Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 17. júní 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON.(íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Lýðveldíð ísland 50 ára Um allt land er þess minnst í dag að 50 ár eru liðin frá þeim merka degi er Lýðveldið ísland var stofnað á Þingvöllum. Sveinn Björnsson vann þá eið að stjórnarskránni og undirritaði eiðstaf. Þetta var gleðidagur og þessum áfanga fagna allir lands- menn í dag, fimmtíu árum síðar. Hálf öld í sögu þjóðar er ekki langur tími, en því verður ekki á móti mælt að á þessum 50 árum hefur ótrúlega margt áunnist. Framfarirnar og þróunin er slík að þess eru fá dæmi í hinum vestræna heimi. í lýðfrjálsum ríkjum Vesturlanda er litið á frelsi og lýðræði sem sjálfsagðan hlut. En lýðræðislegt, frjálst þjóðskipulag er ekki sjálfgefið, fyrir því þurfa þjóðir að berjast og fyrir því þurftum við íslending- ar að berjast á sínum tíma. Forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, kemst svo að orði í viðtali sem birt er í Degi í dag: „í Biblíunni segir að Móses hafi verið 40 ár í eyðimörkinni áður en hann snéri aftur í von um að atburðir væru farnir að fyrnast í minn- inu. Eldri kynslóðin í landinu, sú sem man tvenna tíma, er vel meðvituð um hvað það merkir að búa við það frelsi sem lýðveldið færði okkur. Hins vegar hefur yngri kynslóðin ekki verið minnt nægilega á að frelsið er ekki sjálfgefið. Mikið var haft fyrir því að öðlast þetta frelsi og það er nauðsynlegt að minna á, hvenær sem tækifæri gefst, hve dýrmætt það er. “ í Degi fyrir 50 árum var vitnað til fleygra orða danska prestsins og rithöfundarins Kaj Munk: „Frelsið getur enginn gefið nema guð einn, og hann gefur það aðeins þeim, sem skilja hvílíkar skyldur slík gjöf leggur þeim á herðar. “ Síðan segir Dagur þann 22. júní 1944: „Þetta um skyldurnar þarf öll íslenzka þjóðin að leggja sér á hjarta, og ekki sízt löggjafar hennar og ríkisstjórn, svo að frelsið verði ekki frá henni tekið. Hafi þjóðin skiln- ing á þessu verður 17. júní 1944 skráður á spjöld sögunnar sem hinn mikli dagur". í huga þjóðarinnar er og hefur 17. júní 1944 ætíð verið hinn mikli dagur. Dagur sigurs og óskoraðs stjórnfrelsis. Þess vegna eru ríkar ástæður til veg- legra hátíðarhalda um allt land í dag. Dagur óskar íslenskri þjóð heilla á 50 ára lýð- veldisafmælinu. I UPPAHALDI Myndi flytjast í sumarbústaðinn Sigfríður Þor- steinsdóttir var í vikunni kjörin forseti bœjar- stjórnar Akur- eyrar. Sigfríður starfar sem tœkniteiknari hjá Verkfræðistofu Norð- urlands en hóf afskipti af stjórnmálum fyrir allnokkru og fór fyrst í framboð 1982. Sigfríði líst ágœtlega á nýja embœttið og á ekki von á öðru en nœg verkefni verði til að glíma við nœstu fjögur árin. Les- endur fá hér nasasjón af því hvað er í uppá- haldi hjá nýjum forseta bœjarstjórnar. Hvað gerirðu helst ífrístundum? Ég sinni aóallcga fclagsmál- um og pólitík. Hvaða matur erímestu uppálialdi hjá þér? Það er nú ýmislegt, t.d. pasta. Uppáhaldsdrykkur? Ætli þaó sé ekki kaffi. Slgfríður Þorsteinsdóttir. Ertu hamlilcypa til allra verka á heimilinu? Stundum. Er heilsusamlegt líferni ofarlega á baugi hjá þér? Já, það má segja það. Hvaða blöð ogtímarit kaupirþú? Ég kaupi Dag og Veru. Hvaða bók er á náttborðinu hjáþér? Það er reyndar ekki bók heid- ur fyrirlestur um svcitarstjórnar- menn cftir Auóun Offcrdal. Hann var fiuttur á þingi um sveitar- stjómarmál um daginn, skcmmti- legur fyrirlestur sem ég vil lesa betur. Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi lijá þér? Dire Straits. Uppáhaldsíþróttamaður? Sigrún Hrafnsdóttir, sund- kona. Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? Ég horfi aóallega á frcttir. A hvaða stjórnmálamanni hefurþú mest álit? Ég hcf mikið álit á Halldóri Ásgrímssyni. Hvar á landinu vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum? Eg á sumarbústað hérna aust- ur í heiðinni. Ætli ég myndi ekki bara i'ara þangaö. Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? Ekkert. Hvernig œtlarðu að verja sumarleyf- inu? Ég ætla aó skreppa tii Turku í Finnlandi á Nordisk förum. Ætli ég ferðist svo ekki innanlands. Hvað œtlarðu að gera um helgina? Á iaugardaginn tek ég að öll- um líkindum á móti gestum og á sunnudaginn ætla ég að hjálpa til við kvennahlaupið. JHB VANOAVELTUR_________ Ó5KAR ÞÓR HALLDÓRSSON VV I / t •• # ##f t •• # Hæ ho jibbijei og jibbijei Fimmtíu ár - það er langur tími. Og þó. Ég er að vísu bara rétt lið- lega þrítugur en þrátt fyrir þaó er ég farinn að sjá þátíðina í rósrauð- um glampa. Mér finnst allt hafa verið betra í þá gömlu, góðu daga. Þessir gömlu dagar eru einhvem tímann í fortíðinni, reyndar hvorki í fyrra né hitteðfyrra, en kannski fyrir tíu árum aó ekki sé nú talað um tuttugu árum. Lýðveldisaf- mælið er tími uppgjöra, horft er til baka og fortíðin dásömuð. Allt var svo miklu betra hérna áður fyrr. Ég hef satt best aó segja ckki hugmynd um hvemig fólk fór yfirleitt að hér á árum áöur. - Hvernig í ósköpunum gátu konur til dæmis stundaó leikfimi - án Always Ultra dömubinda? - Hvernig gat samfélagið geng- ið eðlilega fyrir sig án tölva? - Var ekki alveg óbærilegt að verða að gjöra svo vel að hlusta á útslitnar grammofónplötur á gömiu gufu Ríkisútvarpins? - Hvernig var hægt að draga fram lifið án pizzunnar? Vínberin í kaupfélaginu Þrátt fyrir að vera bamungur að aldri man ég þá tíð er hátíð var í bæ þegar vínber fengust í kaupfé- laginu. Ef ég man rétt tengdust vínberin ákveðnum árstíma. Þau voru ^gleóigjafar og ávextir yfir- leitt. I þá daga var talaó um jóla- eplin, þessi rauðu, stóru og safa- miklu. Keyptir voru stórir kassar af þessu dýrindi og eplin runnu ljúflega niður um hátíðarnar. Þetta er liðin tíð. Nú eru epli svo hvers- dagslegur matur að það þykir ekk- ert sérstaklega jólalegt að bíta í þau. Og það var líka í þá gömlu, góöu daga sem Bítlarnir tröllriðu gervallri heimsbyggðinni. Ég hafói að vísu heldur lítið vit á Bítlatónlist að ekki sé talað um Rolling Stóns. Eldri bræður mínur voru hins vegar á kafi í „bransan- um“ og sögóu mér allt sem ég þurfti að vita um leyndardóma Bítlanna. Mér var að vísu iðulega hent öfugum út þegar upp komst að ég hafði ekki gengið nægilega viróulega um plöturnar. Rispur voru ekki það allra vinsælasta. Til þess að friða yngra gengið á heim- ilinu var fjárfest í Dýrunum í Hálsaskógi. Þeir eldri hlustuöu á Paul og John. Ég varð aó gera mér Mikka og Lilla að góðu. Sagan endurtekur sig. Mér til mikillar skelfingar eru þeir Mikki og Lilli í hvað mestu uppáhaldi hjá þriggja ára syni mínum. Á meóan hlusta ég á Bítlana og Bubba. Undarleg þjóð Ef út í það er farið er íslensk þjóð næsta undarleg. Við höfum verið á eilífri vertíð. Síðutogaravæðing- in, síldarævintýrið og skuttogara- væðingin. Veskin tútnuðu út, hús- in þutu upp og verðbólgan sá um að brenna upp fjársk.uldbinding- arnar. Ekkert einasta mál. Það var í engu sparað. Vertíðarhugsunarhátturinn er ennþá til staðar, þrátt fyrir hinar svokölluóu efnahagsþrengingar. Jepparnir eru af fiottustu og dýr- ustu gerð, vídeótækin þau bestu og dýrustu og svo mætti áfram telja. Vió viljum ekki láta segja um okkur að við séum eitthvað aumingjalegri en Jón og Gunna í næsta húsi. Við verðum aó vera töff. Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur kemst vel að orði í grein sem hann nefnir „Áferó mannlífsins“ og birtist í bókinni „Tilraunin Island í 50 ár“. Þjóð- inni verður vart betur lýst í stuttu máli. Gefum Guðmundi oröið: „I íslenskum bygingastíl hclst vanþekking í hendur vió óbilandi sjálfstraust á cinhvern hrífandi hátt. Af sama toga eru stórbrotin kaup á fótanuddtækjum, heimilis- tölvum, gervihnattadiskum, brauögeróarvélum, skemmturum, faxtækjum, símsvörum, bílasím- um og yfirleitt öllu því sem er þráðlaust, fjarstýrt og dígítal og óþarft. Þetta lýsir fölskvalausri trú á nútímann; vitnar um þjóð sem hrífst af sérhverju galdratæki sem út af honum gengur - þetta sýnir okkur þjóð sem er í óvenjulega nánu og sterku sambandi við for- tíð sína, man kuldann og eymdina og úrræöaleysið og fákænskuna sem íatæktin ól og ætlar aldrei aft- ur að hírast í moldarkofum, heldur taka þátt í nútímanum af alefii; vcit rétt cins og fólk af nýupp- götvuóum þjóðflokki í Amazon að úr með tölvupípi er undursamleg vél.“ „Hálft ár enn í jól“ Og enn einu sinni er kominn 17. júní - í þctta skipti töluvert merki- lcgri dagur en venjulega. Kórar syngja auóvitað „Hver á sér fegra föóurland“ og „Úr útsæ rísa Is- landsfjöll". En almenningur kyrjar eftir sem áður 17. júní lag Bjartmars Hannessonar og Hauks Ingibergssonar. Hjá yngri kyn- slóðinni er samasemmerki á milli 17. júní og eftirfarandi ljóðlína: Blómin springa út og þau svelgja í sig sól. Sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól. í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag því lýðveUlið Island á afmœli í dag. Hœ hó jibbijei og jibbijei það er kominn 17. júní.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.