Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 15
Il
Föstudagur 17. desember 1993 - DAGUR- B 15
4 Sigríður söng lengi í Kantötukór
Björgvins Guðmundssonar og
blönduðum kór Róberts A. Ottós-
sonar. Þessi mynd var tckin af síð-
arncfnda kórnum á tónlcikum í
Nýja bíói á Akureyri árið 1939. Sig-
ríður er Ijórða frá vinstri í fremstu
röð (til vinstri við Róbert Abra-
ham). Við píanóið sitja frú Jórunn
Geirsson og Asta Hallgrímsdóttir.
Mynd: Eðvarð Sigurgeirsson.
o
...........
1lí)IIIHI||||
'IiiiiiiiiiiF
>cx=>coc<
lllllllllll, llllllllllllll
\\m
Sigríður Guðmundsdóttir,
Robert Abraham
Viðfangsefni:
1. Haendel (1685'—1759) .... Aria úr „Messias"
2. Gluck (1714—1787) •........ Aria úr „Orpheus‘‘
3. Mozart (1756—1791) ........ Canzona
úr „Brúðkaup Figaros“
4. Mozart .................... Fantasia c-moll
5. Tvö þýzk þjóðlög .......... Radílsett af Brahms
6. Páll ísólfsson ............ „7 dag skein sól“
7. Arni Thorsteinsson ........ „Þess bera menn sár“
8. Mendelssohn (1809—1847) .. Sorgargöngulag
9. Brahms (1833—1897) ........ Staendchen,
Feldeinsamkeit.
10. Wolf (1860—1903) .......... Der Tambour,
Das verlassene Maegdlein.
11. Schubert (1797—1828) .... Fischerweiset
Die Post,
Wandrers Nachtlied.
---------- 9
▲ Sigríður stjórnaði Kór Grundar-
kirkju í Eyjafjarðarsveit í áratugi.
Hún stjórnaði kórnum í síðasta
skipti í mcssu í Grundarkirkju 14.
nóvember sl. Þcssi mynd var tekin
af Sigríði við það tækifæri. Mynd:
Óskar Þór Halldórsson.
4 Sigríður er ekki bara þckkt fyrir
kórstjórnun og orgclleik. Hér á ár-
um áður söng hún einsöng og hcr er
söngskrá cinsöngstónlcika hcnnar
við undirlcik Róbcrts A. Ottóssonar
í Nýja bíói á Akurcyri. A cfnis-
skránni eru verk cflir mörg þckkt
tónskáld.
Árið 1967 stjórnaði Sigríður Kór
Þingcyinga á Þingeyingamóti á
Hótel Sögu í Reykjavík. Þarna eru
mörg þckkt andlit. Nefna má hjónin
Margrcti Bóasdóttur og scra Krist-
ján Val Ingólfsson, Valdimar Gunn-
arsson, menntaskólakcnnara á Ak-
ureyri og Stcfán Pálsson, banka-
▼ stjóra Ilúnaðarbankans.
í sjö ár á Húsavík
Sigríður var ráóin organisti og
kórstjórnandi á Húsavík áriö
1976 og þar starfaói hún til ársins
1983.1 þessi sjö ár stjómaöi Gyóa
Halldórsdóttir, sem er kórstjórn-
andi í Reykjavík, Kór Grundar-
kirkju.
„Arin á Húsavík voru alveg
bráöskemmtileg. Auk þess að vera
organisti við kirkjuna, þá kenndi
ég við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Starfiö viö kirkjuna var heilmikió.
A hverjum vetri hélt kórinn aö-
ventutónlcika og síðan voru árleg-
ir tónleikar á vorin.“
Reynslan
dýrmætasti skólinn
Sigríður sagöi að reynslan væri
dýrmætasti skólinn. En nauösyn-
legt væri að læra vel undirstöðuna
og hún hafi auk grunnnámsins sótt
fjöldann allan af góóum nám-
skeiðum, m.a. námskeið sem
embætti söngmálastjóra Þjóókirkj-
unnar efnir til á hverju ári í Skál-
holti.
Sigríöur hefur auk tónlistar-
kennslu og -stjórnunar fengist
svolítið við að semja sönglög.
Hennar kunnasta lag er trúlega
Eyjafjarðarsveit, óopinber þjóð-
söngur sveitarinnar, sem Sigríður
geröi einnig texta við. „Hagyrð-
ingar leika sér aó því aó búa til
vísur. Því skyldi tónelskt fólk ekki
búa til laglínur?“ spurði Sigríður
og brosti.
Ohætt er að segja að Sigríður
hafi kornið víða við og hún lætur
ekki deigan síga', þrátt fyrir aó 79
ár séu aó baki. Hún stjórnar eftir
sem áður Kór aldraóra á Akureyri,
sem var stofnaður árið 1986, og
segir það bráóskemmtilegt verk-
efni.
Sigríður rifjar upp að árió 1974
hafi hún verið fengin til þess að
stjórna sameiginlegum kór fyrir
Austur- og Vestur-Húnavatns-
sýslu. Tilefnið var þjóóhátíðaraf-
mælió. Sigríóur segir aó þetta hafi
verið afskaplega eftirminnilegt.
Þá hefur hún lagt sitt lóð á vog-
arskálina í starfi Kirkjukórasam-
bands Eyjafjarðarprófastdæmis og
fyrir allt það fómfúsa starf hefur
sambandið heiðrað hana sérstak-
lega. Af öðrum viðurkenningum
sem Sigríður hefur fengið, ber
hæst riddarakross hinnar Islensku
fálkaorðu, sent hún fékk á nýárs-
dag árió 1991.
