Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 17.06.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 17. júní 1994 Hvað borðar íslensk æska? Könnun á matar- æðí skólafólks sýnir gildi morgunverðar A síðastliðnu ári gekkst Mann- eldisráð fyrir könnun á matar- æði barna og unglinga sem var meðal annars ætlað að svara þeirri grundvallarspurningu hvort börnin okkar fái nægilega holla og góða fæðu. Niðurstöður könnunarinnar hafa nú verið gefnar út í lítilli bók sem nefnist: Hvað borðar íslensk æska? Könnun á mataræði ungs fólks 1992-1993. Þar er meðal annars greint frá máltíðaskipan og nest- ismálum nemenda, hversu al- gengt er að börn og unglingar borði morgunverð og fái heita máltíð. Einnig kemur fram nær- ingargildi og hollusta fæðunnar og hvaða fæðutegundir eru áber- andi í fæði þeirra. Undanfarið hefur verið nokkur umræða um matarmál skólabarna, ekki síst í tengslum við væntan- lega lengingu skóladags. Niður- stöóur könnunarinnar ættu að vera gagnlegt innlegg í þá umræðu enda æskilegt aó hvers kyns ráð- stafanir varðandi mat í skólum taki mið af raunverulegum að- stæðum íslenskra barna. En hvernig er mataræði æsk- unnar háttað? Það sem vekur mesta athygli er hversu mikinn sykur íslensk börn fá úr fæðunni borið saman við jafnaldra þeirra í nágrannalöndunum. Hvert bam borðar að jafnaði 96 grömm af hreinum strásykri daglega og jafn- gildir það rúmum desilítra af sykri. Er þá ótalinn sá sykur sem er í fæðunni frá náttúrunnar hendi, til dæmis í ávöxtum, hreinum safa og mjólk. Svo mikil sykurneysla hefur vart veriö skráð í nokkurri neyslukönnun meöal nágranna- þjóóa. Gosdrykkir og aðrir sykr- aðir svaladrykkir eiga drjúgan þátt í þessari miklu neyslu og lætur næmi aó helmingur sykursins sé innbyrtur á þennan hátt. Þótt syk- urneyslan sé mikil aó jafnaói eru ekki öll börn og unglingar sama markinu brennd. Um helmingur nemenda í 5. bekk og þriðjungur nemenda í 7. bekk drekkur til dæmis gosdrykki aðeins einu sinni til tvisvar í viku og hjá þeim er sykurneyslan mun minni en hjá hinum sem drekka oftar gos. Þaó er hins vegar athyglisvert að morgunverðurinn virðist skipta sköpum meö tilliti til hollustu fæðunnar og sykumeyslu það sem eftir er dags. Þeir sem borða morgunverð flesta daga vikunnar fá hvorki meira né minna en 50% meira af flestum nauðsynlegum næringarefnum en mun minni sykur en hinir sem sjaldan borða morgunverð. Þeir síðamefndu borða meira af sælgæti og lélegri fæðu og í þeirra hópi er að fínna fleiri feitlagna unglinga en einnig fleiri mjög granna eða jafnvel hor- aða einstaklinga. Bókin er fáanleg í Skólavöru- búö Námsgagnastofnunar og á skrifstofu Manneldisráðs Islands og kostar 400 krónur. Þessi mynd var tekin af prestunum níu að iokinni vígslu. Aftari röð frá vinstri: Sr. Yngvi Þórir Árnason, þjónaði á Prestbakka í Hrútafirði, nú iátinn, sr. Róbcrt Jack, prófastur á Tjörn á Vatnsnesi, nú iátinn, sr. Trausti Pétursson, prófastur á Djúpavogi, nú látinn, sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, prófastur í Hruna, og sr. Sigmar I. Torfason, pró- fastur á Skeggjastöðum í Bakkafirði. Fremri röð frá vinstri: Sr. Jón Árni Sigurðsson, Grindavík, nú látinn, sr. Stef- án Eggertsson, prófastur á Þingeyri við Dýrafjörð, nú iátinn, sr. Guðmundur Guðmundsson, Útskálum, og sr. Sig- urður Guðmundsson, vígslubiskup, lengst á Grenjaðarstað í Suður- Þingeyjarsýslu. Halda upp á 50 ára vígsluafmæli á morgun Á morgun, laugardaginn 18. júní, verða 50 ár liðin frá því að Sigurgeir Sigurðsson, þáverandi biskup, vígði í Dómkirkjunni í Reykjavík níu presta til þjón- ustu víða um land. Af þeim níu eru íjórir á lífi og ætla þeir að hittast ásamt ekkjum þeirra sem látnir eru og snæða saman í veit- ingahúsinu Perlunni í Reykjavík á vígsluafmælisdaginn. Sr. Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup, var einn þeirra níu presta sem vígðust til þjónustu fyrir réttum 50 árum. Hann sagði í samtali við Dag að vissulega hafi verið óvenjulegt aó svo margir prestar hafi verið vígðir saman. Svo margir prestar hafi aldrei í annan tíma á þessari öld tekið vígslu í sömu athöfninni og vafa- samt sé aö það hafí nokkurn tíma skeð. Sr. Sigurður, sr. Guðmundur Guðmundsson og sr. Stefán Egg- ertsson fengu sérstaka undanþágu til vígslunnar vegna þess að þeir voru ekki orðnir 25 ára. Undan- þágan var veitt á fyrsta ríkisráós- fundi forseta Islands, Sveins Björnssonar, á lýðveldishátíðinni áÞingvöllum 17. júní 1944. Athyglisvert er að sex prest- anna, sr. Jón Árni Sigurðsson, sr. Sigurður Guðmundsson, sr. Stefán Eggertsson, sr. Guðmundur Guð- mundsson, sr. Sigmar I. Torfason og sr. Trausti Pétursson, útskrif- uóust frá Menntaskólanum á Ak- ureyri árið 1940. óþh Ég vil að fólk farí að tala meíra saman - segir María Björk Ingvadóttir, fréttamaður og kaffihúsaeigandi á Sauðárkróki Kaffi Krókur er tii húsa í Aðalgötu 16, sem Sauðárkróksbúar þckkja scm „sýslumannshúsið“. Ég hef búið hér á Króknum í fimm ár og fljótlega eftir að ég flutti hingað fékk ég hugmynd- ina að kaffihúsi. Hér hefur ekki verið til notalegur staður þar sem fólk getur sest niður, fengið sér léttar veitingar og spjallað saman, sagði María Björk Ingvadóttir en hún opnaði kaffí- húsið Kaffí Krók undir lok maí- mánaðar eða nánar tiltekið tveimur dögum fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar. María Björk er raunar kunnari fyrir önnur störf en veitinga rekstur því hún hefur unnið sem fréttamaður fyrir Ríkisútvarpið á Sauðárkróki undanfarin ár og því oft flutt hlustendum útvarps og áhorfendum sjónvarps fregn- ir af skagfirskum málefnum. María Björk er Akureyringur en eiginmaður hennar Omar Bragi Stefánsson er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og er því á heima- slóöum á Króknum. María Björk kvaðst hafa fengið augastað á þessu húsi; það er húsinu númer 16 við Aðalgötu fljótt eftir aó hún kom til Sauðárkróks en það er byggt árið 1890. Húsió hefur gengió undir nafninu Sýslumanns- húsið því sýslumenn Skagfirðinga bjuggu þar hver fram af öðrunr. Fjórir sýslumenn hafa búið í hús- inu en þar var einnig lengi versl- unarrekstur. Frank Michelsen, úr- smiður, verslaði þar á fyrri tíð en síðar komst húsið í eigu Kaupfé- lags Skagfiróinga og síðast mun byggingavöruverslun félagsins hafa verið þar til húsa. Afast Sýslumannshúsinu er svonefnt Gunnþórunnarhús; kennt viö konu að nafni Gunnþórunn er þar bjó og rak verslun til margra ára. María Björk sagði að Gunnþórunn þessi hafi verió mjög sérstök og athyglisvcrð kona og hún hafi meðal annars málað allt húsiö án þess að nota pensli; þaó er að segja með fingrunum einum sam- an. Já - við ákváðum að halda garnla stílnum. Ómar maóurinn minn er smiður og hcfur einnig lært skreytingar þannig aö við hönnuöum lagfæringar á húsinu sjálf. Auk hins upprunalega stíls lögðum við nokkuð upp úr að hafa umhverfið alþjóðlegt og fengum meðal annars í því sambandi dag- blöð frá flestum heimshornum sem við skreytum staðinn nrcð. Þótt þetta sé fyrst og fremst kaffi- hús þá bjóðum við einnig léttar veitingar og vió leggjum áherslu á fjölbreytni hvað þær varðar. Hér starfar austur-evrópsk matreiðslu- manneskja; kona frá fyrrum Júgó- slavíu sem búsett er hér á Sauðár- króki og matreiðir meðal annars létta rétti frá heimkynnum sínum. Aðal veitingasalurinn er í Sýslu- mannshúsinu en í Gunnþórunnar- húsi höfunr við innréttað einskon- ar betri stofu; koníaksstofu, þar sem litlir hópar geta tyllt sér niður og átt notalegar stundir. María Björk kvaðst ekki ein- vörðungu ætla að sinna veit- ingarekstrinum í kaffihúsi sínu því hún hefur ákveðió að efna til myndlistarsýninga og listkynninga í Kaffi Króki. Vió opnuðunr kaffi- húsið með sýningu á verkum Sossu, myndlistarkonu sem býr hér á Sauðárkróki, en í framtíðinni er ætlunin að bjóða myndlistar- fólki að sýna verk sín hér í hús- inu.“ „Já - ég vona aó fólk taki við sér og notfæri sér þessa þjónustu sem svo lengi hefur vantað. Þótt reynslan sé stutt þá lofar aðsóknin góðu. Nú fer ferðamannatíminn einnig í hönd þannig að ég býst við aó sjá eitthvað af aðkomu- fólki. Við hér á Sauðárkróki crunr alltaf að berjast við að fá feróafólk til aö koma á Krókinn; fara þessa 20 kílómetra leið frá Norðurlands- vegi. En umfram allt; ég vil að fólk fari að tala meira saman og hvar er huggulegra að hitta vini og kunningja og rabba við þá en á kaffihúsi," sagði María Björk og var síðan þotin til þess að taka fréttaviðtal fyrir Ríkisútvarpið. ÞI María Björk Ingvadóttir, sem fiestir þckkja seni fréttamann útvarps og sjónvarps, hefur nú ásamt eiginmanni sínum, Ómari Braga Stefánssyni, opnað kaffihús á SauAárkróki. Myndir: Þi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.