Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 9

Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 9
Föstudagur 17. júní 1994 - DAGUR - 9 SÆVAR HREIÐARSSON HM í BAN DARÍ KJUNUM '94 Loksins, loksins... Þá er komið að stóru stundinni. Úrslitakeppni HM í Bandaríkjunum hefst í dag. Undanfarnar vikur höfum við kynnt liðin sem taka þátt í keppninni og nú er komið að síðustu fjórum liðunum. Liðin sem mætast í F riðli eru Holland, Belgía, Marokkó og Sádí Arabía. Næsta öruggt er að nágrannarnir frá Hollandi og Belgíu koma til með að berjast um efsta sætið í þessum riðli. Hollendingar hafa ekki sýnt sínar bestu hliðar undanfarin ár enda bestu menn liðsins, Ruud Gullit og Marco van Basten, Iítið Ieikið með liðinu. Til stóð að Gullit léki með liðinu í sumar en hann hætti við á síðustu stundu og dró sig út úr landsliðshópnum. Belgar byggja lið sitt í kringum snillinginn Enzo Scifo og ef hann nær sér á strik ætti þeim að ganga vel. Mar- okkó stóð sig vel þegar þeir tóku þátt í lokakeppninni 1986 en ekki er hægt að búast við að þeir nái jafn góðum árangri í ár. Þeir munu berjast við Sádí Araba um þriðja sætið og það lið sem sigrar þegar þessar tvær þjóðir mætast á ágæta möguleika á að komast áfram í næstu umferð. Holland Þjálfari hollenska liðsins er Dick Advocaat sem upphaflega átti aó- eins að stýra liðinu í undankeppn- inni og víkja svo fyrir Johan Cru- yff, þjálfara Barcelona. En þegar að ekki náðust samningar við Cru- yff var Advocaat fenginn til að halda áfram með liðið. Samband hans við snillinginn Ruud Gullit hefur verið stirt og nú er ljóst að Gullit verður ekki með liöinu í sumar. Framherjanum snjalla, Marco Van Basten, var boðið að taka sæti hans í liðinu en hann hefur verið meiddur síðustu tvö ár og AC Milan var mótfallið því að hann byrjaði strax að leika. Vörn- in er veikasti hlekkur liösins en þar stjórnar Ronald Koeman frá Barcelona öllum aðgerðum. Hann þykir heldur seinn í svifum og jendir oft í vandræðum en hann er hinsvegar stórhættulegur þegar hann bregður sér í sóknina og skorar mörg glæsileg mörk með langskotum. A miðjunni ræður Frank Rijkaard ríkjum en hann leikur nú með Ajax eftir glæsileg- an feril með AC Milan. Með hon- um á miðjunni leika baráttujaxl- arnir Jan Wouters frá PSV Eind- hoven og Wim Jonk frá Inter Milan. A hægri kanti leikur hinn bráðefnilegi Marc Overmars frá Ajax sem þótti standa sig frábær- lega í undankeppninni. Hraði hans setur varnir andstæðinganna oft úr jafnvægi og hann skapar mörg færi fyrir samherjana. A vinstri kantinum er Bryan Roy sem hef- ur staðið sig mjög vel með Foggia í vetur og leikur með Nottingham Forest á komandi leiktíð. Hann hefur mikla boltatækni og hefur mjög gaman af því að leika sér með boltann á kantinum. Peter van Vossen frá Ajax leikur senni- lega í fremstu víglínu en hann er eldfljótur og markheppinn. Hann hefur þó ekki verið heppinn með meiðsl og missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. Meó honum í framlínunni verður Dennis Bergkamp sem hefur ekki staðió undir væntingum á sínu fyrsta tímabiii með Inter Mil- an. Hann hefur þó ávallt staðið sig vel með landsliðinu og er í hópi bestu knattspyrnumanna heims. Líklegt byrjunarlið (3-5-2): De Goeij - Van Gobbel, R. Koe- man, F. De Boer - Wouters, Rijkaard, Jonk, Overmars, Roy - Van Vossen, Bergkamp. Belgía Þjálfari Belga er Paul Van Himst sem lék 81 landsleik fyrir Belga á árunum 1960 til 1974. Hann náöi frábærum árangri sem þjálfari Anderlecht á fyrri hluta síðasta áratugar og tók við landsliðinu í maí 1991. Hann nær mjög góðu sambandi við leikmenn sína og fær þá til að vinna saman sem eina heild. Lið hans leikur mjög agaða og skynsama knattspyrnu en á oft í erfiðleikum með að koma knett- inum í markið. Markvörður liðsins er Michel Preud homme frá Mechelen sem talinn er í hópi bestu markvarða heims. Hann