Dagur


Dagur - 13.05.1993, Qupperneq 9

Dagur - 13.05.1993, Qupperneq 9
Fimmtudagur 13. maí 1993 - DAGUR - 9 Ástæður atvinnuleysis. Um 80% atviimulausra hafa beinlínis misst störf sín vegna ástandsins á vinmimarkaðiniim í reglubundnum þjóðmálakönn- unum Félagsvísindastofnunar kemur fram að stöðnun og sam- dráttur í íslensku atvinnulífi hefur leitt til minnkandi at- vinnuþátttöku fólks - allt frá ár- inu 1987. Heildarþátttaka í at- vinnulífinu var 83% af fólki á vinnualdri í nóvember 1987 en í sama mánuði 1992 var hún komin niður í 77%. Aukning at- vinnuleysis hefur svo fylgt í kjölfarið, einkum síðustu tvö ár- in. Á undanförnum mánuðum hefur svo aukinn samdráttur í sjávarútveginum þrengt enn meira að. Atvinnutækifærum í fískvinnslu og í iðnaði hefur far- ið fækkandi allt frá árinu 1987 og hafa þessar þýðingarmiklu framleiðsluatvinnugreinar skapað samdrátt í annarri at- vinnustarfsemi. Þetta kemur meðal annars fram í hinni nýút- komnu skýrslu Félagsvísinda- stofnunar um atvinnuleysi á Is- landi. I skýrslunni kemur fram að um 80% af atvinnulausum hafi bein- línis misst störf sín vegna ástands- ins á vinnumarkaðinum. Um 40% þeirra, sem könnun Félagsvísinda- stofnunar náði til, kváðust hafa misst vinnuna vegna þess að sam- dráttur varð á vinnustað þeirra eða að fyrirtæki sem þeir unnu hjá hafi hætt starfsemi. Þessar ástæð- ur eru algengastar í iðnaðargrein- um og einnig algengari orsök fyrir atvinnumissi á höfuóborgarsvæð- inu heldur en annarsstaóar. Um 22% atvinnulausra kváðust hafa verið í tímabundnu vinnuhléi vegna skorts á hráefni og er hlutur sjómanna og fiskvinnslufólks eðlilega stærstur í þeim hópi. Þriðji stærsti hópurinn sem gaf upp sambærilegar orsakir atvinnu- missis, eða um 12% aðspurðra, töldu sig hafa verið í tímabundnu starfi, sem fyrirséð hafi verið að Leiðrétting - „Við veitum hjálpina heima“ í blaðinu á þriðjudaginn var rang- lega farið með heiti nýrrar bókar eftir hjúkrunarfræðingana Guö- fínnu Thorlacius og Solveigu Jó- hannsdóttur. Bókin ber nafnið „Við veitum hjálpina heima“ en ekki „Við veitum hjálpina heim“, eins og sagt var í fyrirsögn og tví- vegis í greininni sjálfri. Þótt ein- ugis muni einum staf, er veruleg- ur merkingarmunur á orðunum „heima“ og „heim“. I bókarkynningunni var einnig sagt að Solveig Jóhannsdóttir hefði stundaö kennslu og önnur störf við Háskóla Islands á árun- um 1955 til 1971 en hið rétta er að hún starfaði við Hjúkrunar- skóla Islands þessi ár. Hlutaðeigandi eru beðnir vel- virðingar á þessum missögnum. tæki enda eða væri háð sveiflum. Höfuðborgarsvæðið - tíðni at- vinnuleysis minni en tími þess lengri I könnun Félagsvísindastofnun- ar kemur fram að rúmlega 22% at- vinnulausra kváðust hafa verið án vinnu í minna en einn mánuð eða svipaður hópur og sagðist vera í vinnuhléi vegna hráefnisskorts. Rúmlega helmingur atvinnulausra kváðust hinsvegar hafa verið at- vinnulausir í einn til sex mánuði og um 15% höfðu verið án at- vinnu í um hálft ár eða allt að því í eitt ár. Einnig kom í ljós að tíðni atvinnuleysis er minni á höfuð- borgarsvæðinu en á landsbyggð- inni en lengd atvinnuleysis er hinsvegar meiri að meðaltali hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en á öðrum stöðum. I þessu sambandi koma áhrif sjávarútvegsins á at- vinnulífið greinilega í ljós, þar sem sveiflur á vinnuframboði eru meiri og sneggri en í öðrum at- vinnugreinum. Um 70% atvinnulausra aðeins unnið á einum eöa tveimur stöó- um Hátt í helmingur atvinnulausra, eða um 42%, hefur aðeins verið í einu starfi á