Dagur - 09.07.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 09.07.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 9. júlí 1994 MANNLÍF Sigurður Halldórsson, öðru nafni Siggi Donna, lct sig ckki vanta í afmæiis- veislu nafna síns Lárussonar. Þeir fclagar léku lengi saman í vörn í Skaga- manna og þóttu ekki árennilcgir á þeim tíma. Fjölmenni í fertugsafmæli Sigurðar Lárussonar Sigurður Lárusson, þjálfari 1. deildarliðs Þórs í knatt- spyrnu, fagnaði fertugsafmæli sínu í góöra vina hópi nýlega. Hann og kona hans Valdís Þorvaldsdóttir buðu til veislu í Hamri og þar var saman kominn stór hópur fólks. Sigurður sem hefur verið einn þekktasti knatt- spyrnumaður landsins í gegnum tíóina, spilaði lengi með liði Skagamanna, var fyrirliói liðsins og síóar þjálfari og þaö kom því ekki á óvart að fjöldi Skaga- manna sótti hann heim á þessum merku tímamótum. Auk þess voru Þórsarar fjölmennir bæði ungir og gamlir, lcikmenn, stjórnarmenn, vinnufélagar og kon- ur þeirra. Einnig sáust KA-menn í veislunni, nt.a. leikmenn sem spiluðu með Sigurði í liði ÍBA á árum áður. Afmælisbarninu bárust margar góðar gjafir og kveðjur og auk þess voru fluttar fjölmargar ræður. Þá var skotið upp fjórum stórum flugeldum, einum fyrir hvern áratug og vakti sú uppákoma mikla athygli, bæði hjá veislugestum, sem og hjá íbúum í næsta ná- grenni við Hamar. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar í afmælisveislunni. KK Afmælisbarnið, Sigurður Lárusson, á tali við Bjarna Svcinbjörnsson, helsta markaskorara Þórs og konu hans Höllu Halldórsdóttur, scm cinnig cr þckktur íþróttamaður og cr m.a. í landsliðinu í blaki. TILKYNNING TIL C---t NOTENDA Hinn 1. janúar 1995 verður núverandi Loran-C staösetningarkerfi lagt niður Frá sama tíma verður GPS gervihnattakerfið aðalstaðsetningarkerfi við ísland. Samtímis því að núverandi Loran-C kerfi verður lagt niður hefst rekstur nýs lorankerfis, svo kallaðs NELS kerfis. Hætt verður að senda út loranmerki frá stöðvunum á Gufuskálunt og á Grænlandi. Búast tná við að þetta nýja kerfi nýtist ekki við vestanvert landið. Athugið að breyta þarf Loran-C tækjum svo að hægt sé að nota þau við NELS kerfið. Til að bæta þjónustu við notendur, sem þurfa meiri nákvæmni en GPS kerfið gefur, hefur samgönguráðuneytið staðið fyrir uppbyggingu á leiðréttingarkerfi sem gefur notendum 5 til 10 metra staðsetningarnákvæmni á hafsvæðinu umhverfis ísland. Vita- og hafnannálastofnun sér um rekstur leiðréttingarstöðva og eru fimm af sex þegar komnar í notkun og áætlað er að sú síðasta verði tilbúin fyrir áramót. Athygli notenda er vakin á því að mikill munur getur verið á staðsetningum eftir því í hvaða staðsetningarkerfi þær eru gerðar. Það er því ekki hægt að finna stað mældan í Loran-C kerfinu með GPS (eða NELS tækjum), Loranpunktasöfn verða því ónothæf. Unnið er að því að breyta Loran tölum í GPS töiur. Nánari upplýsingar veitir Vita- og hafnamálastofnun, sími 91-600000. SAMGÖNGURÁÐUNEYTI RÁÐUNEYTI FLUTN I NGA, FJARSKI PTA OG FERÐAMÁLA Stjórnarmenn Þórs létu sig ckki vanta og hér má sjá m.a. þá Rúnar Antons- son, varaformann aðalstjórnar og fyrrum formann knattspyrnudcildar, Friðrik Adolfsson, ritara aðalstjórnar, Árna Gunnarsson, vallarstjóra og Ragnar Brciðfjörð Ragnarsson, varaformann knattspyrnudeildar. Myndir: KK Strákarnir í 1. deildarliði Þórs fjölmcnntu í veisluna ásamt mökum sínum og samfögnuöu „gamla manninum.“ Skagamcnn Ijölmcnntu til Akurcyrar og hciðruðu Sigurð með nærvcru sinni á þcssum mcrku tímamótum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.