Dagur - 22.05.1993, Side 6

Dagur - 22.05.1993, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 22. maí 1993 Norðlensk hjón í hótelrekstri í Luxembourg: Hótelið er gamalt óðalsetur á helsta vínræktarsvæði Móseldalsins Ingibjörg Sigurðardóttir og Kristján Kari Guðjónsson afgreiða viðskipta- vini á barnum á Le Roi Dagobert. Þorpið Grevenmacher í Luxem- bourg iiggur í hinum frjósama Móseldal, enda hafa flestir íbú- arnir viðurværi sitt af vínrækt- inni en þau hvítvín sem koma frá þessu svæði eru heimsfræg. Áin Mósel skiptir þarna löndum og er aðeins um 10 mínútna gangur frá þorpinu yfir ána og til Þýskalands. í nýlegri heim- sókn um þetta svæði vakti það nokkra athygli hversu allt var hreinlegt og fágað í Grevenmac- her, rétt eins og þurrkað væri af bænum á hverjum morgni. Þessi hreinleiki bæjarins hefur skap- að honum ákveðna jákvæða ímynd í hugum ferðafólks en þeir sem þarna staldra við, hvort sem er til lengri eða skemmri dvalar, Ijúka almennt upp einum rómi um það hversu viðmótsþýðir gestgjafar íbúar Grevenmacher eru og hversu „heimilisleg“ sú þjónusta er sem þar er veitt. Frá Grevenmacher er stutt til margra stórra borga og frægra staða í nágrannalöndunum Þýska- landi, Frakklandi, Belgíu og Hol- landi. Fyrir þá sem fýsir að kom- ast í skemmtigaróa má nefnda Phantasialand í Köln og Strumpa- land í Hagondange skammt frá Metz í Frakklandi, sem er tilval- inn viókomustaður ef börn eru með í för. Þar má Ftnna stærsta Rússíbana í Evrópu. Við Verdun í Frakklandi eru varðveittar stríðs- minjar. Hótelið Le Roi Dagobert í Grenvemacher hefur um fimm ára bil verió í eigu hjónanna Ingi- bjargar Sigurðardóttur og Krist- jáns Karls Guðjónssonar en þau cru bæði frá Akureyri. Hótelið er óðalssetur frá síðustu aldamótum, sem hefur verið endumýjað að miklu leyti en það skemmdist verulega í loftárásum Banda- manna í lok síðustu heimsstyrjald- ar. Kristján Karl var um árabil flugmaður hjá Flugfélagi Norður- lands og síöan hjá Cargolux í Luxembourg en Ingibjörg rak á árunum 1980 til 1985 Eddu-hótel á Stóru-Tjörnum í Ljósavatns- skarði og síóan var hún þrjú sum- ur hótelstjóri Eddu-hótelsins að Hrafnagili. Ingibjörg var spurð að því hvað hafi valdið þeirri ákvörð- un að setjast aö í Luxembourg og hefja hótelrekstur? „Aðalástæða þess var sú að Kristján Karl var búinn að vera hér í nokkur ár sem flugmaður hjá Cargolux og þekkti því orðið mjög vel til hér. Flugleiðir fljúga daglega hingaó og auðvitað vor- um við með Islendinga í huga þegar við byrjuðum reksturinn og þeir voru stór hluti gesta okkar. Þetta hefur þó verið að breytast svolítið, útlendingar koma hingað í auknum mæli en Islendingar eru hér aðallega frá því um miójan júlímánuð og fram í október. Margir þeirra halda til hér allt upp í hálfan mánuð, fara í dagsferðir um Móseldal, eða hertogadæmið og sumir fara til Frakklands eða Þýskalands“. Stóð aldrei til að fara útí hótel- rekstur á Islandi? „Nei, ég hef kynnst því af eigin raun að ferðamannatíminn á Is- landi er aðeins sex vikur en hér stendur aðalferóamannatíminn frá því í júlí og fram í október, eóa í allt að 16 vikur eða jafnvel lengur og þar er reginmunur á. Daufasti tíminn hér er janúar- og febrúar- mánuður. Það eru fleiri Islending- ar hér meó atvinnurekstur, m.a. þekkjum við hjón frá Keflavík sem selja ferskan fisk frá Islandi en fiskinn fá þau með áætlunar- flugi Flugleiða frá Keflavík. Ann- ars