Dagur - 13.05.1993, Blaðsíða 16

Dagur - 13.05.1993, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 13. maí 1993 immi REGNBOCA FRAMKOLLUN Hafnarstræti 106 • Sími 27422 uriítnd jij Í0tr Komumst ekki lengur hjá því að veiða hval - segir Gunnlaugur Konráðsson á Litla-Árskógssandi Gunnlaugur Konráðsson, út- gerðar- og hrefnuveiðimaður á Litla-Arskógssandi, telur að Is- lendingar verði að fara að dæmi Norðmanna og hefia hrefnu- veiðar án tafar. „Mér finnst vera komið að vendipunkti i þessu máli. Við komumst ekki lengur hjá því að veiða hval. Við verðum að gá að því að þessir stofnar hafa verið að stækka í 50-60 ár. Hrefnustofninn vex til dæmis mjög ört og ef svo heldur fram sem horfir get ég ímyndað mér að hann þrefaldi sig á næstu tíu árum. A hefðbundn- um hrefnumiðum hér hefur orðið gífurleg aukning á síðustu árum og meira að segja er hrefnan árió um kring inni á Eyjafirði. Það gerðist ekki áður. Maður spyr sjálfan sig hvar þetta endar. Við getum spurt okkur þeirrar spum- ingar hvað við ætlum að selja eftir tíu til tuttugu ár ef hvalurinn fær að vera óáreittur um allt og éta fiskinn eins og honum sýnist. Við skulum ekki gleyma því að hvala- stofnar við landið éta hátt í eina milljón tonna af fiski á ári. Sjálfír veiðum við eina til eina og hálfa milljón tonna á ári. Og viö vitum ekkert hversu mikið selurinn étur. íslendingar veróa að standa saman sem einn maður í þessu máli og hefja hvalveiðar. Við eigum að byrja á hrefnunni. Ef Norðmenn hefja hrefnuveiðar núna en við ekki, þá er þetta búió spil.“ Gunnlaugur segist vera tilbúinn Heilsuvörur úr Qallagrösum: Hlutafélag stofnað á Blönduósi Hlutafélag um fyrirtæki sem ætlað er að vinna heilsuvörur úr fjallagrösum, var stofnað á Blönduósi sl. þriðjudag. Helstu hluthafar í fyrirtækinu eru Is- lenska heilsufélagið, Iðntækni- stofnun Islands og Iðnþróunar- félag Norðurlands vestra en alls eru hluthafarnir 11 talsins. I stjórn félagsins voru kosnir Guómundur Hallgrímsson, Kristín Ingólfsdóttir, Pétur Arnar Péturs- son, Guðmundur Skarphéðinsson og Hallgrímur Jónasson. A næst- unni verða lögð drög að öflun fjallagrasa til vinnslu og þróun á afurðum úr þeim til framleiðslu. KK VEÐRIÐ I dag verður norðan gola og léttskýjað um allt Norð- urland. Er líður á kvöldið verður áttin breytileg og reiknað er með næturfrosti og éljagangi með strönd- inni. Veður fer enn kóln- andi. að hefja hrefnuveiðar strax og græna ljósið fáist. „Það er ekki spuming. Eg bíð eftir því að fá að veiða. Eg hef beðið með allar mínar græjur í átta ár og er tilbú- inn í slaginn.“ Gunnlaugur nefndi einnig í þessu sambandi aö selurinn gerði sjómönnum gramt í geði. „Selur- inn er að gera okkur vitlausa. Hann bítur fiskinn, sýgur lifrina úr honum og eyðileggur um leið. Þetta er ólýsanlegt og vaxandi vandamál. Núna er ástandið óvenju slæmt og það liggur viö aó ekki sé lengur hægt að stunda netaveiðar. Eg segi hreint út að það myndi borga sig fyrir stjóm- völd að gera út bát á selinn til þess eins að fækka honum.“ óþh Sæfari skrýddur sumarbúningi. Mynd: Robyn. Aðeins 5 þúsund tonna birgðir af saltfiski í landinu: GATT-toIlurmn lækkar um 9% með vorinu Að sögn Bjarna Sívertsen hjá SÍF (Sölusambandi ísl. físk- framleiðenda) hefur birgða- söfnun á saltfiski í landinu nú seinni hluta vetrar og í vor verið lítil hjá þeim saltfiskverkend- um sem eru í samstarfi við SIF. I dag eru aðeins um 5.000 tonn í landinu sem er mikil breyting frá því á velmektarárum salt- fiskútflutningsins, 1988 og 1989, þegar birgðir voru a.m.k. 30.000 tonn að lokinni vetrarvertíð. 13% tollur á saltfiski til Evr- ópubandalagsríkja tók gildi í byrjun þessa árs þegar búið var að fullnýta tollfrjálsan GATT- kvóta sem íslendingar ásamt öðrum löndum utan Evrópu- bandalagsins höfðu aðgang að en hann var 25.000 tonn og var útflutningi á því magni lokið um miðjan febrúarmánuð. Hlutur Islendinga var rúm 5.000 tonn en stærstur hluti kvót- ans fór til Norðmanna og Rússa sem þó eiga ekki að geta nýtt sér þessi tollfríðindi því Rússar eiga ekki aðild að svonefndu GATT- samkomulagi. Saltfiskurinnn frá Rússum kom aðallega í gegnum Norðmenn og Dani en þar hafa verið höfð nafnaskipti á framleið- anda, þ.e. frjálslega farið með upprunavottorð, nokkuð sem Is- lendingar eru e.t.v. að súpa seyðið af í sambandi við útflutning á unninni rækju. 