Sumir heyra ekki einn
einasta hreinan tón
En hver skyldi að mati Sigríðar
vera lykillinn að því að verða góð-
ur tónlistarmaður?
„Sumum er ekki gefið aó heyra
einn einasta hreinan tón. Aðrir eru
aftur á móti afar næmir fyrir tón-
listinni. Tónlistarfólk verður að
vera næmt, það er mikilsverður
eiginleiki. Einnig verður það að
var ekki mjög ánægður þegar ég
ákvað að lara alfarið yfir í kórinn
til Róberts. Oneitanlcga var tölu-
veröur metnaður á milli kóranna
og ég man eftir því að það olli
fjaðrafoki þegar Valdimar gamli
Stephensen, læknir, skrifaði gagn-
rýni í blöóin eftir fýrstu opinberu
tónleika kórs Róberts Abrahams.
Valdimar sagói eitthvað á þá leið
að Akurcyri ætti þó einn listrænan
kór. Björgvin mun hafa reiðst
þessum ummælum.
Eftir að Róbert fór aftur suður
árið 1940, söng ég altur með
Björgvin í Kantötukórnum, jal’n-
vcl cftir að ég fluttist ásamt Helga,
manni mínurn, árið 1948 fram í
Hólshús.
Árið eftir varð það úr að ég tók
viö kirkjukórnum á Grund í Eyja-
firði og honurn stjómaði ég, að sjö
árum undanskildum, fram í nóv-
ember síðastlióinn.
Á árunum 1967 til 1970 kenndi
ég börnum tónlist við Breióagerð-
isskóla í Reykjavík og Lækjar-
skóla í Hafnarfirói. Eg kom þó
alltaf heim á jólum og páskum og
spilaði þá við messur á Grund.“
leggja sig fram um að gera hlutina
vel og hafa löngun til þess að læra
alltaf meira og meira.íl
Sigríður sagðist eiga erfitt með
að gera upp á milii söngsins og
kórstjórnunar. „Eg held ég geti
ekki gert upp á milli þess að spila
eða syngja sóló fyrir fullu húsi.
Það var til dæmis ógleymanlegt
þegar ég hélt einsöngstónleika í
Nýja bíói á Akureyri við undirleik
Róberts Abrahams. Mér fannst
líka afskaplega skemmtilegt aó
syngja f útvarp og á skemmtunum
í Reykjavík."
Heimilismúsík að deyja út
Sigríður var innt eftir því hvers
konar tónlist hún kynni helst að
meta.
„Eg á erfitt meó aó gera upp á
niilli tegunda tónlistar. Ég skal
segja þér að mér finnst mörg dæg-
urlög reglulega falleg. Hins vegar
kann ég ekki að meta þær hljóm-
sveitir sem flytja pottaglamur, þar
sem hvergi nokkurs staðar heyrist
almennilegur tónn eða laglína.
Slíkan hávaða þoli ég ekki.
Ég viðurkenni það hins vegar
að ég hlusta ekki nógu mikið á
tónlist, en ég er nokkuð glögg að
þekkja söngraddir í útvarpi.
Verst þykir mér aö heimilis-
músík er aó deyja út. Þegar ég var
bam, þá kepptist fólk við að eign-
ast harmoníum og á það var spilað
þegar færi gafst. Á þessum tíma
var hvorki útvarp né sjónvarp. Til-
koma útvarpsins hefur einkum og
sér í lagi haft mikil áhrif. Fólk er
hætt að leggja sig sjálft fram um
að læra að spila einföld lög.“
Vil að fólk syngi fallega og
hreint
Söngstjórinn Sigríður Schiöth hef-
ur alltaf gert kröfur til síns söng-
fólks. „Ég geri kröfur um að fólk
syngi fallega og hreint. Mikilvægt
er að röddinni sé rétt beitt þannig
aö tónarnir verói ekki grófir og
fólk dragi ekki seiminn á milli
tóna.
Ég viðurkenni fúslega að mér
finnst ekki gaman að hlusta á
falskan söng. Það er eitthvað það
versta sem fyrir mig kemur að
sitja undir fölskum söng. Þá líður
rnanni næstum því eins og að vera
komin á höggstokkinn,“ sagði
Sigríður og skellihló. „Ég lenti
einu sinni í því að vera vióstödd
afskaplega virðulega athöfn vestur
í Húnavatnssýslu með prestum og
biskupum. Söngurinn fór í vit-
leysu og allt varð rammfalskt. At-
höfnin var svo virðuleg að það var
ekki hægt aó stoppa! Ég þoldi
ekki við og hafði mikið fyrir því
að komast í gegnum mannþröng-
ina og út úr kirkjunni!“
Kórstarf ekki metið að
verðleikum
Kraftar Sigríðar Schiöth hafa í
gegnum tíðina verið helgaðir tón-
listinni á einn eða annan hátt.
Lokaorð þessa viðtals á Sigríður
um starf kóranna víðsvegar um
land, sem hún telur aó sé ekki
metió að verðleikum.
„Mér finnst kórastarf um allt
land, bæði í kirkjum og utan
kirkna, alls ekki nógu mikið metið
í þjóófélaginu. Flettu dagblöðun-
um og sjáðu allar íþróttafréttirnar!
Heilu blöðin eru undir íþróttimar.
Aftur á móti er sáralítið getið um
allt það starf sem söngfólk leggur
á sig. Fyrir nokkrum árum var
hálfgert skammaryrði að vera í
kirkjukór, en ég held að það hafi
sem betur fer breyst á síðustu
misserum.“ óþh