Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. júní 1994 - DAGUR - 7 fjölda umsókna og boða um heimsóknir verður að hafna, eftirspumin er slík. „Eg hef verið í embættinu síðan 1980 og á þessum tíma hafa öll viðhorf breyst ótrú- lega mikið. Þjóðfélagió er orðiö mun opnara en það var andspænis hinum stóra heimi. Eg hef reynt að fylgja þessari þróun af því að ég hef séð nauðsyn þess. Eg má þakka fyrir að ég hef verið eftirsóttur gestur erlendis og er víða beðin að koma, sem fyrirlesari, til aö taka á móti heiðursnafnbótum o.s.frv. Ef ég ætti að sinna þó ekki væri nema hluta af þeim beiðnum öllum væri ég aldrei heima. Hér er staðið fast á hemlunum og reynt að hafa hóf á. Ferðalögum fylgir kostnaður og til eru þeir sem hafa tilhneigingu til að horfa einungis á þann þátt, en minna á hversu mik- ið við fáum til baka í formi landkynningar og á sviói viðskipta. Þessar ferðir eru famar fyrst og fremst til þess að styðja hag íslend- inga. Heimsóknir mínar eru oftar en ekki endurgoldnar og í kjölfar þeirra eru geróir ýmsir gagnlegir samningar." Leiötogafundurinn er Islendingum án efa í fersku minni og frú Vigdís segir þann heimsögulega viðburð hafa auðvitað vakið mikla athygli á þjóðinni. En hún segir einnig að fljótt fenni í sporin, að menn séu fljótir að gleyma og að þjóðin verði sífellt að minna á sig. Nýtt fólk vaxi upp og það viti ekkert um Höfða, Reykjavík og öll þau nöfn sem fjöldi fólks, vítt og breitt um heiminn, þekkti frá íslandi árið 1986. Stöðugt verði aó endurtaka það sama aftur og aftur til þess að viðhalda kynningunni. Embætti sjálfsagans Vigdís segir starf forseta vera eins og hvert annað starf. Það eigi sínar góðu hliðar og góðu daga en einnig erfiðar og þreytandi stundir. Þannig sé þetta reyndar í öllu. Mað- ur geti ekki bara svifið um á rósrauðu skýi og látið sér líða endalaust vel. Stundum sé álagið mikið og líkt og í mörgum öðrum störfum beinist kastljósið að þeim sem gegni starfinu. I forsetaembætti, sem og reyndar mörgum öðrum, sé ekki heppilegt að mis- stíga sig á einn eða annan hátt. „Öllum mönnum er hollt að búa yfir sjálfsaga og forsetaembættið er sannarlega embætti sjálfsagans. Annars er maður frjáls- astur í sjálfsaganum því þá veit maður af frelsi sínu og hefur agað frelsi sitt. Það er fallegasta frelsi sem ég þekki, frelsi með aga. Eg hef stundum velt því fyrir mér hvort meiri kröfur væru gerðar til mín af því ég er kona. Vió erum svo vön því að karlmenn séu alls staðar framarlega í flokki og þeir geta stunduð leyft sér sitthvað sem kynni að vera gagnrýnt ef um konu væri að ræða. Þá má ekki heldur gleyma því að það er skemmtilegt að eldast, skemmtilegt vegna þess að reynslan færir manni þolinmæði og þann skilning á lífinu að maöur hefur ekki lengur áhuga á því að láta allt flakka. Þaó er ekki þess virði. Lífið færir manni það sem er mikilvægast af öllu í þessum skilningi, um- burðarlyndi gagnvart öllu því sem mannlegt er.“ Ógleymanlegar feröir Margir tignir gestir hafa sótt landið heim, leiðtogafundurinn var mikil upplifun fyrir frú Vigdísi, líkt og aðra íslendinga, og ferða- lög til fjarlægra landa eru henni ofarlega í huga. Þau eru þó ekki það sem stendur upp úr á 14 ára ferli forsetans heldur ferðalögin um landið, feröalög þar sem hún hefur kom- ist í beina snertingu við streng þjóðarsálar- innar. „Kynni mín af fólkinu í landinu eru mér efst í huga þegar ég lít yfir árin mín í forseta- embættinu. Ferðimar út á land hafa verió hver annarri minnisverðari, ógleymanlegar hver á sinn hátt. Það er ólýsanleg lífsreynsla að vera í þcssari aðstöðu, að fá að kynnast fólki út um allt land, að finna hvað þetta er traust fólk, greint og aðlaðandi, mitt fólk, mín þjóð. Það er afar sjaldgæft aó menn komist í þá aðstöðu, að fá að kynnast heilli þjóð, kynnast þeirri hlið þegar fólk kemur fram með það besta í sjálfu sér. Þá finnur maður best hvað smákrytur, erjur hér og þar, eru léttvægar.