13% tollurinn gildir þar til þær tillögur sem nú liggja fyrir ráð- herranefnd Evrópubandalagsins verða samþykktar en þær kveða á um 4-5% toll á um 60.000 tonn- um af saltfiski sem síðan hækkar í 13% þegar því magni er náð en það ætti að duga ísloidingum til að koma allri framleiðslunni út á 0-5% GATT- tolli. Á miðvikudag voru þessar tillögur samþykktar í undimefnd með öllum atkvæðum gegn atkvæðum Frakka. Samdráttar hefur gætt í salt- fiskverkun, ekki síst á Norður- landi, en saltfiskverkunin hefur ævinlega tekið kúfinn, þ.e. þegar mest hefur borist að landi af fiski og frystihúsin hafa ekki ráðið við það magn sem bátar og togarar Gleðskapur 30 ára fermingarsystkina frá Akureyrarkirkju: Dagskrá í þrjá sólarhringa Á morgun, föstudag, ætla ferm- ingarsystkin, fermd á vordögum árið 1963 á Akureyri, að koma saman að Hótel Hörpu til að gera sér glaðan dag og endur- nýja gömul kynni. Reiknað er með að til fagnaðarins mæti fast að eitt hundrað manns. „Við hefjum fagnaðinn klukk- an 21 með borðhaldi og síðan skemmtum við okkur fram eftir nóttu. Um miðjan dag, daginn eft- ir, verður haldið til Hríseyjar með Sæfara. Við ætlum að rölta um eyjuna og þá verður kvöldverður og dansleikur í félagsheimili eyj- arskeggja. Á sunnudeginum verð- ur farið til messu í Akureyrar- kirkju og fermingarbamamótinu verður slitió í Kjamaskógi að messunni lokinni. Hópur þessi sem nú á 30 ára fermingarafmæli er mjög samheldinn. Áður höfum við hist er við vomm 10 og 25 ára gagnfræðingar og ekki má gleyma veislunni sem við héldum árið sem við urðum fertug. Að hittast reglulega, sem við gerum Akur- eyringar fæddir árið 1949, til að rifja upp gamla tíma gefur hver- jum og einum mikið. Nokkur okk- ar koma langt að, já, frá Norður- löndunum og jafnvel lengra frá,“ segir Gunnar Austfjöró, deildar- stjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. ój hafa landað. Þegar samdráttar hef- ur gætt í aflamagni hafa þau fisk- verkunarhús sem bæði hafa fryst- ingu og saltfiskverkun nær und- antekningalaust látið það bitna á saltfiskverkuninni, en að undan- fömu hefur verið nokkurt verðfall á frystum afurðum og því allt eins víst að einhver aukning verði í saltfiskverkun að nýju. Saltfiskút- flutningurinn hefur á undanföm- um árum fyrst og fremst beinst að latnesku löndunum, þ.e. Spáni og Portúgal enda þar stærstu neyslu- markaðirnir en einnig hefur verið nokkur útflutningur til Bandaríkj- anna, aðallega til þjóðarbrota sem vanist hafa saltfiskneyslu, en Kanadamenn hafa verið mjög sterkir á þeim markaði og því erf- itt um vik. Nokkur aukning virðist ætla að verða á Norðurlandi í skreiðar- verkun og hefur því víða mátt sjá spyrður í hjöllum þar sem áður var tómlegt um að litast. Það er aðallega hreistraóur ufsi sem hef- ur verið hengdur upp fyrir Níger- íumarkað en mikil verðbólga í Nígeríu hefur torveldað alla sölu- samninga og greiðslur. Minna hefur verið hengt upp af þorski með Italíumarkað í huga en einnig hefur keila verið hengd upp. GG „Græn bylting“ á í sumar ætla Siglfirðingar að gera átak í fegrun bæjarins og liður í því er ráðning garð- yrkjufræðings, sem hóf störf í gær. „Hér bíóa mörg verkefni á þessu sviði,“ sagði Björn Valdi- marsson, bæjarstjóri. „Við réðum garðyrkjufræðing í sumar og síóan ætlum við að vega og meta fram- haldió. í hans hlut mun koma yfir- umsjón með umhirðu grænna svæða í bænum og einnig að leggja drög að því að fjölga þeim. Einnig verður hér í sumar nemi í landslagsarkitektúr, sem mun gera heildarúttekt á bænum í þessu til- liti. Þaó má því segja að sé græn bylting í gangi hér,“ sagði Björn. óþh Akureyri: Valþór Stefánsson ráðinn heilsugæslulæknir Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri ákvað sl. þriðjudag að ráða Valþór Stefánsson, heilsugæslulækni á Siglufirði, í stöðu heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöðina á Akureyri. Valþór var valinn úr hópi sex umsækjenda. Að sögn Guðmundar Sigvalda- sonar, framkvæmdastjóra Heilsu- gæslustöðvarinnar, kemur Valþór til starfa á næsta ári. Valþór Stefánsson er fæddur 1957. Hann tók próf í heimilis- lækningum í Svíþjóð og hefur starfað sem heilsugæslulæknir á Siglufirði í tæp þrjú ár. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.