Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 15
Föstudagur 17. júní 1994 - DAGUR -15
böm og gamalmenni ef heimilinu var
skipt upp. Lestur góðra bóka var
nauðsynleg og fræðandi dægradvöl.
Bókin keppti þá ekki við þann
lúmska tímaþjóf, sjónvarpið.
Heilbrigði
Um miðja öldina hafði tekist að
kveða niður, að svo miklu leyti sem
það er hægt, sullaveikibandorm og
lús, þessum gömlu sníkjudýrum sem
fylgt höfðu þjóðinni og sauðkindinni
um aldir. Það sem olli mestri heilsu-
farsbyltingu var tilkoma fúkkalyfj-
anna en notkun þeirra varð almenn á
fyrstu árum lýðveldisins. Þessi lyf
komu eins og líftrygging fyrir berkl-
um, lungnabólgu og alls kyns sýk-
ingum sem áður ollu heilsutjóni eða
dauða. Betri samgöngur voru mikil-
vægur hlekkur í bættu heilsufari
þjóðarinnar ásamt því að markvisst
var unnið aö útrýmingu heilsuspill-
andi húsnæðis. Almannatrygginga-
lögin, sjúkratryggingar og sjúkrabæt-
ur, voru einnig mikilvægur þáttur,
því slíkt gerði fólki kleift að hvíla sig
og ná bata þegar um veikindi var að
ræða. Læknir sat í hverju læknishér-
aði og ljósmóðir í hverri sveit.
Helstu sjúkrahús og stofnanir voru
Landspítalinn í Reykjavík, sem hefur
frá upphafi verið höfuðaðsetur heil-
brigðisrannsókna í landinu, Landa-
kot, og Fjórðungssjúkrahúsið á Ak-
ureyri, en mörg sjúkraskýli voru
starfrækt víða um land. Kleppsspítal-
inn í Reykjavík var þá eina geð-
sjúkrahús landsins og Vinnuheimilið
að Reykjalundi, sem stofnað var
1945, var merkur áfangi t heilbrigð-
issögu þjóðarinnar. Kristneshæli og
Vífilsstaðahæli voru berklasjúkra-
hús, sem byggð höfðu verið af mik-
illi framsýni til að lækna berkla-
sjúka. Þetta voru helstu heilbrigðis-
stofnanir íslensku þjóðarinnar. Flest-
ar fæðingar fóru fram í heimahúsum
og tók yfirsetukona á móti og annaö-
ist sængurkonuna í 4-6 daga. Eins og
áður sagði lá gamla fólkið heima ef
hægt var að hjúkra því þar. Það var í
verkahring húsmóðurinnar að annast
sjúklinga í heimahúsum. Þar korn að
góðum notum sérstök bók sem notuð
var í mörg ár og heitir Heilsufræði
húsmæðra. Prestar og læknar vitjuðu
oft sjúkra í heimahús. Prestar sátu í
flestum prestaköllum, en eftir því
sem fólki fækkaði til sveita og
samgöngur urðu greiðari, stækkuðu
prestaköllin og fleiri sóknir færðust á
hendur samapresti.
Fóstureyðingar voru fyrst heimil-
aðar í lögum nr. 38/1935. Þar var
heimild til fóstureyðinga ef um líf og
heilsu konunnar var að ræða. Lög frá
nr. 16/1938 heimiluðu fóstureyöing-
ar með tilliti til heilsufars móður,
fósturs og ef um nauðgun var að
ræða. AIls voru skráðar 49 fóstur-
eyðingar á landinu 1944 það jafn-
gildir 15,25 fóstureyðingum á hver
1000 lifandi fædd böm. Ný lög nr.
