Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 5. febrúar 1994 I ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • UUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, lax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Byggðaröskunin snertir alla Allt frá miðjum áttunda áratuginum hefur það einkennt fólksfjölgunina á íslandi að hún hefur að mestu orðið á höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum. Þessi breyting á búsetu landsmanna hefur réttilega verið nefnd byggðaröskun. Þessi breyting hefur að vísu átt sér stað alla öldina. Framan af var hún þó fullkomlega eðlileg og stóð í beinu sambandi við atvinnubyltingu þjóð- arinnar. Bændasamfélag fortíðarinnar breyttist smátt og smátt í það nútímasamfélagi sem við þekkjum. Á hinn bóginn má fullyrða að undanfarna tvo áratugi a.m.k., hafi breytingar í byggð landsins orðið óeðlilega miklar og hraðar og tvímælalaust óhagkvæmar með hliðsjón af þjóðarhag. Lands- byggðarfólk hefur unnvörpum fluttst til höfuð- borgarsvæðisins í leit að nýjum atvinnutækifær- um. Þar hafa byggst upp heilu borgarhverfin, samgöngukerfið hefur sprungið undan álaginu og þarfnast gagngerrar og kostnaðarsamrar endurnýjunar. Einstaklingar hafa byggt þúsund- ir íbúða á höfuðborgarsvæðinu og hið opinbera hefur tekið drjúgan þátt í þeirri uppbyggingu í gegnum félagslega kerfið. Ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa sömuleiðis þurft að byggja þjónustumannvirki í hundraðatali; svo sem skóla, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, íþróttamannvirki o.s.frv. en víða úti á lands- byggðinni hafa sambærileg mannvirki verið van- nýtt vegna fólksfæðar. Fasteignir einstaklinga hafa einnig fallið verulega í verði á mjög mörg- um smærri stöðum um land allt og reynst ill- eða óseljanlegar. Þessi öfugþróun hefur óneitanlega haft mikla sóun fjármuna í för með sér. Það er þess vegna mikill misskilningur að halda því fram að byggðaröskunin sé fyrst og fremst áhyggjuefni íbúa á landsbyggðinni. Hún er þvert á móti eng- um landsmanni óviðkomandi og allra hagur að finna leiðir til að stöðva hana án tafar. BB. I UPPAHALDI (i segir Ejjapeyinn Sigmar Þröstur Óskarsson yjapeyinn Sigmar Þröslur Oskarsson hefur staðið í niarki KA-liðsins í hand- .bolta í vetur og varió oft vel, þó aldrci eins og sl. mióvikudagskvöld er hann gerði sér lítió fyrir og varði 28 skot frá Sel- fyssingum sem örugglega er per- sónulegt met og líklega Isiandsmet. Takmark hans er að verja 30 skot í lcik. Sigmar Þröstur scgir aó þcgar hann cigi topplciki eru andstæðing- amir yfirleitt búnir að skjóta einu sinni eða oftar í hausinn á honum. Sigmar Þröstur hafur alið allan sinn aldur í Eyjum aó undanskildum þeim árum þegar hann hefur verið aó sprikla með „meginlandsliðum" í handbolta. Fyrst lá leiðin í KA, síð- an komu tvö tímabii með Stjömunni i Garóabæ og síðan aftur til KA. Sigmari finnst bæjarbragurinn hér mjög ólíkur því sem hann á að vcnj- ast í Eyjum; þar snýst allt um fisk- inn og allir hafa af því atvinnu en hér sé atvinnulífið mun fjölbreytt- ara. í dag leikur hann gegn sínum gömlu félögum í Eyjum í bikar- kcppninni og þar er að duga eóa drepast. Ef KA kemst í úrslitaleikinn á hann þá ósk að það verói lands- byggóarúrslitaleikor, þ.e. aó and- stæðingurinn verði Selfoss. Hvaðgerirðu helst ífrístundum? ,JÉg á fáar frístundir mcðan á hand- Ixjltavertíóinni stendur, en á sumrin fara þær í ýmiss hobbí eins og t.d. golf og svo reynir maóur aó halda sér í einhverju formi.