Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 5

Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. júní 1994 - DAGUR - 5 Æ5KUMYNPIN 17. júní 1944 STEINUNN BiARMAN Þjóðhátíð á Akureyri fyrir 50 árum. Steinunn Bjarman rifjar upp nokkur skemmtiieg atvik. Mynd: Minjasafnið á Akureyri. Fram eftir öllum vetri héldu menn áfram aó rífast um skilnaðarmálið. Okkur, sem þá vorum unglingar, þótti það í meira lagi undarlegt. Lögskiln- aðarmenn - hraðskilnaðarmenn - þetta var eins og erfiður hjónaskilnaður sem allir ættingjar og vinir skipta sér af. Þótt feður okkar sumra væru lögskiln- aðarmenn og héldu langar ræður yfir matarboróinu um aó taka yrói tillit til Dana - og skólameistari væri lögskiln- aðarmaóur og færi ekki í launkofa með þaó - og meira að segja skóla- stjóri bamaskólans, sem vió höfðum alltaf trúað á, þótti okkur þessar enda- Iausu deilur sannarlega þreytandi. En við áttum þá eina gamla sjálfstæðis- hetju í bænum, Sigurð Eggerz, sem lét ekkert hagga sér. Við vorum of ung til aó hafa tekið þátt í Alþingishátíðinni 1930, en höfð- um alist upp við umtalið um hana. Um undirbúninginn sem hafði verið glæsilegur og hvað allir hefðu verið samtaka um að gera hana vel úr garði. Vió höfðum drukkió súkkulaði úti í sveit úr næfurþunnum, kínverskum postulínsbollum með gjósandi Heklu- myndum sem höfðu verió gerðir í sambandi við hátíðina. Við höfðum séð brjóstnálar, barmprjóna og minn- ispeninga frá Alþingishátíóinni, en samt var kreppa þá og allir fátækir. Núna voru nógir peningar og allir höfóu vinnu. Samgöngurnar voru auð- vitað erfiðar og næstum aóeins vió Bretland og Bandaríkin. Þetta endalausa þref fór í taugamar á okkur. Danir hlutu að skilja það aó við vildum verða lýóveldi. Núna, þeg- ar þeir voru undir jámhæl þýskra nas- ista, hlutu þeir að skilja frelsisþrá ann- arrar þjóðar betur en nokkru sinni áð- ur. Já, okkur þótti þetta undarlegt þref og lítið gerast, en tíminn fara til spill- is. Tíminn stóð þó ekki kyrr og við fylgdumst spennt með öllum fréttum frá útlöndum. I ársbyrjun féllu tvær frelsishetjur sem við höfðum dáðst að undanfarin ár. Kaj Munk í Danmörku og Nordal Grieg í sprengjuflugvél yfir Berlín. Og um líkt leyti vorum viö að horfa á stríðsmynd frá Noregi í Nýja Bíó, Máninn líður, eftir sögu Johns Stein- becks. Skyndilega var kominn nýr, glæsi- legur danssalur í bæinn, annað eins hafði ekki gerst áram saman. Tvö ný hótel vora í byggingu, Hótel KEA og Hótel Norðurland. Hótel Norðurland varð á undan að koma upp samkomu- sal og nú voru auglýst þar böll um helgar og þaó sem kallað var „restra- sjón“ um miðjan dag á sunnudögum. Fyrsta skiptið sem menntaskólakrakk- amir fjölmenntu þangaó var í fertugs- afmæli Hermanns Stefánssonar. Fyrir okkur á Hamarstígnum og á Ytri-Brekkunni rann líka upp betri tíð þegar KEA-útibú var opnaö í mars á Hamarstíg 5. I byrjun mars náðist allt í einu sátt á Alþingi í skilnaóarmálinu og þá breyttist allt á svipstundu. Þrefið var úr sögunni og nú fór skyndilega allt á fleygiferð. Nefndir og ráð voru sett á laggimar og þeir sem rifist höfðu í marga mánuói tóku höndum saman. Samkeppni um ættjarðarljóð og hátíð- armerki var auglýst. Fólk var hvatt til aó kaupa fána og fánastengur. Þjóðar- atkvæðagreiðslan var ákveðin. Okkur unglingunum þótti verst að hafa ekki kosningarétt. Allir áttu að kjósa og allir eins. I blöðunum voru myndir af atkvæðaseðlum og þar voru sýndir tvcir krossar, annar við stofnun