Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 5. febrúar 1994 Kjötvinnslan Kjarnafæði hf. á Akureyri hefur vaxið frá því að vera bílskúrsfyrirtæki sem framleiddi pizzur og hrásalat upp í umsvifamikla og alhliða kjötvinnslu með um 70 manns á launa- skrá og ársveltu í kringum hálfan milljarð. Þessi stækkun hef- ur komið í mörgum skrefum og eigendurnir hafa farið varlega í sakirnar til að kollkeyra ekki fyrirtækið. Kjarnafæði hefur ávallt verið rekið með hagnaði en velgengnin kostar vinnu; blóð, svita og tár. Því hefur framkvæmdastjórinn Eiður Gunn- laugsson fengið að kynnast. Streita, kvíði og aðrir fylgifískar álagsins leiddu hann út í taumlausa áfengisneyslu og pilluát uns hann rankaði við sér á geðdeild Landspítalans, gjörsamlega yfirkeyrður. Bakkus hafði tekið völdin. Eiður var búinn að missa stjórn á eigin lífí og fyrirtækið hefði fylgt í kjölfarið með sama áframhaldi. En það er til leið upp úr feninu og þann veg er hann nú að feta. Eiður lýsir þessum hörmungum af hrein- skilni í viðtalinu og rekur gang mála hjá fyrirtækinu og ræðir um óvissutímana framundan sem gætu riðið mörgum fram- leiðslufyrirtækjum að fullu. Bræðurnir frá Svalbarðseyri, Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir, cigendur Kjarnafæðis. Á næstu mánuðum verður grófvinnslan flutt til Svalbarðseyrar enda núverandi húsnæði við Fjölnisgötu fyr- ir löngu orðið of lítið fyrir alla starfsemina. verandi húsnæði er allt of lítið ntiðað við um- fang, en á síðasta ári vorum við með veltu upp á hálfan milljarð og 70 manns á launa- skrá, eóa um 50-60 heilsdagsstörf." Eióur sagði að grófvinnsla, kjötskuröur, söltun og reyking yrðu í framtíóinni á Sval- barðseyri en fínni framleiðsla áfrarn í Fjölnis- götunni. Ekki er alveg komió að llutningnum því Eiður sagðist hafa hægt aðeins á feróinni til að hleypa kostnaði ekki úr böndunum. Hann leggur áherslu á aö halda vel utan um alla þætti rckstursins. „Höfum varla haft undan að framleiða“ - Ef þú lítur til baka, hver er þá lykillinn að velgengninni? „Mér er efst í huga hvað neytendur hafa tekið vörunum okkar vel og þær hafa nánast selt sig sjáifar. Það er sama hvar við höfum drepið nióur fæti á landinu, þetta hcfur alls staðar gengið vel. Við höfum varla haft und- an að framleiða. Auk þess höfum við á að skipa mjög hæfu og góóu starfsfólki sem er afskaplega áhugasamt um starfsemina. Við höfum átt því láni að fagna að reka fyrirtækið með hagnaði á hverju ári og þaó tekst ekki nema að fylgjast mjög náið meó rekstrinum. Eg held að það hafi bjargað okkur í þrcnging- unum og erfióu rekstrarumhverfi síðustu ár hvað vió eruni fljótir að tileinka okkur þær breytingar á neysluvenjum sem vcrða í þjóð- félaginu hverju sinni. Maður þarf alltaf að aólaga sig nýjunt aðstæðum og nýjunt raun- veruleika.“ Eiður sagói að langstærsti markaóurinn fyrir vörur Kjarnafæðis væri nú á höfuðborg- arsvæóinu og þangað færu um 70% af fram- leiðslunni. Þar hefur hlutdeildin vcrið að smáaukast og fyrirtækið er nú með þrjá mcnn í vinnu þar. En samkeppnin er hörð. „Þessi kjötiðnaóarmarkaður er voðalcga erllður. Við höfum verið aó keppa við marga aðila sem hafa verió valtir í scssi og orðiö gjaldþrota. Mér liggur við aó segja að aðilum sem þannig er ástatt um sé nokkuð sama á hvaóa verði þeir selja vöruna, þcir cru hvort eð er það illa staddir. Þetta veróur engin sam- keppni hcldur eins og hver önnur vitlcysa." Og kaupendurnir eru ekki alltaf traustir. Kjarnafæði hefur eins og önnur fyrirtæki tap- aó fjármunum á óábyrgum viðskiptavinum „Held að þetta sé heiðarlegt stríð“ „Maður þarf að fylgjast vel með öllum rekstr- arþáttum frá degi til dags. Þaó eru miklar verðsveiflur á landbúnaóarvörum en vöru- vcró hefur frekar farið lækkandi síðustu ár. Við crum svo margir aó bcrjast um sömu kúnnana að það er alltaf hálfgert stríð i gangi,“ heldur Eiður áfram. - Fylgja menn alltaf settum leikreglum í þessu stríði? „Já, ég held aó þetta sé heiðarlegt stríð. Það er barist um hylli ncytenda og menn reyna aó bjóóa betur en hinir til að hafa vör- urnar inni. Menn eru komnir mikið út í alls konar kynningar til aó færast nær neytendum. Maður lítur á kynningar sem söluátak og þeir sem cru harðastir verða ol’an á.