Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 12

Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 5. febrúar 1994 F RAMHALDSSAÚA BJÖRN DÚASON TÓK SAMAN UM VÍÐAN VÖLL Saga Natans og Skáld-Rósu 17. kafli: Stuldur íMúla Aö Múla í Vesturhópi bjó bóndi sá er Guðmundur hét, hann var auð- ugur og safnaði peningum. Geymdi hann sjóð með 144 dölum í kistu sinni, en hún var illa læst og stóð í ólæstu framhýsi. Kvöld eitt kom aö Múla umrenningur sá, er Helgi hét, á honum lá miðlungi gott orö. Hann gisti þar og gekk víða um hús, varð og vart við, að hann fór ofan um nóttina. Daginn eftir dvaldi hann á Vatnshorni og þæfði. Var þá sagt þangað, að peningum Guðmundar i Múla hefði verið stolið um nóttina. Bóndinn á Vatnshorni þóttist sjá að Helga brá við þessa fregn. Seg- ir bóndi þá og lætur Helga heyra: „Þetta kemst víst upp, því Þor- valdur á Gauksmýri á Þórshamar og með honum getur hann komið upp stuldum." Það var Beina-Þor- valdur og stóð mörgum geigur af honum. Varð Helgi órór, fór þaðan um kvöldið og létti ekki fyrr en hann kom að Lækjarmóti. Kallaði hann Natan á einmæli, töluðu þeir lengi og fór Helgi svo þaðan þegar. Guðmundur kærði skaða sinn fyrir Blöndal. Hann prófaði málið, og bárust likur að Helga en hann þverneitaði. Þá kvisaðist að Natan á Lækjarmóti hefði sést vera að sjóöa upp gamla peninga. Var Nat- ani þá stefnt, játaði hann að hann hefði fengið hjá Helga 15 spesíur, allar gamlar. Helgi neitaði því. Nú grunaði Blöndal og fleiri að Natan hefði sent Helga til stuldarins. Aðr- ir hugðu að Helgi hefði gefið Nat- ani af peningunum til að vernda sig fyrir Þórshamri Þorvaldar. En allir töldu víst, að Natan vissi um stuldinn með Helga. Gekk Blöndal fast á Natan, en hann neitaði allri vitund. Kallaði Blöndal hann þá á einmæli og leiddi honum fyrir sjón- ir, að eigi mundi honum annað hollara en segja sannleikann og spurði hvort hann gæti synjað fyrir að hafa sent Helga. Natan svaraði á þá leið, að eigi hafi hann sent Helga, en ekki væri sér ókunnugt um stuldinn. Er mæit að því hafi Natan svarað þannig, að hann ótt- aðist að sér yrði dæmdur synjunar- eiður, en eið vildi hann ekki vinna. Blöndal á líka að hafa spurt hvort Natan hefði ekki stolið í Svartárdal með Bjarna, en hann hefði svarað tvíræðum orðum í sama tilgangi. Fyrir réttinum skýrði Blöndal nú frá því, að Natan hefði játað yfirhylmingu með Helga. En þá þrætti Natan fyrir. Við það gramdist Blöndal svo að hann mælti I hótunaranda til Natans: „Ég skal einhvern tíma verða þér leppur í annan skó." - „Þá veröur vandfengin dula á móti," svaraði Natan. Tók Blöndal nú það ráð að rýma dómarasæti, fá settan dómara í málinu en koma sjálfur fram sem vitni. Setti Grímur amtmaöur Jón Espólín setudómara í málinu. Þing- aði hann að Stóru-Borg 9. sept. 1824. Var þangað stefnt Helga, Natani, Guðmundi í Múla, Blöndal sýslumanni og fleirum. Með Jóni Espólín var Jón Ólafsson sterki frá Hraunum, bróðir Björns Ólsens á Þingeyrum. Var tilætlun Espólíns, að Natani skyldi hugfallast, er hann sæi þá báða, hafði hann heyrt að Natan væri ekki hugaður. Og er hann tók að spyrja Natan gjörði hann sig reiðilegan. Þá mælti Natan: „Vera má að svo megi hræða mig, að ég játi á mig ósönnum sökum. Það sem ég hefi mest hræðst á ævi minni eru sterkir menn og mannýg naut." Bar nú Blöndal vitni