Dagur - 17.12.1993, Qupperneq 21

Dagur - 17.12.1993, Qupperneq 21
Jóla- punktar Jólasveinninn er ákaflega eftirsóttur og margar þjóðir vilja eigna sér hann. I Finnlandi á jóla- sveinninn fast heimilisfang og þar er mikil starfsemi í kringum hann. Bréf berast hvaðanæva að úr heiminum og geta menn fengið kort frá hinum eina sanna jólasveini. Eitthvað eru íslend- ingar famir að þreifa fyrir sér á þess- um vettvangi. Islensku jólasveinamir eru vættir sem tengjast jólum. í þjóð- trúnni. Þeirra er fyrst getið í heimild- um á 17. öld og eru þá taldir tröll og bamafælur. Foreldrar þeirra voru Grýla og Leppalúði. Á 19. öld voru þeir ýmist taldir níu eða þrettán. Þeir áttu að vera Ijótir og luralegir, klæddir röndóttum fötum með gráa húfu á höfði og gráan poka á baki. Um aldamótin 1900 ímyndaði fólk sér jólasveinana í gömlum íslenskum bændafötum en á 20. öld fengu þeir æ meiri svip af heilögum Nikulási (sem varð jóla- sveinninn Santa Claus í Norður-Am- eríku) og tóku um leið að færa börn- um gjafir. Áður voru þeir þjófóttir, hrekkjóttir og illviljaðir. Jólatré eiga rætur sínar að rekja til Þýskalands á 16. öld, þ.e. hið skreytta og ljósum prýdda barrtré. Siðurinn barst til Norðurlanda um 1800 og um 1850 til íslands, en jóla- tré urðu ekki algeng á íslandi fyrr en um 1900. Erfitt var að útvega barrtré á íslandi og voru jólatré því smíðuð úr viði og skreytt með sortulyngi, beitilyngi eða eini. Innflutt barrtré urðu almenn á íslandi eftir 1940. Jólakötturinn kemur eins og jólasveinarnir úr íslenskri þjóðtrú. Hans er fyrst getið í munnmælum á seinni hluta 19. aldar. Sagt er að þeir sem fái ekki nýja flík á jólunum fari í jólaköttinn. Hugmyndin gæti hafa borist frá Noregi þar sem menn óttuð- ust jólageitina, en gæti verið eldri þar sem fjandinn birtist stundum í kattar- líki. Jólahafur er dulbúinn maður með hafurshom á höfði. Hann tekur þátt í leikjum á jólum og var hann kunnur á Norðurlöndum til foma. Þessi siður var sennilega þáttur í heiðinni frjósemisdýrkun. Nú er jóla- hafur einkum þekktur í Svíþjóð sem jólaskraut úr hálmi. Jólakortin bárust til íslands skömmu fyrir 1900. Fyrsta jólakortið, þ.e. myndskreytt kort sem sent er til ættingja og vina með ósk um gleðileg jól, var teiknað á Englandi 1843. Jólagleði var heiti á mannfagn- aði sem tíðkaðist um jól með dansi, leikjum, drykkju og áti. Norðurlanda- búar tileinkuðu sér þennan fagnað frá alda öðli en eftir siðaskipti amaðist kirkjan við jólagleðinni og hún lagð- ist af á íslandi á 18. öld. Margar jurtir eru kenndar við jólin og má þar nefna jólakaktus, jólasalat (síkoríusalat), jólarósir og jólastjörnu. SS tók saman. Föstudagur 17. desember 1993 - DAGUR - B 21 é # é # é # é $ ~ $ é H ák. $ & # Lím leiS ocj við ósfuim viðsfciptavinum offar * nro ofl fríðnr jjökkum vió jyrir viSskiptin á árinu 4 sem er aS líSa. * Skálafell sf. Draupnisgötu 4 - Sími 22255 # 4 4 4 Ltm leið ocj vid óskum viískiptavinum okkar nro oð fríðnr þöffum viðjyrir viSsfiptin a arinu sem er aS HSa 4 4 # é* # # Ósfa viSsfiptavinum nunum 0íeðíír0rn ióln og farsœidar á fomandi ári. Þaffa viSsfiptin á árinu. Haddýar-brauö, Svalbaröseyri # é # # # ASBYRGI HF. 1 Vörudreifing Akureyri - Sími 96-23280/96-11155 # é4é4é 4 é4é4é4é4é át#át#:á#;á#;á#;á#;á#;á # # # & rBonjarbíó ósfar viSsfiptavinum sínum & í 0íeðíír0rn íoln l # og jarsœls fomandi árs. # á Þöffum viSsfiptin á árinu sem er aS líSa. é # BORGARBÍÓ # é4é 4A4é4é4é4é4é 4 4 # é 4 4 é4é4é4é4é4é4é4é é4é4é4é4é4é4é4é Ósfum vicfsfiptavinum offar * 0írðíír0rn íoln * £ olj jarsœldar á fomandi ári. £ 4 Þöffum vidsfiptin. # ^ Rofveita Akureyrar & Þórsstíg 4 - Sími 11300 á4á4á4á4á4á4á4á

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.