lék sinn fyrsta landsleik árió 1979 en náði ekki að tryggja sæti sitt í byrjunarliðinu fyrr en sjö árum síðar. Miðvörðurinn Philippe Al- bert frá Anderlecht er stór og erf- iður viðureignar. Hann hefur átt við meiðsl að stríóa en segist vera tilbúinn í slaginn og munar um minna þar sem hann er nú einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu. Georges Grun er mjög fjölhæfur varnarmaður sem hefur leikið með Parma á Italíu undanfarin ár en er nú á leið heim til Anderlecht. Helsta stjama liðsins er leikstjóm- andinn Enzo Scifo sem kom fyrst inn í landslióið fyrir tíu árum, að- eins 18 ára. Hann stóð sig frábær- lega í lokakeppninni á Italíu 1990 og ekki er ólíklegt aó hann verði einn af stjörnum keppninnar í ár. Hann er mjög leikinn, sendingar hans nákvæmar og hann skorar mikið af mörkum. Belgum hefur ávallt vantað sterka framlínumenn sem geta skorað mörk. Þeir vonast þó til að hafa fundió mann til að leysa þetta vandamál. Það er Kró- atinn Josip Weber sem nýlega fékk belgískan ríkisborgararétt en hann hefur verið markahæstur í Belgíu síðustu þrjú tímabil þar sem hann' leikur með Cercle Brugge. Hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Zambíu fyrir tveimur vikum og skoraði þá fimm mörk í 9-0 sigri. Með hon- um í framlínunni verður sennilega Luc Nilis sem skorar ávallt mikið fyrir Anderlecht en virðist ómögu- legt að koma boltanum í netið fyr- ir landsliðið. Hann skoraði sitt fyrsta mark í sigrinuin á Zambíu eftir að hafa leikið 22 leiki án þess að koma boltanum í nctið. Líklegt byrjunarlið (3-5-2): Preud homme - Emmers, Grun, Albert - Medved, Smidts, Van der Khalid Al Muwallid er sóknartengi- liður í liði Sádí Araba og einn sá lciknasti í liðinu. Hollendingar binda miklar vonir við Dennis Bergkamp scm leikur með Inter á Ítalíu. Hollendingurinn Ed De Goey er stærsti markvörður keppninnar, 197 cm, en Jorgc Carnpos frá Mexíkó er sá minnsti, 175 cm. Gaman verður að fylgjast með hvort Sádí Arabar haldi sig við sama þjálfarann út keppnina. Fyrir síðasta leik undan- keppninnar var Brasilíumaður- inn Jose Candido rekinn fyrir að neita að taka markvörðinn útaf í leik eftir að Fasal prins hafði heimtað aó honum yrói skipt út- af. Hollendingurinn Leo Becn- hakkcr var fenginn til að taka við en hann entist aöeins í þrjá mánuói og var rekinn fyrir að hafa of erfiöar æfingar. Nú er það Argentínumaðurinn Jorge Solari sem stjórnar liðinu og spcnnandi að sjá hvort hann ger- ir eitthvaö af sér. Ekki er algengt að tvíburar leiki saman í lokakeppni HM en það gerist aó öllum líkindum í sum- ar. Frank Dc Boer hcfur átt fast sæti í byrjunarliði Hollands og bróðir hans, Ronald De Boer, hefur verió viðloðandi liðið og fær sennilega einnig að spreyta sig. Dcnnis Bcrgkantp framhcrji Hollendinga var skíröur í höfuð- ið á Denis Law markahrelli frá Man. Utd. á árum áður. Faöir hans hélt mikið upp á Law en áttaði sig ekki á aö einu n-i var ofaukið fyrr en unt scinan. Allir lcikmcnn Sádí Arabíu fengu um 7 milljönir kröna og Mercedes bifreió fyrir að kom- ast í úrslitakeppnina í sumar. Noureddine Naybct cr helsta stjarna liðs Marokkó og er talinn besti varnarmaður Afríku í dag. Króatinn Josip Weber er kominn með belgískt vegabréf og er ætlað að koma kncttinum í nctið. HMpunktar Amar Bjömsson, íþróttafrétta- maður Ríkisútvarpsins, hefur rit- að handbók HM 94. Bókin er stútfull af haldgóðum upplýsíng- um um alla leikmenn keppninn- ar auk þess sem ýmsir fróðleiks- molar eru tíndir til. Knattspymu- áhugamenn ættu ckki að láta þessa bók fram hjá sér l'ara en Skátafélagið Klakkur sér um sölu hennar á Akureyri. Mest hcfur verið skorað sjö mörk í úrslitalcik, þcgar Brasilía vann Svíþjóð 5-2 í Svíþjóð 1958. Fæst mörk vom hins veg- ar skoruó í síðasta úrslitaleik, þegar V-Þýskaland sigraði Arg- entínu, 1-0. Númer á treyjum liöanna vom fyrst notuó í