um orð Nat- ans í eintali þeirra. En hann var einn til vitnis og gilti það eigi móti neitun Natans. Þá tók Espólín það til bragðs að saka Natan um lausamennsku. Þeirri sök gat Natan ekki neitað og bauð fébætur, en því var eigi sinnt. Ekkert vannst á Helga og svo var þingi slitið. Natan storkaði Espólín er þeir kvöddust, kvað lítið hafa orðið er- indi hans og væri sekum manni betra að standa 10 sinnum fyrir rétti hjá honum en einu sinni hjá Blöndal. Espólín reiddist og kvað: Er nú kominn á þig rómur. Endann fæ ég séöan. Harönar á þér Drottins dómur dag frá degi héðan. Kveiji þig allskyns kynja skæö kvöld og Datan-glatan. Brenni þér sinar blóð og æö bölaður Natan, Satan. Natan svaraði: „Guð ræður, en mennirnir þenkja. Hver á að ábyrgjast orð sín sjálfur." Espólín iðraðist vísnanna síðar, en þaö er önnur saga. Hann kvað upp dóm í málinu 16. sept. 1824. Var Helgi sýknaður en skyldi þó borga 1/3 málskostnaðar. Natan skyldi hýða 10 vandarhögg og borga 2/3 málskostnaöar. Skaut hann dóminum til landsyfirréttar og var málskostnaði þá skipt jafnt en Natan fékk 15 vandarhögg og undi illa við. Hann kvað: Égerþrotinn allskonar yndisnotum farsældar, elfum flotinn angistar, örvum skotinn bölvunar. Espólín hæddist um dóm Nat- ans og kvað: Nú skal flengja Natan dreng nauða vöndur stóri. Sig mun engja saman í keng Satans ára stjóri. Úr myndasafni Dags: Ungirog eMegir Flestir sem fylgst hafa meó skákíþróttinni á Akureyri ættu aó kannast vió svipinn á þessum ungu drengjum. Frá vinstri: Skapti Ingimarsson, Tómas Hermannsson og Rúnar Sigurpálsson. Myndin er tekin árió 1986 þegar félagamir voru aö fara meó íslensku unglinga- landsliöi til Bandaríkjanna. Rúnar er einn öflugasti skákmaöur Skákfélags Akureyrar um þessar mundir og Skapti og Tómas hafa einnig verió nokkuó í sviós- ljósinu, DACSKRÁ FJÖLMIDLA SJÓNVARPIÐ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 09.00 Morgunijinvarp bamanna Kynnir ei Rannveig Jóhannsdótt- ir. Stundin okkar. Felix og vinir hans. Norræn goðafræði. Sinbað sæfari. Galdrakarlinn í Oz. Bjarnaey. Tuskudúkkurnar. 11.00 Bindi er bústilpl Ný, heimildarmynd um landbún- að. Áður á dagskrá 23. janúar. 11.45 Er bóndi bústilpl? Samantekt úr umræðuþætti um íslenskan landbúnað sem sýndur var 25. janúar. 12.55 Staiur og stund Heimsókn. 13.10 f sannlelka sagt 14.15 Syrpan 14.40 Einn-x-tvelr 14.55 Enska knattspyraan Bein útsending frá leik Manc- hester City og Ipswich. 16.50 fþrðttaþátturinn 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Draumastelnninn (Dreamstone). 18.25 Verulelldnn - Að leggja rækt við beraskuna Níundi þáttur af tólf um uppeldi baina frá fæðingu til unglingsára. 18.40 Eldhúslð 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Strandverðlr (Baywatch ni) Bandarískur myndaflokkur um ævintýralegt lif strandvarða í Kaliíorníu. Aðal- hlutverk: David Hasselhof, Nicole Eggert og Pamela Anderson. 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lotti 20.45 Slmpson-fjðlskyldan (The Simpsons) 21.15 Bilogblti (B & B) Bresk fjölskyldumynd frá 1992 sem gerist á suðurströnd Englands. Atvinnulaus aikitekt bregður á það ráð að breyta húsi sinu í gistiheimili. Reksturinn gengur vel en fjandvinur arki- tektsins ætlar sér að komast yfir lóðina, rifa húsið og reisa i stað- inn orlofsibúðir. Leikstjóri: Gra- ham Dixon. Aðalhlutverk: Kevin Whately, Alexandra Millman, Jo- anna Kanska, Kate Murphy og Ian McNeice. 