Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 24
24 B - DAGUR - Föstudagur 17. desember 1993
#
4
#
4
4
4
#
4
#
<$&UUÍt& joí
og farsælt fcomandi ár
Þöíifhun vicfsfíiptin á lidnu ári
^Blóm/iJnióm 4?
AKCJRB
Kaupangi v/Mýrarveg - Símar 24800 & 24830
#
4
#
4
#
4
#
4
#
4#4#4#4#4#4#4#4
4#4#4#4#4#4#4#4
#
4 k* 4
#
4
#
4
#
4
#
4
#
4
Sendum vicfsfciptavinum og
fandsmönnum öffum okkar bestu
jýín ofl
núriroóolur
Þöfibum vicfsbiptin á fiðnu ári.
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
útibúib Akureyri og afgrei&slan
verslunarmibstöbinni Sunnuhlíb
#
#
#
4
#
4
#
#
4
#
4
#
4
#
4
#
4#4#4#4#4#4#4#4
4#4#4#4#4#4#4#4
#
mcMc$ íói í
farsælt bomandi ár
#
tfmir í
Furuvöllum 9, sími 21390. ^
4#4#4#4#4#4#4#4
4#4#4#4#4#4#4#4
Þöbbum viðsbiptin.
#
4
#
#
4
#
4
gélofl nlötnócn á SlUiurcfltí
ósbar félags- og stuðningsmönnum sínum
gleðilegra jóla, þafikar störfin og allan
veittan stucfning á árinu 1992.
Stjórnin
4#4#4#4#4#4#4#4
#
4
4
#
4
Jóhann Páll Jónsson og Anna Jóhanncsdóttir önnuðust inötuncyti brúar-
vinnuilokksins. Þau standa hcr við mötuncytishúsið á bökkum Svarí'aöar-
dalsár. Mynd: Ingibjörg Sigurjónsdótlir.
Áður cn Árgerðisbrúin var byggð ►
voru ferjurnar þau samgöngutæki
sem fólk notaði ef það þurfti að
komast yfir Svarfaðardalsá. Hér er
verið að flytja fólk á svokallaðri
Hofsferju, sem kennd var við Hof í
Svarfaðardal.
Mynd: Héraðsskjalasafn Svarfdæla Dalvík.
kki er ofsögum
sagt að bygging
Argerðisbrúar-
innar yfir Svarf-
aðardalsá,
skammt sunnan
Dalvíkur, hafi
verið eitt af
stærstu framfarasporum í
samgöngumálum í Eyjafirði.
I byrjun aldarinnar lögðu
hreppsnefndir Svarfaðardals-
og Arskógshrepps áherslu á
mikilvægi þess að koma á
vegarsambandi milli Dalvíkur
og Akureyrar og það yrði ekki
gert nema að ráðast í bygg-
ingu brúar yfir Svarfaðar-
dalsá.
Aðdragandinn
I Sögu Dalvíkur eftir Kristmund
Bjamason er vitnað til bréfs sem þá-
verandi oddviti Svarfaðardals-
hrepps, Þorsteinn Jónsson, ritaði ár-
ið 1920 til sýslunefndar Eyjafjarðar-
sýslu og vegamálastjóra. Þar segir
meðal annars:
„Yfirleitt má segja, að brúarþörf-
in fari árlega vaxandi eftir því sem
viðskipti aukast við Dalvík, en þau
hafa, auk þess sem leiðir af slátur-
húsinu, vaxið mjög síðan kaupfé-
lagsútibú kom á Dalvík og eiga enn
eftir að vaxa mikið, eftir því sem
útibúið færir út kvíarnar. Yfirleitt er
um svo stórt vatnsfall að ræða, þar
sem Svarfaðardalsá er og svo mikil
samgönguþörf yfir hana, þar sem
annars vegar eru þéttbýlar sveitir,
hins vegar vaxandi kauptún, aó
margt mundi mæla meó því, að rík-
issjóður kostaði einn brúargerð þar,
og víst eru margar brýr, sem hann
hefur kostað, engu nauðsynlegri en
þessi. Þar við bætist aó brúin yrói í
póstleið, aukapóstleið aö vísu, en
eins langri og miklu örðugri en
sumar aöalpóstleiðimar, og hefði
því að réttu lagi sú leið átt að takast
í tölu þjóðvega..."
