Dagur - 13.05.1993, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 13. maí 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (Iþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRlMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Ofbeldi, rækjur
og tilfinningar!
Hryðjuverkamenn láta æ meira til sín taka í
heiminum. Flestir eru þeir sem betur fer for-
dæmdir af almenningi en þó ekki allir. Sumir
hryðjuverkamenn hafa kosið að skáka í skjóli
umhverfisverndar og fá útrás fyrir ofbeldis-
hneigð sína með því að kúga og ofsækja minni-
hlutahópa, sem hafa ekkert til saka unnið annað
en að stunda ævaforna atvinnu sér til lífsviður-
væris. Hryðjuverkamenn af þessu tagi hafa því
miður hlotið lof fyrir tiltækið. Þeir hafa lýst yfir
stríði á hendur þjóðum sem eiga allt sitt undir
skynsamlegri nýtingu auðlinda sjávarins. Þeir
hafa lagt heilu byggðarlögin á Grænlandi í auðn
í róttækri og árangursríkri herferð gegn selveið-
um. Þeir hafa jafnframt komið því til leiðar að ís-
lendingar, Norðmenn og Japanir hafa neyðst til
að hætta hvalveiðum. Upphaflega færðu hinir
ofstækissinnuðu „umhverfisverndarsinnar“ þau
rök fyrir máli sínu að hvalastofnarnir væru í út-
rýmingarhættu. Þegar vísindamönnum tókst að
hrekja þær fullyrðingar og sýna fram á hið
gagnstæða, breyttu ofstækismennirnir um bar-
dagaaðferð. Frá þeirri stundu hafa þeir gefið
vísindi og rök upp á bátinn en spilað á tilfinn-
ingar og vanþekkingu velunnara sinna.
Fyrst í stað voru það aðallega „umhverfis-
firrtir" stórborgarbúar sem lýstu stuðningi sín-
um við ofsóknir hryðjuverkamanna á hendur
friðsömum hval- og selveiðimönnum. Smám
saman hafa hryðjuverkamennirnir eignast vold-
ugari bandamenn. í síðustu viku sendu banda-
rísk stjórnvöld Þorsteini Pálssyni sjávarútvegs-
ráðherra bréf, þar sem fram kemur að íslending-
ar verði hugsanlega beittir viðskiptaþvingun-
um, hefji þeir hvalveiðar að nýju. í bréfinu er ís-
lendingum ennfremur hótað „pólitískri einangr-
un“ og sagt að grafið verði undan virðingu
landsins á alþjóðavettvangi, láti þjóðin hvalina
ekki í friði!
Hér er um fádæma ofbeldishótun að ræða af
hálfu Bandaríkjastjórnar; hótun sem er í meira
lagi ósmekkleg og skaðleg fyrir samskipti ríkj-
anna. Þótt hótanir af þessu tagi séu ekki nýjar
af nálinni af hálfu Bandaríkjanna, hafa þarlend
stjórnvöld aldrei gengið svo harkalega fram
gagnvart íslendingum sem nú.
Við hljótum að láta hótanir Bandaríkjastjórn-
ar og annarra sem vind um eyru þjóta. íslend-
ingar mega ekki láta aðrar þjóðir segja sér fyrir
verkum um það hvernig best sé að nýta auð-
lindir hafsins í kringum landið. Ef við gefum eft-
ir í hvalamálinu, verður þess skammt að bíða að
okkur verði sagt að við megum ekki veiða fisk-
inn heldur. Hryðjuverkamenn, sem skáka í
skjóli umhverfisverndar, hafa nefnilega fundið
það út að rækjur og flestar aðrar lífverur í sjón-
um hafi tilfinningar! Alger friðun lífríkis sjávar-
ins er því næst á dagskrá. BB.
Frímerki
Sigurður H. Þorsfeinsson
Nýr blómvöndur frá Guemsey
GUERNSEV
GUERNSEY
GlfERNSEY 2 »p
GÖERNSEY 30 i
GUERNSEY £2
Nýlega kom út seinni útgáfan af
blómafrímerkjum í Guernsey, til
almennra nota á bréf, eða það
sem á tæknimáli heitir víst
„definitives“. Nánar tiltekið
komu frímerkin út þann 2. mars
1993. Þetta voru 10 frímerki, en
áður höfðu komið út á síðast-
liðnu ári önnur tíu frímerki í
þessum flokki, en öll þau frí-
merki voru með öðrum verðgild-
um og öðrum blómamyndum.
