Dagur - 17.12.1993, Page 29
Föstudagur 17. desember 1993 - DAGUR - B 29
sKuiTL oLLum vidSKiptamonnum okkar
otj öðrum Tíyfirðingum gleðilegra jóla
og árs og jriSar á komandi ári
Þökkum ánœijjulcíj viískipti á fiw sem er aS líða.
ISLANDSBANKI
Skipagötu 14 og v/Hrísalund
/
Eg sá mömmu kyssa jólasvein
- er uppáhaldslagið mitt, segir jólasveinninn Kjötkrókur í viðtali við Dag
Skyldi það vera þannig að einstakir jólasveinar eigi misjafnlega
miklum vinsældum að fagna víðs vegar um landið? Það gæti
verið. A Akureyri er Kjötkrókur án efa vinsælasti jólasveinninn.
Hann hefur í f jöldamörg ár skemmt bæjarbúum, ásamt bræðrum
sínum, við miklar vinsældir. Vörumerkið hans er hangilærið
sem hann er með öllum stundum og honum finnst mjög gaman
að gefa öðrum að smakka á því.
Hrscðurnir Kjötkrókur, Hurðaskellir og Kertasníkir eru alltaf saman á ferð-
um sínum til byggða og vinna saman að ölium jólaundirbúningi.
Það er í mörgu að snúast hjá þeim bræðrum. Hér cru þeir studdir á tlugvell-
inum í Grímsey, ásamt hópi barna úr eynni.
Vegna vinsælda
Kjötkróks, þótti
ekki úr vegi aö fá
hann í viðtal í
jólablað Dags og
hann var fyrst
spurður að því
hvort segja mætti
aó Eyjafjarðarsvæðið væri hans
heimavöllur?
„Já, þaó er alveg óhætt að segja
þaö, enda er okkar heimili hér í
næsta nágrenni.“
Hvaó er svona sérstakt við þetta
landssvæði?
„Það eru fjöllin fyrst og fremst.
Hér cru svo falleg fjöll.“
Alltaf á ferð með Hurða-
skelli og Kertasníki
Nú ert þú yfirleitt með einhverja af
bræðrum þínum með þér. Hverjir
eru það?
„Það eru þcir Kcrtasníkir og
Hurðaskellir. Vió erum alltaf saman
og vinnum alla hluti saman, hvort
heldur er við jólaundirbúninginn
cöa eitthvað annað.“
Þú ert búinn að vera á ferðinni
lcngi. Hefur rnargt breyst á þessum
árum?
„Það hefur nrargt breyst í gegn-
um tíðina og sérstaklega hafa húsin
breyst mikið. Húsin eru orðin svo
há að þaó verður alltaf erfiðara og
crfiðara að gefa í skóinn. Við leys-
um þaó vandamál eins og önnur og
börnin þurl'a ekki að hafa nokkrar
áhyggjur að því að vió náurn ekki til
þeirra. Þau þurfa hins vegar að sjá
til þess að gluggarnir séu opnir og
þá komust við að skónum. Við not-
urn m.a. kaðla með krókum og híf-
um okkur þannig upp í glugga sem
eru hátt uppi. - Og þó viö séum
kannski heldur stirðari nú cn í fyrra,
gengur þetta alveg bærilega."
Týndi Kertasníki
Hafa börnin breyst - og ef svo er, þá
til hins betra eóa verra?
„Þetta cru alltaf sömu góðu
börnin en þau eru þó misjafnlega
óþekk. Við fylgjumst hins vegar
mjög vel með þeim og þau sem ekki
eru þæg og góð, fá skemmda kart-
öflu í skóinn og vita þá um leió aó
þau hafa ekki staöið sig nógu vel.“
Hvaða atvik frá heimsókn þinni
til byggða eru þér eftirminnilegust?
„Það rosalcgasta sem ég hef lent
í á ferðum mínum til byggða, var
þegar ég týndi Kertasníki bróður
mínum. Þá vorunr við staddir í
Kjarnaskógi að sækja jólatré fyrir
karlinn og kerlinguna en þau fá allt-
af jólatré í hellinn sinn, sem þau
skreyta á meóan vió bræðurnir
heimsækjum börnin. Því eins og all-
ir vita vill enginn fá þau hjónakorn-
in í bæinn um jólin. Já og þama í
Kjarnaskógi hitti Kertasníkir bróðir,
konu á fallegum bíl og fékk far með
henni. Það skipti engum togum aó
konan keyrði beint út á flugvöll og
fór með hann til Grímseyjar og hitt-
um við hann sáralítið um þau jól.
Krakkarnir í Grímsey voru að von-
um ánægð, enda höfðu þau ekki séð
jólasvein lengi.“
*
Avextir hollir og góðir
Hvað sækir þú margar jólaskemmt-
anirfyrirhverjól?
„Ja, þær eru býsna rnargar skal
segja þér og ég hef reyndar ekki
tölu á þeirn mikla fjölda. En þær eru
margar, það er alveg klárt.“
Hvað gerið þið helst á þessum
skcmmtunum?
„Nú við syngjum fyrir bömin,
færum þeim gjafir og dönsum með
þeirn í kringum jólatréð. Við erurn
nú mest fyrir það að gefa börnunum
ávexti, cnda eru ávextir svo hollir
og góðir og ekki síst fyrir tennumar,
sem allir krakkar þurfa að passa
mjög vel. En stundum fá þau pínu-
lítið af sælgæti."
