi hins mikla árangurs sem varð af Nordisk Forum ’88 samþykkti norræna ráðherranefndin og Norður- landaráð á árinu 1991 að veita 13,5 milljónum danskra króna til undirbúnings nýs kvennaþings og var Abo í Finnlandi fyrir valinu sem mótsstaður. Nordisk Forum ’94 er umfangsmesta verkefni sem norræna ráðherra'nefndin og Norðurlandaráð hafa staðið að til þessa og vonast undirbúnings- nefndin til að Nordisk Forum ’94 veki jafn mikinn áhuga og Nord- isk Forum í Osló gerði á sínum tíma. Allir geta tekið þátt, einstakl- ingar, konur frá grasrótarsam- tökum, kvennasamböndum, kvennahópum, skólum, stéttar- félögum, atvinnurekendum og svo mætti lengi telja. Karlmenn eru velkomnir, hafi þeir áhuga á þeim markmiðum sem leitast er við að ná með Nordisk Forum ’94. Mikil áhersla er lögð á að fá ungar konur til þátttöku og að þær taki til umfjöllunar þau mál sem þeinr eru hugleikin. Framlag til Nordisk Forum ’94 getur verið með ýmsu móti, fyrir- lestrar, listsýningar, tónlist, kvik- myndir, smiðjur, málþing og hvað annað sem henta þykir. Öll- um er frjálst að leggja sitt af mörkum til dagskrárinnar, þó með þeim skilmálum sem settir verða. Ekki er nauðsynlegt að skipulögð samtök standi að baki dagskrá á NF ’94, einstaklingar, óformlegir hópar jafnt sem „atvinnumenn“ geta verið með framlag, möguleikarnir eru óend- anlegir! íþróttir koma til með að skipta veglegan sess í dagskránni og verður boðið upp á leikfimi og heilsubótarskokk á hverjum degi. Norðurlandakeppni í knatt- spyrnu verður haldin meðan á þinginu stendur, en einnig fer fram róðrarkeppni á Aura ánni, sem rennur í gegnum Abo. Afar nauðsynlegt er að hópar og einstaklingar sem hafa í hyggju að vera með dagskrár- atriði á NF ’94 hefjist handa við undirbúning sem fyrst; að mörgu er að hyggja og ekki má gleyrna því að tíma getur tekið að afla farareyris. „Þær sem óska eftir að vera með framlag á NF ’94 geta byrjað undirbúning með því að velta fyr- ir sér spurningunum: Hvað hefur breyst frá því að Nordisk Forunr var haldið í Osló og hafa þessar breytingar orðið til góðs fyrir konur? Hvernig er staða kvenna nú og hver er framtíðarsýn okkar; hvernig geta konur haft áhrif á gang mála í framtíðinni? Og síðast enn ekki síst, hvernig getur Nordisk Forum ’94 stuðlað að því að sjónarmiðum kvenna verði gefinn meiri gaumur en ver- ið hefur?,“ segir talsmaðurinn. í framhaldi ofanritaðs er rétt að árétta tilgang og markmið NF ’94. Lögð er áhersla á að eftirfar- andi atriði verði tekin til sérstakr- ar umfjöllunar og umræðu. Að gera grein fyrir því sem áunnist hefur í jafnréttismálum frá því að Nordisk Forum var haldið í Osló 1988, að skapa nýjar hugmyndir fyrir þá sem vinna að jafnréttis- málurn, að hvetja til nýrra aðgerða til að stuðla að réttlátara þjóðfélagi, að halda á lofti hug- sjónum karla og kvenna um jafn- réttisþjóðfélag árið 2000 með því að taka fyrir ákveðin viðfangsefni sem miða að því marki, að auka tengsl milli kvenna og kvenna- hreyfinga á Norðurlöndum við nágranna þeirra í Austur-Evr- ópu, að fá nýja hópa til samstarfs um jafnréttismál á samnorrænum vettvangi og í hverju landi fyrir sig, að glæða áhuga ungs fólks á jafnréttismálum, að efla almenn- an áhuga á jafnréttismálum, að vera liður í undirbúningi Norður- landanna fyrir jafnréttisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður í Kína árið 1995. Á íslandi starfar undirbúnings- nefnd, en í henni eiga sæti Guð- rún Árnadóttir, tilnefnd af Kvenréttindafélagi íslands, Jó- hanna Magnúsdóttir, tilnefnd af Æskulýðssambandi íslands, Drífa Hjartardóttir, tilnefnd af framkvæmdanefnd um launamál kvenna, Hansína Á. Stefánsdótt- ir, tilnefnd af ASÍ og Valgerður Gunnarsdóttir, tilnefnd af félags- málaráðherra, en hún er jafn- framt formaður nefndarinnar og á sæti í samnorrænu framkvæmda- nefndinni. Starfsmaður nefndar- innar er Birna Hreiðarsdóttir. ój Besta verðið 20" barnareiðhjól - Kr. 7.900,- 20" 6 gíra - Kr. 9.995,- 24" 18 gíra-Kr. 14.900,- 18 gíra-Kr. 14.900,- HAGKAUP Gæði • Úrval • Þjónusta

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.