Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 5. febrúar 1994 - DAGUR -15 Eitt af erfióari viðfangsefn- um sem fólk stendur frammi fyrir á lífsleiðinni er þegar hjónaband brestur. Fólk sem áóur hafói ákveóió aó deila lífi sínu í blíðu og stríöu kemst aó þeirri nióustöðu aó sá grundvöllur, er það hafói í gleói ákveðiö aó byggja fram- tíó sína á, er ef til vill ekki lengur fyrir hendi. Einhverjar þær aóstæóur hafa oróió er valda því aó sá trúnaóur, sem hjónaband þarf aó byggjast á, hefur brugóist. Þessar ástæóur geta verið af ýmsum toga en engu aó síóur vakna þær spurningar þegar erfióleika ber aó í hjónabandi hvort bresturinn sé svo stór aó trún- aður verði ekki byggóur upp aó nýju. A undanförnum ár- um hefur tíöni hjónaskilnaöa vaxió svo aó verulegar áhyggjur hafa hlotist af. Ahyggjur um stöóu fjölskyld- unnar í nútíma samfélagi og velferó þeirra barna sem nú eru aó alast upp og eiga aó erfa landió. Einn þeirra aóila er látió hafa málefni hjóna- bandsins og fjölskyldunnar til sín taka er þjóókirkjan. Á hennar vegum er nú rekin sér- stök fjölskylduþjónusta, sem einkum fæst vió hjónabands- erfiðleika og hjónaskilnaói. Forstöóumaöur fjölskyldu- þjónustu kirkjunnar er sr. Þor- valdur Karl Helgason en hann hélt tvö erindi í Safnaöar- heimiii Akureyrarkirkju á dögunum. Ertu óánægöur og viltu breyta hjónabandi þínu cöa sambúð? Áttu cri’- itt með aö ræöa þau mál viö maka þinn? Er rifrildi oröiö ábcrandi í sarnbúö ykkar? Er kominn trúnaóarbrcstur í hjónabandið? Finnst þcr kynlífiö vera oróiö dauft? Hclúr þú lcitt hugann aö skilnaöi? Hailð þiö hjónin cl' til vill ákvcðiö aö skilja og þú hcfur áhyggjur af börnunum ykkar? Finnst þcr crfitt aó vcra forcldri eöa stjúpforeldri? Eru erf- iðlcikar viö aó vcra barn cöa ungl- ingur í fjölskyldunni? Er ósætti vegna umgcngni vió börn eftir skilnað forcldra? Þctta cru þær grundvallar spurningar varðandi hjónabandiö, uppbyggingu þcss cða cndalok sern unnið cr út frá í fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Áfengisneysla og vinnuálag Sr. Þorvaklur Karl Hclgason sagöi aö crl'itt væri aö finna hinar raun- vcrulegu ástæöur þcss að brestir scu komnir í hjónabönd. Fólk í þcirri aóstööu grípi oft til þess ráös aö nota tilbúnar orsakir vegna þess að því rcynist erl’itt aö tala um hinar raunverulegu ástæður vandans, svo óþægilegt geti vcrió fyrir fólk aö viöurkcnna hvcrjar þær séu. Af þcim sökum veröi oft crfitt fyrir þann scnt vinnur við ljölskylduráögjöf að komast aó því hver sé kjarni málsins í hvcrju cinstöku tilviki. Mestu skipti þó hvaö fólkinu finnist sjálfu. Þótt ástæöur hjónabandserfiölcika og hjónaskilnaða séu oftast al' marg- víslcgum toga þá nrcgi oft rckja þá til áfengisneyslu annars cöa jalnvel bcggja hjóna. Ol't komi ásakanir um áflengisncyslu cigin- rnanna fram í samræöum viö kon- ur cr eigi i skilnaöarmálum. Hjá körlunum komi einnig oft fram ásakanir þcss efnis að þeir hafi unniö mjög rnikið og ckki gætt þess aö leggja nægilega rækt viö hjónabandiö og fjölsky IdulíFiö. „Eg vann og vann og áttaöi rnig ckki á hvert stefndi fyrr cn ég fann aö ég var farinn aö fjarlægjast fjölskyldu mína;“ „þetta eru al- gengar skýringar af hálfu