Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. febrúar 1994 - DAGUR - 9
Aðalgeir Finnsson, byggingamcistari og Guðríður Friðriksdóttir, forstöðumaður Húsnæðisskrifstofunnar á Akur-
eyrar, í stofunni í einni 2ja herbcrgja íbúðinni í Drekagili 28. Stóri hornglugginn í bakgrunninum gerir það að verk-
um að íhúðin er mjög björt og „opin“ svo sem sjá má. Mynd: Robyn.
Af umdeildum og
óumdeildum íbúðum
- Dagsmenn skoða innviði Qölbýlishússins að Drekagili 28
í boði Aðalgeirs Finnssonar
Snörp og á stundum hatrömm
skoðanaskipti ýmissa aðilja hór
í bæ um kaup Húsnæðisnefndar
Akureyrarbæjar á fímm íbúð-
um í fjölbýlishúsinu Drekagili
28, hafa varla farið fram hjá
mörgum lesendum Dags. Fjöl-
margar greinar hafa birst hér í
blaðinu síðustu þrjá mánuði eða
svo, þar sem ýmist hefur verið
mælt með kaupunum eða þau
gagnrýnd og jafnvel fordæmd.
Boðið í vettvangsskoðun
Það síðasta scm gcrðist í máli
þcssu var að stjórn Neytendasam-
takanna scndi frá scr ályktun fyrr í
vikunni þar scnt hún tekur undir
gagnrýni Ncytcndafclags Akur-
cyrar og nágrcnnis á kaup hús-
næðisncfndar bæjarins á umrædd-
um íbúðum og tclur hæpið aö þær
scu boðlegar barnafólki.
I bcinu framhaldi af ályktun
Ncytcndasamtakanna kont Aöal-
gcir Finnsson, framkvæmdastjóri
A. Finnssonar hf., fyrirtækisins
scm byggði fjölbýlishúsið að
Drckagili 28, í hcimsókn á rit-
stjórn blaðsins og bauð Dags-
mönnunt að konta og skoða íbúðir
í þcssu fræga fjölbýlishúsi. Hann
sagði tilganginn mcð boðinu tví-
þættan. Annars vegar vildi hann
lciðrctta þrálátan misskilning og
hins vegar sýna okkur glæsilcgar
íbúðir scm hann væri ntjög stoltur
af og íbúarnir ánægðir mcð. Við
þekktumst að sjálfsögðu gott boð.
Tveggja herbergja íbúðirnar
Aðalgcir Finnsson tók á móti okk-
ur laust eftir hádegið í fyrradag.
Við fórum fyrst meó honum upp á
5. hæð og skoðuðunt tveggja hcr-
bcrgja íbúð, sem nýlega var flutt
inn í. Það er skemmst frá því að
segja að íbúó þessi er hin eiguleg-
asta. Stórir horngluggar gera það
að vcrkunt að hún er mjög björt
og hlýleg og útsýnið er stórkost-
lcgt. Herbcrgjaskipan er skynsam-
lcg og hentug og frágangur mjög
vandaður. Stórar og rúmgóðar
svalir settu síóan punktinn yllr i-
iö. Ég hef skoðaó margar tveggja
herbergja íbúóir um dagana og
vcrð að scgja að þcssi íbúð í
Drekagilinu cr einhver sú
skemmtilegasta scm ég hcf séð.
Það kom ntcr því ckki á óvart að
eigandinn sagðist vera afar ham-
ingjusantur með cign sína.
A hvcrri hæð í ljölbýlishúsinu
cr þvottahús fyrir íbúana á þcirri
hæð og hefur hver íbúð sína
þvottavél. Framan við þvottahúsið
cru síóan sérstakar svalir til að
þurrka þvottinn. Þctta ágæta l'yrir-
komulag eykur gildi íbúðanna cnn
frekar.
Atta slíkar tvcggja hcrbcrgja
íbúóir cru í fjölbýlishúsinu og cru
þær scm sagt allar ntcð ágætum.
Þær cru byggðar cftir upphallcgu
tcikningunum og verður ckki
breytt, þannig að eigcndur þcirra
verða væntanlega ánægðir mcð
þær hér eftir scm hingað til.
Þriggja herbergja íbúðirnar
Næst lá lcið okkar niður á fjórðu
hæð og þar litum við á cina
þriggja herbergja íbúð. Það cr
sams konar íbúð og þær scm hafa
vcrið svo ntjög í sviðsljósinu í rit-
deilunni að undanförnu. Sá munur
cr þó á aö sú íbúð scm við skoð-
uðunt og átta aðrar í húsinu, halda
áfrant að vera þriggja herbcrgja
íbúðir unt aldur og ævi. Þcim
vcröur ckki breytt; íbúarnir cru
fíuttir inn og una glaöir viö sitt.
Þcssi íbúö var cinnig hin glæst-
asta, björt og rúrngóð og scm fyrr
var allur frágangur af hálfu A.
Finnssonar hf. til lýrirmyndar.
Ung kona, eigandi íbúöarinnar,
vildi taka það sérstaklcga Iram að
hún ætti ekki von á að iðnaðarmenn
ryddust inn á sig til að brjóta niður
vcggi og brcyta herbergjaskipan-
inni, eins og margir bæjarbúar
virtust þó halda. Staðreyndin væri
sú að hún heföi keypt íbúðina sem
þriggja herbergja íbúó og það
stæði! Hún sagði citthvað á þá
leið að hún væri mjög ánægð mcö
íbúðina sína og þær fimm íbúðir
sem deilan stæði um væri hinuni
sautján alls óviðkomandi.
