Dagur - 17.12.1993, Síða 14
Ti h O
ni ah
oriA h s,
i-v- ,+o*n
14 B - DAGUR - föstudagur 17. desember 1993
Tónlistin hefurfylgt Sigríði Guðmundsdóttur Schi-
öth alla tíð. Tónlistin hefur verið hennar líf og yndi
og þeir eru ófáir sem hafa notið tilsagnar Sigrtðar á
því sviði. Starfsdagurinn er orðinn langur og margir
áratugir í þágu tónlistargyðjunnar eru að baki. Arið
1949 tók Sigríður að sér stjórnun Kórs Grundar-
kirkju í Eyjafjarðarsveit og honum stjómaði hún í
síðasta skipti í messu í Grundarkirkju 14. nóvember
sl. Eftir sem áður sveiflar Sigríður tónsprotanum á
æfingum hjá Kór aldraðra á Akureyri. Blaðamaður
átti spjall við Sigríði á heimili hennar við Þórunn-
arstrætið á Akureyri. Að sjálfsögðu var tónlistin
meginþema viðtalsins.
Já, blessaður vertu, ég
fékk tónlistina í vöggu-
gjöf. Ég er af Reykjalíns-
ættinni, sem er mikið
söngfólk. Móóir mín
söng ágætlega og pabbi
var líka tónelskur. Frá því
ég man eftir mér var mik-
ið sungið á ntínu heimili og þaó
þótti í mikið ráðist á þeim tíma
þegar pabbi keypti stofuorgelið.
Ég hreifst strax af tónlistinni sem
krakki heima á Lómatjöm og ég
fylgdist með tónlistarnámi systra
minna, sent iæróu hjá Ingimundi
Arnasyni, en hann var þá ungur
maóur á Grenivík.
„...mikið óskaplega var ég
grobbin“
„Ég hlustaði agndofa á systur
mínar spila á orgelió og fljótlega
langaói mig til þess að gera þetta
sjálf og mikið óskaplega var ég
grobbin þegar ég gat stautaó mig
fram úr laginu „Hún var svo væn
og rjóó“ í gamla söngvasafninu.
Jóhanna heitin systir mín sagði
mér svolítið til, en það varð úr að
ég fór að sækja tíma til Akureyrar.
Þá kunni ég skil á helstu undir-
stöðuatriðunum og það auðveld-
aói mér námið. Til að byrja nteð
lærði ég á orgel, fyrst og fremst
var ég hjá Gunnari Sigurgeirssyni.
Nárnið nýttist mér ansi vel og ég
myndara, og frú Ingibjargar frá
Höfnum.“
/
I héraðsskólann á
Laugarvatni
„Systkini mín höfðu farið á
Laugaskóla og mér fannst meira
sport að fara suóur á héraðsskól-
ann á Laugarvatni. Þar var ég í tvo
vetur. Þóróur Kristleifsson, tón-
listarkennari og áhugamaður um
tónlist, tók mér tveim höndum og
þaó varð úr aó ég fékk að spila
undir hjá skólakórnum á Laugar-
vatni og Þórður lét mig síðan
syngja sóló í laginu „Ég stóó um
nótt vió stjórn á völtu fleyi“, eftir
ísólf Pálsson. Þessu gleymi ég
A Sigríður í hópi félaga í Kór
Grundarkirkju. Myndin var tekin í
Grundarkirkju árið 1992.
Sigríður cr hér að stjórna Kór
Grundarkirkju á kirkjukóramóti í
Akureyrarkirkju árið 1958. ^
Sigríður hafði frumkvæði að ►
stofnun Kórs aldraðra á Akureyri
árið 1986. Hér er hún í hópi kórfé-
laga. Mynd: Páll A. Pálsson.
4 Þessi mynd var tekin af Sigríði á
Akureyri árið 1935.