25/1975 heimiluðu að auk fyrr-
greindra þátta skyldi tekið tillit til fé-
lagslegra aðstæðna. Arió 1992 voru
skráðar 743 fóstureyóingar, sem
jafngildir 161,21 fóstureyðingu á
hver 1000 lifandi fædd börn. Fóstur-
eyðingar eru fæstar á Islandi og í
Finnlandi af Norðurlöndunum. Sér-
staklega eru þær fáar hér í aldurs-
hópnum 15-19 ára. Mörg böm á Is-
landi fæddust utan hjónabands á
stríðsámnum eða eftir stríð. Á þess-
ari öld hafa óskilgetin böm verið
velkomin á þann hátt að þau hafa
fengið gott atlæti og mikinn stuðning
hjá fjölskyldu sinni og vinafólki,
hvort heldur sem þau ólust upp hjá
foreldrum sínum eða öðmm. En hin
óskrifaða regla þjóðfélagsins var þó
sú að fólk skyldi giftast og eignast
böm og það hefur áreiðanlega oft
verið erfitt félagslega að vera utan-
hjónabandsbam
*
Afengisneysla
Heilsufarslegt tjón af völdum áfeng-
isneyslu, beint eða óbeint, var tiltölu-
lega lítið á Islandi miðað við ná-
grannaþjóðir. Neyslan hefur síðan
farið stigvaxandi. Konur drukku þó
margfalt minna áfengi en karlar um
miðja öldina. Þá var fátítt að sjá full-
orðnar konur hafa vín um hönd. Um
miðja öldina var áfengisneyslan
rúmlega 1 lítri á mann á ári en er
núna um 5 lítrar af hreinum vínanda.
Algengt var að kaffi og köku-
skammtur væri selt þar sem dans-
leikir voru haldnir, miklu minna var
um gosdrykki og sælgæti en nú er.
Það þótti við hæfi að vera með fínar
stríðstertur á sunnudögum, en þetta
orð varö fleygt þegar farið var að
baka mjög sætar kökur eftir að
skömmtun á sykri var aflétt eftir
stríöið. Tannheilsu þjóðarinnar fór
þá hrakandi. Algengt var að fullorðið
fólk þyrfti að fá sér falskar tennur
því þaó var aðeins í þéttbýli sem
tannlæknaþjónusta var til reiðu. Haft
var eftirlit með heilsufari skólabama.
I skólaskoðun var fylgst meó vexti
og þroska bamanna. I flestum bama-
skólum landsins var gefið lýsi og í
nokkmm þeirra var gefin mjólk á ár-
unum eftir stríð. Þaó lagðist síðan
fljótt af.
Það forvarnarstarf sem farið var
að vinna með bólusetningum átti
drjúgan þátt í bættu heilbrigði þjóð-
arinnar. Sérstaklega skapaði reglu-
legt ungbamaeftirlit og bólusetningar
gegn bamasjúkdómum mikið öryggi
og efldi hreysti yngri hluta þjóðar-
innar. Mænusóttarbólusetningar fyrir
fullorðna voru mikilvægt framfara-
spor og eftirlit með berklum í skól-
um landsins átti ríkan þátt í því að
halda þeim niðri. Getnaðarvamar-
pillan kom á markaðinn um 1960.
Þegar fólk fór aö geta hagrætt bam-
eignum upphófst sú þróun í bygg-
ingu gæsluheimila og dagvista fyrir
böm og gamalt fólk sem hefur aukist
jafnt og þétt síðan. Konumar fóm að
vinna utan heimilisins og setjast í
framhaldsskóla í auknum mæli. Það
má með segja að P-pillan eigi drjúg-
an þátt í breyttri samfélagsgeró á Is-
landi.
íslenska samfélagið í
hnotskurn á 50 ára afmæli
lýðveldisins
Þjóðinni hefur tekist margt af því
sem hún ætlaði sér. Norðurljósin eru
óseld, en nú fara fram rannsóknir á
þeim. Annað sem þjóðin hefur tök á
að selja markaðssetur hún í kappi við
nágrannaþjóðir. Fossamir em komn-
ir í neytendaumbúðir, annaðhvort
sem drykkjarvatn eða orkugjafi.
