Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 14

Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 17. júní 1994 Aðbúð, lífshættir og heilbrigði íslensku þjóðarinnar 1944-1994 í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldis- ins efndi Listahátíð í Reykjavík í samvinnu við Háskólann á Akur- eyri til málþings í Reykjavík sl. laugardag undir yfirskriftinni „Til- raunin ísland í 50 ár“. Margt at- hyglisverðra erinda voru flutt þar, þar á meðal flutti Kristín Sigfús- dóttir, menntaskólakennari á Ak- ureyri, erindi sem hún nefndi „Að- búð, lífshættir og heilbrigði ís- lensku þjóðarinnar 1944-1994“. í erindinu dregur Kristín upp einkar athyglisverða mynd af aðbúð, lífs- háttum og heilbrigði fólksins í landinu á árdögum lýðveldisins og hins vegar af sömu þáttum eins og þeir blasa við nú. 011 erindin sem flutt voru á mál- þinginu í Reykjavík sl. laugardag hafa verið gefin út í samnefndri bók, „Tilraunin Island í 50 ár“. Kristín Sigfúsdóttir og útgefendur bókarinnar haf veitt Degi góðfúslegt leyfi til aö birta hluta af erindi Krist- ínar. Fyrir það er þakkað. Ritstj. Tvær samfélagsgerðir Tvær ólíkar samfélagsgerðir hafa verið í landinu þessi síðustu 50 ár. Um miðja öldina er hægt aó segja aó hér hafi verið sjálfsbjargarsamfélag. Nú er það neyslusamfélag. Um miðja öldina var þjóðin að slíta síð- ustu sauðskinnsskónum, en þeir höfóu verið fótabúnaóur hennar frá landnámstíð. Margir fullorðnir ís- lendingar gengu þó enn í ullinni af íslensku sauðkindinni innst sem yst. Þjóðin þekkti hvað var að vera votur í kulda og næðingi við fiskverkun, svarðartekju, daglaunavinnu eða engjaslátt. Vosbúð varö mörgum til heilsutjóns. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur muna einhverjir eftir köldu dimmu og saggafullu húsnæði. Þegar lýðveldishátíðin var haldin á Þingvöllum 1944 kom þorri þjóðhá- tíðargesta akandi á hátíðina. Þjóð- vegurinn var þó ekki kominn um allt land og var að miklu leyti aðeins fær á sumrin. Þjóðin var bjartsýn og hét þess heit að sækja fram og víkja aldrei. Mikill munur er á aðbúð fólks þá og nú. Vosbúð hins vinnandi manns er úr sögunni. Fiskverkun fer að mestu leyti fram undir þaki í björtu, hreinlegu húsnæði. Starfs- fólkið hefur vatnsheldan hlífðarfatn- að og enginn þarf að standa dægrin löng fótkaldur og votur við vinnu sína. Vatn er leitt inn og út í hús með pípum. Rafmagn og jarðhiti hefur leyst olíu, kol og svörð af hólmi sem orkugjafa. Stórvirkar vinnuvélar eru notaðar til sjávar og sveita. Vél- menni, líftækniðnaður og tölvur gera margs konar vinnu sem áður var erf- ið að þægilegu starfi. En í öðrum til- vikum taka þessar tæknivélar störf frá vinnufúsum höndum. Á innan við tveimur klukkustundum má fljúga frá Isafirði til Homafjarðar og á svipuðum tíma má komast til megin- lands Evrópu. Hringvegurinn nýi sem vígður var 1974, þjóðvegur landsins, er merk samgöngubót, því beljandi jökulfljót sem áður voru mestu farartálmar hafa nú verið brú- uð. Vantar lítið á að þessi hringvegur sé allur með bundnu slitlagi. Bréf má símsenda og berast þau ljósrituð við- takanda í hendur jafnskjótt og sím- hringing berst milli landshluta eða heimsálfa. Menn geta nú setið inni í stofu og fylgst með beinni útsend- ingu sjónvarps af styrjöldum eða feguróarsamkeppni í fjarlægum hcimshlutum. Þeir sem sátu viö út- varpstækin sín 17. júní 1944 og hlustuðu á frelsissöngva og hátíðar- ræður við stofnun lýðvcldisins, létu sig ekki dreyma um gervihnattasend- ingar. Enn síður gátu menn gert sér í hugarlund að fimmtíu árum síðar yrði hægt að skipta um líffæri í fólki eða gjöra sjötugri konu bam með tæknibrögðum læknisfræðinnar. Sjálfsbjargarsamfélagið Þegar huga skal að bæjarbrag