lýð- veldis og hinn við nýja stjómarskrá. Þctta voru fyrstu kosningar sem flestir unglingar fylgdust með og þær voru engum öðrum líkar. Kosningarn- ar áttu að standa í fjóra daga. Þeir sem vora vcikir eða lasburða máttu kjósa hcima. Sveitir, hreppar, sýslur og bæj- arfélög ætluðu að keppa um það sín á milli hvar þátttakan yrði mest og hvort ekki myndu allt að 100% scgja já við báðum spumingunum. Mitt í öllum kosningaundirbún- ingnum vora tvær fyrstu gufupress- umar opnaóar í bænum og einnig bókabúðin Rikka. Kvöldvökumar héldu áfram í Skaldborg, einu sinni í viku, og þegar þær vora auglýstar í blöðunum stóð þessi athugasemd sem allir skildu: „Þeir sem vilja geta hlust- aó á útvarpssöguna þar.“ Og enn var fólk hvatt til þess að koma sér upp fánum og fánastöngum. Meira að segja sjálfur forsætisráóherr- ann hvatti fólk til að fara að ályktun Alþingis og koma sér upp fána og nota hann á hátíðastundum. Einnig var ákveðið að allir sem við kosning- amar störfuðu og þeir sem greitt hefðu atkvæói fengju merki, þrjú græn birkilauf á hvítum granni. Eftir kosningarnar átti Skógræktarfélagið að fá merkið. Kosningamar stóðu yfir dagana 20.-23. maí að báðum dögum meó- töldum og vora haldnar í Samkomu- húsinu. Kjömefndin var með skrif- stofu á herbergi 2 á Hótel Akureyri og hvatti fólk ákaft til að gerast sjálf- boðaliðar, koma og kjósa, láta vita um alla sem ekki yröu heima kosningar- dagana, lána bílana sína og fá þá aukabensínskammt. Auðvitaö urðu þessar kosningar stórkostlegar. Nær allir vora sammála og kosningaþátttakan víða allt að 100%. Allt rifrildið um lögskilnaóar- menn og hraðskilnaðarmenn var löngu gleymt og nú var gaman að lifa. Skólinn var búinn um miójan maí og mig vantaói sumarvinnu. Mig langaói að vinna fyrir miklu kaupi og vió annað en að passa böm. Eg vissi að það var hægt að fá vinnu hjá hem- um og hana vel borgaða, en pabbi tók þaö ekki í mál. En hvað með þetta nýja hótel sem kaupfélagið var aö byggja? Pabbi þekkti hótelstjórann og talaði við hann og ég fékk boð um að éggæti byrjað 10. júní. I lok maí fór ég í fyrsta skipti til Reykjavíkur og reyndar fljúgandi. Þrjá daga í röð var skrölt eftir vondum vegi fram á Melgerðismela, en þaðan fór flugvélin. Þegar þangað kom var tilkynnt að því miður yrði ekki flogið í dag. Loksins gekk þetta og ég sat í lítilli, blárri, sjö manna flugvél með Orn Johnson flugstjóra á leið til Reykjavíkur. A Reykjavíkurflugvelli ríkti mikill ruglingur og óöagot og endalaust eftirlit herlögreglu. Mér fannst Reykjavík ekki mjög hátíðleg. A Akureyri voru allir önnum kafnir vió að undirbúa bæinn fyrir 17. júní. I Reykjavík voru götur sundur- grafnar af hitaveituskurðum og til þess að komast inn í hús varð maður að ganga eftir tréplanka. Enda var fólk alltaf að detta í skurði og slasa sig. Skelfing fannst mér líka Hljómskála- garóurinn lítilfjörlcgur borinn saman við Lystigarðinn. En eitt hafói Reykjavík fram yfir Akureyri, þar mátti kaupa ís flesta daga ársins. Eftir að ég kom aftur heim talaði ég við Jónas Lárusson sem var hótel- stjóri á væntanlegu Hótel KEA. Hann leiddi mig um ganga og herbergi hótelsins. Þar var allsstaóar verið að leggja síðustu hönd að verki. Konur aó koma fyrir gluggatjöldum eða sauma rúmfatnað. Smiðir, rafvirkjar, pípulagningamenn, allir voru önnum kafnir því að gert var ráð fyrir að hótelið yrði opnað 20. júní. A annarri hæó áttu veitingasalimir að vera, en ekki var reiknað með að