Það er aftur Roger Gorringe,
sem hefir teiknað frímerkin. Þau
eru prentuð hjá BDT Internat-
ional Security Printing í offset
litargrafíu. Verðgildi frímerkj-
anna eru: 1 p., 2 p., 6 p., 7 p., 8
p., 9 p., 24 p., 28 p., 30 p. og 2
sterlingspund. Þannig kostar
samstæðan 3,15 pund en einnig
er hún gefin út í samstæðu í
gjafamöppu, sem þá kostar 3,50
pund. Auk þess eru gefin út þrjú
frímerkjahefti með burðargjöld-
um á eyjunum, til Englands og til
Evrópu. Frímerkin eru með
tökkun 14x14, prentuð á yfir-
borðsmeðhöndlaðan pappír og
án vatnsmerkis. Þá eru þau með
PVA lími.
Það er eins og sagt var í kynn-
ingarbæklingi frímerkjasamstæð-
unnar í upphafi. „Síðan snemma
á nítjándu öld hefir blómarækt-
endum tekist að framleiða fjöld-
ann allan af nýjum skrautjurtum.
En eitt hefir þeim ekki tekist
enn, það er að semja og fram-
leiða nýjan ilm fyrir þessi blóm.“
Blómaræktendur á Guernsey
flytja árlega út blóm fyrir um 30-
40 milljónir sterlingspunda. Af
þessum útflutningi fer um 80% á
markað í Bretlandi. Fyrstu gróð-
urhúsin sem reist voru á eyjunni,
voru byggð þar fyrir um það bil
200 árum af manni, sem hét Peter
Mourant. Byggði hann gróður-
húsin í Candie-garðinum, sem
staðsettur er í St. Peters Port.
Það merkilega við þessi gróður-
hús er þó ef til vill að þau standa
enn. Samtök ilræktenda voru hins
vegar ekki stofnuð á Guernsey
fyrr en árið 1894, eða um það bil
öld eftir að ilræktin hófst. Það
Blómvöndurinn frá Guernsey.
þótti hins vegar sögulegur
atburður, er útflutningur blóma
fór yfir 60 þúsund sterlingspund,
á árinu 1904. Þá voru blóm seld
fyrir 40 þúsund sterlingspund, en
blómlaukar til Hollands og
Bandaríkjanna fyrir 20 þúsund
sterlingspund.
Þetta er sem sagt síðari sam-
stæðan í þessari útgáfu blómafrí-
merkja. Tveggja sterlingspunda
frímerkið sýnir skreytingu frá
Guernsey á „Chelsea Flower
Show“. Þar hafa ilræktendur frá
eyjunni sýnt tvisvar sinnum. Árið
1990 unnu þeir gull á sýningunni,
en 1991 unnu þeir gyllt silfur. Á
öllum hinum frímerkjunum er
aðeins um blóm að ræða og er
stærð frímerkjanna 25,73 mm x
31,95. Þetta verðgildi sýnir hins
vegar margar blómategundir í
skreytingu á vegg og er stærra en
hin frímerkin, eða 29,1 mm x 38
mm að stærð.
Svo að nokkrar tegundir blóm-
anna séu nefndar, þá er Guernsey
lilja á 7 p. frímerkinu. Enchant-
ment lilja er á 8 p. frímerkinu,
rósir á 24 p. frímerkinu, en af
þeim er framleitt litlu minna en
fresíum. Þá eru krýsur á 30 p.
frímerkinu af tegundinni „Spray
chrysantemum“. Þær blómstra
fyrst í september og fram að
jólum, ef þær vaxa í eðlilegu
umhverfi, en með ljósum og hita
er farið að framleiða þær allt
árið.
Sigurður H. Þorsteinsson.
Sjóvá-Almennar úthluía námsmannastyrkjum
í upphafi ársins 1992 settu Sjóvá-Almennar á markað fyrir námsmenn sérstakar vátryggingar sniðnar að
þeirra þörfum, Námsmannatryggingar. Jafnframt var þá ákveóið að veita tveimur námsmönnum úr hópi
viðskiptavina félagsins námsstyrki að fjárhæð kr. 100.000. Fyrstu námsmannastyrkjum Sjóvá-Almennra
var úthlutað sl. föstudag og eru styrkhafar þær Inga Lóa Hannesdóttir og Svala Sigurðardóttir, báðar nem-
endur í Háskóla Islands.
I dómnefnd voru Almar Eiríksson formaður BÍSN, Ólafur Jón Ingólfsson deildarstjóri hjá Sjóvá-Al-
mennum og Pétur Óskarsson formaður Stúdentaráðs.
Á meðfygljandi mynd má sjá styrkþegana Ingu Lóu Hannesdóttur og Svölu Sigurðardóttur ásamt Ein-
ari Sveinssyni framkvæmdastjóra Sjóvá-Almennra.