Dagur - 13.05.1993, Síða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 13. maí 1993
Spurning vikunnar
Er vorið komið?
(Spurt í göngugötunni á Akureyri
í góðviðrinu á þriðjudag)
Svanhildur Ingvarsdóttir
Já, alveg örugglega.
Hjalti Steingrímsson
Já - fyrir löngu.
Albert Ragnarsson
Að sjálfssögðu er vorið
komið - um annað er ekki að
ræöa.
Anton Benjamínsson
Ég held að annað geti ekki
verið. Þetta hefur verið svo
gott síðustu daga þótt ein-
hverjum kulda sé spáð á
næstunni.
Sigfús Oskarsson
Já, þaó er komið.
Ráðstefna um málefni atvinnulausra:
Átaksverkefnin
hafa gefist vel
- en þau eru engin framtíðarlausn,
segir Árni Steinar Jóhannsson, umhverfísstjóri á Akureyri
„Erfiðasta málið er ekki að búa
til verkefni og drífa atvinnu-
laust fólk til starfa. Margt má
taka sér fyrir hendur en vand-
inn er hinsvegar sá að fjármagn
er ekki fyrir hendi til að standa
straum af kostnaði við þessi
verkefni,“ sagði Árni Steinar
Jóhannsson, umhverfisstjóri á
Akureyri, í samtali við Dag að
lokinni ráðstefnu sveitarstjórn-
armanna um málefni atvinnu-
lausra á Akureyri. Árni flutti
erindi á ráðstefnunni um
reynslu sina af atvinnuátaks-
verkefnum á Akureyri.
Ámi Steinar kvað reynslu af
þessum verkefnum vera góða svo
langt sem hún nær. Um 135
manns hafi starfað við átaksverk-
efni í haust og nú væru á bilinu 60
til 70 manns komnir í vinnu á veg-
um átaksverkefnis Akureyrarbæj-
ar. Þá væru einnig í sjónmáli sam-
starf við atvinnufyrirtæki á Akur-
eyri varðandi sköpun nýrra at-
vinnutækifæra. I því sambandi
megi nefna Útgerðarfélag Akur-
eyringa, Foldu og Islenskan
skinnaiðnað.
Störf í stað bóta
Ámi Steinar sagði að beina þyrfti
því fjármagni, er varið væri vegna
atvinnuleysis, meira í vinnumark-
aðsaðgerðir; það er að skapa störf
í staö þess að greiða fólki bætur
fyrir að vera heima. Hann kvaðst
hafa skilið hugmyndina um að
breyta „lögregluskattinum" í
greiðslur sveitarfélaga í Atvinnu-
leysistryggingasjóð á þann hátt áð
ríkið myndi leggja fram fjármagn
á móti þessum 500 milljónum,
sem lögregluskatturinn skilaði,
þannig að með því móti fengist
allt að einn milljarður til atvinnu-
skapandi verkefna. Slíkt hefði þó
ekki oróið raunin.
Árni steinar Jóhannsson.
Of lítill tími til undirbúnings
Ámi Steinar sagði aó vegna
fjárskorts væri skipulagningu
átaksverkefnanna bætt á starfs-
menn viðkomandi sveitarfélaga,
sem margir hefðu þegar nóg á
sinni könnu og gæfist því ekki
nægilegur tími til þeirrar undir-
búningsvinnu, sem nauðsynleg sé
til þess að verkefnin skili sem
bestum árangri.
Átaksverkefnin eru bráða-
birgðalausn
Þrátt fyrir að átaksverkefnin hafi
gengið vel að dómi Áma Steinars
þá telur hann að þama sé einungis
um bráðabirgóalausn að ræða.
Taka verði á atvinnuleysisvandan-
um af meiri festu og með framtíð-
armarkmið fyrir augum. „Ég tel
að flestir séu mér sammála um að
sóknarfærin eru fyrir hendi í ís-
lensku atvinnulífi. I því sambandi
verðum við aó nýta það hugvit
sem meö þjóðinni býr og þróa og
auka fullvinnslu afuróa okkar
verulega frá því sem nú er. Við
þurfum einnig að efla markaðs- og
sölustarf erlendis. Mér liggur við
að segja að við höfum aldrei
kunnað aö selja vörur okkar,“
sagöi Ámi Steinar. Hann kvaðst
telja að breyta þurfi fyrirkomulagi
útflutningsmála verulega. Hætta
verði að horfa fyrst og fremst á
magnsöluna eins og gert sé varð-
andi sjávarafurðir en leggja þess í
staó áherslu á þróaða gæðafram-
leiðslu í minni einingum.