þeir yróu til- búnir fyrr en með haustinu, þangaó til var gcrt ráð fyrir að hótelgestir gætu kcypt sér mat og drykk á Gildaskálan- um sem var á fyrstu hæðinni. Jónas hafði gefið einni stúlkunni á Gildaskálanum vikufrí svo að hún gæti farið til Þingvalla með kærastan- um og verið þar í tjaldi á hátíóinni. Það var ætlunin að ég tæki starf henn- ar á meðan hún væri í burtu, en síðan átti ég að vinna við gestamóttökuna á hótelinu. Starfió í Gildaskálanum hét að vinna í „buffinu", en það fólst í því að vera milligöngumaður milli þjónanna og eldhússins og jafnframt aó snúast fyrir þjónana. Gildaskálann þekkti ég út og inn. Þama hafði maður setið og drakkið molakaffi eftir bíó eóa kaffi og kökuskammt þegar maður átti aur. Okkur hafði þótt Gildaskálinn afskap- lega smart þegar hann var innréttaður nokkram áram áður, með stóran speg- ilvegg og húsgögnum frá veitingastaó sem hafói verið í New York í sam- bandi vió heimssýninguna 1938. Vinnuvaktimar voru frá kl. 3 síð- degis til miðnættis og síðan næsta morgun frá k. 8 til 3 síðdegis. Þá var frívakt til kl. 3 næsta dag. Þessar frí- vaktir komu sér mjög vel því að þessa dagana var nóg að gera heima við að þrífa garðinn og mála grindverkið í kring fagurgrænt. Einn daginn var komið með hvíta fánastöng og hún fest við hliðgrindina. Síðan kom ís- lenskur fáni sem ég á reyndar enn. Allsstaðar var fólk að mála girðingar og koma upp fánastöngum og þrífa garða og keyra burt rusl. Mitt í þessum önnum vorum við upptekin af erlendu fréttunum. Þann 6. júní hófst innrás Bandamanna i Norður-Frakkland sem svo lengi hafði verið beðið eftir. Allar bókabúðir bæj- arins auglýstu að hægt væri að fá keypt innrásarkort. Eg áttaði mig fjlótlega á því aó ég myndi verða á vakt 17. júní kl. 3 síð- degis og fram að miðnætti. Svo lengi sem ég mundi hafði 17. júní verið haldinn hátíðlegur á Akureyri. Venju- lega var samkoma vió sundlaugina sem íþróttafélögin og nýstúdentamir sáu um. Núna átti að halda hátíóina á Ráðhústorgi. Fólkið safnaóist saman á Ráðhús- torginu milli kl. 9 og 10 morguninn 17. júní. Eg var þar mætt í skátabún- ingi og gekk með skátunum. Þama raðaði fólk sér upp í skrúðgöngu við dynjandi lúðrasveitarleik. Skrúðgang- an var sú stærsta sem sést hafði í bæn- um. Fyrst var gengió norður Brekku- götu, þá niður Gránufélagsgötu, suður Glerárgötu, upp Strandgötu, suóur endilangt Hafnarstræti, upp Spítala- veg og niður Eyrarlandsveginn að kirkjunni. Veður var mjög gott, sól og þýður vindur. Fánar voru við flest hús, víða fánaborgir og öll skip í höfninni fán- um skreytt. El'tir að komið var í kirkj- una messaði séra Friðrik Rafnar og kirkjukórinn hafði verið æfður sér- staklega fyrir þetta hátíðlega tilefni. Ég hafði ekki tíma til að taka frekar þátt í hátíðahöldunum, en flýtti mér heim til þess að hafa fataskipti og komast í vinnuna. Vinnufötin voru hvítur sloppur, hncpptur að framan og ljósir skór. Ég mætti á Gildaskálanum laust eftir klukkan 2. Eftir hádegið hafði fólk aftur farið að safnast saman á Ráðhústorgi. Þar var fyrst útvarpaó frá hátíðinni á Þing- völlum og lýst gildistöku lýðveldis- stjómarskrárinnar og forsetakjöri. Eft- ir þetta hófust á torginu ræðuhöld og karlakórssöngur. Bærinn var fullur af fólki og allir vora aó njóta góða veð- ursins og hátíöleika dagsins. I mið- bænum voru þá engar sjoppur eða sölutjöld og alls staðar lokaó nema á hótelunum. A Gildaskálanum var dagurinn ró- legur fram undir