Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 19

Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 19
Fö'stu'dágur 17. júní 1994 - ÐAGUR1- 19 AFCOTUNNI SOLEY RANNVEIC HALL6RIMSDOTTIR Erf itt að hitta á mig í vondu skapi - segir Sigurður Magnússon í Centro og UFA Erþú vaknar að morgni ættirðu að íhuga, hvílíkt hnoss það er að mega lifa, draga andann og gleðjast. (Markús Árelíus) Ég veit ekki um ykkur, lesend- ur góóir, en ég hef alltaf hrifist af jákvæðu og glaðværu fólki. Slík persónueinkenni laða ósjálfrátt að. Fólk getur skotið mér hátt, hátt upp til himins með brosi og jákvæðu spjalli. - Honum tókst oft að breyta við- horfi mínu til andartaksins meó framkomu sinni. Hann heitir Sigurður Magnússon og er verslunarstjóri í Centro. - Er ekki erfitt að vera bros- andi alla daga? „Það er mjög erfitt aó hitta á mig í vondu skapi eða fýlu. Mér finnst ieiðinleg tilfinning að vera í fýlu og þess vegna geri ég það bara alls ekki.“ - Ertu þá yfirleitt jákvæður? „Ef ég væri ekki svona já- kvæður þá væri ég löngu bú- inn að gefast upp á lífinu. Mér finnst það góóur vani að sjá það jákvæða viö hlutina áóur en maður byrjar að kvarta og kveina.“ - Hvað með sölumennsk- una, þarftu ekki stöðugt að vera í leikhlutverkinu? „Ég er nú bara þannig týpa að ég lýg aldrei, er mjög hrein- skilinn og það hefur oft komiö fólki á óvart hversu hreinskil- inn ég er þegar það spyr mig álits. Oft hefur fólk verið móðgað eða farið í fýlu sem snöggvast en skilið þetta dag- inn eftir. Ég segi þó ekki við kúnnana aö einhver föt fari þeim hræðilega, heldur bendi ég þeim á aö prófa önnur." - Þú ert ekki mikió fyrir það aó plata fötum inn á fólk. „Nei, hver flík getur ekki passaö ölium. Ég er sann- færður um aó ef maður er hreinskilinn vió kúnnann, segir satt, þá kemur hann örugglega aftur. Það er engin spurning." Ætlum að verða sterkastir - Er þetta þröngur hópur sem kemur og verslar? „Það er mikið sami hópur- inn og þetta fólk er á aldrinum 14 ára og upp í 20, það er stærsti hópurinn eöa um 60% og hin 40% eru alveg upp í fimmtugt. Megnið af vörunum í búðinni er þó kannski fyrir yngri kynslóðina." - Hefur fólk ekki kvartað yfir að allir séu í eins fatnaði og það vanti meira vöruúrval? „Jú, fólk talar um að það sé mikið um sömu merki. Ástæó- an fyrir því er einfaldleþa sú aö allir kaupmenn á Islandi fara á sömu staðina tll aö versla inn og helstu borgirnar eru London, Amsterdam og París, en þaó er mjög erfitt að versla inn í París og sem betur fer nenna fáir að fara þangað. Þetta er aðalástæóan fyrir því að sömu merkin eru í flestum búðunum. Síðast þegar við vorum úti fundum vió fyrir því að flestir voru komnir með sömu merki og voru í búðinni hjá okkur. Vió vildum finna eitthvað nýtt en hafa þessi gömlu með til að missa ekki kúnnahópinn. Núna erum við komin með nokkur merki sem aðrir hafa ekki og við ætlum okkur að verða sterkastir og langbestir.“ Söfnunarárátta og íþróttir Hann kom mér á óvart og heimilió hans sagði mér í raun margt um hann. Þar var margt 4fS sérkennilegt að finna. Málverk frá mörgum ^ löndum, gamlir munir, úrasafnió hans. Hann sagði mér frá Túnisferð sem hann fór í, sýndi mér myndir. Það var eins og ég hefði sjálf upplifað þetta allt, svo skemmtilega sagði hann frá. Siguróur á áhugamál sem öll tengjast á einhvern hátt íþróttum. Mig langaði að vita meira um þau og annað. - Ertu með einhverja söfn- unaráráttu? „Ég er með dellu fyrir úrum og þegar ég fer erlendis kaupi ég mér alltaf eitt, það er vegna þes aö ég fæ svo fljótt leið á þeim. Svo eru það málverkin og blómadellan, mér finnst nauðsynlegt að hafa blóm í kringum mig.“ - Nú stofnaðir þú Ung- mennafélag Akureyrar 1988. Ertu ennþá að vinna fyrir þaö? „Já, ég hef verið í stjórn þar síðan og er nýorðinn formað- ur. Við leggjum aðaláherslu á frjálsar íþróttir, almennings- þrautir og hlaup margskonar, en aðalsportið mitt er listhlaup á skautum sem ég hef stund- aö síðan ég var 4 ára af mikl- um krafti. Eg er kominn ansi hátt í því og stefnan er að það verði keppt á næsta ári. Nú, ferðalög eru á meðal minna áhugamála og er ég búinn að sækja heim yfir tuttugu lönd.“ - Eitthvað að lokum, Sig- uróur? „Mitt aðalmottó er að vera bjartsýnn, horfa á jákvæðu hlutina í öllum málum, þannig nær maður góðri líðan. Ef maóur er ekki ánægður með sjálfan sig og þá hluti sem maður gerir þá er eitthvað mikið að.“ - Takk fyrir gott inn- legg í okkar daglega líf. Fram kvæ m dastj ó r i Rannsóknarráðs íslands Staða framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs íslands er laus til um- sóknar. Samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 61/1994, um Rannsóknar- ráð íslands, skal framkvæmdastjóri framfylgja ákvörðunum ráðs- ins. Hann skal annast rekstur skrifstofu Rannsóknarráðs, fjár- reiður og reikningsskil fyrir ráðið og sjóði í vörslu þess. Framkvæmdastjóri skal hafa lokið háskólaprófi og hafa stað- góða þekkingu á rannsóknum, stjórnun og nýsköpun í atvinnulífi. Rannsóknarráð íslands ræður framkvæmdarstjóra til fimm ára í senn. Umsóknum um starfið ásamt ýtarlegum upplýsingum um mennt- un og fyrri störf skal skilað til menntamálaráðuneytisins, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí 1994. Menntamálaráðuneytið 15 júní 1994. Hljómsveit I. Eydal leikur fyrir dansi laugardagskvöld Kynnum nýjan glæsilegan sérréttaseðil sem inniheldur m.a. 11 nýja fiskrétti. Bestu óskir um gleðilega þjóðhátíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.