Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 05.02.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 5. febrúar 1994 MATARKRÓKUR____________________________________________ Lygilega góður fiskur í súrsætri sósu - frá Guðbjörgu Ringsted á Dalvík Guðbjörg Ringsted á Dalvík gaf okkur spennandi uppskriftir í matarkrókinn í dag. Guðbjörg segist hafa gaman afað prufa nýja rétti, þó hún sé ekki mikið fyrir aðfinna upp matarupp- skriftir. Hún segist oft prufa nýja rétti þegar hún bjóði tengdaforeldrum sínum í mat. Nýlega reyndi hún tvo rétti úr matarkróknum í Degi, maltöls- kjúkling og fiskilasagne, og lík- uðu þeir rosalega vel. Réttirnir hennar Guðbjargar eru oft á borðum bœjarstjórans á Dalvík, Kristjáns Þórs Júlíussonar, en þau Guðbjörg eru hjón. „Fisk- rétturinn er alveg lýgilega góð- ur. Börnin mín, sem eru á aldr- inum 3-9 ára, tauta stundum þegar fiskur er í matinn, en þennan rétt borða þau með bestu lyst, “ segir Guðbjörg. Fiskréttur í súrsœtri sósu I réttinn þarf þaö grænmeti sem til er hverju sinni, en t.d. er gott aó nota 'á hvítkál 1 lauk / grœn paprika Z rauð paprika 2 gulrœtur olía til steikingar 2 ýsuflök (ca 800 g) eða annan fisk salt hveiti karrý olía til steikingar 2 krukkur Uncle Ben's súrsœt sósa Aóferó: Grænmetið er skorið í ræmur og léttsteikt í olíu án þess aö brúna. Pannan tekin af hell- unni og grænmetió látió bíða meðan fiskur er steiktur. Fiskurinn er skorinn í bita og saltaóur. Bitunum velt upp úr hveiti blönduðu karrý (og e.t.v. öðru kryddi t.d. Season all). Fisk- bitamir síðan steiktir í olíu á pönnu. Þegar þeir eru um það bil aó verða fullsteiktir er grænmet- inu hellt yfir ásamt súrsætu sós- unni. Gott er að vera búinn að hita sósuna aóeins (t.d. í ör- bylgjuofni) áður en henni er hellt yfir á pönnuna. Látið jafnast sam- an ca. 1 mín. - ekki hrært mikió í - og borið fram á pönnunni. Gott að hafa hrísgrjón og fléttubrauð með. Hér fylgir uppskriftin af fiéttu- brauðunum, en úr henni verða 10 stk. handarstór brauð. Þau er gott aö skera sundur og borða með smjöri. Fléttubrauð 50 g ger 3Z dl mjólk 2 msk. olía 2 tsk. salt 1 tsk. sykur c8-8/ dl hveiti Aóferð: Gerið er hrært út í volga mjólkina; olíu, salti, sykri og meiri hluta hveitisins bætt út í. Þetta hrært vel saman, síðan er hveitinu sem eftir er hnoðað sam- an við. Deigið látió lyftast undir klút í u.þ.b. 30 mín. á volgum stað. Þar næst er deiginu skipt í tvo hluta og þeim rúllað í pylsur. Hvor pylsa er skorin í 5 jafna bita og upp í hvern bita eru gerðir tveir skurðir án þess að skera al- veg upp úr. Þetta fléttað. Brauðin eru látin lyfta sér á plötu undir klút í ca. 20 mín. Þau síðan pensl- uð með vatni eða mjólk og bökuó í u.þ.b. 15 mín. við 200 gráðu hita í miðjum ofni. Þriðja uppskriftin er af skinku- brauðstertu, sem er reyndar ættuð frá Ingibjörgu Ringsted, systur minni, sem skoraði á mig. Eg er búin að gefa þó nokkrum þessa uppskrift - þetta er ljúffeng terta - og vil gjama leyfa fleirum að njóta hennar. „ Ofsa gott skinkubrauð “ t langskorið franskbrauð 2 bréfskinka (eða sanisvarand’ magn) 1 lítil dós grœnn aspas 2-4 msk. kurlaður ananas 1 dós kotasœla ni. ananaskurli 1 lítil dós majones 3 msk. sýrður rjómi 3 msk. sœtt sinnep 3 eggjahvítur 1 bolli rifinn ostur Aðferð: Hræra saman majonesi, sýrðum rjóma, kotasælu og sinn- epi. Brytja skinku og setja út í sósuna ásamt aspas og kurluðum ananas. Láta „jukkið“ á fransk- brauðió (passar á 4 sneiðar). Stífþeyta eggjahvítur og hræra rifna ostinn varlega saman við. Smyrja þessu utan á brauðið og bregða því í vel heitan ofn (250 gráðu) í u.