karl- manna,“ sagöi sr. Þorvaldur Karl. Kröfur og fjárskuld- bindingar „Rætur hjónabandserfióleika má einnig oft rekja til Ijárskuldbind- inga, scrn erfitt hefur reynst aö standa straum af. Fólk fer af staö út í lífió fullt af bjartsýni. Oft meö ákveönar hugmyndir um aö auö- velt veröi að vinna fyrir því sern verió sé aö fjárfesta. Þegar veru- lcikinn reynist annar en sú fram- tíðarsýn sem fólk hel'ur byggt upp - segir sr. Þorvald- ur Karl Helgason, sem starfar að flöl- skylduráðgjöf á vegum þjóðkirkj- unnar í tilhugalífinu þá taka vonbrigóin viö. Fólk fcr aö ásaka sjálft sig. Hjón cöa pör l'ara einnig aó ásaka hvort annað og ásakanirnar geta oftar cn ekki vcriö af margvísleg- um toga; til dærnis vegna óhöf- lcgra krafna, scrn gcröar hafa ver- iö um lífsgæði og lífsstíl. Þá koma l’ram ásakanir urn cyóslu vegna óreglu og cinnig önnur fjárútlát, scm gcra fjölskyldunni crlltt fyrir aö sjá scr larborða. Allt þetta hjálpar til við aö grafa undan því trausti á milli einstaklinga scm hjónabandiö þarl' aö byggjast á. Samræöur og samskipti maka taka miö af þcssurn trúnaðarbrcstum. Þau veröa gjarnan í sífellt styttri stíl í staö þcss aö fólk setjist niöur og ræói þaö sem raunvcrulcga þarf aö fjalla urn og leysa. Oft brcgöur fólk á þaö ráó aö annar aðilinn cöa jafnvel báóir taka aö lcita út af hcimilinu í auknum mæli til þess aö þurfa ckki aö vcra heirna; þurfa ekki aö vera saman og takast á viö þann vanda sem búiö cr aö skapa. Vegna þess aó fólk gctur ckki rætt hin raunveru- lcgu ágreiningsmál vaxa þau dag frá degi og stundunt vcröur ómögulcgt að greióa úr þeim eins og dæmin sanna. Ætla mætti að framhjáhald maka væri cin megin orsök hjónaskilnaöa. Sennilega er hlutfall þcirrar ástæöu lægra miö- aö viö fjölda skilnaóa í dag en fyr- ir einunt til tveimur áratugum. Aórar orsakir cru orönar mcira ábcrandi og svo virðist sem fólk sé jafnvel tilbúið til aö líta fram- hjá slíkum víxlsporum og fyrir- gefa þau cf aðrir grundvallarþættir hjónabandsins eru í lagi. Mismunandi skilnaðar- ástæður eftir aldri Sr. Þorvaldur Karl kvaöst telja aö skilnaöarástæöum nætti nokkuö skipta eftir aldri hjóna. Einkum væri áberandi aö yngra fólk; til dæmis um og undir þrítugu beri viö óreglu maka og einnig crfiö- um fjárhag vegna ytri aöstæóna á borö viö samdrátt í tekjum og einnig vegna hárra vaxta af lánum er tekin hafi verið vegna fjár- skuldbindinga viö húsnæöiskaup. Hjá eldri hjónum komi þessi vandamál við sögu en þar gæti einnig fjölbreytilegri orsaka. Þar geti verið um að ræða fólk sem búió sé aö vinna sig út úr fjár- skuldbindingum fyrri ára og koma sér ágætlega fyrir. Börnin vaxin úr grasi og farin aö heiman. Hjóna- bönd sem splundrist á þessu tíma- skeiöi hafi oft byggst á mikilli vinnu og uppeldi barna. Athygli heimilisins hafi beinst aö þessum þáttum í langan tíma og rneöan hjónin sjálf hafi misst af hvort ööru. Þcgar þessum verkefnum sé lokió þá nái hjónin ckki lcngur horvaldur Karl Hclgason. saman - cins og þau cigi ckkcrt samciginlegt cftir. Þau finni sig ckki cin í stóru húsi scm áöur hafi vcrið fullt af fjöri sem haldið hafi athygli þcirra. Þau kunni því ekki aö deila lífiinu viö þcssar nýju aö- stæöur og komi