Dagur


Dagur - 13.05.1993, Qupperneq 15

Dagur - 13.05.1993, Qupperneq 15
Fimmtudagur 13. maí 1993 - DAGUR - 15 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson íslandsmótið í knattspyrnu: Undirbúnmgur liðanna á lokastigi Aðeins er nú rúm vika þar til keppni á Islandsmótinu í knatt- spyrnu hefst. Ljóst er að margir eru orðnir iangeygir eftir að boltinn fari að rúlla, en keppni í 1. deild karla hefst sunnudag- inn 23. maí. Daginn áður hefst 2. deildin og 1. deild kvenna, 3. deildin byrjar föstudaginn 21. og keppni hefst í 4. deild um þessa sömu helgi. Sem kunnugt er eiga Norðlend- ingar nú aðeins 1 lið í 1. deild og því verða Þórsarar að sjá um að halda uppi heiðri norðanmanna í sumar. Liðið náði mjög góðum árangri á síðasta Islandsmóti og hefur heldur bætt við sig mann- skap frá fyrra ári og má þar nefna Pál Gíslason og Örn Viðar Arnar- son, sem báðir komu frá KA, en í staðinn horfðu Þórsarar á eftir Bjarna Sveinbjörnssyni til Eyja. Þórsarar mæta KR-ingum á úti- velli í 1. umferð og í 2. umferð eiga þcir einnig útileik og þá gegn Fram. Það er síðan ekki fyrr en í 3. umferð, 5. júní, sem Akureyr- ingar fá að sjá 1. deildar leik, en Þá koma Islandsmeistarar IA í heimsókn. Þar munu því mætast íslandsmeistararnir í knattspyrnu innan- og utanhúss. Stelpurnar snúa bökum saman KA og Þór senda að þessu sinni sameiginlegt lið til keppni í 1. deild kvenna undir merkjum IBA. KA vann sigur í 2. deild í fyrra en Þórsstelpur féllu úr þeirri fyrstu. Sigurbjörn Viðarsson tók við þjálfun Ijðsins nú í vetur og verð- ur spcnnandi áó sjá hvernig til tekst en liðið má heita óþekkt stærð. Stelpurnar eiga heimaleik í 1. umferð, laugardaginn 22. maí, gegn Þrótti Neskaupstað. Síðan koma 3 mjög erfiðir leikir gegn Val, ÍA og Stjörnunni, en sem fyrr segir er erfitt aó segja til um hvar liðið stendur. Allt opið í 2. deild Keppni í 2. deild karla verður óvenju skemmtileg í sumar, um það eru flestir sammála. Þetta á ekki síst við um Norðlendinga, þar sem 3 lið af Norðurlandi verða meðal þátttakenda. KA tefl- ir fram fremur ungu liði, sem þó hefur nokkra mjög reynda jaxla innan sinna raða. Nægir þar að nefna Steingrím Birgisson, Or- marr Örlygsson, Hauk Bragason og Gauta Laxdal, sem allir eru meóal leikjahæstu manna liðsins frá upphafi. Af leikjum vorsins að dæma mæta KA- menn sterkir til leiks undir stjórn Njáls Eiðssonar. Margir cru án efa farnir að bíða spenntir eftir að keppni á Islandsmótinu í knattspyrnu hefjist en nú er sú bið senn á enda. Leiftursmenn frá Ólafsfirði stóðu sig vel í fyrra og náðu 4. sæti deildarinnar. Ef eitthvað er mun liðið veróa sterkara nú en í fyrra. Markaskorarinn Þorlákur Arnason er að vísu farinn til Grindavíkur en sterkir menn hafa komið í staðinn. Þar má nefna Pál Guðmundsson frá Selfossi. Mar- teinn Geirsson þjálfar liöið áfrarn og sonur hans Pétur Marteinsson verður án efa í lykilhlutverki hjá Ólafsfirðingum. Tindastóll vann sigur í 3. deild í fyrra með miklum yfirburðum. Pétur Pétursson hefur tekið við þjálfun liðsins, Bjarki bróðir hans verður áfram með Sauðárkróks- liðinu og fleiri mætti telja. Stól- arnir hafa ekki getað stillt upp sínu sterkasta liði í leikjum vors- ins og því erfitt að spá um gengi þeirra í sumar. Það er þó ljóst að ekkert lið getur búist við að sækja auðveld stig á Krókinn. Þriðja deildin jöfn Ef hægt er að dæma af leikjunum í JMJ móti KDA, þar sem 3. deild- ar liðin Völsungur, Dalvík og Magni voru meðal þátttakenda eru liðin ekki ólík að getu. Magnamenn tefla í stórum drátt- um fram óbreyttu liði og þjálfari er sem fyrr Nói Bjömsson. Hús- víkingar hafa styrkt sig nokkuð frá því í fyrra og nú síðast gekk Axel Vatnsdal úr Þór í raðir Hús- víkinga. Aðalsteinn Aðalsteins- son mun þjálfa liðið og Birgir Skúlason spilar einnig með Völs- ungi í sumar. Dalvíkingar hafa einnig fengið nýjan þjálfara, en þar situr Eiríkur Eiríksson við stjórnvölinn. Af nýjum leikmönn- um þar á bæ má nefna Bjöm Rafnsson fyrrum KR-ing, sem án efa styrkir liðið mikið. Sami fjöldi í C-riðli Fjórðu deildar liðin af Norður- landi keppa sem fyrr í C-riðli og eru 7 talsins líkt og á síðasta ári. Kormákur hefur hætt keppni en Dagsbrún bæst við. Hvöt missti eina