Dagur - 13.05.1993, Síða 11
Fimmtudagur 13. maí 1993 - DAGUR - 11
HÉR OG RAR
Michael Jón Clarke, baritón, var annar
tveggja einsöngvara sem tóku þátt í flutningi
Sálumessu Gabriels Fauré. Margrét Bóasdótt-
ir, sópran, söng hinn undurfallega kafla Pie
Jesu.
Vel heppnaðir
lokatórúeikar
kirkj ulistaviku
Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju lauk sl.
sunnudag með tónleikum Kammerhljóm-
sveitar Akureyrar, Kórs Akureyrarkirkju og
einsöngvaranna Margrétar Bóasdóttur og
Michaels Jóns Clarke í Akureyrarkirkju.
Hápunktur tónleikanna var flutningur fé-
laga úr Kammerhljómsveitinni og Kórs Ak-
ureyrarkirkju á Requiem - Sálumessu eftir
franska tónskáldið Gabriel Fauré undir
stjórn Guðmundar Ola Gunnarssonar. I lok
tónleikanna þökkuðu tónleikagestir, sem
fylltu Akureyrarkirkju, flytjendum með
langvinnu lófaklappi fyrir góða frammi-
stöðu. Ljósmyndari Dags tók meófylgjandi
myndir á tónleikunum.
Guðmundur Óli Gunnarsson
stjórnaði flutningi á Sálumess-
unni. Kór Akureyrarkirkju var
skipaður 47 félögum að þessu
sinni. Björn Steinar Sólbergsson,
stjórnandi kórsins, spilaði á stóra
orgel Akureyrarkirkju í flutningi
Sálumessunnar. Myndir: Robyn
Konur á Akureyri í glæsikjólum
1. maí sl. var lokadagur nám-
skeiðs sem þær stöllur Sigrún
Ingibjörg Arnardóttir, fatasaums-
kennari, og Sigríður Sunneva Vig-
fúsdóttir, fatahönnuður, efndu til
í húsnæði Grófarinnar í Grófar-
.gili. Námskeiðið snérist um hönn-
un og saumaskap á samkvæmis-
/galakjólum í anda eftirstríðsár-
anna. Þátttakendur með aðstoó
leióbeinenda teiknuðu nióur á
blaö sína „draumakjóla" sem voru
útfærðir í snið og því næst saum-
Þátttakendur og leiðbeinendur að loknu góðu verki og á leið á Fiðiarann. í
öftustu röð eru Guðrún Ósk Stefánsdóttir, snyrtifræðingur, (t.v.) og Sigríð-
ur Sunneva Vigfúsdóttir, fatahönnuður. Miðröð frá vinstri: Svana Kristins-
dóttir, Erna Arnardóttir, hárgreiðslumeistari, Elva Dröfn Sigurðardóttir,
Sigrún Ingibjörg Arnardóttir, fatasaumskennari, og Alda Haligrímsdóttir.
Fremsta röð frá vinstri: Gunnur Gunnarsdóttir, Sigþrúður Siglaugsdóttir,
Erla Ingólfsdóttir og Anna Sigrún Rafnsdóttir.
Stefánsdóttir, snyrtifræðingur, til
sögunnar. Þær greiddu konunum
og förðuðu með tilliti til sam-
kvæmiskjólanna.
Vel heppnuóu námskeiði luku
þátttakendur síðan yfir glæsileg-
um kvöldveröi á Fiðlaranum á
Akureyri.
Þær Sigrún Ingibjörg og Sig-
ríður Sunneva sögðust vera mjög
ánægðar með hvernig til hefði
tekist og engin spuming væri að
framhald yrði á næsta vetur.
Konurnar sjö scm tóku þátt í nám-
skciðinu. Standandi frá vinstri:
Gunnur Gunnarsdóttir, Elva Dröfn
Sigurðardóttir, Svana Kristinsdótt-
ir, Anna Sigrún Rafnsdóttir og
Alda Hallgrímsdóttir. Sitjandi: Erla
Ingólfsdóttir (t.v.) og Sigþrúður
Siglaugsdóttir.
aðir. Áhersla var lögð á að kjól-
amir væru hannaóir og saumaðir í
anda gamaldags lista og hand-
verksiðnaðar. Utkoman var eftir-
tektarverö; glæsilegir kjólar
bróderaðir með palliettum og perl-
um og skreyttir mismunandi píf-
um.
í lok námskeiðisins, sem var í
tíu skipti - þrjá klukkustundir í
senn, komu Erna Arnardóttir, hár-
greiðslumeistari, og Guðrún Ósk
Börn - Unglingar - Aldraðir
Sumarbúðirnar við
Vestmannsvatn
INNRITUN ER HAFIN
1. fl. 8. júní-15. júní,
2. fl. 18. júní-25. júnf,
3. fl. 28. júní- 5. júlí,
4. fl. 7. júlí-14. júlí,
5. fl. 15. júlí-19. júlí,
börn 7- 9 ára.
stúlkur 7-12 ára.
börn 7-10 ára.
börn 10-12 ára.
unglingar 13-16 ára.
Bátsferðir, kvöldvökur, hestaferðir, kirkju-
ferð, veiði, sund og margt fleira.
Upplýsingar og pantanir í símum 96-27540, 96-26179,
96-61685 og 96-43545 frá kl. 16.00-18.00 virka daga.
Vestmannsvatn 1993.
MMmmm
, ,> O' S % ' ' '!
■
Laugardagskvöld
/ i.t ■ /■ /
Miðaverö kr. IOOO
lijallarinn