býr hér nokkur hópur Islend- inga en flestir þeirra tengjast nú flugrekstri á einhvern hátt. Hafa komið hingað hópar frá Islandi og haldið árshátíð? „Það er nú ekki hægt að segja að það sé mikið um þaö en fólki finnst afskaplega þægilegt að koma hingað inn og geta talað sitt tungumál. Sérstaklega á það við um fólk sem hefur lítið sem ekkert feröast áður og ég hef heyrt full- orðið fólk tala um það hversu það sé mikið öryggi í því að fá alla þjónustu hér á íslensku. Eg gæti trúað að um 60% gesta okkar væru Islendingar en við getum boðið upp á 18 herbergi, öll með baði, síma og sjónvarpi auk rúm- góðs veitingasalar.“ Bráðhressar dalvískar konur Hvernig hafið þið vakið athygli á ykkar hóteli á íslandi? „Við höfum auglýst, þó ekki nýlega því það er svo dýrt að aug- lýsa á íslandi. Fyrst var auglýst nánast „hingað og þangað“ en maður lærði fljótt á það hvar aug- lýsingamar voru áhrifaríkastar, skiluðu bestum árangri. Eg held að auglýsingar í sjónvarpsvísum í Reykjavík hafi skilað nokkrum ár- angri vegna þess að þessi blöð liggja á heimilunum í marga daga og einnig virðast margir þeirra sem hingaó hafa komið séð aug- lýsingu frá okkur í DV. Eftir að hafa verið hér í fimm ár erum við farin að sjá fólk sem er að koma aftur og varla er það vegna þess aó því hefur líkaó illa hér, heldur hið gagnstæða“. Grevenmacher er ekki langt frá Findel-flugvelli. Hvemig komast gestir ykkar hingaó, eru áætlunar- ferðir eða er hver sjálfum sér næstur? „Margir okkar gesta koma hingað á bifreiðum sem þeir taka á leigu eða meó leigubíl en vió sækjum líka fólk á flugvöllinn ef það æskir þess og förum með það þangaó aftur og það án endur- gjalds. Við erum mjög miðsvæðis hér því það er ekki nema 10 mín- útna akstur héðan á flugvöllinn og um 15 mínútna akstur til Trier“. Á barnum á hótelinu hanga fánar ýmissa bæjarfélaga og fé- lagasamtaka á Islandi sem heim- sótt hafa þau Ingibjörgu og Krist- ján Karl á Le Roi Dagobert. Eini norðlenski fáninn sem þar var í fljótu bragði sjáanlegur var fáni Dalvíkur. Hvemig stendur á tilvist hans? „Fyrir hálfu öðru ári síðan kom hingaó bráðhress kvennahópur frá Dalvík. Þær tóku sig saman og dvöldu hér í átta daga. Þeim var útvegaður „minibus“ og á honum fóru þær í dagsferðir um nágrenn- ið. Þaö var alveg sérlega skemmti- legt að hafa þær hérna en ég held að fyrir hópnum hafi farið þær systur Sólveig og Guólaug Ántonsdætur. Það cr alltaf gaman að fá svona stóra hópa hingað, og ekki skemmir nú fyrir þegar Norð- lendingar eiga í hlut.“ GG Á IÐAVELLI Valdimar Andrésson Sveinn framtíðarskáld Sveinn Helgi Jónsson var fæddur 11. mars 1892 aó Blöndubakka í Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Helga Bjarnadóttir og Jón Stef- ánsson, bóndi og póstur, seinna bóndi aó Torfustaðahúsum í Vestur-Húna- vatnssýslu og loks búsettur að Hvammstanga. Vorið 1909 kom Sveinn Jónsson hingað til Akureyrar og tók próf upp úr 2. bekk gagnfræðaskólans. Á sama tíma tók hann þátt í opinberri glímusýn- ingu sem haldin var á Akureyri. Gekk honum illa að eiga vió andstæóinga sína, skorti æfingu og haföi enga hörku tiltæka - en nóg af kímni. Þegar hann féll, valt hann alltaf beint á bakió og teygði alla anga beint upp í loftió og glotti. Þórbergur Þórðarson hefur skrifað skemmtilega lýsingu á Sveini Jónssyni og gef ég meistaranum orðið: „Sveinn var laklega meóalmaóur á hæð, hvorki þrekinn né grannvaxinn, lít- ið