Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 11

Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 11
Föstudagur 17. júní 1994 - DAGUR - 11 Lýðveldishátíð á Akureyri 1944: - sól og blíða nyrðra en væta syðra íslendingar fögnuðu endurreisn lýðveldisins 17. júní 1944 með glæsilegri þjóðhátíð um land allt. Á Akureyri var sól og blíða og mikill mannQöldi í bænum. Farið var í skrúðgöngu frá Ráð- hústorgi norður Brekkugötu, niður Gránufélagsgötu, suður Glerárgötu, upp Strandgötu, um Hafnarstræti, upp Spítalaveg og niður Eyrarlandsveg til kirkju. Gangan var afar fjölmenn og þcgar fylkingin fór inn Hafnar- stræti huldi hún götuna óslitið frá Skjaldborg, þar sem nú er Hótel Óðal, út að Ráöhústorgi. Ekki komust allir fyrir í kirkjunni en þar prédikaði sóknarpresturinn og vígslubiskupinn sr. Friórik J. Rafnar. Eftir hádegi safnaðist fólk sam- an á Ráðhústorgi og hlýddi á út- varp frá Þingvöllum þar sem kjöri forseta og gildistöku lýðveldis- stjórnarskrárinnar var lýst. For- rnaóur hátíðarnefndar, sr. Friðrik J. Rafnar, setti hátíóina. Þorstcinn M. Jónsson, skólastjóri, flutti að- alhátíðarræðuna, Steingrímur Jónsson, fyrrv. bæjarfógeti, flutti minni Jóns Sigurðssonar, Einar Árnason, fyrrv. alþingismaður, flutti minni héraðsins og Sigurður Róbertsson, rithöfundur, minni fánans. Lúðrasveitin lék og Karla- kórinn Geysir og Karlakór Akur- eyrar sungu. Um kvöldið var danstónlist leikin á Ráðhústorgi og fólk steig dans um stund. Lúðrasveitin lék síðan nokkur lög og lauk hátíóinni um miðnætti. Ráðhústorg „lítið yndislegur staður“ Þótt veður hafi verið gott á Akur- eyri 17. júní 1944, bærinn fánum prýddur, fólk í hátíðarskapi og fjölmenni við hátíðahöldin, þá fundu menn ýmislegt aðfinnslu- vert. Þannig segir í Verkamannin- um (24. júní 1944): „Þaó eina, sem mörgum finnst aó heföi mátt Hátíðin á Ráðhústorgi fór vel fram í bliðskaparveðri en Dagur kvartar þó dálítið yflr torginu og aðgerðarleysi sani- komugesta. Mynd: Minjasafnið á Akureyri. Skrúðgangan á Akureyri var mjög fjölmenn og var farinn hringur á miðbæjarsvæðinu, síðan upp Spítalaveg og nið- ur Eyraralandsveg til kirkju. Mynd: Minjasafnið á Akureyri. Sigurðsson, skrifstofustjóri, hlaut 5 atkvæði en 15 skiluðu auðu. í þjóðaratkvæðagreiðslu 20,- 23. maí greiddu 98,65% atkvæði meó sambandsslitum en 0,51% voru á móti. Með stofnun lýðveld- is voru 96,35% en 1,49% voru á móti. Þjóóhátíðin á Þingvöllum var „hinn mikli dagur'* í augum Is- lendinga og nú fögnum við 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins með svipuöum hætti, þótt vonandi verói ekki eins blautt á Þingvöll- urn og 1944. En þrátt fyrir rign- ingu og vosbúð voru menn lítt rakir hió innra, eða eins og Dagur segir (22. júní 1944): „Það var ánægjulegt að veita því athygli, hve samtaka menn voru í gleðinni og æðruleysinu, og ekki var það síóur merkilegt, að allan þennan dag, sást ekki ölvaður maður. Menn fóru ekki á Þingvöll í þetta sinn til að drekka og þeir gátu auðsjáanlega gert sér glaðan dag án þess. Mun þetta einsdæmi, þeg- ar um svo mikinn mannfjölda er að ræða.“ SS betur fyrir koma, er það, að ekki var séð fyrir neinu húsnæói til kvöldskemmtana. Þaö virðist ekki úr vegi að hátíðanefndin hefði fengið leigt svo sem 2-3 veitinga- hús í bænum, þar sem almenning- ur hefði átt þess kost, að dvelja við dans og drykkju." Dagur beinir spjótum sínum að Ráðhústorgi, sem enn í dag er ákaflega umdeilt. „Það má deila um það, hvort heppilegt hafí verið að vclja hátíðahöldunum hér í bænum stað á Ráðhústorgi. Torgið er, a.m.k. ennþá, heldur litió ynd- islegur staður. Það gæti orðið mun fallegra, regluleg bæjarprýði, ef það væri allt gert að grasfleti og giróingin Ijóta væri tekin og henni fleygt út í hafsauga." (Dagur 22. júní 1944). Þá kvartar Dagur, sem þcir Ingimar Eydal, Jóhann Frímann og Haukur Snorrason voru í for- svari fyrir, sáran yfir því aó bæjar- búar hafi tekið lítinn þátt í hátíða- höldunum heldur horft í gaupnir sér þegar þjóðsöngurinn var sung- inn og forsetinn hyllltur. Gleði á Þingvöllum þrátt fyrir vosbúð Á Þingvöllum „laugaðist silkifán- inn tárum himinsins", eins og út- varpsþulurinn komst að orði, en þangað komu þó um 25 þúsund manns til að fagna endurreisn lýð- veldisins að Lögbergi og kjöri fyrsta forseta íslands. Nóttina áður höfðu tjaldgestir orðið fyrir vos- búó og nokkra þurfti að flytja í sjúkrabílum til Reykjavíkur. Mik- ill vöxtur hljóp í Oxará og rign- ingin setti líka strik í reikninginn á sjálfri hátíðinni. Sveinn Björnsson, fyrrv. ríkis- stjóri, var kjörinn forseti íslands til eins árs með 30 atkvæðum. Jón þar sem geisladiskar eru gersemi Hafnarstræti 98 • 600 Akurcyri • Simi 12241 LOTIW Vinn ngstölur 15.06.1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING El 63,6 0 36.980.000 Tm% 5 af 6 CÆ+bónus 0 1.793.437 E1 5 af 6 6 43.712 H 43.6 236 1.768 E| 3af6 Cfi+bónus 878 204 Aðaltölur: 8 13 16 21 27 31 BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku 39.632.069 aisi.: 2.652.069 UPPLYSINGAR. SIMSVARI 91- 60 15 11 LUKKUIÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MED f VRIRVARA UM PfiCNTVILLUR fjj Vinningur fór til: (Tvöfaldur 1. vinningur næst)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.