fólks á fimmta tug aldarinnar er óhætt að segja að viðurværi fólks var all gott. Nægur matur var til, engin offram- leiósla var þó á matvælum. Nóg var af mjólk, fiski, kjöti, slátri, brauði og grautum. Fram yfir stríð vom ein- staka vömtegundir skammtaðar, svo sem kaffi, sykur, smjör og smjörlíki. Algengasti málsverðurinn við sjávar- síðuna var soðinn fiskur, kartöflur, rúgbrauð, smjör eða smjörlíki. Hamsatólg eða flot var haft með fiskinum. Grjónagrautar eða hrær- ingur og grasamjólk var algengur spónamatur með slátri. Víða var kjöt á boróum einu sinni til tvisvar í viku. Erfitt var að ná í nýjan fisk inn til sveita svo oft var hann þurrkaður eða saltaður. Súrsun, söltun og reyking vom þá enn bestu geymsluaðferðim- ar. Álgengustu grænmetistegundir vom kartöflur og gulrófur. Tómatar og gúrkur fengust yfir há sumarið en vom ekki á hvers manns diski fyrr en síðar. Ávextir fengust þurrkaðir allt árið og þóttu mikið hnossgæti. Nýir ávextir fengust fyrir jólin. I bemsku- minningunum geyma margir ilm jólaeplanna. Húsakynni, aðbúð og lífshættir Húsakynni hafa sannarlega mikið að segja um þróun þessara þriggja þátta, aóbúðar, lífshátta og heilbrigðis. Um miðja öldina höfðu híbýli flestra landsmanna verið byggó upp úr timbri, steinsteypu og jámi. Þessi byggingarefni leystu af hólmi torf og grjót sem verið hafði hleðsluefni ásamt rekaviði í gömlu torfbæjunum, en þeir einkenndu byggðasögu landsmanna frá upphafi og fram á tuttugustu öldina. Um miðja öldina var torf og grjót nær eingöngu notaó í gripahús. Álgengasta fjölskyldu; stærð var um 5 manns í heimili. I fjölskyldunni voru hjón og böm þeirra aó meóaltali 4 böm. Hver kona átti að meðaltali 3,8 böm. Aðrir heimilismenn voru afi og amma, vinnu- eða venslafólk. Hjónin höfðu oftast sér herbergi og höfðu yngstu bömin hjá sér. Algengt var að aðrir deildu með sér rúmi, tveir og tveir, t.d. tvær vinnukonur eða einhver fulloröinn og bam, t.d. afi eða amma og bam hjá þeim. Böm sváfu ióulega saman tvö í rúmi. Oft vom margir í sama herbergi, hvort heldur fjöl- skyldan bjó í þéttbýli eða dreifbýli. Hver einstaklingur hafði yfir að ráóa rúmlega 10 mJ. Meðal íbúö var um 90 m2. Veraldlegar eigur hvers heim- ilismanns komust oft fyrir í komm- óðu eða kistli. Salemi vom komin í þéttbýli víðast hvar en til sveita var komið fram á sjötta áratuginn þegar vatnssalemi urðu algeng. Rennandi vatn var á flestum heimilum og frá- rennslislögn frá húsum náði í hol- ræsakerfi bæjanna en til sveita var oft á tíðum steypt upp einhver þró eða for. Vatnsveitur voru mikilvægt framfaramál til aukins heilbrigðis. Hús vom kynt með olíu en hitaveita var fyrst lögð í Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar 1943 og síðan var hún lögð um Reykjavík. Rafmagn og olía vom notuð til kyndingar og einnig til heimilisnota annars staðar en í Reykjavík. Víða til sveita vom kokseldavélar. Fyrstu rafknúnu heimilistækin komust í almennings- eign á sjötta áratugnum. Árið 1970 vom 5 um hvem bíl. Mesta byltingin í öllu því sem að heimilishaldi laut, var þegar rafmagn tók við sem afl- gjafi til heimilisnota. Rafmagn var komið um þéttbýli 1944 og víóa vom diselstöóvar notaðar til raffram- leiðslu en margar sveitir fengu ekki rafmagn frá opinberum veitum fyrr en á sjötta og sjöunda áratugnum. Utvarp var á nær hverju heimili og þjónaði ómetanlegu hlutverki sem fróðleiksmiðill og öryggistæki. Margir nefna útvarpið sem mesta framfarartæki á menningar- og fé- lagssviðinu. Þar sem rafhlaða var við útvarpstæki var hún oft spöruð til að hlusta á veðurskeyti og fréttir. Unga fólkið hlustaði á danslögin og voru þau sumum kærkomin til að taka snúning. Utvarpsleikrit á laugardags- kvöldum og messur á