eitt lotinn í herðum. Hann var dökk- hæróur og dökkeygur, breióleitur og brúnamikill, breiöhöfóa og nokkuð lág- höfða, svo að hausafræðingar myndu þegar hafa ráðið það af höfuðlagi hans, að með honum leyndust nokkrar til- hneigingar til að afla sér hagkvæmra vióskiptasambanda." Sveinn var rómantískur í hugsun, flögraói á milli taumlausrar gleði og heimshryggðar allt eftir nótum lífs og skáldskapar. Dreyma - dreyma! Dreyma og láta Ijósið spinna lokaþætti drauma sinna! Vona allt - og eiga ei minna! Leita - leita! Leita að snjöllum lífsins brögum - Ijóðum nýjum - fögrum sögum! - ævintýrum, Ijúflingslögum! Finna - finna! Finna heila hjartastrengi - sem hljóma skært og titra lengi - sem gefa djásn og dýrstu fengi! Glata - glata! í dýpstu sorg úr sælu að hrapa - sinna vegna æviglapa öllu fengnu aftur tapa. Ég held að ég gefi meistara Þórbergi orðið aftur. Þórbergur lýsir á skemmti- legan hátt ástamálum Sveins og einnig samskiptum hans við Stefán skáld frá Hvítadal. „Um þær mundir er Sveinn settist að í Garðastræti 4, var þar til heimilis ung og gáfuó stúlka, eilítió heimsglaðrar náttúru. Hún var fremur fríð sýnum, ákaflega rómantísk og hneigð til að ganga út að dröngum á fögrum vor- kvöldum. Sveinn festi ást til hennar. En það olli honum leióinlegra erfið- leika í fyrstu, að annað skáld hafði leigt sér eins manns herbergi í húsinu frá því sumarið 1910. Það var Stefán skáld frá Hvítadal. Það bar til eitt sinn veturinn 1911 til 1912, að Sveinn hélt gildi mikið heima í húsinu og bauð til sín gestum, þar á Sveinn Jónsson rúmlega þrítugur. meðal Stefáni skáldi og meyjunni [ en þeir kepptu báðir um ástir hennar]. Þá er fólk var sezt að gleðinni og tapparnir höfðu verið teknir úr fyrstu flöskunum, uppgötvar Sveinn allt í einu, að honum hafði láðst að kaupa sígarettur handa gestum sínum. Verður honum þá litið til Stefáns og síðan upp á meyjuna og segir í dálítió hróðugum tón: Heyrðu, Stefán minn! Þú ættir nú að skreppa fyrir mig eftir sígarettum til Levy. Þú ert svo fljótur á fæti. Þjónustulund var ekki sá kostur Stef- áns, er mest bæri á í fari hans. Og þar að auki sýndist óþarfi aó rifja það upp fyrir gestunum, að hann hafði þá misst annan fótinn ofan við ökklalið. Stefán setti dreyrrauóan. Af þessu risu fullkomin friðrof milli þeirra félaga, þar til Stefán hafði náð sér niðri með raunhæfari aðferðum en góðlátlegum orðræðum um líkamslýti keppinautar síns. Stefán fluttist alfarinn úr Unuhúsi vor- ið 1912. Upp úr þvl tók að ganga þrautaminna um ástir Sveins. Þó gat hann ekki talist óskabarn hamingjunnar í ástamálum. Ástarógæfa hans reis nú öll af því, að hann fékk kærleik sinn skil- víslega endurgoldinn hjá meyjunni. Það var svo óskáldlegt, það var svo hættu- legt fyrir heimshryggðina, svo eyðileggjandi fyrir þjáninguna, aó skáld- ið varð að taka sér nokkurra daga frí frá farsæld ástarinnar og steypa sér á sundurtætandi fyllerí og eitthvað fleira. Og þegar hann hvarf aftur iðrandi aó fótum meyjarinnar, siðferðilega húðflett- ur og hjartabilaður, þá þóttist hún hvorki vilja heyra hann né sjá. Þar með var til- ganginum náð.“ - Er dansinn að hætta? Ég dansa samt, dansa við nautnina einn - dansa einn við mitt eigið hjarta yst út í nóttina svarta! Svo dátt steig þó dansinn ei neinn! Eitur! Meira eitur! Ör vil ég dansa og heitur. Eitur! Eitur! Eitur!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.