“ Eins og forsetanum þykir vænt um þjóð sína þykir þjóðinni vænt um forsetann. Getur Vigdís Finnbogadóttir hugsaó sér að gefa kost á sér til endurkjörs að þessu kjörtímabili liðnu? „Það mætti eitthvað alveg sérstakt gerast ef svo ætti að fara.“ Frú Vigdís segist engar áhyggjur hafa af því að erfitt verði að finna arftaka hennar. Það verði ekkert öðruvísi þegar þar að kemur en árið 1980 þegar hún átti sjálf alls ekki von á því að til sín væri leitað. Um of opið þjóðfélag Margt hefur breyst í þjóðfélaginu frá 1980, sumt til hins betra en annað farið á verri veg. Frú Vigdís hefur af því nokkrar áhyggjur að þjóðfélagió sé að verða opið um of. „Ég hef stært mig af því víða hversu mikil viröing Islendingum er í blóð borin fyrir ná- unga sínum. Jafnvel þótt menn viti býsna margt hver um annan hefur það ekki verið sett í fjölmióla líkt og gert er erlendis. Mér finnst erlendar þjóðir alltaf heldur setja ofan þegar þær eru að kjamsa á slíku. Þetta helg- ast af því að fólk hefur verið frægt og það er notað sem ódýr söluvara. I litlu þjóófélagi eins og okkar komast menn hvergi í skjól. Það er hægt í stærri samfélögum en ekki hér á Islandi. Það versta er að skotin bitna alltaf mest á þeim sem eru saklausir, minna á hinum sem skotið er á. Við Islendingar höfum annað bctra með okkar þjóðarsamstöðu að gera en aö leita að Akkilesarhælum hver hjá öðrum. Þetta er tískufyrirbæri sem kemur erlendis frá og menn virðast halda að það henti okkur einnig. Ég hef áhyggjur af þessu og það sær- ir mig að horfa upp á slíkt vera að gerast meðal þjóðarinnar sem mér þykir vænt um. Ég vil vernda mitt fólk, núna þjóð sem verð- ur að standa saman.“ Frelsið ekki sjálfgefið Alþjóð veit að Lýóveldið Island á 50 ára af- mæli í dag, 17. júní. A lýðveldisafmælisári cr vert að hugsa til baka, líta yfir farinn veg og átta sig á stöðu eyþjóðarinnar norður í Atlantshafi, eyþjóðar scm varð fullvalda 1918 og eignaðist síðan lýðveldi 1944. Viðtal: Svanur Valgeirsson Mynd: Pjetur Sigurðsson „I Biblíunni segir að Móses hafi verið 40 ár í eyðimörkinni áður en hann snéri aftur í von um að atburðir væru famir að fymast í minninu. Eldri kynslóðin í landinu, sú sem man tvenna tíma, er vel meðvituð um hvað þaó merkir að búa við það frelsi sem lýð- veldið færði okkur. Hins vegar hefur yngri kynslóðin ekki verió minnt nægilega á að frelsió er ekki sjálfgefið. Mikið var haft fyrir því að öðlast þetta frelsi og það er nauðsyn- legt að minna á, hvenær sem tækifæri gefst, hve dýrmætt það er. Nú er tímabært að staldra við, líta um öxl og meta það sem gerst hefur á 50 árum. Jafna má við eitt af skemmtilegustu augna- blikum sem ég upplifi þegar ég kem í heim- sókn í héruð. Þá stendur oft upp héraðshöfð- ingi; oddviti, hreppstjóri, talsmaður sveitar, og segir forseta sínum hvað hefur gerst í framkvæmdum í sveitinni á undanförnum ár- um. Ég hef veitt því athygli hvemig birtir yf- ir fólki þegar þessi atriði eru tíunduó. Sund- laug er komin í sveitina, íþróttahús risið af grunni, skólinn kominn í nýtt húsnæði, vega- mál stórbætt, og ég sé að fólk kinkar hreykið kolli, stolt af sinni sveit. Það er einmitt þetta sem ég vil aó Islend- ingar geri á lýðveldisafmælisári, líti þannig til baka og átti sig á því hvaó við megum vera hreykin af því hversu geysimiklu við höfum áorkað á 50 árum. Okkur hefur tekist að byggja hér upp samfélag með góðu lífi, góðum húsakosti og undraverðri menntun. Þetta vil ég að við stöldrum við, metum og tökum svo kúrsinn skipulega frarn á veginn með frelsi og lýðræöi að leiðarljósi,“ segir forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.