sunnudögum gáfu fólki tilefni til að fara í betri fötin, setjast og hlusta, sem væm þeir komnir í leikhús eða kirkju. Menn töldu ekki eftir sér að fara bæjarleið til að hlusta á framhalds- leikrit eða sögu ef rafhlaðan heima hjá þeim var gengin til þurrðar. Sími var kominn í nær allar sveitir um miðbik aldarinnar en það var þó ekki sími líkt því á hverjum bæ eða í hverju húsi í þéttbýli. Fæst heimili höfðu einkabíl fyir en á sjöunda ára- tugnum. Fólk gekk eða hjólaði eða ferðaðist með almenningsfarartækj- um. Menn létu sig hafa það aó geta ekki komist heim til sín úr fjarlægum landshlutum jafnvel um stórhátíðar. Það tók ef til vill meira en viku að taka strandferóaskip og komast á milli staða. Búsorgir og brauðstrit Nægjusemi einkenndi sjálfsbjargar- samfélagið. Húsbóndinn var fyrir- vinna heimilisins og verkaskiptingin var mjög skörp. Hann þurfti iðulega að sækja vinnu fjarri heimilinu, á sjó, í vegavinnu eða byggingavinnu lengra til. Brauðstritið hefur verið hart fyrir fólkið sem var að stofna sér heimili rétt eftir stríð. Það var hörg- ull á byggingarefni og erfiðara var að fara í banka og slá víxil til að fleyta sér áfram eins og nú er gert. Húsmóðirin annaðist heimilið, bar ábyrgð á öllu sem þar var unnið. Margar ungar stúlkur fóru á hús- mæðraskóla til að undirbúa sig fyrir ævistarfið. Á árunum 1950-1970 voru starfandi 11 húsmæðraskólar og voru þá um þaó bil 700 stúlkur á ári í einhvers konar námi í þessum skól- um. Karlmenn voru í miklum meiri- hluta í öðrum framhaldsskólum landsins. Verkahringur húsmóður Húsmóðirin hafði það hlutverk „að koma ull í fat og mjólk í mat“. Mest allur fatnaður var saumaóur heima, en hægt var að fá ofið vaðmál frá verksmiðjum Sambands íslenskra samvinnufélaga. Margar húsmæður Guðmundur Kar) á stofugangi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Kristín kcmur inn á þróun heii- brigðismála í erindi sínu. Þróunin í landbúnaðinum hefur verið ævintýri iíkust. Slíkt heyrir sögunni til og stórvirkar rúllubaggavclar hafa tekið öll völd. Kristín Sigfúsdóttir, mcnntaskóla- kennari á Akureyri, er höfundur þessarar athyglisverðu samantekt- ar. saumuðu öll föt á sitt heimilisfólk. Saumakonur og klæðskerar saumuðu oft betri fatnað, cn ígangsklæði og annað sem þurfti til heimilisins var saumað heima, svo sem sængur og rúmfatnaður, gluggatjöld, handklæði og bleiur. Um 1950 voru framleiddar íslenskar gæruúlpur sem voru eins- konar einkennisyfirhöfn íslenskra karlmanna fram yfir 1970. Skógerð sem húsmóðirin annaðist að mestu áður fyrr var nú úr sögunni og ís- lenskir gúmmískór eða útlend stígvél tóku við. Munaði miklu hve sokka- plöggin entust betur og auóveldara var að þjóna verka- og vinnufólki þegar þessi skófatnaður kom til sög- unnar. Fínir útlendir skór, silkisokk- ar og falleg kjólefni voru mjög eftir- sóttur varningur. Mikill hörgull var oft á efnum, enda voru þau skömmt- uð um tíma, og algengt var að flíkur væru saumaðar upp. Einnig voru sniónar nýjar flíkur upp úr gömlum. Sannast þar máltækið „nóg á sá sér nægja lætur“. Heimilishaldió var í föstum skorðum. Margar húsmæður þvoðu þvott hálfsmánaðarlega, þvoðu hann þá á þvottabretti og suðu í þvotta- potti. Metnaðarfull húsmóðir vildi hafa þvottinn bláhvítan, sást það þá langar leiðir hversu þrifin húsmóðir- in var. Algengt var, að hálfsmánað- arlega væri skipt á rúmum, baðvatn hitað og heimilisfólkið drifið í baó í trébala, þar sem ekki var til baðkar. Margir komust þó í sundlaugar. Brýnt var fyrir húsmæðrum að halda híbýlum hreinum og húsmæðraskól- amir héldu því á lofti aó hreint og heilnæmt umhverfi, góö næring og fatnaður væru öflugasta vöm gegn sjúkdómum. Þetta hreinlæti á áreið- anlega sinn þátt í