ferðina enn af sæti í 3. deild sl. haust og ljóst er að þar á bæ ætla menn sér upp í sumar. Þjálfarar liðsins verða þeir Hermann Arason og Valgeir Baldursson, báðir heimamenn. Hópur Blönduósinga hefur breyst mikið frá fyrra ári. Jósteinn Ein- arsson, Þorsteinn Sveinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Gísli T. Gunnarsson og Ásmundur Vil- helmsson hafa allir horFið frá fé- Knattspyrna, JMJ mót KDA: KA hafði betur Á þriðjudagskvöldið fór fram næst síðasti leikurinn í JMJ Knattspyrna, Vorhátíð KA: Markar upphaf sumar- starfs yngri flokka Næstkomandi laugardag ætla KA-menn að halda Vorhátíð, sem marka á upphaf sumar- starfs hjá yngri flokkum félgas- ins í knattspyrnu, en þeir hafa Aðalfundur blak- deildar KA Aðalfundur blakdeildar KA verð- ur haldinn næstkomandi mánudag í KA- heimilinu og hefst kl. 20.30. Á dagskrá er skýrsla stjóm- ar og venjuleg aðalfundarstörf. Allt blakfólk í KA er hvatt til að mæta. reyndar flestir þegar hafið æf- ingar. Milli kl. 11 og 18 á laug- ardaginn verður flóamarkaður við KA-heimilið og ýmislegt fleira verður til gamans gert. Allt KA-fólk og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta á flóamarkaðinn með gamalt fót- boltadót, skó, markmannshanska o.fl. og annað hvort gefa knatt- spymudeildinni það eða setja í umboðssölu. Einnig verður spilaó bingó og haldið knattspymumót í KA-húsinu milli hinna ýmsu flok- ka félagsins og stendur það yfir allan daginn. móti KDA. Leikurinn skipti ekki máli varðandi toppbarátt- una, en þar áttust við Þór og KA. Leikurinn var frekar jafn en þegar flautað var til leiksloka höfðu KA-menn skorað 3 mörk en Þórsarar 2. Þórsarar hófu leikinn af mikl- um krafti og skoruðu strax í upp- hafi. Þar var á ferð Elmar Eiríks- son. Brynjólfur Sveinsson jafnaði leikinn úr vítaspymu en Þór komst aftur yfir með marki Brynj- ars Óttarssonar. Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks jafnaði síðan Þór- hallur Hinriksson fyrir KA með fallegu skallamarki. Um miðjan síðari hálfleik skoraði Þórhallur annað mark og tryggði KA þar með sigurinn. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur en bæði lið áttu ágætis spretti. Nú er aðeins eftir leikur KA og Völsungs og hann á að fara fram á KA-velli kl. 19.00 á föstudags- kvöld. Þar þurfa Völsungar að sigra og helst með nokkmm mun, til tryggja sér sigur á mótinu. laginu en nýir menn komið í stað- inn. Þar má nefna Helga Arason frá Njarðvík, a.m.k. 5 af fyrrum leikmönnum Kormáks og síðast en ekki síst, serbneskan markvörð, Goran Dujakovich, sem komiö hefur mjög vel út í leikjum vors- ins og hafa Blönduósingar þar greinilega verið heppnir. Hazeda Miralem þjálfar Neista frá Hofsósi eins og í fyrra og þar á bæ eru ekki miklar breytingar á mannskap. Sama er að segja af HSÞ-b, en Mývetningar hafa fengið nýjan þjálfara. Það er Skúli Hallgrímsson, sem leikið hefur bæði með HSÞ-b og Völsungi. Þrymsmenn á Sauðárkróki fengu einnig nýjan þjálfara, en þar held- ur nú Guóbrandur Guðbrandsson Tindastólsmaður um stjórnar- tauma og Þórarinn Thorlacius veróur honum að öllum líkindum til aðstoðar. Siglfirðingar féllu í 4. deild á síðasta hausti og vinna nú að upp- byggingu liðs skipuðu heima- mönnum. Þjálfarar liðsins verða Baldur Benónýsson og Hafþór Kolbeinsson og leika þeir einnig með liðinu. Aðrar mannabreyt- ingar eru ekki miklar. Siguróli Kristjánsson, fyrrum leikmaður Þórs og Reynis, hefur tekið við þjálfun SM og mun einnig leika með. Hópurinn hjá SM ætti að vera sterkari en í fyrra því liðió hefur einnig fengið Grétar Karls- son frá Dalvík, Heimi Bragason frá Reyni og Jón Berg frá UMSE- b. Nágrannar SM í Dagsbrún mæta nú til leiks í 4. deildina. Heimavöllur liðsins er Dverga- steinsvöllur skammt norðan Ak- ureyrar og verður gaman að sjá hvernig nýliðunum í 4. deildinni vegnar í sumar en Dagsbrún hef- ur áður verið með lið á Islands- móti. eæ HVERSDAGSLEIKAR Akureyri 26. maí Heilbrigð sál í hraustum líkama. Fundur um landbúnaðarmál í Laugarborg, kl. 21.00. Eyjafirði, föstudaginn 14. maí 1993 Frummælendur: Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson, alþingísmaður. Landbúnaðarráduneytið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.