Dagur - 13.05.1993, Page 3

Dagur - 13.05.1993, Page 3
Fimmtudagur 13. maí 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Kristján Júlíusson bæjarstjóri afhendir Stefáni Gunnarssyni framlag bæj- arins. Dalvík: Hjálparsveit skáta í nýtt húsnæði Sl. laugardag tók Hjálparsveit skáta á Dalvík í notkun nýtt húsnæði undir starfsemina en það er að Sandskeiði 26. Jafn- framt því hélt sveitin upp á 11 ára starfsafmæli. Viðstaddir at- höfnina voru m.a. Kristján Júlí- usson bæjarstjóri og Trausti Þorsteinsson forseti bæjar- stjórnar, Arnfinnur Jónsson, Jón Gunnarsson, Björn Her- mannsson og Guðmundur Bragason frá Landsbjörg og sr. Gunnlaugur Garðasson sem flutti blessunarorð. Sveitinni bárust af þessu tilefni 15 þúsund króna gjöf frá Lions- klúbbi Dalvíkur, gestabók frá hjálparsveitinni Dalbjörg í Eyja- fjarðarsveit, sjónauki frá Hjálpar- sveit skáta á Akureyri, símstöð meó innanhússkallkerfi frá Lands- björg og 200 þúsund króna fram- lag frá bæjarstjóm Dalvíkur, en á fjárhagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir alls 800 þúsund króna framlagi til sveitarinnar. Eftir formlega vígsluathöfn var húsið og tækjukostur sveitarinnar gest- um til sýnis. Sveitarstjóri Hjálp- arsveitar skáta á Dalvík er Stefán Gunnarsson. GG Bæjarráð Akureyrar: Nýr„strætó“ af Volvo-gerð keyptur Á fundi bæjarráðs Akureyrar sl. fimmtudag var samþykkt að kaupa nýjan strætisvagn fyrir Strætisvagna Akureyrar, sem gert er ráð fyrir að verði tekinn í notkun síðsumars. Ákveðið var aö kaupa vagn af gerðinni Volvo fyrir um 14 millj- ónir króna. Einnig höfðu borist tilboð um strætisvagna af gerðinni Benz og Man. Stefán Baldursson, forstöðu- maður Strætisvagna Akureyrar, segir að með nýjum strætisvagni verði leiðakerfið stokkað upp og væntanlega taki það gildi í sept- ember nk. „Meö nýjum vagni tök- um við inn Giljahverfið. Svo er líka spuming meö Oseyrina, þar er töluvert af þjónustufyrirtækj- um. Þaó verður engin stórkostleg breyting á hinum leióunum, en það gæti þurft að breyta tímasetn- ingum lítillega," sagði Stefán. óþh Húsavík: Ráðsteftia um atvinmimál Atvinnumálanefnd Húsavíkur hefur samþykkt að halda opinn fund um atvinnumál á Húsavík laugardaginn 22. maí. Helstu málaflokkar verða: Sjávarút- vegur. Framleiðsluiðnaður. Ferðaþjónusta og almenn þjón- usta. Nýjungar í atvinnumálum. Bæjarráó vísaði málinu til framkvæmda hjá Atvinnumála- nefnd eftir að tillaga um að halda slíkann fund eða ráðstefnu sem fyrst var samþykkt. Þorvaldur Vestmann Magnússon (D) lagði fram tillöguna. Stefáni Jónssyni, atvinnuráð- gjafa hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, hefur verið falið að undirbúa fundinn, en þar munu hópar fjalla um ofangreinda mála- flokka. IM Hólmavík: Frönsk vegakort af íslandi varasöm A dögunum var franskt par á ferð um Hólmavík. Ekki væri það í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þau voru á leið í Bjarkarlund og ætluðu að fara um Þorskafjarðarheiði. Á franska kortinu var hún merkt inn sem hraðbraut og taldi par- ið ekkert athugavert við för þessa. Höskuldur Örlygsson, lög- reglumaður, stöðvaði þau þar sem nú fer sá tími