“ Hvaöa matur er í mestu uppá- haldi hjá þér? „Það er ýsa fimm sinnum í viku, sér- staklega ýsa af Margrétinni og Ak- ureyrinni. Þaó er alveg sérstakur gæðamatur.“ Uppáhaldsdrykkur? ,JDiet Coke og Cappucino." Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? ,Ja, ég vaska upp og ryksuga um helgar. Það er nú eiginlcga það eina, en það er fast hlutverk hjá mér.“ Er heilsusamlegt líferni ofar- lega á baugi hjá þér? ,Já, enda verða menn að lifa rcglu- sömu lífi ef þeir ætla aó halda sér í toppformi." Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Yfirleitt öll dagblöð meira og minna í lausasölu og einnig tímarit af og til.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá „Undrið mikla eftir Jack London og svo er þar einnig hellingur af íþróttablöðum.“ Hvaða híjómsveitltónlistarmað- ur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Það cr Bubbi Morteins og Bono.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Þaó er Clint Eastwood af því hann er svo góður í brokkinu í „Unfor- given“.“ Hvað horfir þú mest á (sjón- varpi? „íþróttir og fréttir." Á hvaða stjórnmálamanni hef- urðu mest álit? „Eyjamanninum Ama Johnsen, ekki vafi.“ Hvar álandinu vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja bú- ferlum nú? „Þar sem fjölskyldunni líður vel.“ Hvaða hlut eðafasteign iangar þig mest til að eignast um þess- armundir? „Nýtt golfsett, en ég hef mjög gam- an af því aó stunda golf.“ Hvemig myndir þú verja þriggja vikna vetrarleyfi? „Ja, það er svolítió erfitt að svara þessu, þvi mig mundi langa að gera svo býsna rnargt. Ætli ég færi ekki til Ástralíu að spila golf því þar er sumar þegar hér er vetur.“ Hvað œtlarðu aðgera um helg- ina? „Við KA-nienn ætlum aó skreppa til Eyja og reyna aó leggja þá aó velli og komast í bikarúrslitaleikinn. Ef við vinnum lcikinn mundi ég vilja mæta öóru utanbæjarliði í úrslitun- um, þ.e. Selfyssingum, en þeir yrðu þá að vinna FH. Það yrói alveg magnaóur leikur tveggja liða utan Stór-Reykjavíkursvæóisins.“ GG HRÆRINCUR STEFAN ÞOR SÆMUNDSSON íþróttasprild er gefandi gömlum manni íþróttasprikl gctur vcrið ákaf- lega gefandi og mestu unaðs- stundir mínar í viku hverri eru þeir tveir klukkutímar sem ég eyði annars vegar í knattspymu og hins vegar körfubolta og badminton. Þarna fær maður virkilega útrás og sæluhormón- ið streymir úr hcilanum um all- an líkamann. Áhrifin eru eins og af besta fíknilyfi, enda getur maður víst orðið háður hreyf- ingu. Eg fæ fráhvarfscinkcnni ef ég kemst ekki í spriklið, verð skapvondur, sveittur, á crfitt með svefn, get ekki einbeitt mér, skelf og tala eitthvert sam- hengislaust rugl. Þctta eru næstum jafn svæsin áhrif og þegar ég hef reynt að hætta að reykja og drekka kaffi. En í mínum huga er ekki sama hvemig hreyfíngin cr. Ekki myndi ég nenna að hlaupa út um víðan völl og frckar fínnst mér leiðinlegt að synda fram og aftur í sundlaug, þótt ég láti mig nú hafa það stundum. Þá get ég alls ckki hugsað mér aó hoppa í takt við ærandi diskó- væl á einhverri h'kamsræktar- stöð cða pumpa lóð, blásandi og