23.00 Gaukshrelðrlð (One Flew Over the Cuckoo's Nest) Bandarísk óskarsverð- launamynd byggð á sögu eftir Ken Kesey. Fangi er lagður inn á geðsjúkrahús til rannsóknar. Meðan á dvöl hans stendur stappar hann stálinu í aðra vist- menn og hvetur þá til að láta ekki fara með sig eins og skyn- lausar skepnur. Leikstjóri: Milos Foreman. Aðalhlutverk: Jack Nic- holson, Louise Fletcher, Will Sampson, Danny DeVito, Christ- opher Lloyd og Scatman Crot- hers. Kvlkmyndaeftirllt ríkls- ins teiur myndina ekkl hæfa áborfendum yngri en 16 ára. 01.10 Útvarpsfréttlr i dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 09.00 Morgunsjinvarp barnanna Kynnii er Rannveig Jóhannsdótt- ii. Perrine. Söguhornið Anna Sig- ríður Árnadóttir segir ævintýrið af pönnukökukónginum. Gosi. Maja býfluga. Dagbókin hans Dodda. 10.50 Hlé 11.00 Messa Upptaka frá guðsþjónustu í Innri- Njarðvikuikirkju. Prestur er séra Baldur Rafn Sigurðsson og organ- isti Steinar Guðmundsson. 13.00 Ljisbrot 13.45 Siðdeglsumræðau 15.00 Dabbl ðnd og félagar (Daffy Duck: Quackbusters) 16.20 Badmlnton Bein útsending frá úrslitum í ein- liðaleik karla og kvenna á ís- landsmótinu í badminton sem fram fer i Laugardalshöll. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 SFK 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Boltabullur (Basket Fever) Teiknimynda- flokkur um kræfa karla sem útkljá ágreiningsmálin á körfuboltavell- inum. 19.30 Fréttakrinlkan 20.00 Fréttir og íþrittlr 20.35 Veður 20.40 Fólkið í Forsælu (Evening Shade) Bandariskur framhaldsmyndaflokkur i léttum dúr með Burt Reynolds og Marilu Henner í aðalhlutverkum. 21.10 Þrenns konar ást (Tre Kárlekar II) Framhald á sænskum myndaflokki sem sýnd- ur var í fyrra og naut mikilla vin- sælda. Þetta er fjölskyldusaga sem gerist um miðja öldina. Leik- stjóri: Lars Molin. Aðalhlutverk: Samuel Fröler, Ingvar Hirdwall, Jessica Zandén og Mona Malm. 22.05 Jirunn Viðar tinskáld Þáttur um tónlist Jórunnar og æviferil i tilefni af 75 áia afmæh hennar í desember sl. Jórunn stundaði nám í Berlín á árunum fyrii síðari heimsstyrjöld og seinna í Juilhard-skólanum í New York. Hún hefur lengi verið með- al fremstu tónskálda þjóðarinnar, kom margoft fram sem einleikari á píanó og hefur kennt við Söng- skólann í Reykjavík frá stofnun hans. í þættinum ræðir Valgarður Egilsson við Jórunni um lif henn- ar og hst og flutt er tónhst eftii hana. 23.05 Kontrapunktur Noregur - Finnland Annar þáttur af tólf þar sem Norðurlandaþjóð- irnar eigast við i spuminga- keppni um sígilda tónhst. 00.05 Útvarpsfréttlr i dagskrár- lok SJÓNVARPIÐ MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Tðfraglugginn 18.25 Iþrittahornlð 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Staður og stund Heimsókn í þáttunum er fjallað um bæjarfélög á landsbyggðinni. í þessum þætti er htast um á Skagaströnd. 19.15 Dagsljis 20.00 Fréttlr 20.30 Veður 20.35 Gangur lifsbis (Life Goes On II) Bandariskur myndaflokkur um hjón og þrjú börn þeirra sem styðja hvert ann- að i bhðu og striðu. Aðalhlutverk: Bhl Smitrovich, Patti Lupone, Monique Lanier, Chris Burke og Kelhe Martin. 