Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 5. febrúar 1994 - DAGUR - 3 Bifreiðaverkstæðið Múlatindur í Ólafsfirði: Nýr slökkvibíll afhentur Dalvíkmgum um mitt sumar - stefnan að smíða vatnsflutningabila fyrir slökkvilið Bifreiðaverkstæðið Múlatindur í Olafsfirði er nú nieð tvo slökkvibíla í framleiðslu og hef- ur verið samið um sölu á öðrum þeirra til slökkviliðsins á Dal- vík. Hinn billinn verður til á lager hjá Múlatindi. Bíllinn sem fer til Dalvíkur er samskonar og bíll sem Múlatindur afhenti slökkviliðinu á Blönduósi á síð- asta ári. Slökkvibíll Dalvíkinga Dalvík: punktar ■ Vegna umræóna um að laug í nýrri sundlaug væri of grunn, upplýsti bæjartæknifræðingur bæjarráð um að samkvæmt upplýsingum íþróttafullU-úa ríkisins og íþróttafulltrúa Reykjavíkurborgar væri laug- ardýpt í samræmi vió reglur um öryggi á sundstöðum og uppfyllti skilyrði um keppnis- laugar hérlendis. ■ 25. janúar sl. voru opnuð til- boð í raflagnir í sundlaugina og bárust tilboó frá eftirtöldum aðilum: Sigmari Sævaldssyni kr. 1.698.401 eða 73% af kostnaðaráætlun og frá Birni og Helga kr. 1.841.689 sem er 79%. Kostnaðaráætlun Raf- tækni hljóðaði upp á 2.325.397. ■ Húsnæöisnefnd hefur sam- þykkt að úthluta Amgrími Jónssyni og Guðnýju Gunn- laugsdóttur íbúðinni að Lækj- arstíg 5 og Viðari Emi Sigmarssyni og Rannveigu Hrafnkelsdóttur íbúðinni að Lokastíg 1. Samþykkt var að innleysa íbúðina að Brimnes- braut 25 sem er almenn kaup- leiguíbúð. Borist hefur bréf frá Hrafnhildi Þórarinsdóttur þar sem hún óskar eftir aðstoð Húsnæðisnefndar í húsnæðis- vandræðum. Hrafnhildur fer inn á biðlista um lciguhúsnæói. Borist hefur tilkynning frá Húsnæðisstofnun ríkisins um að niður falli frá og með 1. mars svonefnd „bráðabirgða- lán“ um Byggingarsjóði verka- manna til innlausnar og endur- bóta á félagslegum íbúðum skv. 104. gr. rgl. nr 46/1991 til félagslcgra framkvæmdaaðila í landinu. ■ íþrótta- og æskulýósfulltrúi hefur samþykkt aó æskulýðs- fulltrúi fari á ráðstcfnu uni fjöl- skyldumál. Samþykkt var að leita eftir samstarfi viö Dalvík- urskóla og nágrannaskóla um fyrirlestur um kynlíf, ástina og tilfinningar. Fyrirlesari er Óttar Guðmundsson. ■ Veitunefnd samþykkir að beina því til heilbrigðisfulltrúa, hcilbrigðisncfndar og bæjar- stjómar Dalvíkur að staðfesta tillögur Orkustofnunar um vemdarsvæði vatnsbóla vatns- veitu Dalvíkur. Samþykkt var að vatnsgjald tbúóarhúsa og annarra mannvirkja í Svarfað- ardal sem tengjast Vatnsveitu Dalvíkur skuli vera það sama og á Dalvík enda sé ekki um búrekstur aó ræða. Samþykkt að vatnsgjald verði lagt á hest- hús í Hringsholti skv. A- gjaldflokki. verður afhentur um mitt næsta sumar. Þetta er þriðji bíllinn sem Múlatindur selur. Fyrsti bíllinn var seldur slökkviliðinu í Ólafs- firði og er hann nokkru minni en hinir tveir seinni. Sá bíll sem Múlatindur á nú á lager er einnig af minni gcrðinni. Sá kostar um 5,5 milljónir króna en stærri bíl- arnir um 7,5 milljónir. Sigurjón Magnússon, aðaleig- andi Múlatinds, segir að með þessari framleiðslu hafi verið skapað nýtt atvinnutækifæri á verkstæðinu. Nú standi einnig til að víkka þessa þjónustu við slökkviliðin út og bjóóa vatns- flutningabíla og verður einn slíkur standsettur á næstunni. Sigurjón er nýkominn til lands- ins frá Þýskalandi og HoIIandi þar sem hann kynnti sér framleiðslu slökkvibíla. Hann segist ánægður með samanburðinn við eigin framleiðslu, mörg atriði séu betur útfærð í bílnum frá Múlatindi en í sambærilegum erlendum bílum. Samanburðurinn hvað varðar verð sé mjög hagstæður því sambæri- legur bíll og sá minni sem Múla- tindur smíðar kosti í Þýskalandi um 8 milljónir króna og þá eigi eftir að bæta ofan á veróið inn- flutningsgjöldum. Framleiðslan hér heima standi því vel að vígi. „Já, þctta var mjög lærdómsrík ferð og ég sá að við erum greini- lega á réttri leið fyrir utan aö bjóða miklu ódýrari bíla,“ sagði Sigurjón. JOH Múlatindur afhcnti slökkviliðinu á Blönduósi þcnnan bíl á síðasta ári og smíðar nú samskonar bíl fyrir Dalvíkinga. Hæstiréttur: Staðfestur dómur héraðsdóms í flugeldamálinu í Mývatnssveit Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra frá liðnu sumri t máli