Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 20

Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 20
Hópur hagsmunaaðila á Akureyri: Vetrarbærinn kynntur af krafti - auglýsingaherferð og útgáfa dagskrár á döfínni Sjö manna hópur hagsmunaað- ila í veitingarekstri og ferða- þjónustu á Akureyri er nú að undirbúa öflugt kynningarátak þar sem vetrarbærinn Akureyri verður í sviðsljósinu. Segja má að átakið hefjist í Kringlunni um helgina en þar verða Akur- eyringar með bás á sýningu sem er hugsuð sem kynning á mögu- leikum á sviði vetraríþrótta og ferðalaga. Hagsmunaaðilar í bænum, sér- staklega í hótel- og veit- ingarekstri, hafa haldið nokkra fundi og sjö manna átakshópur var skipaður til að fylgja eftir þeim hugmyndum sem fram hafa kom- ið. Málin hafa verið rædd fram og Arnarneshreppur: Bíll lenti á hrossi - og stórskemmdist Laust fyrir klukkan 7 í gær- morgun var ekið á hross við bæ- inn Hof í Arnarneshreppi. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á Akureyri var árekstur- inn mjög harður og hrossið mun hafa týnt líflnu. Bíllinn stórskemmdist og var kallað á kranabíl til að fjarlægja hann. Ökumann sakaði hins vegar ekki. Að sögn lögreglu hefur töluvert borið á lausagöngu hrossa í ná- grenni Akureyrar og lögreglan hefur þurft að reka þau dag eftir dag. Full ástæða er því til að vara fólk við óboðnum gestum á þjóð- vegum. SS Húsavík: Klakstöðin gjaldþrota Klakstöðin hf. á Húsavík var lýst gjaldþrota í síðustu viku. Þorvaldur Vestmann Magnús- son og Þórhallur Óskarsson voru stærstu hluthafar fyrir- tækisins, sem stofnað var 1985. Þorvaldur sagðist ekki geta gefið upp upphæðir, en að gjald- þrotið væri ekki mjög stórt miðað við gjaldþrot í fiskeldi. Klakstöðin var með seiðaeldi og húsbygging og eldisker var í eigu fyrirtækis- ins. Starfsemi hefur ekki verið á vegum fyrirtækisins undanfarin misseri. Þorvaldur sagði fiskeldismálin sorgarsögu. Aðspurður um orsakir fyrir gjaldþroti Klakstöðvarinnar sagði hann þær vera hremming- arnar sem yfir fiskeldið hafa geng- ið. Markaður fyrir seiði hafi hrun- ið og fyrirtækið tapað umtalsverð- HELGARVEÐRIÐ Ekkert verður af kuldanum sem búið var að spá um helgina. í dag verður vax- andi austan og suðaustan átt um land allt og rigning. Á morgun verður austlæg átt, víða strekkingur og slydda sunnanlands en þurrt fyrir norðan og hiti 0-5 stig en á mánudaginn kólnar lítið eitt og verður þá vægt frost í innsveitum norðanlands. um fjármunum, er felldar voru niður skuldir Svarthamars á sl. ári. Erfiðleikamir í fiskeldinu hafi verið keðjuverkandi og Klakstöð- in ekki haft möguleika til að breyta um rekstrarform. IM Hæstiréttur: Varðhald vegna líkamsárásar Hæstiréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í líkamsárásarmáli á Ak- ureyri. I héraðsdómi var ákærði dæmdur í 25 daga skilorðs- bundið fangelsi, en Hæstiréttur þyngdi dóminn í 2ja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Nefnd líkamsárás varð á Akur- eyri 27. janúar 1993. Þrjátíu og níu ára maður sló 32 ára mann með þeim afleiðingum að gler- augu brotnuðu og skurðsár mynd- aðist neðan við vinstra augnlok. í dómi Héraðsdóms Norður- lands eystra var maðurinn dæmd- ur í 25 daga varðhald skilorðs- bundið í 2 ár. Jafnframt var hon- um gert að greiða rúm 80 þús. kr. í skaðabætur auk sakarkostnaðar. Hæstiréttur þyngdi dóminn í 2 mánaða varðhald skilorðsbundið í 2 ár. Staðfest var ákvæði dóms undirréttar um greiðslu skaðabóta og sakarkostnaðar. óþli lUorðlenskft afthafnafolk! Iðntæknistofnun veitir ráðgjöf og tækniþjónustu í iðnaði og sjávarútvegi lóntæknistofnunl f Starfsmaður Iðntæknistofnunar á Akureyri er Kristján Björn Garðarsson IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Glerárgötu 36, 600 Akureyrí Simi (96) 30957 Fax (96) 30998 aftur á mörgum fundum að undan- fömu. Að sögn Jóns Gauta Jónssonar, atvinnumálafulltrúa Akureyrar- bæjar, liggur fyrir áætlun sem er í meginatriðum þríþætt. Um miðjan febrúar verður farið að auglýsa vetrarbæinn Akureyri í fjölmiðl- um og hefur nokkru fjármagni verið ráðstafað til þess. í öðru lagi er stefnt að því að gefa út dag- skrárblað í mars og þar verður greint frá því helsta sem verður um að vera í bænum á sviði menn- ingar, lista og útilífs frá því Leik- félag Akureyrar frumsýnir Óperu- drauginn 26. mars og til aprílloka. Loks er verið að ganga frá því að ráða starfsmann í hlutastarf til að sjá um framkvæmd átaksins. „Mér finnst óvenju mikill hug- ur í mönnum núna. Það er kominn nægur snjór í Fjallið og margt spennandi á döfinni þannig að Ak- ureyri ætti að vera aðlaðandi fyrir ferðafólk. Síðasta sumar var hér Listasumar með samfelldri dag- skrá og ég hugsa að þetta gæti orðið vísir að vetrarhátíð sem verður fastur liður eftir að sól tek- ur að hækka á lofti,“ sagði Jón Gauti, en inn í þessa dagskrá kem- ur páskavertíðin sem yfirleitt hef- ur reynst mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið. SS Verið er að undirbúa öflugt kynningarátak uni vetrarbæinn Akureyri. Mynd: Robyn. Við tökum vel á móti ykkur alla daga til kl. 22.00 Byggðavegi 98 TILBOÐ PFAFF SAUMAVÉL 6085 HEIMILISVÉL 20 SPOR VERÐ KR. 39.805 □ \4 KAUPLAND Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565 ■ 11— Utsalan er hafin Góðar vörur - mikið úrval afsláttur Vetrarfatnaður og vetrarvörur, mikið úrval fyrir alla aldurshópa. Nokkrar gerðir af íþróttaskóm átilboði E ploirlt Glerárgötu 28. Sími:l 1445

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.