Mörg æskileg markmió hafa náöst
svo sem að ungbarnadauði er lægstur
í heimi hér og í Svíþjóð, og meðal-
aldur einn sá hæsti. Almennt heil-
Neysluþjóðfélagið hefur tekið stakkaskiptum. Hver man ckki eftir þessari
sjón í kjörbúðunum? Mjólkin í gömlu, góðu brúnu flöskunum og tíu lítra
pappakössunum.
brigói er með því besta sem gerist,
enda fara um 45% þjóðarútgjalda til
heilbrigðis- og tryggingamála. Lyf
og bólusetningar gegn ýmsum sjúk-
dómum eiga drjúgan þátt í bættu
heilsufari. Heilsuspillandi húsnæði
hefur verið útrýmt. Þjóðin er vel
menntuó og lætur sig miklu varða að
fylgjast með nýjungum á sviði vís-
inda, tækni og lista. Öflugt
samgöngukerfi með jarðgöngum,
ferjum og flugsamgöngum við öll
byggóalög landsins gerir samvinnu
milli sveitafélaga auðvelda og nauð-
synlega til að halda uppi styrku
mennta-, heilbrigðis- og félagskerfi.
Atvinnuleysi, sem var óþekkt fyrir
fáeinum árum stefnir nú hinsvegar í
yfir 5% hjá vinnufærum mönnum á
sjálfu lýðveldisafmælinu. Atvinnu-
leysisdraugurinn er höfuóóvinur
samfélagsins, og kemur illa við það
velferðarkerfi sem við höfum byggt
upp fyrir samfélagið.
Æskan sem á að erfa landið
Árið 1994 helga Sameinuðu þjóðirn-
ar fjölskyldunni. Islensk æska er
dugleg og heilbrigð og hefur nóg
fyrir stafni bæði í skóla og frístund-
um. Æskan er örugg í fasi, prúð og
glaðvær. Margir reyna að ná athygli
unglinga og gera þá aó sérstökum
markaðshópi. Auglýsingar um tísku-
fatnað, dýrar fermingargjafir, afþrey-
ingartómstundir og sérstakan skyndi-
mat dynja á unglingunum. Með
þessu er verið að gefa til kynna aó
unglingar séu sérstakur hluti fjöl-
skyldunnar, sem þurfi að marka sér-
stakan lífsstíl. Þeir sem ráða uppeld-
is- og menntastefnu þjóðarinnar
virðast hafa litið svo á aó böm og
unglingar gætu verið á þönum fram
og aftur milli skóla og heimilis, eftir
hentugleikum skólanna, en ekki er
tekið mið af þörfum bamanna
sjálfra. Ekki er enn kominn á sam-
felldur skóladagur í íslenska skóla-
kerfinu. Vegna útivinnu foreldra eru
mörg börn oft ein heima mikinn
hluta dagsins. Því miður sitja bömin
oft við sjonvarp eða myndband, og
þá eru þau oft verr sett en að vera ein
með sjálfum sér, því margt af því
sem þau fylgjast með veldur þeim
spennu og kvíða. Þegar grunnskóla-
aldri lýkur má áætla að þessi böm
hafi séð nokkur þúsund morð og tugi
þúsunda af ofbeldisverkum. I þjóðfé-
laginu er vaxandi ofbeldisdýrkun,
sem leiðir til agaleysis og vímuefna-
neyslu hjá of stórum hluta ung-
menna. Þessi böm og unglingar búa
við andlega vosbúó, sern er síst betri
en sú líkamlega. Foreldramir hafa
ekki barist nógu ötullega fyrir bættri
aðstöðu bama sinna. Gmnnskólinn
fær sífellt smærri sneið af þeirri
köku sem fer til menntamála í land-
inu. Kynslóðabilið milli unglinga og
fullorðinna breikkar og sífellt fleiri
böm alast upp án þess að umgangast
roskið fólk í daglegu lífi. Sumar-
vinna ungmenna, sem áóur var hluti
af skóla lífsins, fer nú þverrand
vegna atvinnuleysis fullorðinna.
