Dagur - 13.05.1993, Side 5

Dagur - 13.05.1993, Side 5
Fimmtudagur 13. maí 1993 - DAGUR - 5 Á flmmtudag og föstudag í sl. viku sátu þrettán nemendur úr Gagnfræðaskóla Akureyrar sem fastast fyrir framan tölvuskjái á Fræðsluskrifstofu Norðurlands og áttu í tölvusamskiptum við unglinga frá tuttugu og þremur þjóðlöndum. í vetur hafa ung- lingarnir tekið þátt í umræðum með tölvusamskiptum, sam- skipti sem ganga undir nafninu „Kidlink“. Björn Þór Jónsson, starfsmaður íslenska mennta- netsins, var unglingunum til halds og trausts, en starfið á fimmtudag og föstudag var nokkurskonar hátíð, lokaverk- efni, þar sem senn líður að því að nemendur fari í sumarfrí. Að sögn Björns Þórs Jónssonar eru Kidlink grasrótarsamtök þar sem 8000 börn á aldrinum 10 til Tölvusamskiptin gengu hratt og örugglega. Nemandi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar gefur upplýsingar um land og þjóð og „viðmælandinn“ er á vest- urströnd Bandaríkjanna. Kidlink: Alþjóðleg samskípti barna á aldrinum 10-15 ára 15 ára frá 50 þjóólöndum hafa tekið þátt í umræðum með tölvu- samskiptum. Upphafsmaður Kid- link er Odd De Presno, norskur höfundur tölvubóka og greina. Markmið Kidlink eru umræðumar sjálfar. Þar eru engin póitísk markmið. Oll börn á aldrinum 10 til 15 ára eru velkomin. Þátttaka er ókeypis, en börnin þurfa að svara fjórum spurningum áður en þau fá að taka þátt í umræðunum. Spurningamar eru: Hver er óg? Hvað langar mig að vera? Hvern- , ig vil ég aó heimurinn verði betri þegar ég er fullorðin(n)? Hvað get ég gert núna til að það verði að veruleika? „Börnin hafa ekki alltaf full- komið vald á því tungumáli sem þau nota í tölvusamskiptunum, en taliö er mikilvægt að þau fái að tjá Tölvuútskriftir er sýna hvert sam- skiptin beindust. Ahugasamar blómarósir í „hrókasamræðum“ við jafnaldra í Eistlandi. Tryggvi Rúnar Jónsson: „Okkur gekk mjög vel í gær. Við náðum sambandi við 23 þjóðlÖnd.“ Myndir: Robyn. sig eins og þau ráða við, andrúms- loft umburðarlyndis ríkir í umræð- unni og kennarar lesa ekki eða leiðrétta bréfin nema þess sé óskað. Margar leiðir eru opnar til þátttöku í Kidlink. Kennarar og aðrir geta valið það sem hentar nemendum í tengslum við mögu- Ieika og námsskrá. Böm geta einnig tekið þátt án afskipta þeirra fullorðnu,“ segir Björn Þór. Eftir að Robyn, ljósmyndari Dags, hafði fangað nokkur áhuga- söm andlit í linsu sína, sem birtast hér á síðunni, þá gaf blaðamaður sig á tal við einn nemandann Tryggva Rúnar Jónsson. „Okkur gekk mjög vel í gær. Við náðum sambandi við 23 þjóðlönd, allt frá vesturströnd Bandaríkanna austur til Eistlands. Móðurtölvan er í Bandaríkjunum og til hennar ná- um við í gegnum íslenska mennta- netið. Enska er mest notuð og okkur þátttakendum hefur fleygt fram í enskunni. Áttatíu prósent grunnskóla á íslandi eru komnir inn á íslenska menntanetið og í ár tóku þátt í „Kidlink“ ungmenni frá Selfossi, Borgarnesi og frá tveim- ur skólum í Reykjavík auk okkar nemendanna úr Gagnfræðaskóla Akureyrar," segir Tryggvi Rúnar. ój Tilboð Vegna eindreginna óska fjölda viðskiptamanna okkar, sem frá urðu að hverfa um síðustu helgi, bjóðum við aftur upp á rauðvínslegið lambalæn á þessu frábæra verði Ps. Ath! Takmarkað magn Matvöru- markaðurinn Kaupangi Opið virka daga kl. 9-22 Laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 Kœru Akureyringar og nœrsveitamenn Tökum á móti fötum og fleiru. Það er að verða lítið til hjá okkur. Verðum í Gránufélagsgötu 5, (uppi) nœstu daga frá kl. 16.00-19.00. Munum eftir þeim sem lítið hafa. Kœrar þakkir, Mœðrastyrksnefnd. HÚSBRÉF Kaupum og seljum húsbréf KAUPÞING NORÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4 • Akureyri • Sími 96-24700.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.