stynjandí. Nei, ég vil hafa kcppni. Það er gamla, góða keppnisskapiö scm drífur mann áfram. Þótt allt sé þetta í gamni gert er fjandi sárt að tapa og því legg ég mig allan ffam til að koma í veg fyrir slíka hncisu. Oft næg- ir viljinn ekki til sigurs, getan þarf aó fylgja mcó og eftir suma tímana læðist hræðileg hugsun að mér: Eg er orðinn of gamall. Óhollustan hið besta mál! Á dögunum skrapp ég til lækn- is og vildi fá allítarlega skoðun, cnda kominn á fcrtugsaldurinn og búinn að láta ofan í mig alls kyns hroða mcirihluta ævinnar. Mér þótti einsýnt að ég kæmi illa út úr skoðuninni og var reyndar búinn að panta niður- stöóuna, sumsé að læknirinn skipaði mér að hætta aó reykja, gjörbreyta mataræði og hreyfa mig meira. Undir þetta var ég fyllilega búinn, enda að niður- lotum kominn eftir taumlausa óreglu á flestum svióum. Jæja, ég fór í skoðun, blóó- rannsókn, myndatöku (ckki þó hjá Palla) og allt tilheyrandi. Alagið jókst til muna hjá hcil- brigðisstéttunum og var unnió sleitulaust dögum saman við aó greina alla sjúkdómana sem hrjáóu mig. Ég þóttist vita að lungun væru orðin full af tjöru, maginn búinn af streitu og kaffiþambi, æðamar hálfstíflað- ar af blóðfitu og sjúkdómar eins og asmi, mígreni, vöðva- bólga, gigt, ristilbólga og taugaveiki grasseruðu í mér. Niðurstöóumar komu í smá- um skömmtum og þær voru sláandi. Mér var ekki skipað að hætta að reykja. Kaffiþamb og kókdrykkja voru hið besta mál. Óhófleg neysla á sælgæti og brösuðum mat hafði ekki gert mér neitt. Streita, peninga- áhyggjur og kyrrsetur virtust heldur ekki hafa sett ncitt mark á mig. Það var ekki nokkur skapaður hlutur að mér fyrir ut- an „íþróttameiðslin" sem ég er svo stoltur af, en hálfónýtt bak og brákaóar lappir staðfesta aó- cins dug minn í sportinu. Tannlæknagrýla og hár- snyrtikostnaður Það er virkilega gaman til þess að vita aó nú getur maður hald- ið áfram að „njóta lífsins“ meó læknisvottorð upp á það að óhollustan svokallaða er ekki svo grábölvuó. Næst liggur fyr- ir að fara til tannlæknis og at- huga hvort hann hafi nokkuð við þetta lífemi aó athuga. Ég er fullur bjartsýni og býst fast- lega við að tannlæknirinn úr- skurði allar tennur heilar og mataræóió skynsamlegt. Hann má reyndar ekki komast að annarri niðurstöðu því maóur hefur fjandakomið ekki efni á einhverjum viðgerðum. Það er nógu dýrt að bjóóa góðan dag, scgja „A“ og kveðja og raunar dýrara en maður ræóur við meö góðu móti. Kannski ég prófi aó sleppa því aó heilsa og kveðja og láti A-ió duga, það gæti sparað tíma og þar með fé. Annars er tannlæknagrýlan ekki svo skelfileg lengur. Ég hugsa aó flestir borgi meira fyr- ir hársnyrtingu en tannlækna- þjónustu á cinu ári en samt eru allir aó bölva aumingja tann- læknunum. Fáir setja hins veg- ar reglulegan hárskuró fyrir sig. Og fyrst ég er farinn að tala um peninga þá er þaó oróið drjúgt sem fer í læknis- og lyfjakostn- aó, ekki síst ef börnin em með þráláta eyrnabólgu og kvefpest- ir. Þessi útgjöld geta rokió upp í 10 þúsund kall á einum mán- uói, því hef ég kynnst. Ég ætla hins vegar ckkert að minnast á peninga í sambandi við íþróttimar, en vissulega eru þetta vemlcgar upphæðir þegar öll fjölskyldan er í einhverju sprikli. En þetta er svo gam- an...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.