Kyrrsetulíf bama og unglinga er
áhyggjuefni. Undantekning er að sjá
böm ærslast úti í leikjum af gleði og
hreyfiþörf utan skólatíma. Meirihluti
bama og unglinga er hinsvegar í
íþróttum og félagsstarfi, sem skipu-
lagt er af sveitarfélögum. Ungmenn-
in sækja félagsmiðstöðvar eða eru
tvisvar til þrisvar í viku í tómstunda-
klúbbi eða æfa íþrótt undir hand-
leiðslu kennara. Margar fjölskyldur
eiga hesta eða hafa gæludýr á heim-
ilum og þannig fá bömin að kynnast
umönnun dýra. Það mikilvægasta af
öllu á ári fjölskyldunnar er að efla
tilfinningatengsl við sína nánustu og
reyna að halda fjölskyldunni saman.
Það stefnir í að um 40% nemenda í
grunnskólum komi frá fjölskyldum,
þar sem sambúðarslit foreldra hafa
orðið. Það er brýnna en allt annað að
efla virðingu fyrir náunganum og
umhverfinu, kenna bömum og ung-
mennum að rækta hlýjar tilfinningar
og. umburðarlyndi gagnvart öðrum.
Það er ekki allt fengið með því aó
komast í mark í veraldlega lífsgæða-
kapphlaupinu ef margir sitja eftir við
rásmarkið.
0 iaMiaMaMij3Mia3M3isfiMsiijsisisíaM3jsiaisisisi0 0
1 1 I Þjéðhátíð 1 1 1
1 í Hrísey 1
í Föstudagur 17. júní 1
i Kl. 10.00 messa í Hríseyjarkirkju 1
I Kl. 11.30 víðavangshlaup U.M.F. 1
1 Narfa 1
Laugardagur 18« júní
I Kl. 13.30 skrúðganga frá grunn- I
I skólanum 1
i Kl. 14.00 ávarp fjallkonunnar 1
I hátíðarræða
söngur 1
1 ýmsir leikir 1
i Kl. 18.00 grill 1
i Kl. 20.00 barnaball í
Kl. 23.00 dansleikur fullorðinna |
1 i Sniglabandiö lcikur fyrir dansi 1 I
1 I Þjóðhátíðarnefnd 1
0 ISM3J1MSISMBMSISMSISMSMSM01M5M03MSM 0
Bifhjólamenn
hafa enga heimild
til að aka hraðar
en aðrir!
|| UMFERÐAR
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát
og útför eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
KÁRA ANGANTÝS LARSEN
Furulundi 1c, Akureyri
Arnfríður Róbertsdóttir
Róbert Kárason, Helgi Kárason,
Herborg Káradóttir, Geir Ingimarsson,
Pálmi Kárason, Droplaug Eiðsdóttir,
Stefán Kárason, Margrét Haddsdóttir,
Unnur Káradóttir, Kári Arnar Guðmundsson,
Steindór Ó. Kárason, Jóna Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför bróður okkar og frænda
PÁLS HELGASONAR
Hrafnagilsstræti 38, Akureyri,
sem lést 12. júní sl. verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðjudag-
inn 21. júní kl. 13.30.
Ármann Helgason, Sigríður Helgadóttir,
Jóhann Helgason, Sigrún Helgadóttir
Hólmfríður Andersdóttir.
Eiginmaður minn og stjúpfaðir okkar
JÓN BAKKMANN JÓNSSON
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 20. júní
kl. 13.30.
Þeir sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Svanhildur Þorsteinsdóttir,
Sólveig Jóhannesdóttir,
Sigrún Jóhannesdóttir,
Fjóla Jóhannesdóttir.