þ.b. 10 mín. eða þang- að til hvíturnar eru farnar að brúnast. Þessa uppskrift nota ég líka oft á hringlaga brauðtertuform (3 lög) og sleppi þá eggjahvítu/ost- húðinni en skreyti með grænmeti. Verði ykkur að góðu. Guöbjörg skorar á Önnu Jónu Guðmundsdóttur, leikskólastjóra á Dalvík, að leggja til uppskriftir í næsta matarkrók. Guðbjörg sagðist vita aó Anna Jóna hefði gaman af aó gera góðan mat. IM POSTKORT FRA ÞYSKALANDI HLYNUR HALLSSON VATN UM MYND Grasió er farið að grænka. Ég held að það sé ekki einungis ímyndun eða óskhyggja því að um daginn sá ég brumhnappa sem voru að því komnir að springa út. En svo er komin hundslappadrífa og haust sem stendur sem betur fer ekki lengi, því hellirigning með sjaldgæfu roki á þessum slóðum fylgir á eftir. Og þaó er ekki laust við að manni líði einkennilega þegar VedfÍÖ er farið að koma í sjö útgáfum sama daginn rétt eins og heima. Veður- fræðingurinn í sjónvarpinu vissi þetta samt fyrir og spáir svo með klukku- tíma nákvæmni fyrir næstu viku. Þegar ég hjóla yfir Leine á brúnni hjá stífiunni sé ég að yfirboróið hefur hækkað um nokkra metra og ég sé fyrir mér ána í klakaböndum eins og Goða- eða Gullfoss. Ef hér ríktu nú fimbulvetur og frosthörkur í stað vatnsveðurs. Það er gott að búa á Myllufjalli þegar flóð eru í nágrannabyggðum. Jafnvel þó hér sé engin mylla og þetta sé hvorki fjall né hóll og varla hæð. Þaó er aftur komið vor en stolt staðarins Herrahúsagarðurinn er enn lokaður því það standa yfir vorhreingerningar um þessar mundir. Áður er blómin fara þó að springa út fyrir alvöru spretta auglýsingaspjöld fram- bjóðenda stjórnmálaflokkanna upp. Það stendur til að hespa af nokkrum tugum kosninga á árinu, til Ríkisþings, Evrópuþings, landsþinga og borgarstjórna. Andlit stjórnmála- mannanna eru þó enn sem komið er kærkomin tilbreyting frá Phil Collins sem ætlar að halda tónleika í september og hefur einokað vegg- spjaldamarkaðinn frá því í október. Þaó er því bara að vona aó sem fyrst verði uppselt á tónleikana hans svo það þurfi ekki að vegg- fóðra meira með andlitinu á honum. Það er hinsvegar óþarfi að gera sér vonir um að uppselt verði í kosningarnar. Frumsýning Hannoveróperunnar á Höll Franz Kafka er næg ástæða til að missa af þorrablóti ís- lendingafélagsins, enda komið vor. Stykkið var líka stórkostlegt. Tón- listin er eftir Aribert Reimann en hann fékk að heyra viðbrögð skapheitra áhorfenda í lokin sem öskruðu meðal annars að tónlistin væri ósvífin. Þeir voru þó fleiri sem sátu eftir og klöppuóu í korter. Einföld sviðsmyndin er líka vel út- færó þar sem sími og Sima- snura skipa veigamikið hlutverk. Sviðið er líka víkkað út þannig að í nokkrum tilfellum þegar persónur hverfa út hægra megin niður stiga koma þær samstundis inn vinstra megin niður á sviðið úr „sama'' stiga. Sama gerist meó hluti sem kastað er út af sviðinu að þeir lenda inn á því á sama tíma aftur úr hinni áttinni. Frumsýningin varð eftirminnilegri þegar einn aðalleikarinn missteig sig en harkaði af sér og haltraði um svióið syngjandi það sem eftir var. Texti Kafka er hins vegar nægi- lega tormeltur á íslensku svo ekki sé talað um að fá hann sunginn í nú- tímatónverki á þýsku. En maður lét sér skýringar í sýningarskránni nægja. Þaó styttir upp og nú í byrjun febrúar er örugglega komið vor.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.