Dagur - 05.02.1994, Síða 18

Dagur - 05.02.1994, Síða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 5. febrúar 1994 POPP MAÚNÚS CEIR CUÐMUNDSSON Diskó, friskó - cnn lifir í gömlom glmðum Páll Óskar brá sér í líki diskóstjörnunnar á plötunni sinni Stuð. Chic, Grace Jones, Donna Summer, Diana Ross, Tina Charles, Vi- lage people, Boney M, Bee Gees, John Tra- volta, Sylvester og Amy Stewart, eru á meðal margra annarra frægra nafna, sem tengjast um margt nokkuð merkilegu tímabili í popptónlistarsögunni, diskó- tímabilinu. Á mestum hluta skeiðs sins, sem segja má aó hafi staðið frá upphafi til loka átt- unda áratugarins, var diskótón- listin nefnilega óhemju áhrifamik- il og í raun á tímabili nær allsráð- andi hvað almenna vinsældatón- list varóaói. Er því ávallt talaó um „diskóbylgjuna" eða „æðið“ þegar fjallaó er um þetta tímabil, sem afmarka má nokkurn veginn við árin 1975-1979. Menningarfyrirbsri Þótt diskóbylgjan hafi alið af sér margar stjörnur, eins og fram kom hér í upphafi, á svipaðan hátt og aðrar poppstefnur og rokkið, þá minnast menn hennar e.t.v. frekar sem víðtæks og nokkuó sérstæðs menningarfyr- irbæris, með upphafi, góðu risi og endi, líkt og vel smíóuð bók. Vissulega var og er ýmislegt spunnið í sumar diskóstjarn- anna, Bee Gees, Diönu Ross og Travolta til dæmis, en þaó er glysinn og glaumurinn, Ijósa- dýrðin og dansinn sem gerir diskóið minnisstætt. Umgjörðin utan um allt saman og það sem segja má að hafi skipt mestu máli í að gera diskóið sérstakt, var svo auóvitaó diskótekið sjálft meó sinn „DJ“, „diskódjönkara", sem síðan hefur í daglegu tali nefnst plötusnúður á íslensku, meó sína tvo plötuspilara og hljóðnema. Þeirra hlutur er aó mati margra tónlistarspekinga ekki síðri í diskóbylgjunni en tónlistar- innar sjálfrar og vel aó merkja, þá lifðu þeir af þótt diskóæðið sem slíkt liói undir lok. Diskóplötusnúðarnir voru þó ekki þeir fyrstu af þessu tagi, því fyrir- myndina sóttu þeir eins og svo margt annað til blökkumanna, en í samkvæmum hjá þeim varð þessi siður vinsæll á fimmta ára- tugnum og færðist svo inn í rokk- ið á þeim sjötta. En í diskóinu mótaðist hins vegar plötusnúóur- inn og skapaði sér ímynd, sem síðan hefur þróast enn frekar og er einna merkust nú í rappinu. fifturgöngur Þrátt fyrir að diskóið hafi liðið undir lok og dánarvottorðió und- irritað í lok áttunda áratugarins, má segja að líkt og pönkió hefur gert svo eftirminnilega í t.d. Seattlerokkinu, hafi þaó gengið aftur í nýju líki og þaó með litlu minni áhrifum. Er þar vitaskuld átt við danstónlistina í víðasta skilningi, House, Rave, Trance og hvað sem þetta nú allt kallast, sem nú um árabil hefur verið mjög vinsæl hjá æsku heimsins og nokkuð gróskumikil. Áberandi fylgifiskar hennar eru líka „DJarniC og ekki síður tæknin, sem líkt og í diskóinu spilaói stóra rullu, hljóðgervlar, hljóm- borð, „samplerar" o.s.frv. og sér ekki fyrir endann á því öllu sam- an ennþá. Áhrifamáttur plötu- snúðanna nú í danspoppinu er þó ekki eins mikill og áóur. Á diskótímabilinu voru plötusnúó- arnir einfaldlega einráóir og því lítill grundvöllur fyrir hljómsveitir að spila á dansstöðum. Lauk diskótónlistarmaður þ.a.l. nær sínu hlutverki þegar