Heldur óskemmtilegt að
hlusta á íalskan söng
minnist þess að ég spilaði á orgel-
ió í Laufáskirkju þegar yngsti
bróðir minn, Valtýr, sem nú er lát-
inn, var fermdur.
A Akureyri dvaldi ég mikió hjá
Guórúnu móóursystur minni og
Snorra Sigfússyni, sem voru mik-
ið músíkfólk.
Um þaó leyti sem Björgvin
Guðmundsson, tónskáld, stofnaði
Kantötukórinn, vann ég, unglings-
stúlkan, hálfan daginn í húsinu hjá
þeim Guðrúnu og Snorra. Ég sló
til og gekk í Kantötukórinn árió
1932. Segja má að þaó ár hafi ver-
ið fyrsta alvöru ár Björgvins með
Kantötukórinn og þá æfói hann
Alþingishátíðarkantötuna, sem
flutt var í Nýja bíói í mars 1933
viö undirleik tveggja píanóleikara,
Vigfúsar Sigurgeirssonar, ljós-
aldrei. Síóar rak Þórður mig út á
gólfið rneð haröri hendi og skipaói
ntér aó slá takt fyrir kórinn. Ég
var auðvitað alveg dauðhrædd. En
það er svo skrítió að þegar maður
er einu sinni búinn að ganga í
gegnurn slíka eldraun, þá er eins
og það verði miklu auóveldara í
næsta skipti.“
Kórstarf og stjórnun
Að tveim vetrum liðnum á Laug-
arvatni dreif Sigríður sig aftur
norður í land og réðst að Barna-
skólanum á Grenivík. Þar stjórn-
aði hún telpnakór og tvöföldum
kvartett á vegum íþróttafélagsins
Magna. „Síðan fóru bræðurnir á
Jarlsstöóum, allt ntiklir söngmenn,
þess á leit við mig að ég æfði þá
og stjórnaði. Þeir voru allir meó
tenórraddir og bassinn var því
hcldur lítilfjörlegur, þótt hann
væri auóvitað rétt sunginn.
Þennan vctur fékk ég ágætis
æfingu í að æfa og stjórna tónlist-
arllutningi. Ég hafði þó á þessum
tíma ekkert ákveðið að leggja tón-
listina fyrir mig.“
Fannst mikið til Róberts A.
Ottóssonar koma
„Áóur en vió Helgi giftum okkur,
þá var ég einn vetur í kvennaskól-
anurn á Isafirói og einnig var ég í
nokkra vetur á Akureyri. Ég söng
eins og áóur meó Kantötukórnum,
en 1937 eóa 1938 korn Róbert
Abraham Ottósson til Akureyrar
og stofnaöi kór og ég fór í hann
líka. Mér fannst mikið til Róbcrts
Abrahams koma. Hann lét mig
- spjallað við
Sigríði
Schiöth,
söngstjóra og
organista
á Akureyri
syngja sóló með kórnum og á tón-
leikurn fékk ég tækifæri til að
syngja einsöngslög.
Björgvin Guömundsson og Ró-
bert Abraham voru urn margt ólík-
ir. Björgvin fluttist til Akureyrar
árið 1931 frá Vcsturhcimi. Hann
var mikill tónlistarmaóur og
samdi ákaflega fallcg lög. Eins og
allir vita hefur það loðað við lista-
fólk, ekki síst tónlistarmenn, að
þeir gagnrýna hver annan. Björg-
vin fór ekki varhluta af því, hann
var töluvert gagnrýndur hér á Ak-
ureyri. En Björgvin var afskaplega
góð sál og ógleymanlegur öllurn
sern meö honum störfuóu.
Róbert Abraham var afar vand-
virkur ntaður, sem ég lærði mikió
af. Aö Björgvin ólöstuðum, þá
hcld ég aó Róbert hafi kennt mér
meira."
Metnaður milli kóra Björg-
vins og Róberts
„Ég söng í kórnum hjá Róberti
Abraham í fjóra vetur og Björgvin