Dagur - 21.05.1994, Side 4
4- DAGUR- Laugardagur21. maí 1994
ÚTGEFANDI: DAGSPRENTHF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON.(íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON.
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Enn einn sigurmn
Kristján Jóhannsson, tenórsöngvari, heldur
áfram að gera það gott úti í hinum stóra heimi
sönglistarinnar. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur
hann nú gert samning við það fræga óperuhús
Covent Garden í London um að syngja þar í 4-6
sýningum á Grímudansleik eftir Verdi næsta
sumar.
Þetta er enn ein staðfestingin á því hversu
langt Kristján hefur náð í list sinni. Fyrst var það
Scala óperan á Ítalíu, síðan Vínaróperan, því
næst Metropolitan í New York og nú síðast Co-
vent Garden í London. Þetta er hreint frábær ár-
angur sem staðfestir klárlega að Kristján er í
fremstu röð tenórsöngvara í heiminum í dag.
Líklega hafa fáir átt von á því þegar Kristján
var að syngja forðum daga með karlakórsfélögum
sínum á Akureyri, að eftir nokkur ár yrði hann í
hópi bestu tenórsöngvara heims. En með mikilli
elju og trú á því að hægt væri að ná toppnum, þá
hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Til ham-
ingju Kristján!
Lýðveldíshlaupið
Síðastliðinn sunnudag hófst svokallað lýðveldis-
hlaup. Um er að ræða landshlaup, sem Ung-
mennafélag íslands stendur fyrir í samvinnu við
samtökin íþróttir fyrir alla og heilbrigðisráðu-
neytið í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins.
Hlaupið stendur í 99 daga, til 21. ágúst nk.
Þetta er gott framtak ungmennafélagshreyf-
ingarinnar sem ber að fagna. Allt sem stuðlar að
hollri hreyfingu og útivist er auðvitað af hinu
góða. Oft er það nú svo að það þarf sérstakt átak
til þess að drífa fólk af stað og nú er tækifærið að
taka fram íþróttaskóna og ganga, skokka eða
hlaupa. Ástæða er til þess að hvetja unga sem
aldna að taka þátt og leggja rækt við heilsuna. í
auglýsingu um lýðveldishlaupið á Blönduósi er
komist svo að orði og undir þau skal tekið: „Lýð-
veldishlaupið er ætlað öllum, ungum og gömlum,
feitum og mögrum, frambjóðendum og meðmæl-
endum og jafnvel þeim sem veilir eru fyrir
hjarta. “
I UPPAHALDI
ísumar
- segir Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri flutningasviðs Samskipa
Baldur Guðnason,
framkvœmda-
stjóri flutninga-
sviðs Samskipa
og stjórnarfor-
maður Flutningamiðstöðvar
Norðurlands hf, cr ungur
Akureyringur sem búið hefur
á suðversturhorni landsins
síðustu ár. Baldur starfaði
samhliða námi í VMA, í
gamla Iðnaðarbankanum á
Akureyri, áður en hann hélt í
víking. Hann lék einnig
knattspyrnu með 1. deildar-
liði Þórs á þeim tíma. Baldur
flutti í Garðabœinn og réðst
til starfa hjá Skipadeild Sam-
bandsins og lék þá m.a. með
FH í Hafnarfirði í 1. deild-
inni í knattspyrnu. Hann var
svo ráðinn svœðisstjóri
Skipadeildár Sambandsins í
Rotterdam í Hollandi og síð-
ar í Hamborg í Þýskalandi.
Hann starfaði erlendis í tœp
5 ár en kom heim í ársbyrjun
1992. Síðan þá hefur Baldur
starfað hjá Samskipum í
Reykjavík og hann tók við
starfi framkvœmdastjóra þá
um haustið. Baldur er í sam-
búð með Örnu Alfreðsdóttur
frá Akureyri og eiga þau 5
ára dóttur og þá á Arna von á
sér í nœsta mánuði.
Hvaðgerirðu helstí frístundum?
„Eg er með fjölskyldunni og
stunda alls kyns íþróttir og úti-
vist.“
Baldur Guðnason.
Hvaða matur er í mestu uppálialdi
hjá þér?
„Islenskt iambakjöt.1'
Uppáhaldsdrykkur?
„Akureyrarvatn og gott rauó-
vín."
Ertu hamhleypa til allra verka á
heimilinu?
„Nei, það er ég ekki. Ég sé
um bílinn og konan um heimil-
ió.“
Er heilsusamkgt líferni ofariega á
baugi hjá þér?
„11“
Hvaða blöð og tímarit kaupir þú?
„Dag og Morgunblaðið og
einnig les ég fagtímarit um flutn-
ingamál."
Hvaða bók erá náttborðinu hjá þér?
„Það cr ný bók scm hcitir
Viðskiptavinurinn."
Hvaða hljómsveitltónlistarmaður er
í mestu uppáhaldi hjá þér?
„Bruce Springsteen, eftir að
ég sá hann á hljómleikum í Rott-
erdam."
Uppáhaldsíþróttamaður?
„Sigurbjörn Viðarsson, fyrr-
um félagi minn og keppinaulur
um bakvaróarstöðuna í Þórslið-
inu.“
Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi?
„Fréttir og íþróttir."
Á hvaða stjórnmálamanni hefur þú
mest álit?
„Aó mínu mati er Halldór Ás-
grímsson ábyrgasti stjórnmála-
maður landsins og því nefni cg
hann.“
Hvar á landinu vildirðu helst búa ef
þú þyrftir að flytja búferlum nú?