21.25 Já, forsætisráðherra (Yes, Prime Minister) Breskur gamanmyndaflokkur um Jim Hacker forsætisráðherra og sam- starfsmenn hans. Aðalhlutverk: Paul Eddington, Nigel Haw- thorne og Derek Fowlds. Endur- sýning. 22.00 Toni Morrlson (Toni Morrison: Ett multiportrátt) Þáttur frá sænska sjónvarpinu um bandarísku skáldkonuna Toni Morrison sem hlaut nóbelsverð- laun í bókmenntum 1993. 22.30 Gjðfin (Tuhainen) Finnsk stuttmynd um unga stúlku sem stendur frammi fyrii breytingum á lífi sinu. Hvað er orðið um pabba hennar? Af hverju er annar maður fluttur inn? Hafa mamma hennar og nýi maðurinn gert eitthvað sem eng- inn má vita? Leikstjóri: Janne Kuusi. 23.00 Ellefufréttir og skákskýr- lngar 23.25 Dagskráriok STÖÐ 2 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 09:00 MeðAfa 10:30 Skot og mark 10:55 Hvitl úlfur 11:20 Brakúla greifi 11:45 Ferð án fyrlrhelts (Odyssey II) 12:10 Likamsrækt í stað handlóða má nota 250 g -1 kg sandpoka. Leiðbeinendur: Ágústa Johnson, Hrafn Frið- björnsson og Glódís Gunnars- dóttir. 12:25 Evripski vinsældalistinn 13:20 Fasteignaþjinusta Stððvar 2 13:55 Heimsmeistarabridge Landsbréfa íslendingar urðu heimsmeistarar í bridge árið 1991 og í þessum þáttum skýrir Guðmundur PáU Arnarsson leikina gegn sveit Bandarikjamanna. Þættirnir eru tuttugu talsins og eru ætlaðir jafnt byrjendum sem lengra kornnum. 14:15 Grand Prix mitlð í snóker Stöð 2 hefur nýlega fest kaup á nokkrum snókermótum frá Bret- landi í samvinnu við snókerstofur á Reykjavikursvæðmu. Hér verð- ur sýnt fyrsta mótið og er það sjálft Grand Prix mótið. 15:10 3 BÍÓ Hundasaga (Footrot Flats) Hund* ur er aðalsöguhetja þessarar teiknimyndar. Hann er einhver vinsælasta teiknimyndahetja Ástralíu og í þessari mynd fáum við að fylgjast með honum og vinum hans. 16:20 NBA tilþrif 16:45 Gerð myndarinnar Mrs. Doubtfire í þessum þætti verður fylgst með gerð myndarinnar Mrs. Doubtfire og spjallað við leikara og leik- stjóra. 17:00 HótelMarlin Bay (Marlin Bay) 18:00 Popp og kók 18:55 Falleg húð og frískleg Nú endursýnum við fyrsta þátt- inn í þessari fróðlegu íslensku þáttaröð þar sem fjallað er um umhirðu húðarinnar. í þessum þætti verður fjallað almennt um húðina, uppbyggingu hennar, starfsemi og utanaðkomandi þætti, eins og hita, kulda og snyrtivörur. 19:1919:19 20:00 Falin myndavél (Beadle's About) Gamansamur breskur myndaflokkur með háð- fuglinum Jeremy Beadle. 20:35 Imbakassinn Grínrænn spéþáttur með dægur- ívafi. Umsjón: Gysbræður. 21:00 Á norðurslóðum (Northern Exposure) Skemmti- legur og lifandi framhaldsmynda- flokkur um ungan lækni í smábæ í Alaska. 21:50 Töfralæknirinn (Medicine Man) Lengst inni í regnskógum Suður-Ameríku starfar fluggáfaður en sérlundað- ur vísindamaður sem hefur öllum að óvörum fundið lækningu við krabbameini. En bjöminn er ekki unninn því hann hefur týnt form- úlunni og leitar hennar nú í kapp- hlaupi við tímann. Regnskógur- inn eyðist ört og vísindamaður- inn má engan tima missa. Hon- um verður því illa við þegar hann fær óvænta heimsókn kvenmanns sem er ætlað að hafa auga með honum og leggja mat á störf hans í frumskóginum. Aðalhlut- verk: Sean Connery, Lorraine Bracco og Jose Wilker. 