Styrkja á fólk til eigin at-
vinnureksturs
Ámi Steinar minntist einnig á
hvemig uppbyggingu atvinnu-
tækifæra fyrir atvinnulausa á
Norðurlöndunum er háttað. „Fólki
er gefinn kostur á að sækja um
styrki til aó efna til eigin atvinnu-
reksturs. Umsóknir þar að lútandi
eru metnar með það fyrir augum
hvort um framkvæmanlegar hug-
myndir er að ræða og styrkjum út-
hlutað í framhaldi af því, er numið
geta frá þriggja til sex mánaða
launum í samræmi við þær hug-
myndir sem fram hafa verið lagð-
ar.“ Ámi Steinar kvaðst telja að
þetta fyrirkomulag geti auðveldað
mönnum að hefja smáatvinnu-
rekstur því þá þurfi þeir ekki aö
taka laun út úr rekstrinum á fyrstu
mánuðum starfseminnar. Hann
sagði þessar hugmyndir mjög at-
hugunarverðar og benti á að þær
gætu hentað vel við framleiðslu á
fiskafurðum. ÞI
Tónlist______________________
Kirkjukór ÓlafsQarðar
Kirkjukór Ólafsfjaröar efndi til
tónleika í Tjamarborg í Ólafsfirði
8. maí. Stjómandi kórsins er
Jakub Kolosowski.
Kórinn er allvel skipaður hvað
snertir hlutfall radda. I honum,
eins og hann kom fram á tónleik-
unum í Tjamarborg, eru fjórtán
konur og níu karlar, sem skiptast
vel í raddir.
Víða kom fram skemmtilegur
tónn í bassaröddum. Þær voru
fullar og mynduðu í langflestum
tilfellum góðan grunn hljóma-
gangsins. Tenórinn var einnig að
jafnaði góður. Hann féll vel inn í
mjúkum og meðalstyrkum söng,
en í röddina kom dálítið sár og
flár blær, þegar hún tók á og ekki
var laust við að einstakir söngvar-
ar kæmu fram úr hljómum. Altinn
var áferðargóður og fyllti vel í
hljóminn. Blær hans var almennt
jafn og ekki bar á því, að út úr
röddinni kæmu einstaklingar.
Sópraninn átti til góða hluti og fór
vel í mjúkum söng. Þegar hins
vegar á var tekið, kom gjarnan
gjallandi tónn í söng raddarinnar
og einnig bar á því, að einstakir
söngvarar skæru sig úr.
Kórinn söng alla söngskrá sína,
sem er átján lög, án undirleiks og
gerði það af eftirtektarverðu ör-
yggi. Einungis örsjaldan varð
hljómur óhreinn, svo sem í Þú
spyrð mig, koparlokka í útsetn-
ingu Williseggers við ljóð eftir
Þorstein Valdimarsson.
Kórinn fylgdi söngstjóra sínum
að jafnaði vel. Þó hefðu innkomur
á nokkrum stöðum mátt vera ör-
uggari svo sem í lögunum Undir
bláum sólarsali, sem er þjóðlag
við ljóð Eggerts Ólafssonar, Það
var morgun, lag eftir Björn Krist-
jánsson við ljóó Páls J. Árdals, og
Jón Granni, sem er hollenskt lag
við ljóð eftir Jakob Jóhann Smára.
Einnig kom fyrir á nokkrum stöð-
um, að óróa gætti í flutningi, svo
sem í Með svanaflugi flýr hún,
lagi eftir F. A. Schulz við ljóð eft-
ir Guðmund Magnússon.
í heild var frammistaða kórsins
talsvert góð. Víöa gerði hann afar
skemmtilega, svo sem í lögunum
Abba-labba-lá eftir Friðrik
Bjamason við Ijóð Davíðs Stef-
ánssonar, Rósin fríð, kanadísku
lagi við ljóð Jóns Óskars og Inn
milli fjallanna, sem er finnskt lag
við ljóð eftir Guðmund Magnús-
son. I síóastnefnda laginu komu
fram skemmtileg tilbrigði í túlkun,
en hið sama var um ýmiss önnur
lög á söngskrá kórsins.
Ánægjulegt var að fylgjast með
góðu sambandi kórs og söng-
stjóra. Jakub Kolosowski stjómaði
með greinilegum bendingum, sem
gáfu ljóslega til kynna takt og
túlkun.
Tónleikagestir tóku söng kórs-
ins vel og hann endurtók nokkur
lög af söngskrá sinni. Yfirleitt
voru þau heldur betur flutt í þess-
ari endurtekningu en í fyrri flutn-
ingi, eins og að spenna væri farin
úr kórmönnum og þeir nytu sín
betur. Slíkt er á allan hátt eðlilegt.
Kórinn þarf hins vegar ekki að
hafa nokkra minnimáttarkennd
vegna frammistöðu sinnar. Hann
stóð sig í heild tekið vel og er
greinilega í sókn. Það að syngja
jafn viðamikla söngskrá og hér
var flutt alla án undirleiks og skila
henni svo gallalítið, sem raun varð
á, er vel að verki staóið._
Haukur Ágústsson.