lokakeppninni í Brasilíu 1950. Þeim var ætlaó að auðvclda dómurum, fjölmiólum og áhorfendum að þckkja leik- menn í sundur. Elst, Scifo, Degryse - Nilis, We- ber. Marokkó Þjálfari Marokkó er Abdellah Ajri Blinda sem er 43 ára og tók við liðinu þegar aðcins einn leikur var eftir af undankeppninni. Hann hcfur verið að endurbyggja liðið í kringum leikmenn sem leika í Evrópu. Vörn liðsins er líkamlega sterk en vantar reynslu í lands- leikjum, miðjumenn liðsins taka virkan þátt í sóknarleiknum en gætu átt erfitt með að verjast gegn sterkum þjóðum. Framherjamir eru snöggir en hefur oft vantað nákvæmni í að klára dæmié Helsta stjarna liósins er miðvörð urinn Noureddine Naybet sem e 24 ára og leikur með Nantes Frakklandi. Hann er sterkui skallamaóur og ömggur þegai hann er með boltann og kom ham mjög á óvart í frönsku deildinni vetur. Hann er mjög vinsæll í Marokkó enda er hann talinn vera besti varnarmaður Afríku um þessar mundir. Með honum í vörninni er Nacer Abdellah sem er fæddur í Belgíu og leikur meó Waregem. Hans helsta vandamál er sennilega að hann talar ekki arabísku og á erfitt með að tjá sig við samherja sína. Leikstjómandi liðsins er hinn 32 ára Mustapha E1 Haddaoui sem leikur með Angers í Frakklandi. Hann er eini leikmaður liðsins sem tók þátt í lokakeppninni í Mexíkó 1986. Mustapha Hadji er 22 ára sókn- artengilióur sem leikur með Nancy í Frakklandi. Hann átti þess kost aó leika með franska U21 árs landslióinu en valdi frek- ar að leika fyrir fæðingarland sitt, Marokkó. A vinstri kanti leikur Rachid Daoudi sem stóð sig mjög vel í undankeppninni. Heimamenn binda miklar vonir við hann, enda mjög skemmtileg- ur leikmaður. Framherjinn Mo- hamed Chaouch var markahæsti maður liósins í undankeppninni mcó 5 mörk. Hann leikur meó Nice í Frakklandi og hefur staðið sig vel í vetur. Líklegt byrjunarlið (4-4-2): Azmi - Abdellah, Masbahi, Nay- bet, E1 Hadrioui - Hadji, Tahar, E1 Haddaoui, Daoudi - Laghrissi, Chaouch. Sádí Arabía Landslið Sádí Arabíu tekur nú þátt í lokakeppninni í fyrsta sinn og er ekki líklegt til afreka. Miklir fjár- munir hafa verið lagðir í að byggja upp knattspymulið í þessu ríka landi og margir þekktir þjálf- arar hafa verið fengnir til upp- byggingar á leikmönnum. Leik- menn liðsins eru teknískir en ekki mjög sterkir líkamlega og þeir hafa reynt að leika fallega sóknar- knattspymu. Þjálfari liðsins er Argentínumaðurinn Jorge Solari sem tók við af Leo Beenhakker lyrir þrcmur mánuðum. Been- hakker hafði þá verið þjálfari liðs- ins í aðeins þrjá mánuði en leik- mennimir voru ekki sáttir við erf- iðar æfingar hans og hann var því látinn fjúka. Solari var í landsliói Argentínu sem olli miklu fjaðra- foki í lokakeppninni í Englandi 1966 með grófum leik. Leikmenn liðsins leika allir með liöum í heimalandinu og eru óþekktir utan þess. I vöminni er Mohamed AI Jawad óþreytandi vinnuþjarkur og Ahmed Madani er mjög efni- legur miðvörður og sérstaklega sterkur í loftinu. Tengiliðurinn Khalid AI Muwallid er einn sá leiknasti í liðinu. Hann er 22 ára sóknartengiliður með góóan vinstri fót. Saeed Owairan er einnig sókndjarfur tengiliður og var hann markahæsti maður liós- ins í undankeppninni með 7 mörk. Mohammed Majed er 35 ára sóknarmaður og er oft kallaður „Pele eyðurmerkurinnar“. Hann er fyrirliði liðsins og leikjahæsti leikmaður landsins frá upphafi. Líklegt byrjunariiö (4-4-2): A1 Deayea - A1 Dosary, A1 Khla- wi, Madani, A1 Jawad - Amuain- ea, Amin, Owairan, A1 Muwallid - Majcd, Falatah. Leikir í F riðli 19. júní Belgía - Marokkó Orlando 16:30 RÚV 20. júní Holland - Sádí Arabía Washington 23:30 RÚV 25. júní Sádí Arabía - Marokkó New York 16:30 25. júní Belgía - Holland Orlando 16:30 RÚV 29. júní Marokkó - Holland Orlando 16:30 RÚV 29. júní Belgía - Sádí Arabía Washington 16:30

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.