Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 17. júní 1994 FRÉTTIR Akureyri: Frumflutt hljómsveitarverk eftir 16 ára Akureyring -1 iþrottaskemmunni á Akureyri nk. sunnudagskvöld Blásarasveit æskunnar mun frumflytja hljómsveitarverk eftir Davíð Brynjar Franzson, 16 ára Akureyring, í íþróttaskemmunni nk. sunnudagskvöld. Á verk- efnaskránni verða einnig Túskildingsóperan eftir Kurt Weill og Carmina búrana eftir Carl Orff, en það er svíta fyrir jazzband og hljómsveit. Tónleik- arnir heíjast kl. 20:30 og býður lýðveldishátíðarnefnd frítt á tónleikana. Davíð Brynjar er óneitanlega ungur tónlistarhöf- undur og því spennandi að heyra hvað hann hefur fram að færa. í samtali við blaðið vildi hann þó sem minnst gera úr þessum hæfileikum sínum en kvaðst bara hafa gaman af þessu. Davíð Brynjar Franzson, 16 ára höfundur hljómsveitarverks. hóf kontrapunktnám, sem heföi með tilurð tónverka að gera, hafi hann verið byrjaður að semja verk heima, en þetta er fyrsta verk hans sem er flutt opinberlega. „Verkið er tæpar 10 mínútur að lengd og er fyrir kammerblásarasveit. Það skiptist í þrjá kafla og var ég hálf- an mánuð með fyrstu tvo kaflana en töluvert lengur með lokakafl- ann.“ Hvað varðaði framtíðaráform kvað Davíó Brynjar allt óráðið, hann ætlar í MA næsta haust en er ekki enn búinn að ákveða framtíð- arstarf og er ekkert víst að það komi til með að tengjast tónlist- inni, en þó er öruggt aó hann mun halda tónlistarnáminu áfram. ÞÞ Að brautskráningu lokinni, kl. 13.15, verður tekin fyrsta skóflustungan að nýbyggingu skólans sem kemur á milli Gamla skóla og Möðruvalla. „Kennarinn minn í Tónmennta- skólanum, Roar Kvam, bað mig um aó semja hljómsveitarverk fyr- ir blásarasveitina, en ég hef lært kontrapunkt og hljófærafræði hjá honum sl. eitt og hálft ár og er einnig í Tónlistaskólanum, þar sem ég hef lært á trompet í 10 ár eða frá því ég var sex ára gamall," sagði Davíð. Davíö sagði að áóur en hann Oxarfjarðarhreppur: 136 stúdentar braut- skráðir frá MA í dag I dag verða brautskráðir 136 stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri. Nemendur ganga að venju fylktu liði frá Gamla skóla að Iþróttahöllinni. Brautskráningin hefst kl. 10 með hljóðfæraleik nemenda af tónlistarbraut. Tryggvi Gíslason, skólameistari, flytur ræðu, afhendir stúdentum prófskírteini og slítur skóla, og fulltrúar afmælisárganga ávarpa hátíðargesti. Eins og áöur segir veróa braut- skráóir 136 stúdentar frá MA að þessu sinni. Skipting þeirra eftir deildum er eftirfarandi: 1 úr öld- ungadeild, 34 úr máladeild, 27 úr félagsfræðideild, 52 úr náttúru- fræóideild, 18 úr eðlisfræóideild, 1 af myndlistarbraut og 3 af tón- listarbraut. Að brautskráningu lokinni í dag, kl. 13.15, verður í Stefáns- 17. júní Kaffihlaðborð til styrktar 3.