góðu heilsufari þjóðarinnar. Mikill hluti af tíma hús- móðurinnar fór í matargerð, hún þurfti að sjá um að ganga frá haust- mat, hún þurfti að sulta og safta og sjóða niður, hún þurfti aó baka öll brauð. í þéttbýli var þó hægt að kaupa brauð frá brauðgerðum. Mörg heimili í þéttbýli höfðu einhverjar grasnytjar og héldu kindur eða kýr og höfóu afurðir af skepnunum fyrir heimili sitt og þá var auðvitaö í verkahring bama og unglinga að taka þátt í hirðingu þessara gripa. Margar húsmæður unnu þó að cinhvcrju leyti utan heimilis. Þær l'óru í fiskvinnu, hreingemingar, hey- skap eða annað sem til féll. Ein- hleypir karlmenn leigðu sér gjaman herbergi og keyptu fæði og þjónustu á heimili og gaf það heimilinu auka- tekjur. Þessir menn voru nefndir kostgangarar. Hlutverk annarra heimilismanna Gamla fólkið á heimilinu, afi, amma, og vinnufólk gætti bama, kenndi þeim lestur, safnaði eldiviði, prjón- aði og geröi við það sem aflaga fór. Vinnufólk var ráðið á sveitaheimili, aðallega við heyskapinn. I þéttbýli fékk fólk sér stúlku til að sinna hús- verkum og umönnun barna og oft bjuggu þær cinnig á heimilinu. Böm og unglingar ólust upp sem þátttak- endur í hinu daglega amstri hvort heldur var til sveita eða í þéttbýli. Oft voru einhverjir snúningar eóa viðvik, sem nauðsynlegt var fyrir fulloröna að fá unglinga til að sinna. Þægilegt var aó senda ungling með skilaboð, sækja einhvem í síma, halda í ristla þegar þeir voru reyttir í sláturtíðinni, bæta í eldinn, jafna í hlöðu, færa vinnufólkinu kaffið, eða aðstoða vió síldarsöltun. Böm og unglingar vom enginn sérstakur markaðshópur. Böm áttu að ljúka fullnaðarprófi feimingaráriö sitt. Skólaganga var skemmri en nú er og vinnumarkaðurinn beið þeirra sem ekki fóm í framhaldsskóla. Þá var það hlutverk heimilisins að kenna þeim undirstöðuatriði í lestri, skrift og reikningi og böm þurftu að taka vorpróf í þessum greinum áður en skólaskylda hófst. A björtum sumar- kvöldum ærsluðust börn og ungling- ar í alls kyns hlaupaleikjum. Þau dorguðu vió bryggjumar eða veiddu lontur í lækjum. Vinna og leikur fléttuðust oftast saman hjá bömum og unglingum. Leikföng voru yfir- leitt einföld að gerð, trésleðar eða bílar og brúður. Hvert bam átti aó- eins fá leikföng og gætti þeirra vel. Á vetrarkvöldum fóm böm á skíðum og skautum, eða hópuðust saman í hverfum og léku sér. Á síðkvöldum sat öll fjölskyldan saman yfir vetrar- tímann, hlustaði á útvarpið eða las. Mikið var spilað og teflt. Margir sátu meö handavinnu og var kvöldið oft drýgsti tími húsfreyjunnar við aö endumýja og viðhalda fatnaði fjöl- skyldunnar. I kaupstöðum voru leik- hús, kvikmyndahús og veitingahús með skemmtunum og dansi og fund- um af ýmsu tagi. í sveitunum æfðu menn sjónleiki og héldu margs konar fundi og skemmtanir. Ungir og aldn- ir skemmtu sér saman og hugtakið kynslóðabil var ekki til í þá daga. Leikskólar og dvalarheimili voru svo til engin, aðeins í Reykjavík og á ör- fáum þéttbýlisstöðum utan Reykja- víkur. Elli- og hjúkrunarheimilió Gmnd var í raun og veru eina eigin- lega dvalarheimilið. Vissulega lá gamalt fólk á sjúkraskýlum úti um landsbyggðina en flestir dvöldu heima hjá sér hvort sem það voru böm eða gamalmenni. Víða hefur verið erfitt að hlúa að sjúkum við þröngar aðstæður í heimahúsum. Flest gamla fólkið dó heima hjá sér. Það var þá látið standa uppi heima og síðan var kistulagt og húskveðja var haldin áður en kistan var borin í kirkju. Hjónaskilnaðir voru fremur fátíðir, hvort sem þaó stafaði af ást- ríki og heilindum eða að það var nærri óframkvæmanlegt að skipta heimilinu upp. Það gat verið erfitt að fá vinnu og húsnæði, eða gæslu fyrir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.