hálfþrjú, en þá var líka friðurinn úti. Fólk streymdi inn til þess að fá sér kaffi og kökur eóa gos- drykki. Til að byrja meö gekk þetta skikkanlega. Ég hafði skotist inn í lít- ið búr sem var öðrum megin við buff- ió og skorið niður vínarbrauðslengjur og nú raðaði ég á föt kökuskammtin- um sem var: rjómakaka, vínarbrauðs- lengja og smákaka. Kaffikönnurnar komu út um lúgu á eldhúshurðinni, en mjólkina hafói ég í stóram brúsum og jós henni í könnur og rjóma í rjóma- könnur. Þjónamir komu látlaust meó pöntunarmiða og óhrein áhöld á bökk- um sem ég stakk inn um eldhúslúg- una. Ég hafði alls ekki undan og hljóp fram og aftur. Stúlkumar í eldhúsinu kepptust vió að þvo upp. Þær höfðu enga uppþvottavél og urðu því að herða sig. Þær helltu líka á kaffikönn- umar og réttu mér og hjálpuðu mér að draga inn kassa með appelsíni, cítróni, valencíu, pilsner og kist. Brátt fór ýmislegt aó ganga til þurrðar. Um kvöldmatarleytið var svolítió rólegra og vió gátum tekið til. Þó kom fólk í kvöldmat og við heyrð- um að hátíðahöldin vora aftur komin í gang á torginu. Nú voru karlakóramir famir að syngja og lúðrasveitin aó spila og síðast var útvarpaó danslög- um frá Þingvöllum og fólk reyndi í fyrsta skipti aó fá sér snúning á Ráð- hústorgi. Hjá okkur í Gildaskálanum var að skapast vandræðaástand. Rétt fyrir kvöldmat voru allar rjómakökumar búnar. Þá notaði ég rúllutertusneið sem þriója hlutann af kökuskammtin- um. Þegar á kvöldið leið þraut allt gosið og skömmu seinna áttum vió svo til enga mjólk. Vínarbrauðslengj- urnar voru líka búnar og þá vora bara eftir tvær tegundir í kökuskammtin- um. Kaffi var þó enn til. Síðasta klukkutímann var aðeins hægt aó fá svart kaffi og smáköku með og þegar vió gátum loksins lokað klukkan 12 á miðnætti í staó hálftólf, eins og gert var ráó fyrir, var ástandió ekki mjög glæsilegt. Við voram lengi að taka til og ganga frá í salnum og koma öllu fyrir. Við voram hálfrugluð og kominn í okkur svefngalsi eftir allan hama- ganginn. Það síðasta sem ég minnist þetta hátíðarkvöld var að stúlkumar í eldhúsinu réttu mér diskahlaða sem ég ætlaði að setja í skáp niður undir gólfi. Ég beygði mig niður með hlað- ann, en í sama bili rann ég og diskam- ir lentu allir á gólfinu meó miklum skarkala. Þarna lágu hrúgur af brotn- um diskum. Ég tók þá sem vora nokk- urn veginn heilir og tróð þeim innst í skápinn og hugsaði sem svo að það sk\ldi aldrei verða minnst á þetta. Síðan sópaði ég saman glerbrotunum og henti í ruslafötu. Þaó var undarlegt aó koma út í bjarta sumamóttina og ganga gegnum miðbæinn og hitta fólkið sem haföi verið að skemmta sér allan daginn og sjá enn alla fánana á stöngunum því að leyft hafói verið aó hafa þá uppi fram eftir nóttu. Það var runninn upp sunnudagur og eftir nokkra klukku- tíma var aftur vinnudagur og þá yrðu vonandi komnar nýjar vistir. Auglýsing um sendingu kjörgagna við kosningu til kirkjuþings Það tilkynnist hér með að kjörgögn við kosningu til kirkju- þings 1994 hafa verið send þeim, sem kosningarétt eiga, í ábyrgðarpósti. Jafnframt er vakin athygli á því, að kjör- gögn þurfa að hafa borist kjörstjórn, Biskupsstofu, Suður- götu 22, 150 Reykjavík, fyrir fimmtudaginn 28. júlí nk. Reykjavík, 14. júní 1994, f.h. kjörstjórnar, Ragnhildur Benediktsdóttir. DnGsPnewTHF Aðalfundur Dagsprents hf. verður haldinn að Strandgötu 31, Akureyri, joriðjudaginn 21. júní kl. 1 8.00. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.