Misskilningurinn
Og þar erum við einmitt komin að
misskilningnunt, sern bygginga-
meistaranum Aðalgeir Finnssyni
er ntjög í mun aó lciðrétta. Hann
benti réttilega á að í fjölbýlishús-
inu aó Drekagili 28 eru tuttugu og
tvær íbúðir; fjórtán þriggja hcr-
bcrgja og átta tveggja hcrbergja.
Aóalgeir seldi þrjár þessarra íbúóa
á frjálsum markaði en félagslega
kerfíð fcsti, í áföngunt, kaup á
fjórtán þcirra. Um þessar 17 íbúð-
ir er ekki deilt.
/
Ibúðirnar sem eiga að „stækka“
um eitt herbergi
Deilan stendur hins vegar urn þær
fímm íbúöir sem ekki hafa vcrið
ncfndar til sögunnar. Þær cru allar
þriggja herbergja og seldust ekki á
frjálsum markaði. Húsnæðisnefnd
ákvaö fyrir skömntu að fcsta kaup
á þeim einnig. Áður en kaupin
voru gerð hafði kröl'um í fclags-
lega kerfinu vcrið breytt þannig aó
gcra þurfti ákvcðnar breytingar á
íbúðunum llmrn til aó þær upp-
fylltu hinar nýju kröfur. Því voru
geröar brcytingar á hcrbcrgjaskip-
an íbúðanna; brcytingar scm þegar
hafa verið kynntar ítarlcga hér í
blaðinu og margir hafa dcilt um.
Ég ætla ckki að leggja mat á þær,
cnda var það aldrci ætlunin. Hitt
cr ljóst að cftir brcytingarnar hafa
íbúðirnar fímm brcytt mjög um
svip.
Enginn hcl'ur cnn fíutt inn í
þcssar fítmm íbúöir og rcyndar er
ckki búið að breyta ncinni þcirra
cndanlcga. Þær cru allar tilbúnar
undir trévcrk.
„Hef aldrei verið sakaður um fúsk“
„Ég vil bara aö það komi skýrt
fram að það cr ckki viö mig aö
sakast þótt einhvcrjum fínnist
þctta mál hiö mcsta klúður. Ég og
niínir mcnn byggöum þctta fjöl-
býlishús og crum afar stoltir af
því. Þctta cru cinhvcrjar fallcgustu
íbúóir scnt ég hcf byggt og cr ég
þó búinn að standa í þcssum
„bransa" í áratugi. Það cr liins
vegar KERFIÐ scm ákvcður að
breyta stöðlunum eftir að íbúðirn-
ar hafa verið byggðar og sarna
KERFI krcfst þcss aó gcróar verði
brcytingar á íbúðunum til að þær
falli undir staðlana. Fyrirtæki mitt
á engan hlut að því máli," sagði
Aðalgeir Finnsson.
Hann lagði mikla áherslu á að
allir núvcrandi íbúar Drckagils 28
væru ánægðir með íbúðirnar sínar.
„Ég hef aldrei vcrið sakaður unt
fúsk og get t.d. sagt það ntcð stolti
að fyrirtæki mitt hefur ckki byggt
citt einasta af þcint fjölmörgu hús-
um bæjarins sem cru illa farin
vegna steypuskcmmda. Ég vil
cinnig ntinna á aó fyrirtæki mitt
framleiðir sjálft allar innréttingar,
huröir og glugga í þær íbúðir sem
það byggir og því eru þær cins
norðlenskar og hugsast gctur,“
sagði Aðalgeir Finnsson að lok-
um.
Svo niörg voru þau orð
Þessi grein hefur vonandi cytt
meintum misskilningi um að íbúð-
irnar í Drckagili 28 séu allar urn-
deildar. Ibúðirnar fimm cru þaö
svo sannarlega cn hinar sautján
cru þannig úr garði gcrðar að
byggingavcrktakinn gctur mcð
réttu verið stoltur af þeirn. BB.
Bókamarkaður
hófst í bókabúóinni
Möppudýrinu föstudag og
stendur til 19. febrúar.
Fjöldi góðra bóka
á frábæru verði
Sunnuhlíð
Sími 26368
Opið virka daga og laugardaga frá 13-20
minnir á síöasta dag skoöanakönnunarinnar
sem er í dag, laugardaginn 5. febrúar.
Þá veróur jafnframt í dag OPIÐ HÚS í Lárusarhúsi,
Eiðsvallagötu 18 frá kl. 10-16 þar sem hægt er að skila
könnunarseðlum.
Þá hvetjum vió stuóningsmenn að koma, ganga í Al-
þýðubandalagsfélagið og taka þátt í skoðanakönn-
uninni.
Athugið! Heitt á könnunni og létt spjall.
Baráttukveðjur.
Uppstillingarnefnd A.B.A.
Akureyringar
Nærsveitarmenn!
Tómas Ingi Olrich, alþingismaður verður
með viðtalstíma laugardaginn 12. febrú-
ar frá kl. 9.00 - 12.00. Upplýsingar og
tímapantanir í síma 21500 og 21504
milli kl. 14 og 17 virka daga.
Einnig verður viðtalstími 12. mars á
sama tíma. Augiýst síðar.