„I nafla alheimsins, á Akur-
eyri."
Hvaða hlut eðafasteign langar þig
mest til að eignast um þessar mund-
ir?
„Mig langar að eignast tjald-
vagn.“
H vað œtlarðu að gera í sumarleyf-
inu?
„Ferðast um ísland."
Hvað œtlarðu að gera umhelgina?
„Vinna í garðinum heima og
grilla með nágrönnunum." KK
VISNAÞATTUR
ARNI JONSSON
Fyrir skömmu komst ég yfir ein-
staka Ijóðabók eftir Þorberg Þor-
steinsson frá Gilhaga. Nokkuð
hefur birst eftir Þorberg í þessum
þáttum mínum, en hér á eftir
koma margar góðar vísur, sem
vert er aó rifja upp. Fyrstu vísuna
nefnir Þorbergur „Áð loknum
degi“:
Dýrara en keypti síst ég sel,
sumt því litlu nemur,
mig langar oft að lifa vel
og lifa þá heldur skemur.
Næturgreióa nefnir hann næstu
vísu.
Víða liggur vegur minn,
vís er laga kraftur,
saklaus var ég settur inn,
sekur kom ég aftur.
Svo yrkir Þorbergur til kunn-
ingja síns:
Því er innst íallra vitund þrykkt,
hvað eðlisglópar lialla réttu máli,
það er eins og andleg skítalykt
aföllu sem að kemur nálœgt Páli.
Stígvélakreppa:
Eg held nú bara heim til mín,
hefþar mörgu að sinna.
Að stígvélunum gera grín
glansskór vina minna.
Næstu þrjár vísur eiga það
sammerkt, að þær eru ortar á bör-
um, annarsvegar á Mánabar, en
hins vegar á Vatnsnesbar:
Þar var mœlt afþrótti og krafti,
það var orðið nieira en grín,
hann sagði bara: „Haltu kjafti,
helvítisfyllibyttan þín. “
Kátt er oft upp við Krossinn,
það kostar víst eitthvað þar,
þó kysi égfrekar en konur
kaffið á Vatnsnesbar.
Þar eru mönnum styttar stundir,
stjórnmálin rœdd og tíðarfar,
áður en krakkinn kemur undir
er kaffið drukkið á Vatnsnesbar.
Og um annan góðan vin sinn
orti Þorsteinn næstu tvær vísur:
Þrátt ber Láki þungan svip,
þegar streymir móti,
karlinn er eins og kolaskip
í kafaldsölduróti.
Oft ber Láki léttan svip,
í Ijúfu kvennamóti,
þá líður hann eins og lystiskip
í lífsis ölduróti.
Að lokum fer hér eftir eitt lítið
ljóð sem Þorsteinn nefnir „Estor-
íur“:
Gesta er leið um gluggan minn,
gerður er veislustaður,
hugar að draugum húsbóndinn
og hundurinn geðbilaður.
Löggunni vildi hún brugga blandið
og bjóða til veislu sœt og hlý,
en slík var ástin á eigin hlandi,
að hún œtlaði varla að tíma því.
Með söknuði kvöddu þau salureit
með sœngina og tekjur nógar,
en erfið mun ncesta eftirleit,
því Adani er horfinn til skógar.
Ennþá gróa grösin vís,
þó gusti og snjói ífjöllin,
upp úr skógar rökkri rís
rummungsþjófahöllin.
Eftir Valdimar Benónýsson eru
næstu vísur, ortar um nokkur
tækniundur nútímans. Þær fyrstu
yrkir Valdimar, er hann sá
Reykjavíkurhöfn fyrsta sinn:
Höfuðstaðarhöfn ég tók
heims er raðar snilli,
flugs með hraða ég þar ók
anganblaða milli.
Sólskinstundir sá ég þar
sízt er undan grefur,
mín sem lundin munaðar
minnisbundið hcfur.
Oft þó reið og digur dröjjn
dögum neyðar hóti,
fögrum skeiðum friðarhöfn
faðminn breiðir móti.
Um undramátt flugvélanna yrk-
ir Valdimar:
Hreyfill glyntur laus við land
loftsins brimar voga.
Fjaðurlima fleytt er grand
fram á himinboga.
Svölum þráin ferðafier
flugvél á að bruna
fram um háa heiðið nœr
hlaupa fráum muna.
Og um hina ógurlcgu bíla-
mergð:
Eins og síli fljúgiflaum
fljótt sem pílur toga,
hundruð bíla stika straum
strcetis Nílarvoga.
Um hitaveituna yrkir hann:
Varmalanda veitt er yl
vits afanda kcenum
út um þandar ceðar til
allra handa í bcenum.
Þá finnst honum raforkuvcrin
ekki síóur athyglisverö:
Vatnagyðja steins á stól
starfans viðjar fjötra.
Rafalsiðju töfratól
trölls í smiðju nötra.
Þúsund hrossa gildi gaf
glœsiblossinn rjóði.
Tceknihnossið alið af
úrvals fossa stóði.
Merkjasteini mcetum frá
manndóms bein er ganga.
Fram um rein þar ekrum á
aldingreinar hanga.
Norðurbaug í scevarsjóð
Sólarlaug þó liverfi.
Hvessir augu röðulrjóð
rafalstaugakerf.
Að lokunt lýsir Valdimar grjót-
námi og malartekju:
Grjótnámsiðju staflar stáls
stuðlum ryðja fjalla.
Kjcilkar bryðja, kyngir háls
kjaflasmiðju salla.