plötuupp- töku sleppti. Nú er hins vegar meira jafnvægi þarna á milli. Að auki hafa svo menn gert sér það aó leik aó „dubba" upp á gamla góða diskóið sjálft í heióursskyni eða til gamans. Diskóstuð Póls Óskars Til að rifja upp bernskuár sín þegar diskóið var enn við líði og raunar í algleymingi, gerði hann Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og „sjarmör“meó meiru sér lítið fyrir og gaf út undir jólin heila plötu því til heiðurs með hjálp góðra manna á borð við Sigurjón Kjartansson leiðtoga HAM. Nefndist gripurinn eins og sjálf- sagt flestir vita Stuó og fékk bara hinar ágætustu viðtökur. Sem minningar- og heiðursplata er hún líka hin ágætasta og hvorki betri né verri en margar slíkar frá tíma diskósins. Páll lætur hins vegar vonandi þar við sitja, því í sannleika sagt er hann hvorki besti né skemmtilegasti diskó/danssöngvari sem maóur gæti hugsað sér. Aftur á móti verður fróðlegt að sjá hvernig hann spjarar sig meó Milljóna- mæringunum í stað Bogomils, en þaó vandfyllta skarð tók Páll að sér að fylla í haust þegar sá fyrrnefndi hvarf á braut til út- landa. I sífeikflri swiflu - mcd Gcirmundi Pað þarf ekki fyrir einu einasta mannsbarni að kynna sveiflukóng- inn frá Sauóárkróki, Geirmund Valtýsson, svo „heimsfrægur" á íslandi er hann orðinn. Hefur Geirmundur með afbragðs árangri, starfrækt hljómsveit sína í Skagafiróinum, sem svo þeyst hefur landshorna á milli í rúman aldarfjórðung og virðist ekkert lát ætla að verða á ennþá. Sem kunnugt er hefur Geirmundur ekki hvað síst verið áberandi í undankeppnunum fyr- ir „júróvision", en í þeim hefur hann átt lög í nær hvert einasta skipti. Honum hefur þó aldrei tekist að sigra, sem er nokkuð kaldhæðnislegt í Ijósi þess að tvö lög, bæði í flutningi Stjórnar- innar, Eitt lag enn og Nei eöa já, sem sigruðu hér heima og náðu svo bæði langt í úrslitakeppnun- um, voru óumdeilanlega í „hans“ skagfirskættaða sveiflustíl og það sem meira er, hið fyrrtalda var eftir Höró Ólafsson, sem ver- ið hafði bassaleikari í hljómsveit Geirmundar til margra ára. En hvað sem því hefur lióið, lætur Geirmundur engan bilbug á sér finna og heldur áfram sínu striki sem áóur segir. Prjár plötur síðustu fimm ár Auk þess að hafa verið duglegur vió að spila og taka þátt í Evr- ópusöngvakeppninni, hefur Geir- mundur síóustu árin, eins og reyndar þau fyrri líka, verið drjúgur við að semja lög og gefa þau út á plötum. Á síðasta ári voru einmitt rúm tuttugu ár frá því að hans fyrsta og jafnframt eitt allrafrægasta lag, Nú er ég léttur, kom út. Var það á lítilli plötu ásamt laginu Nú kveð ég allt á B-hlið, sem Tónaútgáfan hans Pálma Stefánssonar (Pálma í Tónabúðinni) gaf út árið 1972. Nú síðustu fimm árin hefur Geirmundur svo sent frá sér þrjár plötur í fullri lengd, í syngj- andi sveiflu árið 1989, Á fullri ferð 1991 og svo Geirmundur nú fyrir jólin. Eás tvö birti um síðustu helgi niðurstöður könnunnar sinnar yfir það besta á ár- )93 af innlendum tónlistar- vettvangi. Er það orðinn árlegur viðburður á rásinni að vera með svona val og taka jafnan 30-40 þátt ( þvi. Helstu niðurstöður voru þær að Todmobile var bæði talin eiga bestu plötuna, Spillt, og besta lagið, Stúlkan. Tónlistarvið- burður