sá vandi gjarnan l'rarn í því aö hjónabandió brcsti. Hjónin hafi fjarlægst hvort annað, nái ekki lcngur aö ræöa saman og lciti út úr stóra húsinu sínu hvort til sinnar áttar. Kjarni vandans - nýtt traust Sr. Þorvaldur Karl sagöi aö hlut- vcrk Fjölskylduþjónustu kirkjunn- ar væri cinkum fólgiö í aö ná til fólks scm cigi í vanda innan sinna fjölskyldna og rcyna eftir föngum aö hjálpa því aö leysa úr erfiólcik- um sfnum. Einkum sc rcynt aö fá fólk til að ræöa málin og brcyta því sem því finnst aö þurfi aö brcyta til þcss aö því líöi bctur saman. Stundum náist árangur meó samtölum viö l'ólk cn einnig sé ábcrandi aö gjáin á milli þcss sé orðin svo djúp þcgar þaö kcmur til viötala aö ógerningur vcrói að skapa nauösynlegt traust aö nýju. Börnin eiga erfiðast En á hverjum bitna hjónaskilnað- ir? Hvaða spor skilja þeir og sú upplausn fjölskyldna sem þeirn fylgir cftir sig í sálunt fólks? Sr. Þorvaldur Karl sagöi aö upplausn fjölskyldna bitni á öllum en sárast á börnum. Þau skilji oft ekki af hverju foreldrar þcirra gcti ekki búió lengur saman og hafa litlu urn aó ráöa hvert stcfnir í málinu. Þá myndist cinnig tog- strcita um hvar börnin eigi aó vera, hjá hvoru foreldranna eftir skilnaö. Fólk fiytji gjarnan í kjöl- far skilnaðar og því fylgi nýtt skólahverfi. Börn geti þurft aö velja sér nýja félaga, sem reyni á þau, einkurn á viðkvæmum aldri þcina. Þá fari ntargir fijótt í nýja sambúó aö loknum skilnaöi er leiði af sér aö börn veröi að venj- ast einskonar nýjum foreldrum og algengt er aö deila heimili og fjöl- skyldulífi meö börnum nýrra maka frá fyrra hjónabandslífi þeirra. Allt þetta hljóti að stuóla að ákveðinni upplausn í hugum barna og gera þeint erfiðara fyrir að ná fótfestu á ný. Karlmenn eiga erfiðara en konur Urn áhrif skilnaðar á aöila hjóna- bandsins sagöi sr. Þorvaldur Karl aó þcir væru vissulega mjög mis- jafnir. I langfiestum tilvikum ætti fólk viö vanda aö etja eftir aö hjónaskilnaður hafi átt sér stað, sársaukalaus skilnaður sé hrein- Icga ekki til. Fólk væri í tilfinn- ingalegri upplausn og misjafnt væri hvcrsu vel því gcngi aö lcita til vina og kunningja á slíkurn tímum. Karlmenn cigi oftar eriló- ara mcö aö fóta sig á nýjan Ieik. Karlmaðurinn sé oft sá aðilinn er hvcrfi af hcimilinu. Börnin fylgi mæörum í mun fieiri tilvikum. Nú sé þó í lögurn ákvæöi um sameig- inlcgt forræöi forcldra er auövclda eigi samskipti þcirra vegna barna sinna. Sr. Þorvaldur Karl sagöi cinnig aö karlmönnum væri hætt- ara viö aö cinangrast tilfinninga- lega cn konum viö slíkar kring- umstæöur. Þær eigi auöveldara ntcö aö alla scr stuönings og halda opnum tjáskiptum viö vina- og kunningjafólk. „Oft l'ara karlmcnn því fyrr út á lífið cins og sagt er - þcirra lclags- lcgi vcttvangur vcröur fremur á sviöi skemmtanaíífsins þar scnt þeir taka aö skima eftir nýjurn förunautum og gildir þá oftast litlu um hvor aðilinn hafi átt upp- hafið aó slitum hljónabandsins. Konur viröast í ficiri tilfcllum ciga auövcldara mcö aö aðlaga sig hinni nýju félagslcgu stööu cr óhjákvæmilega verður til við skilnaó," sagði sr. Þorvaldur Karl Helgason. Vinnuálag - kynlíf ■ óregla ■ trúnaðarbrestur Sr. Þorvaldur Karl sagöi nijög