23:30 Strákarnir í hverfinu (Boyz N the Hood) Tre Sty- les er alinn upp af föður sínum sem reynir allt hvað hann getur til að halda drengnum frá glæp- um í hverfi sem er undirlagt af klíkuofbeldi og eiturlyfjasölu. Bræðurnir Doughboy og Ricky eru vinir Tres en þeir feta sína slóðina hvor. Doughboy kemst hvað eftir annað í kast við lögin en Ricky reynir að mennta sig og stofnar fjölskyldu. En þegar Ric- ky er skotinn til bana á götu úti er Doughboy kennt um hvernig fór. Hann er staðráðinn í að hefna bróður síns og reynir að fá Tres til að leggja sér lið. Myndin fær þrjár stjömur í kvikmyndahand- bók Maltins og þykir lýsa því ófremdarástandi, sem ríkir í fá- tækrahverfum bandarískra stór- borga, einkar vel. Aðalhlutverk: Larry Fishburne, Ice Cube, Cuba Gooding Jr. og Nia Long. Stranglega bönnuð bömum. 01:25 Ofsahræðsla (Fear Stalk) Jill Clay- burgh fer með hlutverk framleið- anda sjónvarpsefnis sem kemst að því að geðsjúklingur eltir hana á röndum og fylgist með öllu sem hún gerir. Hann hefur það í huga að taka völdin í lifi hennar og hún verður að koma í veg fyrir það með öllum mögulegum ráðum. Aðalhlutverk: JUl Clayburgh og Stephen Macht. Bönnuð böm- um. 03:00 Gegn vilja hennar (Without Her Consent) Þessi átakanlega kvikmynd er byggð á sannri sögu og segir frá Emily Briggs sem flytur frá smábæ til stórborgarinnar Los Angeles. Ágætis kunningsskapur tekst með henni og nágranna hennar, Jason. Jason býður Emily heim og misnotar hana kynferðislega. Emily segir engum frá atburðin- um til að byrja með en hann hef- ur mikil áhrif á hana og eitrar samband hennar og unnusta hennar. Aðalhlutverk: Melissa Gilbert, Scott Valentine, Barry Tubb og Bebe Neuwirth. Stranglega bönnuð bömum. 04:35 Dagskrárlok Stöðvar 2 STÖÐ 2 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 09:00 Sódl 09:10 Dynkur 09:20 Lísa í Undralandi 09:45 Undrabæjarævintýr Nýr teiknimyndaflokkur með ís- lensku tali sem fjallar um 10 ára grallara og sextugan vin hans sem búa í Undrabæ og lenda í spennandi ævintýrum. 10:10 Sesam opnist þú 10:40 Súper Maríó bræður 11:00 Artúr konungur og ridd- aramir 11:30 Blaðasnápamir (Press Gang) 12:00 Á slaginu Hádegisfréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Kl. 12:10 hefst bein útsending úr sjónvarpssal Stöðvar 2 frá um- ræðuþætti um málefni liðinnar viku. ÍÞRÓTTIR Á SUNNUDEGI 13:00 NISSAN deildin 13:25 itaiskl boltinn 15:15 NBAköríubolUnn 16:10 KeUa 16:20 Golfskóli Samvinnuferða- Landsýnar Skemmtilegir og fróðlegir þættir fyrir golfara, bæði byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Leið- beinandi er Arnar Már Ólafsson en hann hefur áralanga reynslu sem golfkennari. 16:35 Imbakassinn 17:00 Húsið á sléttunni (Little House on the Prairie) 18:00 í sviðsljósinu (Entertainment This Week) 18:45 Mörkdagsins 19:1919:19 20:00 Lagakrókar (L.A. Law) 20:50 Straumar vorsins (Torrents of Spring) Heill- andi og rómantísk kvikmynd sera gerð er eftir sögu rússneska rit- höfundarins Ivans Turgenev. Myndin fjallar um forboðnar ástir og heitar ástríður. Dimitri Sanin er rússneskur óðalseigandi. Hann er á ferðalagi um Evrópu þegar hann kynmst þýskri konu, trúlof- ast henni og býr sig undir að setjast að í heimalandi hennar. Hann heldur því heim til Rúss- lands í því skyni að selja landar- eign sína en þá taka örlögin í taumana. Dimitri fellur flatur fyrir eiginkonu vinar síns og ástin blómstrar enn á ný. Aðalhlut- verk: Timothy Hutton, Nastassia Kinski, Valeria Golino og William

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.