Brúarmálió var tekió fyrir í
sýslunefnd og hét hún 9 þúsund
króna framlagi til byggingarinnar.
Landsstjómin var aftur á móti ekki
tilbúin á þessum tíma að leggja í
þessa miklu framkvæmd og málið
var jagt til hlióar að sinni.
Arið 1926 fóru Svarfdælingar
aftur af staó með málið. Oddviti
hreppsnefndar ritaði sýslunefnd
annað bréf og spuróist fyrir um
hvort samþykkt hennar stæói ekki
ennþá. Fyrri samþykkt reyndist
standa og sýslunefnd samþykkti
brúarbygginguna.
Hafist var handa um vegargerð á
vestanverðum Hámundarstaðahálsi.
Sumarið 1928 var vegurinn yfir
Hrísamóana undirbyggður og þá um
haustið var ráðist í vegargerð á Ár-
gerðistúninu að fyrirhuguðu brúar-
stæói.
Brúarsmíðin
Þann 7. júlí 1929 hófst síóan sjálf
brúarsmíðin undir stjóm Sigurðar
Björnssonar, brúarsmiós frá Marð-
arnúpi í Reykjavík. Langþráð vcrk
var hafið.
Við brúarsmíóina unnu að jafn-
aði 23-25 menn. Brúin var fullsteypt
25. september og verkinu var að
fullu lokið um mánaðamótin sept-
ember-október 1929.
Árgerðisbrúin var mikið mann-
virki. Lengd hennar var 76 metrar
og breidd á milli handriða 2,6 metr-
ar. Hún var öll gerð úr járnbentri
steinsteypu og hvíldi á 4 stöplum.
Undir hverjum stöpli stóðu 6 staurar
úr jámbentri steypu. Staurarnir, sem
voru steyptir úr bráðharðnandi sem-
enti, voru reknir í árbotninn mcð
1200 kílóa fallhamri.
Brúin var þrískipt. Endabrýrnar
voru 32,5 metrar hvor að lengd og
hvíldu þær á tveim stöplum. Mið-
hluti brúarinnar var hins vegar 11
metra langur og hvíldi á endum
endabrúnna.
Utreikningar voru miðaðir við að
brúin gæti borið 400 kíló á fermetra,
eða samtals yfir 1000 manns. Full-
gerð kostaði Árgerðisbrúin 45 þús-
und krónur.
Vígsludagurinn
Vígsla Árgerðisbrúarinnar, 15.
október 1929, var hátíðleg stund.
Talið er að 3-400 manns hafi verið
viðstaddir hana. Veður var stillt
meö vægu frosti. Athöfr.in hófst kl.
1 eftir hádegi við vesturenda brúar-
innar. Einar Árnason á Eyrarlandi,
þáverandi fjármálaráðherra, afhenti
hcimamönnum brúna með forndeg-
um hætti. Að lokinni ræðu ráðherra
gekk Laufey, dóttir hans, fram á
brúna og klippti á silkiborða sem
strengdur hafði verið yfir brúna. Því
næst gekk fjámiálaráðherra austur
yfir brúna og viðstaddir á eftir hon-
um.
Við austurenda brúarinnar flutti
Steingrímur Jónsson, sýslumaður
Eyjafjarðarsýslu, ræðu og tók við
þessari miklu samgöngubót fyrir
hönd sýslubúa. Einnig héldu stutt
ávörp Þórarinn Kr. Eldjám, hrepps-
stjóri Svarfaðardalshrepps, og Krist-
ján Eldjám Kristjánsson, hrepps-
Hér er verið að hefja framkvæmdir við brúarsmíðina. Tækið fyrir miðri
mynd er svokallaður „rammabúkkari“ sem notaður var til þess að ramma
niður staura. Mynd: lngibjörg Sigurjónsdóttir.
I