breytilegt hversu illa hjónaband þurfi að vera farið til þess aó unnt sé aö bjarga því meó tjölskyldu- ráögjöf. Það ráöist af mörgum aö- stæöum og einnig fólkinu sjálfu. Hversu mikinn vilja þaö hafi til að takast á vió ágreiningsefni sín og vandamál. Algeng orsök hjóna- bandserfiðleika sé þegar hjón séu hætt aö hafa ánægju af að tala saman, raunverulega ánægju af samvistum og að deila daglegu lífi. Margar ástæöur geti verið fyr- ir slíkum sambandsslitum; mjög rnikiö vinnuálag á öóru eöa báö- um hjónum, aó óregla hafi tekið völdin eins og áður var nefnt, eða að fólki finnist kynlífiö hafa brugðist að einhverju cóa öllu leyti og þaö ráói ekki viö aö byggja þaö upp að nýju. Oft eigi fólk erfitt með aö viðurkenna sannleikann hvaö varðar ágrein- ingsmál sem þessi og að hjóna- bandið eöa sambúðin sé raunveru- lega aö renna út í sandinn. Ráðgjöf fyrir hjónaband Hvað undirbúning hjónabandsins varöar sagói sr. Þorvaldur Karl nauðsynlegt lyrir fólk aó athuga vel sinn gang áöur en það taki ákvöröun unt aó ganga í hjóna- band og gildi þá raunar sama um hvort fólk sé aö stíga þaö skref í l’yrsta skipti eða aó stofna til nýs sambands eftir aö hal’a beóið skip- brot í ööru. Ljóst væri að margt fólk geri sér ekki nægilega grein l'yrir hvaö raunverulega felist í hjónabandinu - aó deila lífi sínu með öðrum einstaklingi í ánægju cn vissulega einnig af ábyrgó. Hann kvaö hafa verið rætt aó Fjöl- skylduþjónusta kirkjunnar bjóði upp á námskeiö til undirbúnings hjónabandi auk ráðgjafar fyrir fólk sem takast þurfi á viö erfiö- leika vió og eftir hjónaskilnaöi. Mikilvægt sé aö fólk gangi sem best undirbúið í hjónabandiö og átti sig á hvaöa skyldur og skuld- bindingar það sé að takast á herð- ar gagnvart öórum einstaklingi. ÞI L ..... .................. Ji Auglýsing!! Um styrki úr Fræöslusjóði brunamála. 1. í samræmi við reglugerð um Fræðslusjóð bruna- mála nr. 138/1993, skv. 24. gr. laga nr. 41/1992, er hér meó auglýst eftir umsóknum um styrki til náms á sviði brunamála. Markmið Fræóslusjóós brunamála er að veita slökkviliðsmönnum, eldvarnaeftirlitsmönnum og öðr- um sem starfa að brunamálum styrki til náms á sviði brunamála. Sjóðurinn greióir styrki til rannsókna- og þróunar- verkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarstyrki, styrki vegna námskeiða, aukaþóknun fyrir óvenju umfangsmikil verkefni, laun á námsleyfistima og að- stoðar styrkhæfa umsækjendur til endurmenntunar. Stjórn Brunamálastofnunar fer meó stjórn Fræðslu- sjóðs brunamála. 2. Yfirmönnum slökkvilióa er bent á að sjóðurinn mun veita styrki til þátttöku í námskeiði í slökkvi- störfum sem haldið veröur í Reykjavík og í Sandö í Svíþjóó, í viku á hvorum stað. Þeim sem sóttu um styrk 1993 og vilja endurnýja umsóknir sínar, skal bent á að staðfesta það sím- leióis eóa í bréfi. Umsóknir um styrki úr Fræðslusjóði brunamála skulu sendast stjórn Brunamálastofnunar ríkisins, Laugavegi 59, Reykjavík fyrir 1. mars 1994. Nánari upplýsingar veröa veittar á Brunamálastofn- un ríkisins í síma 91-25350. Reykjavík, 25. janúar 1994. Stjórn Brunamálastofnunar ríkisins. Traust á milli aðila er kjami málsins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.