ársins voru taldir lokatón- leikar Rafns Jónssonar og bjart- asta vonin var kosin Bubbleflies... Tónleikaplata með Husker Du, gömlu hljómsveitinni hans Bobs Mould, nú for- sprakka Sugar, mun nú vera að líta dagsins Ijós, allnokkru eftir endalok hennar. Er um að ræða plötu sem unnið var að árið 1987, en var aldrei fullkláruð. Mun grip- urinn eiga að heita The living end og geyma auk gamalkunnugs efn- is, tvö áður óheyrð lög.. Eins og menn fengu að sjá í sjónvarpinu um síðustu helgi í þætti með hinni írsku Sine- ad O' Connor er ekkert lát á „Unplugged" æðinu og sér víst ekki fyrir endann á því ennþá. Dagskráin hjá MTV sjónvarps- stöðinni, sem stendur fyrir þess- um tónleikum eins og kunnugt er, nú f febrúar er t.d. ekki af verri endanum, nefnilega með Nirvana, Pearl Jam og Stone temple pilots. Verður fróðlegt að sjá hvort svo ekki eitthvaó af þessu rati ekki síðan í plötuútgáfu... Fyrir skömmu kom út safnplata til styrktar dýraverndun, sem skartar áður óútgefnum lög- um með Pearl Jam, Michael Stipe söngvara REM, Lush, Disposable heroes of hiphoprisy og Helmet m.a. Nefnist platan In defense of animals. Önnur slík á vegum Grænfriðunga er svo væntanleg Primal Scream með nýtt lag bráðlega f útgáfu Pearl Jam eru sérstakir vinir dýr- anna. þar sem m.a. REM, U2, James, Sonic youth og Disposable hero- ,es.. leggja til lög... Breska sveitin framsækna, Primal Scream, sem sló f gegn 1991 með plötunni Screammedalica, sendir frá sér nýtt lag (lok þessa mánaðar sem nefnist Rocks. Mun lagið að sögn vera i anda Rolling Stones. Ný plata, sú fjórða f röðinni, kemur svo út í mars.,. ■4 Geirmundur Valtýsson er enn á fullri ferð í sveiflunni. Sýningu með honum verður hleypt að stað í Sjall- anum um næstu helgi. Við sama heygarðs- hornið Líkt og með hljómsveitarstarf- semina og fleira heldur Geir- mundur sig á svipuðum nótum á nýju plötunni, sem nefnist eins og áður sagði, einfaldlega Geir- mundur. Er sem sagt við sama heygarðshornið, ýmist á sveiflu- nótunum eða þeim Ijúfu í sveita- ballöðuanda. Söngvarar Geir- mundi til aðstoðar eru líka kunn- uglegir frá fyrri plötum, Ari Jóns- son, sem sungið hefur lengur með Geirmundi en elstu menn muna, Guðrún Gunnarsdóttir og Helga Möller m.a. Það er því ekkert sem kemur á óvart á plötunni enda líklega heldur ekki ætlunin. Á plötunni er þó aó finna lög sem sanna aó kappinn er ekki alveg dauður úr öllum æðum t.d. Ég skemmti mér og Að vona sem Ari syngur og Komdu til mín aftur sem Helga syngur. Geirmundur hefur því væntanlega ekki valdió aðdá- endum sínum vonbrigðum með plötunni. Hins vegar finnst mér persónulega miklu skemmtilegra að sjá hann og félaga á sviði. Tækifæri á því gefst einmitt á komandi vikum og mánuðum, því næsta laugardagskvöld, 12. febrúar, hefst nefnilega í Sjallan- um Geirmundarsýning, sem eins og fram hefur komið áður í Degi, er áætlaó að muni ganga á hverju laugardagskvöldi fram í apríl. Munu þar koma fram ásamt Geirmundi og félögum þær stöllur Guórún Gunnars og Helga Möller og svo hann Ingvar Grétars. Yfirumsjónarmaður og kynnir er síóan enginn annar en „stríðsfréttaritarinn" margfrægi „Haffi" Helga, B. Hafþór Helga- son.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.