í hönd þegar vænta má komu fálkaeggjaþjófa. Voru þau á venjulegum fram- hjóladrifnum fólksbíl og höfðu því ekki komist langt. Hefur tor- tryggni lögreglunnar án efa komið sér vel í þetta skiptið. Má geta þess að Þorskafjarðar- heiðin var orðin fær upp úr miðj- um júní í fyrra. AMG Krafa slökkviliðsmanna um stéttarfélagsviðurkenningu óleyst: „Þessir meirn eru ráðnir sem brunaverðir en ekki iðnaðarmenn“ - segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu iðnaðarins Félagar í Landssambandi slökkviliðsmanna hafa ákveðið að neita allri iðnaðarmanna- vinnu til að leggja áherslu á þær kröfur landssambandsins að Launanefnd sveitarfélaga viðurkenni sambandið sem stéttarfélag. Við ráðningu slökkviliðsmanns er kraflst iðn- aðarmenntunar, en fyrir nokkr- um árum voru gerðar athuga- semdir af hálfu viðkomandi fagfélaga á Akureyri við það að inn í starfslýsingu slökkviliðs- manna á Ákureyri væri sett ákvæði um slíkt. „Þessir menn eru ráðnir sem brunaverðir en ekki sem iðnaðar- menn þó krafist sé iðnaðarmennt- Laugarborg í Eyjaftarðarsveit: Landbúnaðarráð- herra boðar til fundarmeð bændum Halldór Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, heldur opinn furnd um landbúnaðarmál í Laugar- borg í Eyjafjarðarsveit annað kvöld, föstudagskvöldið 14. maí kl. 21. Auk Halldórs Blöndal, land- búnaðarráðherra, mun Pálmi Jóns- son, alþingismaður, hafa fram- sögu. Eins og fram hefur komið hefur mikil umræða verið um landbúnaðarmál síðustu daga vegna deilna í ríkisstjóm um breytingu á búvörulögum og má því reikna með að það mál verði ofarlega á baugi á fundinum ann- að kvöld. JÓH unar og sú menntun á ekki að nýtast vinnuveitandanum til við- halds á fasteignum eða tækjum, þ.e. þeir eru ekki ráðnir til aó vera í viðhaldi. Iðnaðarlög segja til um að hægt er að framkvæma minni háttar viðhald fyrir opin- berar stofnanir, sem viðkomandi starfar hjá, sem ekki felst í því að múra eða mála stóra fleti eða smíða veggi heldur eins og að laga huróarskrá eða gluggajám. Við munum því vissulega gera at- hugasemdir við það ef slökkvi- liðsmenn verða notaðir til að inn- rétta nýja slökkvistöð, sem tekin verður í notkun í næsta mánuði. Þaó er mjög gott að brunaverðir hafi fagmenntun þegar þeir þurfa að koma að byggingum t.d. til að rjúfa þök, athuga burðarþol, raf- magn og raflagnir og sú menntun og reynsla á að einskorðast við það,“ segir Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu iðnaðarins á Norðurlandi. GG Nýkomið! Fyrir börnin: T-bolir, verð frá kr. 330. Hjólabuxur, verð kr. 1.330. Sundbolir og sundskylur. Fyrir fullorðna: T-bolir, verð frá kr. 700. Gallabuxur verð frá kr. 1.750. Flauelsbuxur, st. 32-42, verð kr. 1.998. Hvítar blússur, st. S-XL, verð kr. 200. ★ íþróttatöskur, verð kr. 1.000: w • • EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275 HRÍSALUNDUR ÚR KJÖTBORÐI Úrvals nautakjöt á grillið 1299 kr. kg Ekta ^fiskur ÚR ÁVAXTABORÐI Gulrætur 500 g 76 kr. kg Kínakál 184 kr. kg Vínber blá 229 kr. kg ÚRBRAUÐBORÐl HELGARTILBOÐ : Svínakótilettur ] ] 00 kr ko nýar, kryddaðar, reyktar *

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.