ákæruvaldsins gegn fyrrverandi formanni Björgunarsveitarinn- ar Stefáns í Mývatnssveit. Málsatvik voru þau aó 17. júlí 1991 skaut maðurinn upp neyðar- llugeldum í Mývatnssveit án til- efnis og í kjölfarið hófst víðtæk neyðarleit á landi og í lofti. Fram kom við flutning málsins fyrir Héraðsdómi Noróurlands eystra að maðurinn hafi verið að eyða gömlum birgðum af neyðar- llugeldum. Hafði hann sagt vió yfirheyrslu ekki hafa leitt liugann að því að farið yrói að leita og vís- aði til þess að veður hafi verið gott og hann auk þess staðsettur í mióri sveit. I dómi Héraósdóms Norður- lands eystra þann 30. júlí 1993 segir að með hliðsjón af því að maðurinn hafi verið gjörkunnugur Belgirnir á Húsavík: Aðfór að karlakj ötsfyrningum - 19 belgir runnu um 33 kg fyrstu vikuna Um 2,5 tonn af karlmönnum kom saman á Húsavík nýlega. Það þurfti aðeins 23 stykki af mönnum til að ná sömu þyngd og 190 meðaldilkar, enda var meðalþyngd karlanna 108 kg. Félagsskapurinn kallar sig „Belgina" og markmið hans er að hleypa úr þcim, gera félaga sína að minni mönnum. Benedikt Kristjánsson formaóur sagði að mjög létt væri yfir þcssum þunga hóp, gaman hefði verið á fyrsta fundinum og léttur andi ríkt. Eingöngu karlar fá inngöngu í fé- lagið, og neitaði formaður að gcfa skýringu á því jafnréttisleysi. Félagar kusu Belgjunum stjórn og er Olafur Jónsson meðstjórn- andi og mælingamaður; Hrciðar Hreiöarsson gjaldkeri, Arni Logi Sigurbjörnsson ritari, Olafur Sig- urpálsson og Sigmundur Þor- grímsson eru meóstjórnendur. A fundinum gæddu félagar sér á síóustu rjómatertunum og ákváðu að hittast vikulega til vigt- Belgirnir á Húsavík, mcðalvigt 23ja fclaga cr 108 kg. unar og aðhalds. Hópurinn kemur saman kl. 19.30 á mánudags- kvöldum í verkalýðssalnum og byrjar á því aó ganga út og suóur. Síðan eru sundferðir fyrirhugaðar á mióvikudögum. Þaó voru 19 félagar sem mættu sl. mánudagskvöld og sjá, 33 kg samtals voru horfin til feðra sinna, og hafði sá duglegasti misst 4 kg. Mikill hugur cr í Belgjunum og arka þcir stórstígir um bæ og fjall, í glímunni við grömmin. Nýir fé- lagar eru velkomnir í hópinn, að sögn Bencdikts. IM allri starfsemi björgunaraðila í Mývatnssveit „verður aó telja að honum hafi hlotið að vera ljósar þær afieiðingar sem það myndi hafa aó skjóta í loft upp þvílíku björgunartæki sem neyðarflugeld- ur er.“ Niðurstaða héraðsdóms var sú aó fresta ákvöróun um refsingu mannsins og láta hana falla nióur að liðnu einu ári frá dómsuppsögu ef maðurinn héldi almennt skilorð. Hæstiréttur staðfesti þessa dómsniðurstöðu héraðsdóms í öll- um meginatriðum. Orðrétt segir í dómi Hæstaréttar: „Á það er fallist með héraðsdómara, aó ákærða hafi hlotið að vera ljóst af þekk- ingu sinni og langri reynslu, að langlíklegast væri, að afleiðingar þess að skjóta upp neyóarflugeld- um yrðu með þeim hætti, sem raun varð á. Veröur hinn áfrýjaði dómur því staðfestur um annað en sakarkostnað.“ I undirrétti var maóurinn dæmdur til að greióa sýslumann- inum á Húsavík skaðabætur aó upphæð rúmar 63 þúsund krónur vegna útlagðs kostnaðar við leitar- flug. Auk þess var honum gert að greiða sakarkostnað, þ.m.t. máls- vamarlaun skipaös verjanda. Að þessu viðbættu dæmdi Hæstiréttur manninn til greiðslu á 35 þúsund krónum í saksóknaralaun í ríkis- sjóð. óþh ................................................ .......................................................... tn-' Þorrablót Glæsibæjarhrepps verður haldið laugardaginn 12. febrúar kl. 20.30 stundvíslega. Miðapantanir í síma 26090, Herborg og 23613, Jón, þriðjudaginn 8. febrúar og miðvikudaginn 9. febrúar milli kl. 20 og 22 baeði kvöldin. Hreppsbúar fyrr og nú velkomnir. Nefndin. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration ot occupational satety and health Bíldshöfða 16 - Pósthólf 12200 -132 Reykjavlk Eigendaskipti vinnuvéla Tilkynning til eigenda farandvinnuvéla og vinnuvéla um breytt fyrirkomulag á tilkynningu um eigendaskipti vinnuvéla. Frá og með 15. febrúar nk. skal tilkynna eigendaskipti skráðra farandvinnuvéla og vinnuvéla á þar til gerðum gíóseðli. Gíróseðlar liggja frammi á öllum pósthúsum landsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.