síðustu fimm árum. Um 28% höfóu unnið á tveimur stöðum á sama tímabili og því hafa um 70% þeirra sem þátt tóku í könnuninni aðeins unnið á einum eða tveimur stöðum á undanföm- um árum. Á móti því kváðust að- eins 15% atvinnulausra hafa haft fjögur eða fleiri störf meó höndum á þessu fimm ára tímabili. Þessar upplýsingar eru athyglisverðar í ljósi þess að í löndum þar sem at- vinnuleysi hefur verið meira, þá hefur umtalsverður hluti fólks dvalió á mörgum vinnustöðum og oft haft skamma viðdvöl. Þetta sýnir aó fólk sem unað hefur sér vel í störfum sínum er farið að missa vinnuna hér á landi. Það kemur einnig fram í þeirri staðreynd að um 53% atvinnu- lausra hafi einungis verið atvinnu- lausir í eitt skipti á síðustu fimm árum, um 36% kváðust tvisvar hafa misst vinnuna og aðeins um 11 % hafa verið atvinnulausir fímm sinnum eða oftar á undan- gengnum fimm árum. ÞI Tónleikar Kórs Glerár- kirkju nk. Kór Glerárkirkju undir stjórn Jóhanns Baldvinsson- ar heldur tónleika í Glerár- kirkju nk. sunnudag kl. 17. Fyrir hlé verða flutt nokkur stutt kórverk og útsetningar eftir listamenn sem bjuggu eða búa á Akureyri, Björgvin Guðmundsson, Jakob Tryggvason, Jón Hlöðver Áskelsson, Elísabetu Geir- mundsdóttur og Áskel Snorrason, svo og kórverk tveggja þýskra tónskálda, Dressler og Schultz. Verkið eftir Schultz er fyrir tvo kóra og orgel. Eftir hlé flytur kórinn Þýska messu eftir Franz Schubert við suimudag orgelundirleik Hjartar Stein- bergssonar. Forveri Kórs Glerárkirkju, Kirkjukór Lögmannshlíó- arsóknar, flutti þessa messu fyrir réttum 10 árum í nýgerðri íslenskri þýðingu Sverris Páls- sonar, sem þá var einn kórfé- laga. Aðgöngumiðar veróa seldir við innganginn. Miðaverð verður kr. 1000 en 500 kr. fyr- ir ellilífeyrisþega og skólafólk. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Hestamenn H rossaræktendur Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Aðalfundur Hrossaræktarsambandsins verður hald- inn að Hótel KEA sunnudaginn 16. maí kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Áríðandi að sem flestir mæti. Stjórn Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyinga. ENGIN HÚS ÁN HITA Hreinlætistæki ★ Blöndunartæki Sturtuklefar ★ Sturtuhorn. Sýnum einnig flísar á gólf og veggi og Nomaco baðinnréttingar. Verslið við fagmann. DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 HREINLÆTISTÆKI STURTUKLEFAR 0G HURÐIR BLÖNDUNARTÆKI ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA JAFNAN FYRIRLIGGJANDI Kynning föstudag og laugardag á tölvum og skrifetofutœkjum í samstarfi við Heimilistœki hf. * Tölvubúnaður * Ljósritunarvélar * Faxtœki * Símkerfi * Þjófavarnakerfi fyrir verslanir Tilboðsverð á meðan kynning stendur RáDIOraSllís s Geislagötu 14 • Sími 21300 tbúðlr á söluskrá Grundargerði: 5 herbergja raðhúsíbúð á tveim hæðum 126,4 fm. Mikið endurnýjuð, hagst. lán áhvílandi. Múlasíða: 5 herbergja raðhúsíbúð á tveim hæðum 162,0 fm. Mjög vandaðar innréttingar, falleg eign, mikið áhvíl. Núpasíða: 5 herbergja einbýlishús 140,7 fm, 36 fm bílskúr. Eign á góðum stað. Laus eftir samkomulagi. Skálagerði: 4ra-5 herbergja einbýlishús 135 fm, 35 fm bílskúr, 18 fm garðskáli. Vel ræktuð falleg lóð. Skipti mögu- leg á Rvík.svæðinu. Stapasíða: 4ra herbergja raðhúsíbúð á tveim hæðum. Hagst. lán áhvílandi. Falleg og stílhrein íbúð. Fasteignasalan == Brekkugötu 4 • Sími 21744 -\r Gunnar Sólnes hrf., Jón Kr. Sólnes hrl. og Ámi Pálsson hri. Sölumenn: Oddur Óskarsson og Ágústa Ólafsdóttlr.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.