-4. flokks kvenna Þórs í knattspyrnu verður í Húsi aldraðra, kl. 14-18. Verð 500 kr. 10 ára og yngri 200 kr. Allir velkomnir. lundi tekin fyrsta skóflustunga að nýbyggingu skólans. Formaður byggingarnefndar og skólameist- ari ávarpa gesti. Síðdegis, nánar tiltekið kl. 15, verður opið hús í MA. Gestum vcrður boðið aó skoða sýninguna „Hús skólans í 100 ár“. Á Sal verða bornar fram kaffiveitingar. í kvöld verður síð- an stúdentaveisla, hátíðarfagnaóur nýbrautskráðra stúdenta, í Iþrótta- höllinni. óþh Ingunn sveitarstjóri og Rúnar oddviti A fyrsta fundi nýrrar hrepps- nefndar Öxarfjarðarhrepps var Ingunn St. Svavarsdóttir ráðinn sveitarstjóri en hún gegndi starf- inu einnig á síðasta kjörtimabili. Oddviti er Rúnar Þórarinsson í Sandfellshaga. Segja má að alger kynslóða- skipti hafi oróið í hreppsnefndinni en allir meðlimir hennar eru nýir að Ingunni undanskilinni. Og meðalaldurinn er ekki hár því Ing- unn er aldursforseti, einungis 43 ára görnul. „Mér líst ljómandi vel á nýja fólkið, þaó cr ungt, efnilegt og mjög áhugasamt,“ sagði Ing- unn. Það verkefni sem hæst ber um Símaskráin komin út - gefin út í 172.000 eintökum Símaskráin 1994 er komin út og tók hún gildi sl. Iaugardag. Þann dag var rúmlega 4.000 síma- númerum í austurhluta Reyka- víkur breytt og eru nýju númer- in í skránni. Símaskráin er í tveimur bind- um, nafnaskrá og atvinnuskrá. Nafnaskráin nær yfir alla símnot- endur í landinu og er hún að venju skipt eftir svæðisnúmerum. Sú ný- breytni er tekin upp að birta far- símanúmer og númer fyrir fax og boðkerfi með nöfnum rétthafa heimilissíma og faxnúmer með at- vinnusímanúmcrum í stað þess aó hafa þau í sérstakri skrá. Síðara bindið er í raun við- skiptasímaskrá og þar er m.a. aó finna þau fyrirtæki sem greiða at- vinnusímagjald. Þar eru birt öll símanúmer þjónustuaóila hvort sem það eru farsíma, fax- eða boðkerfisnúmer. í atvinnuskránni eru einnig í fyrsta sinn svokallaðar bláar síður þar sem skráð eru símanúmer hjá stjórnsýslunni í landinu. Aftast eru svo gulu síð- umar sem nú hafa verið stórlegar endurbættar. Símaskráin er alls 1192 bls. og kemur út í 172.000 eintökum. Myndir á kápu eru frá Þingvöll- Símaskráin er nú gefin út í tveimur bindum, nafnaskrá og atvinnuskrá. þessar mundir er lagning hitaveit- unnar. Framkvæmdir hefjast innan skamms og í sumar er stefnt að því að ljúka lagnavinnu á Kópa- skeri. Vonast er til aö allir notend- ur verði tengdir viö hitaveituna haustið 1995. Af öðrum verkefn- um má nefna endurbætur á vatns- veitunni í Lundi, framkvæmdir við hlaupabrautir á íþróttavellin- um við Kleifartjörn og ýmis við- haldsverkefni. JHB um. Eins og áður er hægt aó fá símaskrána innbundna eða í höró- um spjöldum og kostar það kr. 185. Tæplega 14.800 íbúar á Akureyri - þann 1. desember sl. Þann 1. desember sl. var fbúafjöldi á Akureyri 14.799, samkvæmt endanlegum töl- um frá Hagstofu íslands. Ak- ureyri er sem fyrr fjórða stærsta sveitarfélag landsins og aðeins Reykjavík, Kópa- vogur og HafnarQörður fjöl- mennari. Húsavík er næst fjölmenn- asta sveitarfélagið á Noröur- landi eystra, meö 2.509 íbúa þann 1. desember sl. Á Dalvík var íbúatalan 1.533 og í Ólafs- firói 1.184. Önnur stór sveitar- félög í kjördæminu eru Eyja- tjarðarsveit meó 971 íbúa, Skútustaðahrcppur með 517 Þórshafnarhreppur 431, Grýtu- bakkahreppur mcð 399 og Raufarhafnarhreppur með 383. Þá voru 263 íbúar í Hríseyjar- hreppi þann 1. des. sl. og 116 í Grímseyjarhreppi. Sauðárkrókur cr fjölmcnn- asta sveitarfélagið á Noröur- landi vestra og þar voru 2.717 íbúar þann 1. des. sl. Á Siglu- firði voru 1.781 íbúi og 1.052 á Blönduósi. í Hvammstangahreppi voru íbúamar 690, í Höfóahreppi 685 og í Hofshreppi 406. KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.