Þú ert t'rægur fyrir að vera með
hangilæri öllurn stundum. Hvaðan
færðjrú hangikjötið?
„Eg hef fengió hangilærin hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga fram að
þessu en nú fæ ég þau frá Kjarna-
fæði á Akureyri.“
Hvað fara mörg læri um jólin?
„Þaó fara þctta 25 læri urn hver
jól.“
Eru börnin hrifin af hangikjötinu
þínu?
Hurðaskellir
skemmdarvargur
„Já, en að vísu misiafnlega hril'in.
Surn borða hangikjötió með bestu
lyst en önnur geyma bitann undir
tungunni og spýta honum svo út úr
sér þegar þau koma heim. Það kern-
ur hins vegar fyrir að börnin úr
sveitinni gefa rnér heimareykt læri
og það cr nijög ánægjulegt. Það
kemur einnig fyrir að Kertasníkir fái
kerti að gjöf cn það er aftur minna
um Hurðaskellir fái gefins hurðir."
Er Hurðaskellir mikill grallari?
„Já, hann er ógurlegur skemrnd-
arvargur og við þurfurn hreinlega að
setja hann í bönd annað slagió.“
Hvaða matur er í mestu uppá-
haldi hjá þér?
„Mér finnst nú hangikjötió alltaf
best en hins vegar er í lagi aó fá
cina og eina rúllupylsu. Nú einnig
fæ ég saltkjötsbita annaó slagió og
svo hafragrautinn.“
Boröaróu ekki fisk?
„Nei, ég geri lítið af því, enda
erfitt að ná í fisk. Hann er ekki
veiddur til fjalla og þar er enginn
kvóti.“
Býr að Súlumýrar-
braut 376
Hvar áttu hcima Kjötkrókur?
„Ég á heima á Súlumýrarbraut
376“
Og hvar cr þaó nákvæmlega?
„Það er hérna uppi á Súlumýrun-
urn. Þú ferð þama upp eftir og svo
til hægri og svo til vinstri og svo
aftur til hægri, labbar svo beint
áfram, ferð svo aftur til hægri og þá
kcmurðu aó hellinum okkar. Þama
er stór steinn, sem heitir Staki klett-
ur og þetta er þar rétt innan vió."
Hvernig gengur lífið fyrir sig
heima hjá þér?
„Það gengur alveg bærilega
þakka þér fyrir. Hins vegar er ekki
laust við að það sé kominn svolítill
leiði í okkur þegar fcr að vora. Allt
okkar líf snýst um jólin og jólaund-
irbúninginn. Við iaum að sofa í einn
dag eftir að konium heim á þrett-
ándanum en síðan hefjumst við
handa að undirbúa næstu jól og
þannig gengur þetta ár cftir ár.“
Tökum létta æfingu á
jólalögunum
Hlakkar þú til jólanna?
„Já, þaó er ekki laust við það og
maður kemst alltaf í jólaskap, þegar
styttist í að maður fari að heimsækja
öll börnin. Þá förum við bræðurnir í
það aö taka létta æfingu á jólalögun-
urn, þannig aó vió séum klárir í
slaginn á jólaböllunum."
Fáið þið jólasveinarnir sjálfir
jólagjafir?
„Nei,. þaó fer nú lítið fyrir því.
Þó kernur það fyrir að einn og einn
krakki stingi einhverju aó okkur og
auðvitaö lítum við á það sem gjaf-
ir.“
Hvaóa jólalag er í mestu uppá-
haldi hjá þér?
„Það er lagið; Ég sá mömmu
kyssa jólasvein, ég er afskaplega
hrifinn af því lagi og Hurðaskellir
bróóir alveg tryllist þegar hann
heyrir það lag. Kertasníkir er aftur
hrifnari af laginu; Það á að gefa
bömum brauð..., en það er líka fyrir
það að hann er enn svo hræddur við
karlinn og kerlinguna."
Heldur þú að þessi jól sem nú
eru aó ganga í garó, verði eitthvaó
öóru vísi en önnur?
Of mikið umstang í
kringum jólin
„Já, ég er hálfhræddur um það. Ég
hcld að þaó verði ekki eins mikið
umstang í kringum jólahátíóina nú
og ég segi bara sem betur fer. Fólk
verður oft hálfvitlaust fyrir jólin,
það þarl' að nrála hátt og lágt, það
þarf breyta og það þarf að kaupa ný
húsgögn. Það er eins og fólk haldi
að jólin komi ekki öðru vísi en þaó
er mesta firra. Ég held að fólk hafi
almennt rninna á milli handanna en
það á alls ekki að koma að sök ef
fjölskyldurnar eru samhentar.“
Er eitthvaó sem þú vilt segja við
bömin að lokum?
„Bömin þurfa aó vera þæg nú
sem endranær og vera góð vió for-
eldra sína. Hjálpa til við húsverkin
og reyna að líta á jólin á einhvem
annan hátt en að þau snúist bara um
einhverjar gjafir. Og ekki mega þau
gleyma því að hugsa um Jesúbarnið.
Loks vil ég óska þeini öllum gleði-
legra jóla og ég vonast til þess að
sjá þau scm flest um jólin.“ KK
„Hclstu breytingarnar sem átt hafa sér stað í gcgnum tíðina, eru hvað húsin
eru orðin há,“ segir Kjötkrókur. Hér hafa þeir bræður fengið tæknina í lið
með sér við að koma góðgæti til barnanna.