Dagur


Dagur - 09.07.1994, Qupperneq 4

Dagur - 09.07.1994, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 9. júlí 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,(IÞróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Fjölskyldufjandsamlegt fyrirkomulag Margir foreldrar, jafnt konur sem karlar, vilja vera mun meira heima hjá börnum sínum. Hins vegar hafa þeir engan möguleika á því vegna þess einfaldlega að báðir foreldrarnir verða að þræla myrkranna á milli til þess að framfleyta fjölskyldunni. Launastefnan í landinu er á þann veg að laun móður eða föður duga almennt ekki til framfærslu fjölskyldu. En annað kemur til. Á undanförnum árum hefur stjórnvöld- um tekist með markverðum hætti að þrengja svo að barnafólki að það ræður ekki við gluggapóstinn. Skuldirn- ar hrannast upp með tilheyrandi hörmungum, eins og skýrsla um óhóflegar skuldir heimilanna í landinu vitnar glöggt um. Það er óumdeilt að ýmis þjónustugjöld og nýir skattar hafa lagst hvað þyngst á fólk á barneignaaldri, einmitt þann aldurshóp sem er að basla við að koma sér þaki yfir höfuðið og hefur því meira en nóg með peningana að gera. Barnafólkinu er gert að borga brúsann. Þetta er fullkomlega óeðlileg og ámælisverð stefna. Það er með öllu óskiljanlegt hvers vegna í ósköpunum alþingismenn hafa ekki fyrir lifandi löngu samþykkt að útivinnandi foreldri geti nýtt skattkort maka að fullu en ekki 80% eins og nú er. Af hverju hefur þessu ekki verið breytt? Ef pólitíkusar meina eitthvað með því að foreldr- um verði gert auðveldara fyrir til þess að geta verið heima hjá börnum sínum, þá eiga þeir skilyrðislaust að samþykkja fullnýtingu skattkorts maka. Slík samþykkt væri í anda heilbrigðrar fjölskyldustefnu á ári fjölskyld- unnar. Það væri vert að fá fram sjónarmið stjórnmálaflokk- anna til þessa máls. Af hverju hafa þeir ekki barist fyrir þessari breytingu? Hafa þeir engan áhuga á þessu frem- ur en því að hækka persónuafsláttinn eins og þeir lofuðu flestir ef ekki allir fyrir síðustu alþingiskosningar? Ef stjórnmálamenn meina eitthvað með því að mikilvægt sé að styðja við fjölskylduna, hornstein þjóðfélagsins, þá eiga þeir að sýna hug sinn í verki. Orðskrúð og innantóm loforð duga skammt. I UPPAHALDI Ég er með knattspyrnu- fræðin á náttborðinu segir Oskar Ingimundarson, knaítspyrnuþjálfari, tók viii 2. deildarliði Leifturs fyrir yfir- standandi keppnis- tímabil. Hann er greinilega að gera góða hluti með liðið, sem situr á toppi deildarinnar um þessar mundir. Óskar er ekki ókunnugur í herbúðum Ólafs- firðinga, hann þjcdfaði liðið í þrjú ár, frá 1986- 88 og kom lið- inu á þeim tíma upp í 1. deild. Frá þeim tíma hefur hann þjálf- að IR, Víði í Garði og Hauka. Óskar segist kunna vel við sig í Ólafsfiröi, hann býr þar með syni sínum um þessar mundir en á von á konunni og tveimur dœtrum norður fljótlega, eða þegar konan fer í sumarfrí. Óskar var liðtækur knattspymu- maóur á árum áður. Hann er KR- ingur að upplagi og lék meó þeim upp alia yngri fiokka. Hann lék með KA í fimm ár og fór svo aftur til KR. Hvað gerirðu helst í frístund- ii m? „Frístundimar eru fáar en ég hef mjög gaman af því aö fara af- slappaður á völlinn og fylgjast mcð öðrum liðum." Hvaða matur er í mestu uppá- haldi hjá þér? „Ég er hrifnn af öllum fiski og borða mikið af honuni." Uppáhaldsdrykkur? „Mjólkin er alltaf góð og ég drckk mikið af hcnni.“ Ingimundarson, þjálfari Leifturs Óskar Ingimundarson. Ertu hamhleypa til allra verka á heimUinu? „Ef ég á að vcra hreinskilinn, get ég ekki sagt það.“ Er heilsusamlegt líferni ofar- lega á baugi hjá þér? „Ætli það sé ekki svona í meðal- lagi.“ Hyað blöð og tímarit kaupir þá? „Ég kaupi engin blöð eða tímarit í áskrift en næ mér í þau blöð sem mig iangar í hverju sinni.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Ég er ekki með neina sérstaka bók á náttboróinu en þar eru aft- ur knattspymufræóin.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmað- ur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég er mjög hrifinn af Dirc Straits." Uppáhaldsíþróttamaður? „Þeir eru margir en ég get ekki nefnt neinn einn sérstakan.“ Hvað horfirðu mest á í sjón- varpi? „íþróttir og fréttir." Hvar á landinu vildirðu helst búa ef þú þyrftir að fiytja bú- ferlum nú? „Ætli ég rnyndi ckki vilja flytja aftur í sólina fyrir sunnan.“ Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mundir? „Ég cr ákaflcga sáttur meó það sem ég á og það kemur því ekk- ert sérstakt upp í hugann.“ Hvernig œtlar þú að verja sum- aríeyfinu? „Ætli ég fari í sumarbústaó meó fjölskyldunni í haust eftir að mótinu lýkur.“ Hvað œtlar þú að gera um helg- ina? „Við eigum að leika við Þrótt í Reykjavík á laugardag (í dag) og það fer góður tlmi í ieikinn og undirbúning fyrir hann og svo ætla ég aó vera í faðmi fjölskyld- unnar fyrir sunnan eftir lcikinn." KK ME€> MORCUN KAFFI NU ÓLAFUR ÞÓRÐARSON og skapandi Hið góða við yfirstandandi hungur og hallæri þjóðarinnar, er sú hvatning, sem hugkvæmir menn og konur fá til allrahanda nýsköp- unar í atvinnumálum. I stöku til- felli er um að ræða hreina ný- sköpun, byggða á nýjustu tækni og vísindum, en oftar þó aftur- hvarf og upprifjun gamalla hátta og vinnubragða. Samkvæmt kenningu nýaldar- manna, fara nú í hönd þeir tímar að öll tæknivædd tilvera fer for- göróum og aftur verða roðskór og skinnklæói allsráðandi, um tíma að minnsta kosti og þess vegna lífsnauðsynlegt að kunna eitthvað til verka að fornum sið. Hvað sem því iíður og þó sumir telji slíkar hugmyndir fráleitar, sann- aðist þó á nýafstaðinni þjóðhátíð á Þingvöllum hinum fomu, hvílík vá er fyrir dyrum, þegar tæknin bregst. Á ég þar við þá neyð, sem varð þegar salernisaðstaöan brást og í Ijós kom að þjóðin kann ekki lengur aó bjarga brókum sínum við náttúrulegar og þjóðlegar aó- stæður. En fátt er svo meó öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Að minnsta kpsti fyrir okkur hér á Akureyri. I Ijós kom nefnilega, þó ekki sé mikið um það talað, að best björguóust þeir úr vanda þessum, sem tóku þátt í „Halló Akureyri" hér um árið og urðu þá að leysa persónulegan vanda sinn án nokkurar opinberrar aóstoðar. Mér brá því í brún þegar ég las í Degi á miðvikudaginn 29. júní s.l. að ferðamálafrömuðir hér í bæ væru fallnir frá að halda „Halló Akureyri“, um næstu verslunarmannahelgi. Ég sé nefni- lega ekki betur, en hér sé komið hið ákjósanlegasta átaksverkefni og skora hér með á bæjaryfirvöld að setja strax nefnd í málið, opna skrifstofu þegar í staó og ráóa viðskiptafræðing til að markaðs- setja námskeið á téðu sviði. Þar með fengju fjármagnsdreifarar at- vinnumálanefndar, iónþróunar- sjóðs, þjóðhátíðarnefndar og ferðamálaráðs óvænt verkefni, við að fjármagna hina nýju nefnd, skrifstofu og viðskiptafræðing. Fyrir afganginn mætti svo ráóa nokkra kunnáttumenn í hinni fornu aóferö, til að þjálfa veró- andi leiðbeinendur í þcirri gömlu kúnst að gera þarfir sínar úti í náttúrunni, hvort, sem er á grýttu landi cða grónu, í brattlendi eða á cyðisöndum. Hinir nýútskrifuðu leiðbein- endur færu síðan með stóra og smáa hópa námskeiðsþátttakenda vítt og breitt um bæinn og kenndu aóferðina, í hinu fegursta um- hverfi með hiö safaríkasta gras á báðar hendur til einkanota aftan- fyrir. Einnig gætu garðcigendur pantað námskeið í sinn garð og fengið þannig áburð og dreifingu á einu bretti, gegn vægu gjaldi, eða jafnvel alveg ókeypis. Allir hljóta að sjá, hvílík lyfti- stöng framtak þetta yrði, bæði fyrir fcrðamanna“iðnaðinn, at- vinnulífið og gróöurfarið í bæn- um og það, scm mest er um vert, ailur arður og afrakstur greinar- innar yrði öruggicga eftir heima í héraði og það er meira, en sagt verður um nokkurn annan rckstur. Nú er lag. Á þessu sviði hefur Akureyri forskot, samanber „Halló Akureyri“, sællar minning- ar og því upplagt tækifæri fyrir nýkjöma bæjarstjórn að láta að sér kveða í þessu „þjóðþrifamáli“. Víða í þjóðlcgum fræðum er þessa málaflokks getið, bæði í lausu máli og bundnu og einnig eru örnefni þcssu tengd, algeng í öllum landshlutum. Þar er því ör- ugglega grundvöllur fyrir aðra nefnd og jafnvel ennþá stærri og dýrari skrifstofu, með tilheyrandi útgáfustarfsemi og minjagripa- framleiðslu. Ég vil svo ljúka pistli þcssum, með lítið eitt rómantískri hugleiö- ingu um málefnið: Einn í ró og útí mó eða skógi grcenum, með arfakló sig aftan þvó ilmur hló í blœnum. Og vissulcga er fagurt fordæmi fólgið í sögunni af kerlingunni, sem sagói: „Flott skal þaó vera“, og svo framvegis......

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.