“ - Þaö vakti athygli mína í jólablaði Dags að Kjötkrókur kvaöst vera mcð hangikjöt frá Kjarnafæói en hann hefur um árabil fengið sitt læri frá KEA. Er þetta dæmi urn þau brögð sem menn nota í samkeppninni? „Tja, eigum viö ekki bara að scgja að Kjötkrókur hafi góðan smekk," segir Eiður hlæjandi. Við fórum næst aó renna augum til fram- tíðar og Eiður kveðst ætla að halda ótrauóur áfram í þessurn harða heimi, enda engin ástæða til annars. Hvað samkeppnina sncrtir segir hann skynsamlegast að cyða orkunni í uppbyggingu hjá sjálfum sér í stað þess aö vclta sér upp úr því hvað hinir eru að gcra og halda áfram aó fylgjast grannt mcð öllum þáttum í rekstrinum. „Get ekki hugsað þetta dæmi til enda“ - Nú eru tímarnir aö brcytast meó GATT- samningum og Evrópsku clnahagssvæói. Þaó er Ijóst að innflutningur á landbúnaðarvörum ntun aukast mjög, en hvaða áhrif hclduróu að þetta hafi hér á landi? „Eg held að þaó hljóti að skapast cnn meiri ringulreið á markaðinum þcgar erlendar vörur fara að flæða inn í landið. Islendingar virðast vera ákaflega ginnkcyptir fyrir llestu því sem erlent er og þetta kemur til meó aó þyngja mjög róóurinn hjá þcini vinnslum sem i'yrir cru í landinu. Eg cr ansi hræddur um að þctta geti jafnvel lagt íslenska kjötmarkaðinn í rúst á svipaðan hátt og gcróist meó skipa- „Fæ hroll þegar ég hugsa til þess lífs sem ég lifði“ Starfsemi Kjarnafæðis hófst í bílskúr þegar Eiður vann ásamt tveiinur hálfsdagskonum við pizzu- og salatgerð. Fyrirtækið framlciðir enn pizzur, salöt og ýmsa smárctti en umsvifin hall aukist mjög ár frá ári og alhliða kjötvinnsla er nú veigamcsti þáttur framlciðslunnar. Með kaffi og tóbak í seilingarfjarlægó sctt- umst við nióur uppi á lofti í húsnæói Kjarna- fæðis með útsýni yfir vinnslusalinn. Þetta húsnæði er fyrir löngu orðió of lítið en viö kornum inn á þau mál síóar. Fyrst fáeinar spurningar um æsku og uppvöxt. „Ég er Þingeyingur, ættaður frá Svalbarðs- eyri. Faóir rninn var Fnjóskdælingur og móð- ir mín úr Höfðahverfi. A Svalbarðseyri ólst ég upp, gekk þar í skóla og vann hjá Kaupfé- laginu þar til þaó lagði upp laupana. Ég var þó fluttur í bæinn áóur og hef búið á Akur- eyri um tuttugu ára skeið. Ég er yngstur fjög- urra systkina og ólst upp á venjulegu alþýðu- heimili þar sem allt snerist um kaupfélagið á staðnum. Faðir minn var sláturhússtjóri og ég fór snemma að vinna við úrvinnslu á land- búnaðarafurðum. Ég byrjaði í sláturhúsinu og fékkst síðan viö almenna verkamannavinnu. Ég fór svo í Hrafnagilsskóla og var í fyrsta árganginum sem þaóan útskrifaöist 1969. Eftir þaó hætti ég skólagöngu í bili og hélt áfram að vinna á Svalbaróseyrinni. Síöan lærói ég kjötiðnað hjá Kaupfélaginu og hef unnið við þaö fag síðan, fyrst á Svalbarðseyr- inni í ein átta ár þar til ég stofnaði fyrirtækiö sem ég á og rek ásamt Hreini bróður mínum í dag.“ Grófvinnslan flutt til Svalbarðseyrar Kjarnafæói var stofnað árið 1985 og lét fyrir- tækið Iítið yfir sér í fyrstu. „Já, við byrjuðum á því að framleióa pizz- - Eiður Gunn- laugsson hjá Kjarnafæði ræðir um víti jafnt sem velgengni ur og salöt en svo fór þetta að hlaóa utan á sig. Éin og cin vörutegund bættist við og þeg- ar ég lít til baka flnnst mér þctta hafa vaxið í höndunum á manni án þess aó maður geri sér almennilega grein fyrir því. Maður hefur ein- hvern veginn fylgt þróuninni eftir. Ég byrjaói einn í þcssu ásamt tveimur hálfsdagskonum. Síóan bættust alltaf við starfsmenn eftir því sern þörf var á. Við byrj- uðum í bílskúr og fengum síðan húsnæði hjá Akureyrarbæ í svokölluðum Iöngöróum og vorum þar þangað til við keyptum þetta hús- næði við Fjölnisgötu." - Og nú eruð þiö aö fara aö færa út kví- amar, ekki satt? „Jú, við keyptum sláturhús og frystihús Kaupfélags Svalbaróseyrar og erum nú að breyta þeim og laga aó okkar þörfum. Meó þessu leysum við þann húsnæóisvanda sem Kjarnafæði hefur búið við undanfarin ár. Nú- og gjaldþrotum. „Það cr algjör svíviróa hvc auðveldlega menn viróast geta stofnaö fyrirtæki eftir fyr- irtæki án þess að skila rnanni krónu af því sem þeir kaupa. Þeir gaspra og gaspra, Ijúga og svíkja út vörur. Þetta cr algjörlega óþol- andi ástand og því verður að linna.“ smíðaiðnaðinn og húsgagnaiönaðinn og rcyndar virðist ntér byggingaiðnaöurinn einnig vera aö komast í þrot. Eg gct varla hugsað þetta dæmi til enda. Menn tala að vonunt mikió urn atvinnu- leysi þessa dagana og ráðamenn segjast vilja fjölga atvinnutækifærum, en þeir viróast vera

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.